Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 16
16 MQRGUNBLAÐBÐ Þriðjudagur 2. marz Í965 fRtftgtiitlföifrifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Krístinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. FUNDURINN í MOSKVU l?undur kommúnistaflokk- *■ anna, sem Nikita Krús- jeff boðaði til á sínum tíma er nú hafinn í Moskvu. Um- ræður voru uppi um það, að frá þessu fundahaldi yrði horfið, þar sem Krúsjeff hefði verið settur af og nýir menn tekið við forustu rúss- neska kommúnistaflokksins. Töldu ýmsir, að hinir nýju valdhafar Sovétríkjanna myndu gera þetta til þess að blíðka kínversku kommúnist ana; sem voru mótfallnir fundahaldinu og álitu því stefnt til höfuðs sér. Én þeir Kosygin og Bres- nev ákváðu að halda fast við ráðagerð Krúsjeffs um fyrir- hugað fundahald. Og nú er fundur kommúnistaflokk- anna hafinn. — Kxnverski kommúnistaflokkurinn og nokkrir aðrir kommúnista- flokkar senda ekki fulltrúa á hann. Mestá athygli vekur að kpmmúnistaflokkur Rúm- eníu hefur ekki þegið boðið um þátttöku í fundinum. Er af því auðsætt að klofningur- inn innan kommúnistaflokk- anna er að færast í aukana. Verður víða í löndum avrt vaxandi ólgu innan þeirra. Athyglisvert er, að ágreining urinn milli Moskvu og Pek- ing hefur ekki jafnazt þótt Krúsjeff hafi verið fórnað. — Kínverskir kommúnistar halda áfram að gagnrýna Moskvumenn harðlega, á- saka þá fyrir endurskoðunar- stefnu og svik við kenningar Marx og Lenins. Um niðurstöður Moskvu- fundarins, sem nú stendur yfir, verður að sjálfsögðu ekkert fullyrt. En allt bendir til þess að af honum muni leiða enn aukið missætti milli Peking og Moskvu. Kínversk ir kommúnistar sætta sig ekki við óskoraða forustu Sovétmanna innan hinnar al- þjóðlegu hreyfingar komm- únismans. Mao Tse-tung vill ekki vera litli bróðirinn í hinu alþjóðlega félagsbúi kommúnista. En bak við hinn svokallaða „hugsjónalega ágreining“ rússneskra og kínverskra kommúnista liggja önnur miklu þýðingarmeiri sjónar- mið. Það eru hinar hags- munalegu andstæður milli hinna tveggja risa heims- kommúnismans. Útþenslu- stefna Kínverja í Asíu er þeg ar tekin að beinast gegn Sov- étríkjunum, sem eiga mikil og auðug lönd í nágrenni Kína. Hin miklu rússnesku landsvæði í Asfu eru strjál- býl en Kínaveldi er hinsveg- ar að springa utan af ört vax- andi þjóð, sem nú telur 700— 800 milljónir manna. Þessar hagsmunaandstæður vega í raun og sannleika áreiðan- lega miklu þyngra en ágrein- ingurinn um túlkun á ryk- föllnum fræðikenningum þeirra Marx og Lenins. SKYNSAMLEG RÖDD C'teingrímur Hermannsson, ■ verkfræðingur, ritar sl. sunnud§g skynsamlega grein í Tírnann um stóriðjumálin. Leggur hann áherzlu á nauð- syn þess að hagnýta vatns- aflið á íslandi í senn til orku- framleiðslu og til þess að byggja upp nýjar atvinnu- greinar. Það er skoðun hans að æskilegast væri, að hægt væri að byggja aluminíum- verksmiðju við Eyjafjörð, en telur þó að á því séu ýmsir annmarkar. Hann telur Búr- fellsvirkjun hagkvæmasta og tekur undir þær ábendingar, sem settar hafa verið fram hér í blaðinu, að nauðsyn beri til að byggja upp margs- konar iðnað, svo sem aukinn fiskiðnað og skipasmíðaiðnað í hinum ýmsu landshlutum. Greinarhöfundur telur okk ur stafa mjög litla hættu af erlendu fjármagni í sam- bandi við þær framkvæmdir sem nú er rætt um. Bendir hann á reynslu Norðmanna á þessu sviði. í framhaldi af þessari grein er ástæða til þess að leggja enn áherzlu á það, að brýna nauðsyn ber til þess, að íslendingar ræði framtíð- armál sín af víðsýni og sann- girni. Hér er svo mikið í húfi, að öfgar og sleggjudómar