Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 17
Þriðjudagur f. m»rr 1983 MORGUNBLA&IÐ 17 Hversu mikil hætiu stoíur uí Ruuðu Kínu? LOFTÁRÁS, sem Bandaríkin gerðu á Norður-Víetnam þann 7. febrúar sl., í hefndar- skyni fyrir þátt kommúnista- stjórnarinnar þar í styrjöldinni í Suður-Víetnam, varð til þess að kinverskir kommúnistar tóku að láta ófriðlega. Hún dró einnig athyglina að nýrri og gagngerri skýrslu um ástandið í Rauða-Kína, sem byrjað var á í októbermánuði sl. eftir að Kínverjar höfðu sprengt fyrstu kjarnorku- sprengju sína. Vestrænir sér- fræðingar hafa nú nýlega lokið við samningu skýrslunnar. Hversu öflugt ríki er Rauðá- Kína orðið eftir að hafa eign- azt kjarnorkusprengjuna? Er það um það bil að geta keppt við Bandaríkin sem fyrsta flokks stórveldi? Hefur verið fundin lausn á vandamálunum heima fyrir? Hversu mikil ógn stafar af Peking í augum ná- grannanna í Asíu? Það tók ekki langan tíma að komast að þeirri niðurstöðu, að meira þarf að koma til en hæfni til að smíða og gera tilraunir naeð kjarnorkuvopn til þess að geta talizt stórveldi. Að hafa sprengjuna undir höndum leys ir , ekki grundvallarvanda stjórnarinnar í Peking — hina miskunnarlausu manofjöigun, samfara getuleysinu til að fram leiða næg matvæli. Kjarnorkuvísindin hafa ekki orðið til þess að opna að nýju neinar. af hinum fjölmörgu verksmiðjum landsins, sem hafa verið verkefnislausar. Þau geta ekki útvegað fjármagnið, sem þarf til að koma af stað hrað- fara iðnvæðingu. Niðurstaðan er sú, að Kína er þriðja flokks ríki í samanburði við risastórveldin tvö, Banda- ríkin og Rússland, þegar farið er eftir hlutlægum mælikvarða eins og landbúnaðar- og iðnað- arframleiðslu, utanríkisvið- skiptum, nýtízku flutninga- tækjum og síðast en ekki sízt lífskjörunum. í þokkabót eru Kínverjar langt á eftir Japönum og flest- um Vestur-Evrópuþjóðum á nærri öllum sviðum efnahags- þróunar. Hin grátlegu öfugmæli í öllu þessu eru þau, að Rauða-Kína, sökum mannfjöldans og legu sinnar, er samt sem áður stór- veldi og sem full ástæða er tii að hafa áhyggjur af. Kínverjar eru ráðandi á stór- um svæðum í Asíu, annað hvort með beinni nærveru sinni eða vegna sálrænna áhrifa. Kínverjar keppa stöðugt við Rússa um förystuna í komm- únistaflokkunum um allan heim og um áhrif í Afríku, Suð ur-Ameríku og Asíu. Heimsókn sovézka forsætisráðherrans, Alexei N. Kosygins til Norður- Víetnam er álitin vera tilraun af hálfu Rússa til að mæta hin- um stöðugt vaxandi áhrifum Kínverja í Suðaustur-Asíu. Bandaríkin, öflugasta her- veldi veraldar, virðast ekki vera fær um eða þá ófús til, að ethafna sig óhindrað í Asíu eða nota hin óendanlegu auðæfi sín til að hefta útbreiðslu komm- únismans í þessum heimshluta. Sérhver aðgerð Bandaríkjanna hefur í för með sér afskipti af hálfu Kínverja. Nákvæmt mat á mætti Kín- verja, eins og hann er nú, er erfitt að gera vegna skorts á iskýrslum og tölulegum upplýs- ingum og vegna þeirrar neit- unar þeirra að leyfa erlendum mönnum að ferðast frjáist um Iandið. Öryggisráðstafanir í Kína eru miklu strangari en þær, sem Stalín kom á í Rúss- landi. Sérfræðingar í Hong Kong hafa samt getað dregið upp allnákvæma mynd af ástandinu í Kína eins og það er frá degi til dags. Frá hernaðarlegu sjónarmiði er Rauða-Kína í dag ekki nein ógnun við Bandarikin, Rúss- land eðá neitt herveldið í Vest- ur-Evrópu. í landhernum eru 2.5 miilj- ónir manna og hann er mest- megnis útbúinn vopnum frá síð ari heimsstyrjöldinni og er langt frá því að standast ný- tízku her á sporði vegna mikils skorts á flutningatækjum. Flug herinn hefur færri en 2 þúsund flugvélar, að mestu leyti or- ustuflugvélar, sem