Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 8
8 M0RGUN3LAÐIÐ Þriðjudagur 2. marz 1965 í GÆR urðu miklar nmræitur á Alþingi, en þá fvlgdi Jóhann Haf stein dómsmálaráðherra úr hlaði í Neðri deild stjórnarfrumvarpi um eignarrétt og afnotarétt fast eigna. Benedikt Gröndal gerði grein fyrir áliti menntamálanefndar í Neðri deild um fr umvarp um vernd barna og ungmenna. í um ræðum um það frumvarp upp- lýsti Jóhann Hafstein dómsmála ráðherra, að von væri bráðlega á stjórnarf rumvarpi um vega- bréfaskyldu unglinga. í EFRI deild urðu miklar um- raeður um frumvarp um launa- skatt, er þar var til 3. umræJu. NEÐRI DEILD Eignaréttur og afnotaréttur fasteigna Jóhann Hafstein dómsmálaráð- herra fylgdi úr hlaði í Neðri deild frumvarpi um eignarétt og afnotarétt fasteigna. Minntist ráðherrann á það í upphafi ræðu sinnar að það hefði áður kom- ið íram í þing- inu, að ríkisstj. hefði til með- ferðar endur- skoðun laga um eignarrétt og af- notarétt fast- eigna og á s.I. þingi var þings- ályktunartiUaga um endurskoð- un þessara laga frá nokkrum þingmönnum vísað til ríkisstjórn arinnar og með tilvísun til þeirr- ar endurskoðunar, sem þá var upplýst, að stjórnin stæði að. Sá háttur var hafður við þessa endurskoðun, a ð ráðuneytis- stjórar og embættismenn í stjórnarráðinu voru til ráðuneyt- ia ásamt hæstaréttardómurunum tveimur, Jónatan Hallvarðssyni og Þórði Eyjólfssyni, eins og nán ar kemur fram í athugasemdum við frumvarpið. Það er megin- atriði í þessu frumv. til breytinga frá núgildandi lögum, að ríkis- borgararéttur er skilyrði til þess að geta öðlazt eignarrétt og af- notarétt fasteigna í þessu frum- varpi, en áður var það miðað við búsetu hér á landi. Það er enn- fremur í 1. gr. nýtt ákvæði varð- andi hlutafélög, þar sem það skil yrði er sett fyrir því, að hluta- félög geti átt réttindi yfir fast- eign, að meiri hl. hlutafjár sé eign íslenzkra ríkisborgara og ís- lenzkir ríkisborgarar fari með hluta atkvæða á hluthafafund- um. Þessi meginatriði frumvarps- ins koma fram í 1. gr. þess. Það er einnig gert ráð fyrir því í L gr. að halda óbreyttri þeirri reglu, að ráðherra sé heimilt að veita Ieyfi til þess að öðlast eign- arrétt eða notkunarrétt yfir fast- eign, þó að menn ekki uppfylli þessi skilyrði, sem koma fram í hinum fjórum töluliðum 1. gr. Að þessu leyti mundi þá gilda áfram hjá okkur svipaðar reglur eða eins reglur, eins og á hinum Norðurlöndunum, en það kemur fram í fylgiskjali tvö, þar sem er smávegis yfirlit um lagaskilyrðj fyrir eignarrétt og afnotarétt út- lendinga á fasteignum á Norður- löndum, en þessi regla eða heim- ild til undanþágna, sem ríkisstj. er veitt, er þar gildandi í öllum löndunum og ríkisborgararéttar- skilyrðið er þar einnig nema 1 Danmörku, sem ríkisborgararétt- ur er ekki skilyrði fyri eigna- •£ ainotarétti af fasteignum. Þar væru líka.nokkur ákvæði, sem erú svipaðs eðlis og þau nýmæli, sem hér er tekið upp, að í hluta- félögum skuli meira en helming- urinn hlutafjárins vera eign ís- lenzks ríkisborgara, svipuð ákvæði eru einnig sums staðar, а. m. k. á hinum Norðurlöndun- um og þó að vísu sé miðað kannske við ekki aðeins helm- inginn, heldur sums staðar við stærri hisi'fS, eins og bæði í Nor- egi eða sérstaklega í Noregi, og Finnlandi líka reyndar. í 4. og 5. gr. núgildandi laga og í sömu greinum frumvarps- ins eru reglur um það, hvernig með skuli fara, er aðili, sem ekki uppfyllir skilyrði laganna, hefur öðlazt réttindi yfir fasteign, svo og hvernig fari, ef hann kemur ekki málum sínum í löglegt horf, á þeim fresti, sem