mega ekki ráða um þær á- kvarðanir, sem teknar kunna að verða. Mestu máli skiptir að öll þjóðholl öfl sameinist um að hagnýta auðlindir landsins og byggja upp stöð- ugt traustari og fjölbreyttari bjargræðisvegL BÁGINDI KOMM- ÚNISTA Á ÍSLANDI T>ágindi kommúnista á ís- ** landi halda áfram að færast í aukana. Nýlega hef- ur einn af framámönnum þeirra á Austfjörðum sagt sig S* * % VŒJ UTAN ÚR HEIMI Geimferi Rússa til að sanna að Guð sé ekki til ? Kirkjan í kommúni.stdlönd- unum á við ótrúlegu örðug- leika að stríðd, þótt einhver þíða virðist mú framundan í NÆRFELLT tvo áratugi h e f u r rómversk-kaþólska kirkjan teflt pólitíska skák vió kommúnistastjórnirnar í Austur-Evrópu. í Rússlandi, P ó I 1 a n d i , Ungverjalandi. Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu, A- Þýzkalandi. Rúmeníu Búlg ariu eru 200 milljónir kaþ- ólskra manna, sem orðið hafa fyrir og verða enn fyrir alls- kyns ofsóknum, og Páfagarð- ur hefur leikið erfitt og ör- væntingarfullt hlutverk i þá^u þessa fólks. — Nú, undir handleiðslu Páls páfa VI. hef- ur Páfajfarður komizt á nýtt sti£ í baráttu sinni. Raunveru le?ar stjórnmálalegar viðræð- ur hafa nú verið teknar upp við stjórnir kommúnistaland- anna, og segja má að þíða sé framundan í samskiptum þeirra við Páfagarð. Fyrir ör- Skömmu voru útnefndir þrír nýir kardinálar í Járntjalds- löndunum, með samþykki við komandi kommúnistastjórna, sem gefið var þó með treffðu. Hinir nýju kardínálar eru Slinyi, erkibiskup af Leonoli í Ukraínu, Beran, erkihiskup af Krag, og Seper. erkibiskup af Za^reb í Júgnslavíu. Frekari merki þess, að um þíðu sé að ræða í samskiptum Páfagarðs og kommúnista- stjórnanna, eru viðræður, sem nú fara fram í Tékkóslóvakíu, en þær eru svipað eðlis og þær sem áður hafa farið fram í Ungverjalandi. Viðræðum í Ungverjalandi lauk í septem- ber sl. á þann veg, að sam- komulag náðist um að Páfa- garður skyldi ráða útnefn- ingu biskupa í Ungverialandi fsex biskuoar hafa síðan ver- ið útnefndir). Kirkjan í Tékkóslóvakíu er af kommúnistum talin óvin- ur þjóðfélagsins nr. 1. Síðan aðgerðir gegn kirkjunni hóf- ust þar í landi fyrir 16 ái'um hafa 2,500 prestar verið fang- elsaðir. Flestöllum munkum, nunnum og öðrum meðlimum trúarlegra hreyfinga hefur verið komið fyrir í afskekkt- um héruðum og hefur þeim verið haldið þar sem landbún aðar- og verksmiðjuverka- mönnum. Trúarlíf í tékkneska þjóðfélaginu hefur verið að deyja hægum dauða. m f’restar og trúarhreyfingar \^rða að lúta stjórn pólitískra „kommissara“. Þó að „komm- issararnir" eigi að nafninu til að lúta biskupunum, eru það þó þeir, sem raunverulega fara með stjórn biskupsdæm- anna. „Trúarmálaráðuneytið“ í Prag hefur útsendara sína , og njósnara í hverju biskups- dæmi landsins. Þeir senda til höfuðstöðvanna skýrslur um guðsþjónustur, og prestar fá sjaldnast að velja sjálfir kór- drengi. Hinni kommúnísku „Friðar prestahreyfingu“ er stjórnað af presti, sem settur hefur verið út af sakramentinu, fyrr um séra Josef Plonar, sem einnig er heilbrigðismálaráð- herra í kommúnistastjórninni. Einstaka kirkju í Prag er haldið opinni til þess eins að ferðamenn fái betri mynd af ástandinu. Kaþólska kirkjan í Júgó- slaviu nýtur sennilega meira frjálsræðis en kirkjan í nokkru öðru kommúnísku landL Tító, sem kominn er af kaþólsku fólki í Króatíu, er ekki mjög harður andkirkju- maður og endurskoðunar- og hlutleysisstefna hans gera þol gæði gagnvart kirkjunni mögulegt. Erkibiskupum frá Júgó- slavíu hefur ekki verið mein- að að sitja Kirkjuþingið í Róm. Franic biskup af Split, hægrisinnaður íhaldsmaður, sem lagzt