Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. marz 1965 Sr. Jakob Jónsson: „Um ættleiðingu" Almenna bókafélagið. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Reykjavík 1964. * PRÓF. Símon Jóh. Ágústsson er einn af traustu lærdómsmönnum þjóðar vorrar, maður með mikla þekkingu og mikla reynzlu, vegna þeirra starfa, sem hann hefir innt af hendi sem ráðu- nautur barnaverndarráðs meira en aldarfjórðung. Hér við bætist, að maðurinn er óvenjuraunsær, óháður sérkreddum og fordóm- um, gömlum og nýjum. Ég tel því, að enginn'muni vera hæfari til að fræða þjóðina um þau efni, er hin nýútkomna bók fjallar um. Ættleiðing er tiltölulega nýtt fyrirbæri í íslenzku þjóðlífi, að minnsta kosti þannig, að hún hafi veruleg áhrif á líf heildar- innar. Hinn gamli skilningur á orðunum fóstur og fósturbarn, er ég minnist frá bernskuárum -. mínum, var sá, að barnið yrði öll sín uppvaxtarár hjá fóstur- foreldrum sínum, en það hélt föðurnafni sínu og skyldleika við kynforeldra engu að síður. Börn, sem hreppurinn borgaði með, voru yfirleitt ekki talin fósturbörn, að ég hygg. Þau gátu auðvitað orðið það með tíð og tíma, þegar náið samband mynd- aðist með þeim og húsbændun- um. Slíks voru auðvitað mörg dæmi. Nú er orðið fóstur gjarn- an látið ná yfir tímabundna dvöl á einkaheimili eða barnaheimíli, en ættleiðingin merkir hins vegar það, að barnið sé „gefíð“, sem kallað er, kynforeldrar af- sali sér rétti yfir barni sínu og kjörforeldrar taki við því sem sínu eigin barni. Ég man, að fyrst þegar ég heyrði um slíkt getið, féll mér allur ketill í eld, en hinu hafði ég vanizt að líta á fóstur- systur mínar sem systur mínar. Nú er ættleiðing orðin svo al- geng, að full ástæða er til þess fyrir almenning að reyna að gera sér sem gleggsta grein fyrir því, hvernig hún er, hvað henui fylgir, og hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, til þess að hún blessist. Við íslendingar er- um öfgafull þjóð og gjarnir á að gleypa bitann hráan. Það er skammt öfganna á milli í þessu efni sem öðrum. Frá því að hafa ýmigust á ættleiðingu, hafa menn snúist yfir á þá sveif að telja ættleiðinguna svo að ségja sjálfsagðan hlut, án frekari gagn- rýni eða athugunar á því, er til þess þarf, að hún beri fullan árangur. En sagan sýnir, sem oftar, að ekkert er einhlítt, og þess vegna þörf á því, að hvert tiifelli fyrir sig sé vandlega vegið og metið, áður en sporið er stig- ið. Hirðuleysi og fljótfærni er ekki réttlætanleg í svo viðkvæm um efnum. Próf. Símon ræðir einstök atriði málsins með mikilli var- færni, tekur eðlileg og auðskilin dæmi, og býr menn þannig undir að taka sjálfstæða_ ákvörðun, þegar þörfin krefst. Ég fyrir mitt leyti hefði kosið, að í bókinni væri þó meira af einstökum sög- um eða myndum, sem brugðið væri upp frá „lífinu sjálfu“. Á slíku er þó mikið vandhæfi hér á landi, þar sem allir þekkja alla, en með fjölmennum þjóðum er algengt, að slík dæmi séu birt í sérfræðiritum um sálfræðileg og félagsleg efni. Auk þess hefði - bókin orðið miklu stærri og fyrir ferðameiri. Höfundur hefir því tekið þann kostinn að segja lát- laust en greinilega frá hinum mörgu afbrigðum, sem gera má ráð fyrir, að fyrir komi, og