Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. marz 1965 Stórhækkuð leiga laxáa Vibidalsá fyrir /,757 Jbús. kr. og Laxá i Asum fyrir 675 þús. NÝLEGA hefur veriS gengið frá leigusamningum um tvær lax- 'veiðiár í Húnavatnssýslu. Voru l>ær báðar leigðar sömu aðilum «g í fyrra en á þreföitlu verði frá jþví sém þá var. Víðidalsá var Seigð á 1,151 þús. kr. en á 300 þúsund í fyrra, Laxá í Ásum var Jeigð á 675 þúsund kr., en á 240 Jiúsund kr. í fyrra. Leigutakar Víðidalsár eru eig- endur Þingeyra, Sigfús Bjarna- son, og Litlu Borgar, Björn G. Björnsson, Einar Helgason o. fl. 1 fyrra var veiðitíminn, sem leig- an náði yfir, frá 20. jún til 31. ágúst, en í ár nokkru lengri, eða frá 15. júní til 14. september. I fyrra veiddust þúsund laxar í Víðidalsá, og á undanförnu ár- um hafa veiðzt þar frá 100 til 1400 laxar árlega. Sigfús Bjarnason, forstjóri Heklu h.f. skýrði Morgunblaðinu svo frá i gær, að þeir leigjendur árinnar hefðu neytt forleigurétt ar síns, og gengið inn í hæsta tilboð, sem lagt hefði verið fram, en það hefði komið frá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur. Sagði hann ennfremur, að þeir leigu- takar mundu leita til útlendinga um framleigu, að hluta, þar sem vafasamt sé að íslendingar geti greitt þetta gjald. Leigutakar Laxár í Ásum eru Hjalti Þórarinsson læknir, einn af eigendum Hjáitabakka; Páll S Pálsson hrl. eigandi Sauðaness og Sigurður Sigurðsson, land- læknir, eigandi Húnstaða. Þeir höfðu að sögn Guðbrands ís- berg, fyrrv. sýslumanns, gert 3ja ára leigusamning við eigendur veiðiréttar og leiga áskilin 120 þús. kr. á ári. en síðan hækkað gjaldið af sjálfsdáðum og greitt 150 þús. 2. árið og 240 síðasta árið. Guðbrandur kvað Stangaveiði- félag Reykjavíkur að vísu hafa boðið 5 þús. kr. hærri leigu en þremenningarnir, en þar sem þeir hefðu haft ána á leigu síðast liðin 9 ár og veiðin aukizt þre- falt á því skeiði, eða upp í 1400 laxa á sumri, hefðu bændur geng ið að þeirra tilboði. B.S.R.B. samþykkir uppsögn samninga 95 % með — 3,5 % á móti Allsherjaratkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga ríkis- starfamana er nú lokið, og voru atkvæði talin 1. marz. Á kjörskrá voru 3870 félags- bundnir meðlimir í B.S.R.B. og neyttu 3066 atkvæðisréttar síns eða 79,3%. Einnig höfðu at- kvæðisrétt ófélagsbundnir ríkis- starfsmenn, en þeir voru 1105, á kjörskrá og greiddu 573 þeirra atkvæði, eða 51,9%. Þannig tóku þátt í atkvæða- greiðslunni 3639 ríkisstarfsmenn Togarataka við Færeyjar Einkaskeyti til Mbl. Þórahöfn, Færeyjum 1. marz. VARÐSKIPIÐ „Vædderen" tók í gærkvöldi brezka togarann Ross Kashmir innan landhelgi undan Skúfsey. Var þáð færeyskur bát- ur, sem lét af því vita í gær- kvöldi, að togarar væru að veið- um í landihelgi, og fór Vædder- en, sem var í höfn, þegar á vett vang, og var kominn að togar- anum um 11 leytið í gærkvöldi. Menn voru settir um borð í Ross Kashmir og togaranum skipað til hafnar. — Annar brezkur togari, sem einnig var