Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐBÐ Þriðjudagur 2. marz 1965 50 ára afmæli Keflavíkurkirkju Keflavík, 1. marz. KEFLAVÍKURiKlRJCJA hélt hátíðlegt fimmtugsafmæli sitt síðastliðinn sunnudag, en vígslu- dagur kirkjunnar er 14. febrúar 1915, þó að byggingarár sé 1914. Afmæiisins var minnzt með há- tíðaguðsþjónustu í kirkjunni og voru þar viðstaddir ýmsir fyrir- menn kirkjumála, nágrannaprest- ar og prófastur, séra Garðar !>or- steinsson, svo og Óiafur Skúlason 6em þjónaði Keflavíkursöfnuði um nokkurt skeið. Fjórir þjón- andi prestar hafa vérið við Kefia víkurkirkju frá upphafi, eru það Iþeir Kristinn Daníeisson, Fríðrik Rafnar, Eiríkur Brynjólfsson og Björn Jónsson núveTandi prestur. Við sögu koma Friðrik Friðriks- son, Valdimar Eyiands, ólafur Skúlason og nágrannaprestarnir Guðmundur að Útskálum og Jón A. Siguxðsson í Grindavík. Allra þessara presta okkar var minnzt í sambandi við fimmtíu ára af- mæli kirkjunnar og sérstaklega þeirra sem hðni.r eru. Keflavikurkirkja á nú 50 ár að baki og hefur um þetta fimmtíu ára skeið áunnið sér kærleika og velvild alira sinna sóknarbarna, þó að kirkjusókn sé alla jafna ekki mikil þá á kirkjan og kristin trú mikil ítök í fiskifólkinu, sem byggir Keflavík, og allir vilja vel fyrir kirkjuna gera og hafa fjöl- margir sýnt það í verki og eiga eftir að gera á margan hátt. Um- hverfi kirkjunnar þykir ekki vel hirt eða fallegt ásýndar, en það stendur til bóta, svo sem annað sem ábóta er vant. Áður en þessi núverandi kirkja kom til sögu, var hafin bygging annarar kirkju niður á sjávar- bakka, en í einum miklum norð- an stormi fauk hún af grunni og skemmdist það mikið að ekki var talið ráðlegt að halda byggingu hennar áfram. Kom þá til móts við fámennan Keflavikursöfnuð, Ólafsson faktor í Duusverzlun lánaði endurgjaldslaust taeki til byggingar kirkjunnar, svo sem sleða, skóflur og haka og annað Iþað, sem þurfti á að halda, þvi Iþá var byggingartæknin önnur en nú. Keflavíkurkirkja er um margt Síðastliðinn sunnudag var minnzt 50 ára afmælis Keflavikur- kirkju. Fjölmenni var við athöfnina. Herra Sigurbjörn Einarsson btskup prédikaði. Sézt hann á mynd þessari í prédikunarstóln- um. Sóknarpresturinn, séra Bjöm Jónsson situr undir prédikunar- stólnum, — Heimir Stígsson tók myndina. sérstæð, ef til vill einstök í sinni röð. Kór hennar snýr í Vestur og ekkert krossmark er á kirkjunni hvorki hið ytra né innra, en úr þessu ætlar Rafveita Kefiavíkur að bæta með því að gefa myndar lega lýsandi kross, sem haganlega verður fyrir komið. í sambandi við afmælið bárust kirkjunni margar góðar gjafir bæði frá fé- lögum óg einstaklingum, til minn ingar um látna vini eða annað það sem kirkjan hefur verið þeim. Nokkrir ungir menn tóku sig saman og söfnuðu fé til að endur byggja klukku í turni kirkjunn- ar og tókst það vel, með aðstoð margra einstaklinga og fyrir- tæ'kja í Keflavík og svo verður áfram haldið þar til Keflavíkur- kirkja verður stolt sinnar byggð- ar. í sambandi við fimmtugsaf- mæli Keflavíkurkirkju, hnigu allar ræður að því að kirkjan væri okkar stoð og stytta í gleði og sorg og mundi svo verða um alla framtíð. Nú ætlum við að fá nýtt orgel í kirkjuna og laga til umhverfi hennar og eins og áður vinna þar margar hendur létt verk. — hsj — Elísabjörg Jóhannsdóttir Minning Fædd 14. marz 1876 Dáin 7. janúar 1965 UÍSA frænka, svo oft nefnd af fjölmennum frændaskara, var feedd á Bakka í Geiradal í Barðastrandarsýslu. — Foreldr- •r hennar voru Jóhann Jóns- «on, póstur, Húnvetnirngur að ætt, frá Háagerði á Skagaströnd, móðurbróðir minn, og Helga Jakobsdóttir, Reykjalín. Elísa- björg taldi jafnan alla Reykja- lína, bæði