eru nær all- ar úreltar. Flotinn er vanmegn ugastur af öllum þrem greinum hersins. Þannig lítur myndin út í dag, en það er líklegt að hún múni breytast. Njósnakerfi Vestúr- veldanna komst að því seint í janúarmánuði, að Þjóðvárnar- ráðið í Peking hefur fyrirskip- að víðtæka uppbyggingu hers- ins á næsfu fimm árum og er hún meðal annars fólgirt í því, að lengja herþjónustuskylduna úr fjórum árum í fimm. Þessi ráðstöfun mun fjölga í fasta- hernum um þriðjung. Til viðbótar þessu gerir áætl- unin ráð fyrir smíði nýrra or- ustuþöta og sprengjuþota, svo og tilraunum með gerð stutt- drægra eldflauga búnum kjarn orkusprengjum. Vestrænir sér- fræðingar telja, að Kína muni að öllum líkindum takast að ná þessu takmarki sínu. Hinn gífurlegi íbúafjöldi, sem háir Kína einna mest af öllu, verður erfiðara vandamál með degi hverjum. Það virðist eng- in leið vera til að halda mann- fjölguninni niðri, íbúarnir eru þegar yfir 700 milljónir, nema þá með víðtækum ráðstöfun- um til að efla getnaðarvarnir, en það hefur borið Htinn árang ur til þessa. Léleg uppskera í tvö ár í röð gæti auðveldlega valdið hinu versta böli í Kína. Þetta er land bláfækra þorpa, þar sem kunnátta í handiðn táknar mismuninn á því að geta rétt dregið fram lífið og því að geta keypt sér skó á hverju ári. Helztu vélarnar eru litlar dælur til að veita vatni á akr- ana. Tréplóg og þreskiþúst úr bambusviði má sjá hvar sem er. I öllu Kína eru ekki til nema um það bil 100 þúsund dráttar- vélar eftir því sem næst verð- ur komizt og margar þeirra eru ekki nothæfar vegna skorts á varahlutum. Jafnvel í borgunum eru fá merki um veraldlegan auð. Iðn verkamaður verður að greiða tveggja mánaða laun fyrir arm bandsúr og þriggja eða fjög- urra mánaða laun fyrir reið- hjól. Ódýrasta tegund útvarps- tækis kostar mánaðarlaun. Þrátt fyrir þessa gífurlegu íbúatölu varði Kina ekki nema um 50 milljörðum dollara til neyzluvarnings og þjónustu. Japan, sem hefur ekki nema 98,4 milljónir íbúa, varði til þessa helmingi hærri upphæð. Ef annað dæmi er tekið, þá framleiddi Rauða-Kína á sl. ári minna en 10 milljónir tonn af stáli, sem er um fjórðungur af stálframleiðslu Japana. Samgöngurnar eru það sem háir Kínverjum einna mest enn þann dag í dag. Kommúnistar þrefölduðu járnbrautarkerfið á fyrstu tíu árunum sem þeir voru við völd. En í landinu, sem er stærra en Bandaríkin, er járnbrautarkerfið aðeins 23 þúsund mílur og eimlestirnar eru um 6 þúsund talsins. I Bandaríkjunum er járnbrautar- kerfið aftur á móti 376 þúsund mílur og dráttarvagnarnir 34 þúsund, auk hinnar almennu bilaeignar og víðtækrar ftug- þjónustu. Vegakerfið í Kína er um 300 þúsund mílur, er lítill hluti þess eru nýtízku vegir. Hinir beztu þeirra eru hervegirnir á hernaðarlega mikilvægum svæðum við landamærin eins og t.d. í Sinkiang, Tíbet og Yunnan. Ástæðan fyrir því, hversu lítið er um vegagerð, liggur ljós fyrir. I öllu Kína eru aðeins um 200 þúsund vöru- flutningabílar, bæði til al- mennra nota og hernaðarlegra. I Japan eru nærri fjórar millj- óonir vöruflutnirigabíla. Svissneskur blaðamaður, Lor enz Stucki, skýrir þannig frá: „Á járnbrautarferðalagi, sem tók nokkur þúsund mílur, sá ég aðeins þrjár dráttarvélar og var aðeins ein þeirra í notkun. Hin venjulegu samgöngutæki eru hestar og múlasnar í Pek- ing, en sunnar eru það kerrur, sem dregnar eru af reiðhjól- um, eða þá vagnar, sem dregn- ir eru af fólki, aðallega þó konum. Það er lítið um vöru- bíla og á tveim mánuðum sá ég aðeins eina jarðýtu. Landbúnaðartækni Kínverja er ekki jafn frumstæð og Ind- verja, en Kína stendur langt að baki öðrum þjóðum hvað varð- ar vélvæðingu, notkun