Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 3
triðjudagnr 2. mar7 1965 MOŒGUNBLAÐtÐ 3 F 8TAKSTEINAR Ekki md ganga lengra en eínahags- keríið þolir í ÁVARPI sinu við setningu Bún- aðarþings sagði Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra m.a.: ÞAÐ var rorkið um að vera í Skátaheimjlinu, þegar við litum þangað inn s.l. föstu- dagskvöld. Þar var verið að aefa skemmtiatriði þau, sem vera áttu á Skátaskemmtun- inni á laugardeg og sunnudag. Þegar við komum inn í sam komusal Skataheimilisins, vor uf við strax leiddir að stóru Sviðsmynd frá markaðstorginu laftt á kátaheim og glæsilega kaffiborði, þar sem okkur var skipað að borða eins mikið og við gæt- um ofan í okkur látið. Við borðið var saman kominn mikill fjöldi fólks, leikendur ásamt öðrum þeim er stóðu að "þessari skátaskemmtun. — Þegar allir höfðu borðað nægju sína, var tekið til við æfingarnar. Var fluttur söng- leikurinn „Horft inn um hellis opið“ en hann höfðu samið fjórir skátar, þeir Ingibergur Sigurjónsson, Grettir Gunn- laugsson, Guðmundur Marías- son og Jón Tynes. Ingibergur stjórnaði flutningi söngleiks- ins en hinir þrír fóru allir með stór hlutverk. „Horft inn um hellisopið“ gerist að mestu leyti í helli Tatara og lýsir venjum þeirra og lífi, en einnig er brugðið upp mynd af því, hvernig þeir verða sér úti um nauðsynja- vörur á markaðstorginu, Inn í þetta fléttist svolítið ástar- ævintýri, Tatararnir Theresa og Petró elskast af heitri og sannri ást, en í fyrstu fær ást hinna ungu elskenda lítinn hljómgrunn meðal Tataranna en allt fer vel að lokum, eins og vera ber, og þá er efnt til brúðkaups með söng og dansi. Leikararnir tóku hlutverk sín mjög alvarlega og var auðséð að hver og einn einasti var Þær léku kvenhlutverkiu í söngleiknum. staðráðinn í að gera sitt bezta. Að æfingunni lokinni brugð um við okkur bak við sviðið, en þar voru leikendur og leik- stjóri að rökræða það sem bet ur hefði mátt fara og úr hverju þyrfti að bæta. Ekki virtust leikendur alltof ánægð ir með leik sinn en einhver mælti þau huggunarorð, að ef „generalprufan“ væri léleg yrði frumsýningin því betri. Við þessi orð létu allir hugg- ast og-var þá strax farið að hugsa um að gera frumsýning- una næsta dag sem bezt úr garði. Um síðir tókst okkur að ná tali af formanni skemmtinefnd ar, Jóni Tynes, en hann er einn af höfundum söngleiks- ins og var á meðal leikenda. Hann sagði okkur, að Skáta- skemmtunin færi venjulega fram 22. febrúar, sem er fæð ingardagur Baden-Powells, stofnanda skátahreyfingarinn- ar, eða þá næstu helgi þar á eftir. Skátaskemmtunin væri einn helzti viðburðurinn í fé- lagslífi skátanna, eins konar árshátíð þeirra og væri þetta 21. árið sem Skátaskemmtun- in færi fram. Væri mjög til hennar vandað, fluttir leik- þættir og söngleikir ásamt öðru léttmeti. Á Skátaskemmt uninni í fyrra hefði verið fluttur söngleikur, sem nokkr- ir skátar hefðu samið. Hefði þessi söngleikux fengið frábær ar móttökur hjá skátum og því hefði verið ákveðið að semja annan slíkan fyrir þessa skemmtun og árangur- inn væri söngleikurinn ,Horft inn um hellisopið“. Að lokum sagðist Jón vilja þakka Emilíu Jónasdóttur leikkonu fyrir öll hennar góðu ráð en hún hefur aðstoðað skátana við uppsetn ingu á leikþáttunum alveg síðan Skátaskemmtunin var fyrst haldin eða í samtals 21 ár. Væri slík aðstoð ómetan- leg. . Stiginn dans í tilefni brúðkaupsins „Ekki mála hann svona gasalega, manneskja. alveg eins og daðurdrós.