hefur gegn ýmsum framfaramálum á kirkjuþing- inu, er leyft að fara frjálsum ferða sinna heima fyrir, en slíkt mundi naumast gerast í nokkru öðru leppríkja Aust- ur-Evrópu, þar sem hann yrði ugglaust fangelsaður. Seper, hinn nýútnefndi kardínáli, er framfarasinnaður og telur leikmenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í kirkju- legum málefnum. Kaþólska kirkjan undirrit- aði samkomulagið í Ung- verjalandi 15. september sl. í þeirri von að innri og ytri á- hrif og þrýstingur myndu knýja kommúnistastjórnina til aukins frjálslyndis. En embættismaður einn í Páfa- garði hefur látið svo um mælt nýlega að samkomulag- ið hafi siður verið „modus vi- vendi“ en „modus non mori- endi“ — síður til þess fallið að deyja ekki en til þess að lifa. Kaþólska kirkjan í Ung- ■ verjalandi var miskunnar- laust barin niður á Stalíns- tímabilirtu eftir styrjöldina. Vegna uppreisnarinnar í land inu 1956 hefur kirkjan þar í latidi ekki notið þeirrar þíðu, sem örðið hefur vart við í hinum kommúnistaríkjunum Miðpunktur þessa flókna vandamáls er hinn umdeildí Mindszenti kardínáli, sem dvalizt hefur sem flóttamað- úr í bahdaríska séndiráðinu í Ung/erjalandi síðan 1956. Af. súmum éf hann talinn píslar- vottur, af öðrum íhaldssegg- ur, sem komi í veg fyrir bætt samkómulag ríkis og kirkju. Sem dæmi um hina gallhörðu andstöðu Mindszentis við kommúnismann má nefna að hann lýsti sig mjög mótfalt- inn septembersamkomulag-- ihu, sem áður hefur verið nefnt. „Friðarprestahreyfingunni", sem er mjög öflug í Ungverja landi, er stjórnað af Beres- ztockzy, fyrrum présti og nú- verandí varaforseta ung- verska þingsins, sem Páfa- gárður setti út af sakrament- inu fyrir að blanda málefnum kirkjunnar og trúarinnar sam an við kommúnismann. Frið- arprestar eru jafnan útnefnd- ir af kommúnistastjórninni sem fulltrúar og aðstoðar- menn biskupa landsins. Er M. Hamvas var gerður að erkibiskupi af Valocsa reyndi kommúnistastjórnin að þvinga hann til að víkja að- stoðarpresti sínum og fulltrúa frá og útnefna Friðarprest í hans stað. Erkibiskupinn neit aði að verða við þessu, en er aðstoðarprestur hans beið bana í umferðarslysi, tók Frið arprestur við embætti hans. Afstaða fólks til kirkjunn- ar er breytileg frá héraði til héraðs. I litlum sveitaþorp- um, með ströngum kaþólsk- um erfðavenjum, hafa böndin við kirkjuna haldizt óbreytt, en í borgum má áróðurinn gegn kristinni trú sín mikils, einkum meðal ríkisstarfs- manna. Ef kennarar sækja messur, láta skíra börn sín eða kenna þeim kristin fræði, missa þeir stöðu sína. Svo hart er að kennurum vegið í þessum efn um, að prestar á hverjum stað afsaka það, að þeir skuli ekki koma til messu. I Rúmeniu fara kommúnist- Framh. á bls. 25. úr „Sameiningarflokki al- þýðu, Sósíalistaflokknum.“ — Jafnhliða halda „þurrabúðar mennirnir“ á Þjóðvarnarhjá- leigunni uppi stöðugum á- róðri gegn ráðandi öflum flokksins. Við þetta bætast svo raun- irnar vegna klofningsins milli Peking og Moskvu. Er nú svo komið, að íslenzkir kommúnistar eru teknir að skiptast í tvo flokka eftir af- stöðunni til valdastreitunnar milli rússneskra og kín- verskra kommúnista. Sú staðreynd verður þess vegna ekki sniðgengin, að flokkur kommúnista hér á íslandi logar að innan um þessar mundir. Þar er hver hendin upp á móti annarri. Moskvumönnum finnst Al- þýðubandalagsgæran vera tekin að slitna. Önnur öfl innan flokksins vilja hinsveg ar hressa upp á þessa gæru og láta Alþýðubandalagið skipta endanlega upp þrota- búi „Sameiningarflokks al- þýðu sósíalistaflokksins“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.