bregð ur þannig upp spegli, sem mann- lifið skoðast í. Bókin er í tíu köflum. Fyrst er sögulegur inngangur og nokkrar athuganir á ættleiðingum á ís- landi. Er sá kafli stórfróðlegur. Höíundur telur gildi þeirra at- hugana takmarkað, en bendir um leið á þörfina fyrir víðtæk- ari rannsóknum, félagsfræðileg- um og uppeldisfræðilegum. Þarna bendir prófessorinn á mál, sem snertir mörg fleiri málefni en ættleiðingar. (Það er ekki úr vegi að skjóta því hér inn í, að sökum vanþekkingar á sjálfri þjóðinni eru svo margar tilraun- ir til aðgerða á ýmsum sviðum fyrirframdæmdar til að mis- heppnast. Framundan eru ógrynni rannsóknarefna fyrir vísindalega menntaða félags- fræðinga og sálfræðinga með þekkingu á réttum rannsóknár- aðferðum og áhuga á staðreynd- um samtíðarinnar. Bæði kirkja, skóli og heilbrigðisyfirvöld hafa þörf fyrir slíka þekkingu). Stuttur kafli er um saman- burð á ættleiðingu og fóstri, en meginhluti ritsins fjallar ýmist um aðstandendur hinna ætt- leiddu barna og börnin sjálf. Af- bragðs kafli er um „móðurina“, en ég hefði óskað eftir öðrum kafla um „föðurinn“, því að enda þótt flest ættleidd börn séu óskil Hákon stjóri f GÆR voru liðin 30 ár síðan Hákon Bjarnason tók við starfi skógræktarstjóra, en hann var skipaður í það embætti frá og með 1- marz 1935. Áður höfðu ýms skóglendi verið friðuð, svo sem Þórsmörk, Ásbyrgi, Hall- ormsstaður og Vaglir, og þegar Hákon tók við starfi, byrjaði hann á því að leita að trjáteg- undum, sem hæfa á íslandi, bæði austan hafs og vestan. Á starfs- árum hans hefur verið bætt við friðuðum svæðum, svo sem í Þjórsárdal, Haukadal, Stálpa- stöðum og fleiri smáblettir, en aðaláherzlan verið lögð á að fá inn nýjar trjátegundir, gera til- raunir, velja úr þær hæfu og rækta upp. — Með þessu „fikti“ okkar, höfum við staðsett ísland í gróð- urfræðilegu tilliti ag vitum nokk urnveginn hvað hægt er að rækta hér, sagði Hákon, þegar við átt- um tal við hann í tilefni af þess um tímamótum. Og við vitum, að hér er hægt að gera ótrúleg- ustu hluti á sviði skógræktar, ef menn gefa sér tíma til þess. Við verðum að hafa þolinmæði og skapa okkur reynzlu, ætlast ekki til meira af móður náttúru en bún igetur látið í té. Of mikið bráðlæti eyðileggur ‘allt. — Þú byrjaðir á því að kanna tré og skóga í Noregi og Alaska, var það ekki, Hákon? Hver er svo útkoman, hvaðan koma þau tré sem hér eru ræktuð og rækt- anlegust? — Aðallega frá þessum stöð- um, Norður-Noregi og Alaska. Svo höfum við plöntur frá Síbe- ríu, en við eigum eftir að kanna svæðin við Hvíta-hafið ag á Kamtjaka-skaga í leit að trjá- gróðri fyrir okkur. Skógrækt er nefnilega ekki nein hárnákvæm vísindi. Maður verður að draga ályktanir af reynzlunni og af upp lýsingum frá öðrum. Allt er und- ir því komið að fólk, sem kann sitt handverk, einbeiti sér að því og dragi sínar ályktanir. — Við byrjuðum ekki að planta að ráði fyrr en árið 1955, tíminn þangað til fór að mestu í undirbúning. Það er því ekki að furða þó þeim óþolinmóðu þyki það langt. Auk þess höfðum Próf. Símon Jóh. Ágústsson. getin og faðirinn hafi því mjög takmarkaðan rétt til afskifta af ættleiðingunni, þá hefir dr. Símon svo staðgóða þekkingu og reynzlu á