honum kann að verða settur til þess. Og í б. og 7. gr. er vísað til reglna 4. og 5. gr. með þeim breytingum, sem leiða kunna af hinum sér- stöku aðstæðum, þegar hjúskap- ur og síðari slit hans eða erfðir hafa valdið því, að aðili, sem ekki uppfyllir skilyrði laganna, hefur öðlazt réttindi yfir fast- eign. Breytingar þær, sem gerð- ar eru í 6. gr. frumvarpsins á reglum 6. gr. núgildandi laga, stafa einvörðungu af þeim greyt- ingum, sem orðið. hafa á laga- reglum um fjármál hjóna eftir að núgildandi lög voru sett 1919. En svo sem kunnugt er, voru hinar eldri reglur um fjármál hjóna við það miðaðar, að eigin- maðurinn væri einn talinn fyrir félagsbúinu og hefði því raunar verið þörf á að breyta reglum núgildandi laga við setningu 1. um fjármál hjóna nr. 20 frá 20. jún 1922. Ráðherrann sagði, að sér þætti rétt að taka fram í þessu sam- bandi, að þegar rætt hefur verið um stóriðju hér á þingi og reynd ar utan þings, og með þeim hætti, að erlendir aðilar fengju aðstöðu til þess að reka stóriðju hér í sambandi við stórvirkjanir og þá helzt aluminíumbræðslu, eins og kunnugt er, hefur jafnan verið gert ráð fyrir því, að það sé enginn ágreíningur um það, að slík mál mundu verða gerðir um sérstakir samningar og sem Al- þingi fengi til meðferðar og af- greiðslu, ef til slíks kæmi, að ríkisstjórnin vildi stofna ti‘l slíks. Að öðru leyti er nokkurt yfirlit til glöggvunar fyrir þá nefnd, sem fær málið til meðferðar í fylgiskjali nr. 1. Það er yfirlit um réttarstöðu útlendinga með tilliti til fasteigna og atvinnu- reksturs á Islandi, sem tekið var saman af Halldóri Jónatanssyni starfsijianni í stjórnarráðinu. Það er ekki gert ráð fyrr fyrir því að breyta öðrum lögum beinlínis, heldur lögum fná 1909, þ.e.a.s. þau verða felld úr gildi, ef þetta frv. nær fram að ganga. Hins veg ar hefur þetta frumv. auðvitað efnislega ýmis áhrif á aðra lög- gjöf í landinu að svo miklu leyti, sem um er að ræða eignarrétt og afnotarétt af fasteignum. Það mætti segja, að það hefði e.t.v. verið ástæða til að breyta fleiri lögum, en það var nú samt að ráði að fara ekki út i það, en alveg upp á síðkastið hafa verið sett hér á Alþingi lög, sem ekki miða við ríkisborgararétt í sam- bandi við atvinnurekstur, en að svo miklu leyti, sem slíkur at- vinnurekstur eða verður ekki rek inn nema mð afnot á eignarrétti yfir fasteignum, koma þessi nýju ákvæði þessa frumvarps til þess að taka til þess, ef þetta frumv. yrði að lögum. En 1S>63 voru sett á Alþingi lög um veitingasölu, gistihúsahald o.fl., og skilyrði til þess að öðlast veitingaleyfi eða önnur leyfi samkv. þeim lögum er m.a. heimilisfesti síðasta árið, áður en leyfið er veitt. En miðað við, að þetta frumvarp taki gildi, mundi hins vegar ekki, ef það væri erlendur aðili eða ekki ís- lenzkur ríkisborgari, þá geta rek ið eða fengið slík leyfi, en hann gæti ekki rekið það nema þá með leigu á fasteignum í sam- ræmi við þau skilyrði, sem þar um eru sett í þessu.n lögum, en það eru afnotarétturinn er bund- inn við 3 ár. Hann má ekki vera bundinn lengur en til 3 ára, eins og hann er núna eða uppsegjan legur með ársfyrirvara. Yarðandi ein lög, — lög um verzlunaratvinnu, — sagðist ráð herrann vilja taka það fram, að þar gætu veriS ýmiss ákvæði, sem gætu komið til álita að breyta um leið, en hann vilji láta þess getið, að hann hefði skipað nefnd á s.l. hausti, sem hefur þá löggjöf í endurskoðun, en henni er ekki lokið enn þá. Eysteinn Jónsson (F) minntist á þingsályktunartillögu sem fram hefði komið áður, um að endur- skoða lög um eignarrétt