tilbú- ins áburðar og tilraunum með nýja'r sæðistegundir — sem hafa gert lönd eins og Japan, Formósu og Thailand svo frjó- söm. Til að geta fætt fólkið í stóru borgunum urðu Kínverj- ar að fiytja inn 6.4 milljónir tonna af korni á síðastliðnu ári og var það um 600 þúsund tonn um meira en árið 1963. Þessi kaup gleyptu nærri 40% af öll- um þeim erlenda gjaldeyri, sem Rauða-Kína aflaði með útflutn- ingi sínum árið 1964. Lélegar uppskerur hafa haft alvarlegar hindranir í för með sér fyrir framfarir í Kína. Veð- urfarið hefur einnig stuðlað að uppskerubrestinum, en skamm sýni stjórnarvaldanna í Rauða Kína hefur einnig gert vanda- málið margfalt erfiðara við- fangs. I örvæntingu sinni við að iðnvæða laridið vanræktu þau að reisa áburðarverksmiðjur þar til nú alveg nýlega og áð láta nýtízku landbúnaðartækni ganga fyrir. Kína, þar sem fjórð ungur mannkynsins býr, hefur aðeins um 20 milljónir iðn- verkamanna að því er áætlað er, þar af er aðeins um helm- ingur sem hefur fagkunnáttu að meira eða minna leyti, færri en í Japan. Á árunum 1952 til 1959 gripu Kínverjar til allra sinna úrræða til að byggja upp iðnaðinn í einu heljarmiklu átaki. Stál- framleiðslan þaut upp tífalt. Raforkuframleiðsla jókst og einnig kol- og sementsfram- leiðsla. I fyrsta sinn tóku Kín- verjar að framleiða dráttarvél- ar, vöruflutningabíla og þunga vélar. Allt í einu tó'ku hlutirnir að snúast til verri vegar. Það urðu uppskerubrestir með hörmuleg- um afleiðingum. Áætlunin um hið „mikla sbökk áfram“ fór út um þúfur og olli geysilegum efnahagsörðugleikum. Árið 1960 hætti Rússland a)!r: aðstoð sinni og jafnvel enn í dag má sjá hálf byggðar verksmiðjur og skála fyrir verkafólk í kínverskum borgum. í þrjú ár„frá 1960—1963, varð alger stöðnun í iðnaði Kína. Mörgum verksmiðjum var alger lega lokað, aðrar voru reknar með hálfum eða jafnvel fjórð- ungs afköstum. Tugir milljóna manna voru fluttar frá hinum stærri borgum og fyrirskipað að Mao Tse-tung á yngri árum. yrkja jörðina. Um tíma voru áhöld um það, hvort konun- únisminn myndi hafa þetta af. Bændurnir, sem strituðu myrkr ana á milli og voru vannærð- ir, voru teknir að ókyrrast. Það var tekið að bera á óánægju inn an hersins. Rauða-Kína berst nú Við að ná á nýjan leik þeim fram- leiðsluafköstum sem náðust árið 1959. Vestrænir sérfræðingar fylgjast með þessari baráttu. Kaupsýslumenn um allan heim hafa mikinn áhuga á aukn um viðskiptum við Rauða-Kína. Árið 1964 nam utanríkisverzlun Kínverja við önnur lönd en kommúnistaríkin alls 1,9 mill- jaðri dollara og var það um 450 milljónum dollara hærri upp- hæð en á árinu 1963. Sérfræðingarnir eru samt þeirrar skoðunar, að bjartsýni kaupsýslumannanna eigi sér stoð í veruleikanum. Viðskipta- fulltrúum er boðið til Kína og eru hvattir til að krefjast þess af ríkisstjórnum sínum, að þær bæti hina stjórnmálalegu sam- búð við Peking til þess að gera aukin viðskipti möguleg. En til- tölulega fáir viðskiptasamning ar eru undirritaðir. Kínverjar halda sér vel innan þeirra marka, sem greiðslugeta þeirra Ieyfir, og hún verður áfram tak mörkuð, svo lengi sem hálfum milljarð dollara er varið árlega til að greiða fyrir nauðsynlegan innflutning landbúnaðarafurða. Mistök Pekingstjórnarinnar innanlands og sú staðreynd, að hún hefur ekki yfir að ráða neinum birgðum kjarnorku- vopna né langdrægra eldflauga, gerir það að verkum að í aug- um vestrænna þjóða er Kína veikburða ríki. Þessi skoðun í Kína, sem „pappírstígrisdýri", á Framh. á bls. 20 Kjarnorkusprengyi löauverja íeystt ekki grundvallarvanda þeirra — sivaxancU mannfjolgun samhliða matvæiaskorö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.