að veiðum í land helgi, flú'ði. Vædderen elti hann í 11-2 klst., en þorði ekki að skjóta á hann af ótta við að hinn togarinn flýði þá með varðskips- menn um borð. — Skipstjórinn á Ross Kashmir kom fyrir rétt í Færeyjum kl. 7 í kvöld. — Arge. DÓMUR yfir skipstjóranum á ROSS KASHMIR var upp kveð- inn í Þórshöfn í kvöld. Hiaut skipstjórinn, Charles Michaei Lyneh 60.000 færeyskra króna sekt, auk þess sem afli og veiðar- færi voru gerð upptæk. — Arge. af 4975 á kjörskrá, eða alls 73,1%. Tillaga stjórnar B.S.R.B. um að segja upp samningum var samþykkt með 3468 atkvæðum, eða 95,3% greiddra atkvæða alls. Andvígir uppsögn voru 128, eða 3,5%. Auðir seðiar og ógildir voru 43, eða 1,2%. (Frétt frá yfirkjörstjórn BSRB). Eiga Islendingar að smíða sín eigin skip? SKIPASMÍÐAR jnnanlands hafa verið ofarlega á baugi að undan- förnu enda þótt ekki sé laust við, að efasemdir búi í brjóstum margra varðandi þennan iðnað. Slíkur ótti er þó vafalaust fuli- komlega ástæðulaus og kom það greinilerja í ljós, þegar tíðinda- maður Morgunbl. sneri sér til tveggja manna, sem láta sig þessi mál nokkru skipta, og spurðist fyrir, hvernig horfur væru um framtíð þessara mála og um sam- keppnisaðstöðu íslendinga gagn- vart erlendum aöilum. Þessir menn voru Þorvarður Guðmunds- son hjá Skipavík í Stykkishólmi cig Magnús Gamalíelsson út- gerðarmaður á Ólafsfirði. Þorvarður Guðmundsson sagði, EiturSyliahrSng- ur í Svíþióð ? Reynt að gera unglinga að ei lu r I yfj x. ney teird u m? Stokkhólmi, 1. marz. (NTB) reglunni. Mestur hluti eitur- 26 ÁRA gamall sænskur af- lyfjasölunnar fari fram í brotamaður hélt því fram nú Stokkhólmi, Malmö og Sunds um helgina að í Svíþjóð sé vall og segir maðurinn það starfandi víðtækur eiturlyfja- vera þar, sem reynt sé að gera hringur, og hyggist hrinvgur skólaæskuna háða eiturlyfjum þessi nú opna markað fyrir til að skapa nýja markaði. eiturlyfjasölu með unglingum Að því er maðurinn segir, á skólaaldri. Maður þessi, sem á það að vera létt verk að refsað hefur verið fyrir fjölda gera unglinga háða eiturlyfj- afbrota, hefur skýrt tveimur um. Sölumennirnir koma í biöðum frá hinni vaxandi eit- þau kaffihús, sem unglingar urlyfjasölu og neyzlu í Sví- sækja, kynnast þeim, ag gefa þjóð. þeim töflur ókeypis í fyrstu. Hann segir, að um söluhlið- Eftir örfáar vikur séu þeir ina sjái einkum fyrrum lista- orðnir háðir töflunum og þá maður í Stokkhólmi, en að krefjast sölumennirnir tveggja sölumennirnir séu 100-150 tals sænskra króna fyrir stykkið. ins. Meðal helztu manna Maðurinn segir, að ekki sé óal hringsins á að vera erlendur gengt að unglingarnir kaupi læknir með hirð hjúkrunar- brátt töflur fyrir 12-15 kr. á dag. Sænska lögreglan vinnur nú að því að rannsaka, hvort eitt- hvað sé hæft í frásögn manns kvenna. Maðurinn heldur þvi fram, að mest af eiturlyfjunum komi frá kaupmanni einum í Kaupmannahöfn ,en þeim sé ins .Við blöðin á maðurinn að skipað upp í Gautaborg og hafa sagt> að hann vilji ekki