og af- notarétt fast- eigna, sem og réttindi útlend- inga til þess að hafa hér atvinnu rekstur. Hefði þá verið bent á að lögin væru um margt ófull- nægjandi og að þau þyrftu end- urskoðunar við. Þingsályktunar- tillögunni hefði verið vísað til ríkisstjórnarinnar og væri frum- varpið fram komið vegna þess. Vék Eysteinn Jónsson síðan nokk uð að einstökum ákvæðum frum varpsins. Taldi hann, að 1. grein frumvarpsins væri til bóta, með því að það gerði möguleika út- lendinga þrengri til þess að kom ast yfir eignaréttindi að fasteign um hér á Iandi. Hins vegar kvaðst hann vera óánægður með að aðeins væri gert ráð fyrir því, að einfaldur meirihluti hlutafjár væri í eigu Islendir.ga til þess að hlutafé- lagið mætti eiga fasteign hér. Þá sagði hann enn fremur, að það ákvæði frumvarpsins, að ráð- herra gæti veitt útlendingum heimild til þess að eiga fasteign hér, þyrfti endurskoðunar við í þeirri nefnd sem tæki irumvarp ið til meðferðar. Jóhann Hafstein dðmsmálaráð- herra kvaðst vel geta skilið, að þingmönnum þætti vafi á, að nógu vel væri búið um hnútana í því skyni að takmarka rétt út- lendinga til þess að eiga fast- eignir oig hafa afnot þeirra, því að allt slíkt væri mikið álitamáL Hættan á ágangi útlendinga væri örugglega langtum minni, en fram hefði komið hjá Eysteini JónssynL því að það væri sann- arlega ekki áhlaupaverk fyrir út- lendinga að eignast fasteignir hér. Það væri einnig álitamál, að ráðherra gæti veitt undaniþágu- leyfi frá lögunum, enda þótt skil- yrði þeirra væru ekki uppfyllt. en það sæist á löggjöf hinna Norð urlandanna, að þar væri þetta ákvæði einnig og kvaðst hann ekki telja, að í þessu ákvæði fæl- ist nein sérstök hætta. Ákvæði þau, sem Eysteinn hefði minnzt á, væru hins vegar þess eðlis, að sjálfsagt væri, að þau yrðu at- hugúð. Þórarinn Þórarinsson (F) sagði, að það væri rétt, að út- lendingar myndu ekki sækjast eftir því, að stunda hér atvinnu- rekstur, á meðan þeir mættu ekki eiga hér fasteignir. Sagði Þórarinn, að það væri álit sitt að sömu ákvæði ættu að igilda um fiskiskip og að eiga fiskiðnaðar- tæki hér í landi. Einar Olgeirsson (Albl.) taldi, að í frumvarpinu væri margt til bóta frá þeirri löggjöf, sem nú gilti um þetta efnL en kvaðst vilja taka það fram, að hann teldi nauðsyn á að setja miklu strang- ari ákvæði um þetta efni. Var frumvarpinu síðan vísað til 2. umr. og allsherjarnefndar. Vernd barna og ungmenna Benedikt Gröndai (Alfl.) gerði grein fyrir áliti menntamála- nefndar á frumvarpi um vernd barna og ungmenna. Minntist Benedikt á það m.a., að mikill áhugi og vaxandi væri á þessu máli og hefði það komið fram í því m.a., að menntamálanefnd hefði fengið í hendur frá mjög mörgum aðilum tillögur um ýms- ar breytingar á frumvarpinu. Rakti hann síðan helztu breyt- ingartillögurnar, sem mennta- málanefnd hefur gert við frum- varpið. Varðandi ákvæði um vinnuvernd barna og unglimga sagði Benedikt, að æskilegt væri, að sett yrðu um það sérstök lög, enda þótt það væri ekki gert nú, en nefndin leggði til að vinnu- verndin yrði hert enn. Rakti hann síðan tillögur menntamála- nefndar um aukna vinnuvernd, en þær eru m.a. að bannað verði að ráða börn yngri en 15 ára til upp- og útskipunarvinnu eða byggingavinnu og ennfremur, að lögfestur verði hámarksvinnu- tími barna þannig: Hámarksvinnutími barna undir 14 árum verði hálf ártala aldurs þeirra þ.e.a.s. 6-7 stundir á dag; hámarksvinnutími barna 14-16 ára verði 8 stundir án undan- tekninga Þá segir, að stefnt skuli að því, að barn stundi ekki vinnu frá því að þau hefja