Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 1
32 síður NGUYEN KHAN, hershöfff- ingi, heilsar á kveffjuhersýn- insu, sem honum var haldin í Saig-on fyrir helgina. Hjá honum stendur eftirmaffur hans, Tran Van Minh, hers- höfðingi. — Khan, sem gerff- ur hefur veriff aff „ferffasendi- herra“ stjórnarinnar í S.-Viet Nam, er nú staddur í Róm.- Nasser og Ulbricht undirrita samninga „IMasser á réttri leið,44 segir Ulbricht Kommúnistafundurinn í Moskvu: Kaíró, 1. marz. — NTB — AP. WALTER Ulbricht, forseti A- Þýzkalands, fór í dag lofsamleg- um oiöum um „afrek sósíalism- ans“ í Egyptalandi undir hand- leiðslu Nassers forseta, og sagffi jafnframt aff Nasser „stefndi beinustu leiff til sósialismans," sem væri liin rétta leiff. í dag undirrituffu Egyptaland og A- Þýzkalands samning um tækni- legt samstarf, en samkvæmt samningi þessum á Arabiska sam bandslýðveldiff að fá 25 millj. sterlingspunda lán í A-Þýzka- landi auk 11 milljón punda Xáns til kaupa á A-þýzkum vörum. Þá mun A-Þýzkaland sjá Egyptalandi fyrir útbúnaði í verk smiðju eina, sem gera á landinu kleift að auka hergagnafram- leiðslu sína. Þá hyggjast iöndin efla samskipti sína á sviði vís- inda og tækni, og skiptast á sér- fræðingum í þeim efnum. Ulbricht heimsótti í dag ný- ræktarsvæði í útjaðri eyðimerk- urinnar. Svæðið er um 32,000 hektarar að stærð og liggur norð vestan við Kaíró. Áformað er að svæðið verði 80.000 hektarar. Vatni til nýræktarinnar er dælt frá Níl og neðanjarðarlindum. Ulbricht á eftir áætlun að halda heimleiðis frá Port Said á þriðjudag. Kínverjar nota tækifærið til harkalegra árása á Rússa Segja þá fulla yfirdrepsháttar og hræsni — Fer einingarfundurinn á Lenínhæð út um þúfur? Moskvu, 1. marz (AP-NTB) FULLTRÚAR frá 17 komm- únistalöndum komu í dag til fundar við hugmyndasérfræð inga sovézkra kommúnista í Moskvu, jafnframt því sem kínverskir kommúnistar hófu enn miklar árásir á hina nýju leiðtoga í Kreml, og sökuðu þá um að breikka enn bilið milli Kina og Sovétríkj- anna. Fundurinn hófst kl. 11 f.h. að ísl. tíma í „Gestahús- inu“ á Leninhæð. Til hans mættu eins og fyrr segir full- trúar frá 17 löndum, en 25 hafði verið boðið til fundar- ins, sem Rússar lýsa svo að hann eigi að vera „ráðgef- menn voru reknir yfir göt- una af hermönnum. Heimildir meðal kommúnista segja að fundurinn hafi verið vel undirbúinn með það fyrir augum að styggja ekki Kínverja, en nú sé illt í efni eftir þá „breiðsiðu“, sem skotið var frá Peking í dag, og ómögulegt er að segja fyrir um lyktir. Hræsni Kinverjar völdu sjálfan setn- ingardag fundarins til þess að ráðast harkalegar á Sovétríkin eins og þeir hafa gert undanfarna þrjá mánuði. Alþýðudagblaðið í Peking sakaði Sovétleiðtogana um yfirdrepshátt og hræsni, og sagði að er allt kæmi' til alls ynnu þeir raunverulega að því að kljúfa kommúnistahreyfing- una undir því yfirskyni að þeir væru að vinna að einingu. Góðar heimildir sögðu í dag, að tíðindin frá Peking hefðu komið eins og reiðarslag yfir So- vétmenn, og hefðu þeir þungar áhyggjur vegna þessa. Einnig er talið að árásir Kínverja hafi haft mikil áhrif á fulltrúa hinna 17 þjóðanna. Sovétmenn buðu upphaflega fulltrúum 25 kommúnistaflokka til fundarins í Moskvu, en Kína og bandamenn þess í Albaníu, Framhald á bls. 31. Ingimundur Helgason. Lézt í umíeröarslysi í Kansas City w i Fjölbýlishús springur loft upp í Montreal Kansas City, 28. febr. CAP). INGIMUNDUR HELGASON, 23 ára gamall Islendingur, lézt í umferðarslysi í Kansas City í Bandaríkjunum síðastli'ðinn sunnudag. Hann var í bílferð með 27 ára gömlum manni að nafni James M. Morneau, er bif- reiðin rakst á umferðarmerki með þeim afleiðingum að menn- irnir meiddust báðir og Ingi- mundur lézt í sjúkrabílnum á »ndi“ á erfiðum tímum. Með- »1 þeirra, sem vantar, eru full trúar kommúnistaflokka Rúmeníu og Bretlands, en þó er húizt við að fulltrúar hrezka kommúnistaflokksins muni koma síðar. — Um 20 svartir bilar renndu upp að „Gestahúsinu" í dag. Járn- hliðinu fyrir garði þess var lokið upp fyrir hverjum bíl, en síðan lokað í skyndi á eft- ir honum svo ekki sæist inn í garðiium. Erlendir frétta- 28 fundiiir látnir, 50 særðir og 100 saknað Montreal, 1. marz. (AP-NTB) GIFURLEG sprenging, sem líklega hefur kostað meira en 100 manns lífið, varð í morgun í fjölbýlishúsi í La Salle, útborg Montreal, um það leyti er íhúarnir voru að snæða morgunverð. Talið er að leki í gaspípu hafi vald- ið sprengingunni, sem var svo öflug, að miðhluti fjöl- býlishússins með 12 íhúðum hrundi gjörsamlega í rúst, en eldur eyðilagði nær algjör- lega það sem eftir var af hús- inu. — 28 lík fundust í rústunum, vit- að er um 50, sem slösuðust meira og minna, og um 100 manns er saknað, þannig að búizt er við að dánartalan fari ört hækkandi eftir því sem meira er grafið í rústirnar. í húsinu, sem var þriggja hæða og hlaðið úr múrsteini, voru samtals 20 íbúðir. 18 þeirra lögðust að heita algjörlega í rúst, ýmist af sprengingunni sjálfri eða eldinum, sem geisaði í kjölfar hennar. Gluggar brotnuðu í húsum allt umhverfis bygginguna. Um orsakir sprengingarinnar er ekki fyliilega vitað, en helzt er hallazt að því, að leki hafi komið á gasleiðslu, og gaskerfi hússins sprungið í loft upp. ieið á sjúkrahús. Morneau skýrði lögre.glunni svo frá sfðar, að hann hefði sofnað við stýrið. Ingimundur hafði verið í Banda ríkjunum, unnið þar og kynnt sér verzlunarstörf síðan í marz, árið 1963. Hann var væntanleg- ur heim aftur í ágúst næstkom- andi. Áður en hann hélt utan hafði hann verið verzlunarstjór- in hjá KRON bæ'ði við Hrísateig og Langiholtsveg. Foreldrar Ingimundar eru hjónin Helgi Jónsson, múrara- meistari, Mávaihlíð 20, Reykja- vík, og Sigurlaug In.gimundar- dóttir. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.