hafi hringurinn ákveðið. að . , *_______ .. , . taka þatt í þvi að gera ung- selja eiturlyf ekki í þeirri borg, þar sem slíkt kynni að linSa að eiturlyfjaneytendum leiða til grunsemda hjá lög- aðeins til að græða peninga. að Skipavík í Stykkishólmi hefði yfir nægu vinnuafli að ráða. Þar væri búinn að vera dráttarbraut lengi eða um 20 ár og þess vegna væru menn við stöðina vanir skipasmíðum. Nú væri nýlokið við að hleypa af stokkum þar tæpl. 70 tonna bát og ætti að afhenda hann um mánaðamótin marz-apríl. Þá væri báturinn búinn að vera í smíðum 1014 mánuð. Sýndi það, að þeir væru fullkomlega samkeppnis- færir, hvað snerti afhendingar- tíma við erlendar skipasmíða- stöðvar. Eins væri um verð og gæði. Þá sagði Þorvarður, að það væri fullkomlega óþarft fyrir íslendinga að leita til annarra landa vegna skipEismíða. Reynsl- an hefði þegar sýnt, að þær skipa- smíðar, sem átt hafa sér stað inn- anlands, eru fullkomlega sam- keppnisfærar við hinar erlendu og nefna mætti, að Fiskveiði- sjóður lánaði 75% af kaupverði skipa smíðaðra innanlands en aðeins 67% til þeirra skipa, sem smíðuð væri erlendis, Það sem erlendar skipasmíða- stöðvar hefðu fram yfir hinar ís- lenzku viðkemur ekki smíðunum sjálfum heldur því, að stöðvarn- ar fá þar lánað fyrir tilstuðlan ríkisins það fé, sem Fiskveiðisjóð- ur hér ábyrgist. Okkur hefur gengið vel, og við horfum björtum augum á áfram- haldandi nýsmíðar, sagði Þor- varður Guðmundsson að lokum. Magnús Gamalíelsson, út- gerðarmaður á Ólafsfirði er um Framhald á bls. 31. SÍÐASTHÐIÐ laugardags- kvöld var haldin sýning í Iðnó til heiðurs Brynjólfi Jó- hannessyni, sem á um þessar mundir 40 ára leikafmæli á fjölum þess húss. Brynjólfur var hylltur mjög í leikslok og barst honum mikill fjöldi blóma. Meðal þeirra, sem á- vörp fluttu, voru Sveinn Ein- arsson, leikhússtjóri og Helgi Sæmundsson, formaður menntamálaráðs, frú Helga Valtýsdóttir, varaformaður Bandalags ísl. listamanna. Hér sézt Sveinn Einarsson flytja þakkarávarp til Brynjólfs. Uppsögn samn- inga ssþykkt ATKVÆÐAGREIÐSLA fór fratn um helgina í Starfsmannafélagi Reykjavíkurbæjar um það, hvort segja eigi upp kjarasamningum. Talningu atkvæða lauk í gær- kveldi og voru úrslit þau, að 367 voru fylgjandi uppsögninni, 24 á móti, auðir seðlar 29 og ógild- ir 7. Gollbringusýsla Aðalfundur Fuiltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Gull- bringusýslu veéður haldinn í Grindavík, sunnudaginn 7. þm. kl. 3. Alþingismenn Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjör- dæmi mæta á fundinum. VotRs'eysu- strönd Aðal'fundur Sjálfstæðisfé- lags Vatnsleysustrandar- hrepps, verður haldinn að Lyngholti, Vogum, föstudag- inn 5. marz kl. 20. í GÆR var norðanátt hér á landi, en víðast mjög hæg. Horfur voru á, að vindurinn ykist nokkuð oig að kalt yrði 1 veðri næstu daga. Svipað veður org hér var bæ'ði á Aust- urlandi, Bandaríkjunum og í nálægari Evi'ópulöndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.