“ Hann verður Slökkfu sjálfir AKRANBSI, 1. marz. — Þeir voru kræfir verkamennirnir í Síldar- og íiskim j öls verksmið j unni. — Skömmu eftir miðnætti aðfara- nótt síðastliðins föstudags frá kl. 0:30 til kl. 1:30 kom tvisvar eldur upp í þurrkaranum í bæði skipt- in slökktu verkamennirnir eld- inn með haiidslökkvitækjum. Af því að óttazt var, að eldur væri kominn í þakið, kölluðu þeir til öryggis í slökkviliðið, en enginn eldur reyndizt vera í þakinu. Þeir vinna þar nótt sem nýtan dag, eins og áður. — Oddur. Kópavogur SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag anna er annað kvöld kl. 20.30 ; Sjálfstæðishúsinu, Kópavogi. ,Eins og kunnugt er varð sam- komuiag í sex manna nefndinni á sl. hausti um verðlag á búvör- um. Virðist svo, að bændur uni nú sæmilega því verði, sem um var samið. Er þó ljóst, að verð- hækkunin, ein út af fyrir sig, tryggir ekki hagsmuni landbún- aðarins til frambúðar, sizt ef bændur fá ekki skráð verð, frek-. ar heldur en kauphækkunin tryggir hagsmuni launþeganna, sé lengar gengið en efnahags- kerfið þolir. Þetta virðist mörg- um áhrifamönnum vera ljósara í seinni tíð en oft áður. Samkomulagið, sem gert var á sl. vori milli atvinnurekenda og launþega var vissulega spor í rétta átt og gert með því hugar- fari, sem gefur góðar vonir um æskilegt framhald í þeim málum. Það samkomulag byggðist á því, að atvinnuvegirnir gætu greitt þær launahækkanir, sem samið var um. Samkomulagið byggðist á því, að gjaldmiðillinn væri ekki settur í hættu og atvinnuveg- irnir mættu ganga hindrunar- laust. Verðux áfram haldið á sömu braut? Á það reynir hvort giftusam- lega tekst til á komandi vori, þegar samningar verða teknir upp á ný milli verkalýðsfélag- anna og atvinnurekenda. Er vissulega ástæða til að vona, að svo megi verða. Afkoma þjóðar- búsins og hagsmunir alls almenn- ings byggjast á þvi, að gengið verði til þeirra samninga með góðum huga og að skynsemin verði látin ráða niðurstöðum samninganna“. Skuldirnar lækka • t forystugrein Vísis um dag- inn er rætt um þá áráttu fram- sóknarmanna að reyna sifellt að telja mönnum trú um, að gjald- eyrisstaða þjóðarinnar fari versnandi frá ári til árs, þrátt fyrir það að opinberar skýrslur, sem ekki verða véfengdar, bera allt annað með sér. Þar segir m.a.: „Tíminn er sífellt að reyna að telja mönnum trú um að ríkis- stjórnin sé hin ötulasta við söfn- un erlendra skulda og sé nú jafn- vel þar í óefni komið. Ekkert er fjær sannleikanum en slíkar full- yrðingar. Staðreyndin er sú, að útistandandi lán ríkisins og ann- arra opinberra aðila lækkuðu á síðasta ári um 90 millj. króna. Námu ný opinber lán á árinu 140 millj. króna, en endurgreiðsl- ur þeirra 230 millj. króna. Þessar tölur sýna svart á hvítu, að hér er ekki um skuldasöfnun hins opinbera að ræða erlendis, held- ur þvert á móti — skuldalækk- un. Og ef Tíminn skyldi ætla sér að vefengja þá staðreynd, mundi það illa ganga, því hér er um upplýsingar Seðlabanka íslands að ræða. Fátt sýnir betur mál- efnaskort Framsóknarflokksins en fyrrgreindur áróður. Þegar allt annað bregzt, verður að grípa til ósannindanna um ríkisskuld- irnar“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.