presta og leikmenn, •ettingja móður sinnar. — Vóru f þeirri ætt söngmenn góðir. Jóhann fluttist vestur með mæðgunom frá Steinnesi í Þingi, prestsekkjunni Elinni og dóttur Ihennar Elísabetu, er hún giftist Ólafi, lækni Siigvaldasyni í Bæ í Króksfirði, og fyrir hans áeggjan tók Jóhann að sér póstferðimar frá Vatneyri, vestur, að Bæ í Króksfirði, og hafði þær á hendi f 30 ár. (1875—1905). í>au hjón, Jóhann og Helga, eignuðust tvær dætur, sem upp komust: Elín og Elísabjörg. — Son, Jakob að nafni, misstu þau é bamsaldri. í>að var mjög kært með þeim móður minni og Jóhanni, bróður hennar, þau skrifuðust alitaf á, og við telpurnar fórum brátt að dæmi foreldra okkar. í>að eru nú rúm 70 ár, síðan ég réðist þangað vestur sem kennari «ystranna (1892). — Var þar tvo fvetur, og leið áigætlega vel hjá þessu góða frændfólki. Og þá fékk ég í fyrsta skifti á ævinni augum litið hinar fögru og til- komumiklu strendur Breiðafjarð ar. Allt var fullt af börnum ag ung , ingum, bæði uppeldisibörn og að- komuunglingar. — Systurnar voru duigiegar að læra, kátar og glaðar, og nóg var af bókum og blöðum að skemmta sér við. — Þessir tveir vetur eru mér ó- gleymaniegir. Síðan hefur vin- átta okkar Elísabjargar staðið íöstum fótum. begar Jóhann frændi minn hætti póstferðum . (1905) fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. — Þar hafði Elísabjörg mikil um- svif, brauzt um fast: Húsakaup, kostsölu o.fl. Þar var Jóhannes Kjarval hennar kostgangari og vinur æ síðan. Margan bitan oig sopan gaf Elísabjörg á þeim ár- um. En á þessum árum heimsóttu veikjndi og dauði þessa góðu fjöl skyldu. Elín, eldri systirin dó, ungfuliorðin, svo og fósturdóttir hennar, Helga húsfreyja, andað- ist og á þessum árum og fóstur- dóttir Elisabjargar, Þórunn Ólafs dóttir, prests í Garpsdal, 15 ára. — Það var þyngsta þrautin. Elísabjörg skrifar mér núna fyrir jólin 1964: „Ég þakka Guði fyrir, að ég hef getað annast mitt fólk til hinztu stundar, lokað augum þess þegar dauðann bar að.“ Það var ekki vil eða vol, ekki kvartað eða kveinað, sálar- ^WWWö*OCWWv.+:-)W«FAv-m.»WAw.W‘'.,>'V.v.x/>>w^ . » ■ ■. » styrkurinn og þrekið óbiiandi. Feðgininin, faðir og dóttir stóðu fast saman, enda mjög lík að eðlisfari. — Ekki kannske allt- af mjúk á manninn í fyrstu at- rennu, en bæði mjög vinsæl eigi að síður. — Þau studdu og styrktu hvort annað, svo til fyrir myndar var. Eftir níu ára dvöl í Reykjavík, fiuttu þau feðgin til Akureyrar. Stundaði Elísabjörg ýmsa vinnu á Norðuriandi: Síldarsöltun, kaupavinnu o.fl. Það var óþrot- leig vinna, konan sterk og dugleg, kom sér allsstaðar vel. Hún á vini um ailt iand. — Oft unnu þau feðginin saman, Það var svo kært með þeim. Eiísabjörg byggði sér hús á Akureyri, með þrem litlúm íbúð- um, og stundaði prjónaskap, vél- prjón. Áttu margir þar leið sína um nær 40 áraskeið. — Gat hún sér þar sem annars staðar, góðan orðstír. — Þarna bjuggu þau sam- an, feðginin, þar til Jóhann and- aðist 1926, 86 ára að aldri. Elísabjörg gaf með erfðaskrá, húseign sína Elliheimilissjóði Akureyrar. Var sú igjöf vel þegin og vel þökkuð. — Einnig gaf hún Geiradalshreppi góða peninga- gjöf og bókasafn sitt. — Kunnu þeir, góðu menn, vestur þar, vel að meta þessa ræktarsemi frænd konu minnar, heimsóttu bana jafnan, er þeir voru á ferð, og sýndu þakklátsemi sína á ýms- an hátt. Ég átti jafnan athvarf hjá EHsa björgu frændkonu minni, og kom það sér vel, þegar ég kom lúin úr langferðum, eða þegar ég var að koma „Hlín“ út. Alitaf var jafngoti þar að koma, alit hreint og fágað, góður og veltil- búin matur og „Usukaffið" ann- áiaða! — Margan daginn og manga nóttina hef ég hvílst á bekknum góða hjá Lísu minni, og