viðbrögðum barnsfeðr- anna, að hann gæti gefið veiga- miklar bendingar í sambandi við tilfinningalíf þeirra. En þar get- ur auðvitað verið um að ræða bæði kalt afskiftaleysi og ein- læga umhyggju, og allt þar á milli. Væri fróðlegt að fá tíma- ritsgrein um það efni við tæki- færi. Þeir kaflar, sem fjalla um- kjör foreldranna, hvatir þeirra og óskir, og um kjörbarnið, eru skrifaðir af mikilli nærfærni. við ekkert fé fyrr. Þagar ég byrj- aði fengum við 7.500 kr. til fram- kvæmdanna á ári. Þó sú upphæð væri tuttugufölduð, er auðséð hve lítið er hægt að gera fyrir hana. Enn höfum við alltof lítið fé til umráða. Það finnum við bezt þegar við erum að skipta þessu niður á skógarverðina. Þeir verða að höggva af sér hæl og tá til að það sleppi. — Annars erum við nú að kom ast aftur með plöntuuppeldið upp í 1% milljón plantna. Við höfum tekið árlega undir skógrækt allt að 300 ha. á ári, sem er stærra svæði en allur Vaiglaskógur. Að vísu erum við aðeins með um milljón plöntur í ár vegna á- fallanna undanfarin tvö ár. — Og árangurinn af þessu til- raunastarfi hefur verið góður? — Já, hann hefur verið mjög jákvæður. Á Hallormsstað höf- um við orðið 60 ára reynslu. Að vísu höfum við aðeins haft veður athuganir þar síðan 1938, en við vitum orðið nokkurn veginn hvað getur vaxið þar. Lerki vex t.d. að meðaltali um 6 tenings- metra af viði á hektara. í land- inu er ekki til óræktarland, sem gefur meira af sér. Sumir bænd- urnir á Fljótsdalshéraði eru líka að byrja að setja niður lerki til girðingarefnis ag geta stuðst við þá reynslu, sem við höfum aflað þar. Þetta gera bændur víða í Noregi. Þeir stunda fiskiveiðar og búskap og hafa skóginn til bú- bótar. Nú erum við búnir að fá Mó- gilsá fyrir tilraunir og ættum þar að geta stytt reynzlutíma hinna ýmsu tegunda úr 30 árum í 3 ár. Aspirnar okkar hefðu t.d. ekki farið svo illa í fyrra, ef við hefðum verið búnir að reyna fleiri tegundir. Þær komu allar frá sama stað. Af sitkagreninu fór aðeins nokk;ur hluti eða vissir stofnar, sem ættaðir voru af svip uðum slóðum og öspin. Þeir stofn ar voru teknir of norðarlega, úr þröngum dölum, þar sem lítill hiti getur komið öllu af stað. Nú vitum við að við önnur svæði henta okkur betur, við verðum að taka okkar plöntur við strönd ina og úti á eyjunum. Það hefur bitur reynzla síðustu ára kennt Höfundur bendir á ýmsar hættur, sem stafað geta af misskilningi fólks á eigin hvötum og sálar- lífi. Hann varast þó að setja fram nokkrar fastar reglur, því að aftur og aftur kemur það í ljós, að hvert einstakt tilfelli verður að rannsaka út af fyrir sig. Hér er ekki um ræða stærðfræðileg lögmál, eins og það að tvær hlið- ar í þríhyrningi séu samanlagð- ar lengri ein þriðja hliðin. Hvort tveggja kemur til, að sálfræðin er enn ung vísindagrein, og til- finningar margra einstaklinga þróast öðru vísi en jafnvel skörp- ustu mannþekkjarar geta sagt fyrir um. Af þessu leiðir, að þörf er á sérfræðilegri aðstoð við svo viðkvæmar ákvarðanir sem ætt- leiðingu barna. Flestir reyndir prestar og „sálusorgarar" vita, hve fólk getur verið viðkvæmt fyrir afskiftum af einkamálum, og skoðar tilraunir annarra til að kanna hvatir þess og innri ástæð- ur