skólagöngu að hausti þar til skólagöngu lýk- ur að vori. Urðu síðan nokkrar umræður um frumvarpið, þar sem til máls tóku Ingvar Gíslason, Benedikt Gröndal, Jóhann Hafstein dóms- málaráðherra og Lúðvík Jósefs- son. í þessum umræðum upp- lýsti Jóhann Hafstein, að nú hefði það verið ákveðið, að ríkis- stjórnin muni leggja fram frum- varp um löggjöf um vegabréfa- skyldu unglinga, og myndi vera von á þessu frumvarpi bráðlega. Voru breytingartillögur menntamálanefndar við frum- varpið samþykktar og frumvarp- inu síðan vísað svo breyttu til 3. umræðu. EFRI DEILD Skipströnd og vogrek Frumvarp um breytimgu á lög- um um skipströnd og vogrek var nú til 1. umr. í Efri deild og var vísað til 2. umr. og nefndar Launaskattur Frumvarp um almennan launa- skatt var nú til 3 umr. í Efri deild en efni þess er í aðalatrið- um á þá leið, að leggja skuU i launagreiðendur almennan launa skatt að fjárhæð 1% af greiddum vinnulaunum. Karl Kristjánsson (F) gerði þar grein fyrir breytingartillögu frá honum oig Ásgeiri Bjarnasyni við frumvarpið um að laun greidd starfsfólki mjólkurbúa og sláturhúsa verði undanþegin skattskyldu. Urðu talsverðar um- ræður en ekki fyrst og fremst um frumvarpið _sjálft heldur um hús næðismál. í þessum 'umræðum tóku til máls Eggert Þorsteins- son ,Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, Auður Auðuns, Ólafur Björnsson og Ólafur Jóhannesson. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) skýrði m.a. frá því að árið 1958 hefði byggingarkostnaður verið hér 134 stig en nú í febrúar 220 stig oig hefði þannig hækkað um 640%. Lánin 1958 frá hús- næðismálastjórn hefðu hins veg- ar verið 70.000 kr. en væru nú 150.000 kr. og hefðu þannig hækkað um 1140%. Væri þvi alls ekki hægt að halda þvl fram, eins og Karl Kristjáns- son hafði gert, að hagur íbúðar byggjenda varð- andi lan væri nú verri en á rid 1958 heldur væri hann miklu betri og myndi senn batna ena stórlega, þeigar lán húsnæðis- málastj órnarinnar hækkuðu upp í 280.000 kr. Umræðum um frum varpið varð lokið en atkvæðagreiðslu um það frestað. 99 Flytjum ekki nóg út4‘ segir íjármdla- ráðherra Breta Cardiff, Wales, 27. febr. AP. JAMES Callaghan, fjármálaráS- herra Breta, sagði 1 ræðu som hann flutti í Cardifíf í gær, er hann sat þar hóf kaupsýslu- manna að útflutningur Breta þetta árið myndi ekki duga til að jafna gjaldeyrisstöðu ríkisina fyrir árslok. Þó kvað Cáilaghan mikið hafa aunnizt síðan í fyrra og sagði að gjaldeyrisjöifnuður- inn yrði miklu hagstæðari í ár en árið 1964, en samt myndi þurfa til að kcnma lán eða fram- lag úr varasjóðuim ef Bretar ættu að standa í skiluim Afli Akranesbáta AKRANIESI, 27. feb. — í gær var afli 13 báta hér samtals 16« tonn. Aflahæstur var Sólfari me'ð 24 fx>nn. Höfrungur II hafði 22 tonn, Sigurður 18, Höfrungur I 16 tonn. Allir bátar eru á sjó héðan í dag. í gær fiskaði Óskar Halldórs- son 1200 tunnur af loðnu og land- aði henni í Reykjavík eða Vesfc- mannaeyjum. Hér er Ms. Hofsjökull og lestar frósinn fisk, — Oddur. 29 myndir seldust ÞESSA dagana stendur yfir I Bogasal Þjóðminjasafnsins mál- verkasýning Helga Guðmunds- sonar. Sýnd eru 33 olíumálverk; og voru 30 þeirra til sölu. Sv» brá við um helgina, að 29 mynd- anna seldust og því aðeins ei* ennþá föl. Um 600 manns hafa þegar séð sýninguna, sem er opin daglega frá kl. 2 til 10 fram á sunnudagskvöld. GUÐJÓN ÞORVARÐSSON löggiltur endurskoðandi Endurskoðunarskrifstofa Sími 30539. Jóhann Ragnarsson héraðsdómslögmað ur. Máiflutningsskrifstofa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.