engin bjó svo vel um mann sem hún. Hjá henni gisti ég síðustu nótt- ina, sem ég átti heima í Eyjafirði, 31. okt. 1955, er ég flutti mig á fornar slóðir í Húnaþingi. Elísabjörg var skemmtileg kona, vel greind, bókeisk, guð- elskandi, bænrækin oig tryggða- tröll hið mesta. — En heilsan stóð á völtum fæti hin seinni ár, lungnaþemba, en þá kom Pétur læknir, hvort heldur var á nóttu — Rauba Kina Framh. af bls. 17. sér enga stoð í hugum þeirra Asíubúa, sem eru í næsta ná- grenni við það. Asíubúar halda því fram, að Mao Tse-tung trúi þvi í raun og veru, að máttur ríkisins sé kominn undir vopna- búnaði þess. Njósnaskýrslur þeirra gefa til kynna, að Rauða Kina muni innan þriggja ára hafa yfir að ráða eidfiaugum, sem nái til skotmarka, hvar sem vera skal innan Asíu. Þegar Mao hefur undir hönd- um nægar birgðir kjamorku- vopna og eldflauga þá mun hann, að því er margir sérfræð- ingar telja, nota þau til að kúga hin minni og vanmegnugri ríki Asíu til að slíta sambandinu við Vesturveldin, sem er eina vörn þeirra, og gangast undir yfirráð Kanverja. Bandaríkin haida því fram, að hin velheppnaða kjarnorku sprengjutilraun Rauða-Kína hafi ekki aukið hernaðarmátt Maos. Þetta er röksamdafærsla, sem fáir Asíubúar geta fallizt á. Þeir halda þvi fram, að mátt urinn sé þar, sem menn trúa því að hann sé, þar til viðburða rásin sanni hið gagnstæða. Asíu búar minnast þess, að Rauða- Kína barðist hraustlega við Bandaríkin í Kóreu. Asiubúar hafa í huga jafnvel enn nýrra dæmi, en það er með hve mikl um hraða Kínverjar auðmýktu indverska herinn í Himalaya- fjöliunum. Og nú er það Viet- nam, þar sem Bandaríkin eru 1 varnaraðstöðu. Það er þessi skoðun manna á mætti Kinverja, hvort sem hann er raunverulegur eða ímyndaður, sem gerir þá hættu lega í Asíu. Kjarnorkusprengj- an í höndum Kínverja eykur óendanlega mikið við þessa hættu. Margir vestrænir sérfræðing- ar eiga meira að segja erfitt með að ieita huggunar í hinum augljósa veikleika Kína þar sem efnahagsmálin eru, og hinum erfiðu vandamálum, sem hinn sífellt vaxandi mannfjöldi skap ar. Aukin ókyrrð i riki Mao Tse- tung, eða versnandi sambúð kommúnistastjórnarinnar Og bændanna gæti neytt komm- únista til að hætta á ný hern- aðarævintýri í Suð-austur-Asíu til að leysa þann vanda. Heimsveldunum, Bandaríkj- unum og Sovétrikjunum, virð- ist ef til vill Rauða-Kína vera ofmetið, það sé ekki fært um að standa í heimsstyrjöld eða verða mikið iðnveldi. En í aug um Asíubúa er Rauða-Kína „lif andi tígrisdýrið" með kjarnorku klær, sem verða stöðugt beittari og beittari. (Þýtt úr U.S. News & World Report). eða degi, og blés lífslofti í frænd konu okkar, þegar erfiðast horfðL Og þegar lítt fært var út til inn- kaupa, hljóp Magiga vinkona, undir bagga, leiguliði Elísa- bjargar. Frænku mína langaði til að búa sem lengst í sínu góða húsi, og áttu margir, vinir og velunn- arar, þátt í að hjálpa til, að svo mætti verða: Fííilgerðissystkinin blessuð, Jón Rögnvaldsson og Sól veig, Ragnheiður O. Björnsson, kaupkona, vinkona okkar o.fl. Þá veitti þetta góða fólk ekki síður sína mikilsverðu aðstoð hin siðustu ár, eftir að á sjúkrahús var komið. Mig langaði til, að Elísabjörg heimsækti mig í Héraðshæli Hún vetnipga, eftir að ég flutti hing- að 1955. — Vildi senda eftir þeim fjórum vinkonum mínum, sem höfðu sýnt mér mikla vinsemd en það var um seinan, Elísabjörg treysti sér ekki til að vera með. Oft minntumst við á það, bæði í gamni og alvöru, að ég færi með henni vestur að Breiðafiroinum hennar, sem hún elskaði. — Hún tók því ekki óiíklega. — Þá var að fá sér flugvél, um annað var Fxamihald á his. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.