sem einskonar viðleitni til yfirráða og ásakana. — Þess vegna tel ég það einn höfuðkost þessarar bókar, að hún gerir hvað eftir annað skynsamlega grein fyrir þörfinni fyrir ráðu- nauta, sem eru þess um komnir að hjálpa náunganum til að kom- ast að niðurstöðu um vandamál,, sem snerfa bæði innra líf þeirra og framkomu í samfélagi ann- arra. Höfundurinn leggur víða áherzlu á þann vanda og ábyrgð, er hvíli á leiobeinendunum, og okkur. Einhvers staðar er sá stað ur ,sem bezt hentar okkur, er hvorki of norðarlega né of sunn- arlega. Og af reynzlunni lærum við hvar hann er. En við vitum að tré vaxa hér ágætlega. Alls staðar þar sem kartöflur ná að spretta, getur skógur vaxið, því trén fara hvarvetna norður fyrir mörk katöflunnar. Það gerist þó ekki af sjálfu sér. Tré lifa 98% af andrúmslofti og 2% af jörðinni. Það þarf bara að gera þá sólargeisla, sem skína á fslandi, að fjársjóði í jörðinni, eins og Valtýr Stefánsson orðaði það, sagði Hákon að lokum. Og úr því minnzt er á Valtý, er mér Ijúft og skylt að geta þess, að þessi 20 ár sem hann var for- maður Skógræktarfélags íslands, var hann aflgjafinn í islenzkri skógrækt, huigmyndaríkur og til- lögugóður. En skógrækt hlýtur alltaf að vera margra manna verk. Enginn einn maður getur lyft skógrækt hér á íslandi. Menn þurfa að gera sér ljóst hvaða hafi hann þökk fyrir >að einnig. Meginsjónarmið dr. Símonar er það, að ættleiðingar eigi að hafa það aðal-markmið, að stuðia að lífshamingju barna, sem ekki geta notið góðrar umsjár móður eða foreldra.“ Ef foreldrum ganga réttar hvatir til ættleið- ingarinnar, og hún er vel undir- búin . . . og eru allar líkur á því, að hún verði bæði barnínu og þeim til sannrar gæfu“. Höfund- ur vill með öðrum orðum ekki koma inn hjá almenningi ótta við ættleiðingar, heldur brýna fyrir mönnum af einlægni og al- vöru að vega allt og meta sem bezt og gera sér fulla grein fynr því, sem mælir með og móti í hverju tilfelli. Loks vil ég benda á, að bókin á ekki aðeins erindi til fólks, sem 'vill taka að sér börn til fósturs eða ættleiðingar, heldur til allra, sem við uppeldi fást. For- eldrar yfirleitt geta haft bókar- innar mikil not. í ritinu eru birt gildandi lög um ættleiðingu, og síðast er heim ildaskrá og skrá yfir helztu atrið- isorð, mjög þýðingarmikil fyrir þá, sem rifja vilja upp það, sem sagt er um einstök atriði, er koma fyrir víðsvegar í bókinnL Almenna bókafélagið á viður- kenningu skilið fyrir sinn hlut í útkomu bókarinnar. Hún er smekkleg og vönduð að öllum frágangi. Jakob Jonsson. Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri. skyldum þeir hafa að gegna við landið og framtíð þjóðarinnar, því við getum ekki búið í eyddu og örfoka landi. Þeir sem eru að narta í þetta starf, gera sér ekki ljóst að þeir eru að vinna öndvert því sem hlýtur að koma, ef þjóð- in á að geta búið í sæmilega grónu landi. SKÓÚTSALAN Miklu af skóm bætt við um helgina. Kvenskór í hundraðavís, allar mögulegar gerðir. Karlmannaskór ennþá er hægt að gera góð kaup. Barnaskór og margt fleira. — Komið sem fyrst. KJAEAKAUP Skóverzl. Fromnesv. 2 Bjamason, skógræktar- á 30 ára starfsafmæli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.