Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. marz 1965 Victoria Holt Höfðingjasetrið minar, og gat komið sjálfri mér til að líta á þær afsakanir sem heilagan sannleika. En sannleik- urinn er eins og draugur, sem kemur fram og eltir mann, ef maður gætir sínu ekki. Ég ýtti öllum slíkum hugsun- um írá mér er ég sat við skrif- borðið mitt þennan morgun og var að undirbúa kvöldverðarboð. Fedder, námueigandinn, og kon- an hans ætluðu að koma. Þau þurftu að ræða einhver viðskipti við Johnny. Johnny var ekkert hrifinn af þessu,_ en hann varð að bjóða þeim. Ég vissi vel, að Johnny og viðskipti áttu ekkert vel saman. Því varð ekki neitað, að eignin var ekki eins vel rekin nú og hún hafði verið meðan Justin var við stýrið. Kvartanir bárust úr ýms- um áttum. En meginorsökin var vanræksla Johnnys á nauðsyn- legum framkvæmdum og við- gerðum. Allt var að drabbast niður. Fyrsta kastið hafði Johnny verið mjög vinsæll, en nú var fólk farið að vita, að það gat ekkí treyst honum. Það voru liðin tvö ár síðan Justin fór að heiman. Nú var hann í Ítalíu og skrifaði sjaldan. Ég var alltaf að búast við að bráðum kæmi bréf til Mellyoru, þar sem hún væri beðin að koma þangað til hans. Ef maður hefur gert einhverj- um mjög rangt til, hljóta tilfinn- ingarnar gagnvart þeir sama að taka breytingu. Stundum gat ég næstum hatað Mellyoru, fyrir að minna mig stöðugt á það, sem ég hafði gert henni. Þegar ég fékk svona köst, reyndi ég að vera betri við hana. Hún yrði fóstra Carlyons þangað til hann færi í skóla, en ég stóð fast á því, að farið væri með hana eins og hún væri ein af fjölskyldunni. Hún var orðin breytt. Hún var ellilegri og hægari í framkomu. Hún lagði sig alla fram, vegna okkar Carlyons og kvartaði aldrei undan forlögunum, sem höfðu gefið henni svo lítið — og mér svo mikið. — Því að nú var ég aðalsfrúin í Klaustrinu, og enginn gat stað ið í vegi fyrir mér. Gamla frúin var dáin fyrir ári. Hún hvarf af sjónarsviðinu jafn rólega og hún hafði alltaf verið þar. Og staða mín varð enn öruggarL Davíð Killigrew hafði minnzt á þetta daginn áður, þegar hann kom í heimsókn til mín, sjaldan þessu vanur. Enda þótt hann héldi áfram að skrifa mér skemmtileg og fjörleg bréf um lífið í prestakalli sinu, heimsótti hann mig ekki oftar en tvisvar á ári. Kannski hefur honum þótt fyrir því, í hvert skipti sem hann sá mig, að verða þess var, að hann elskaði konu annars manns. En í þetta sinn var það samt hann, sem kom mér úr jafnvægi. — Þú ert alveg einsdæmi, Ker ensa, sagði hann. — Allt sem þér hefur áunnizt aðeins fyrir dugn að þinn og viljastyrk. 29 Aldrei þessu vant gekkst ég ekki upp við hrósinu, heldur gerði það mig órólega. Hvað mundir þú hugsa um mig, Davíð hugsaði ég með sjálfri mér, ef þú vissir allan sannleikann? Mundirðu kannski fordæma mig af predikunarstólnum og láta reka mig út úr kirkjunni? Og til þess að svæfa samvizkuna, tók ég sama ráðið og þegar ég fékk samvizkubit vegna Mellyoru — ég hataði hann! Ég sagði sjálfri mér, að hann væri tuskumenni, og að ást hans á mér, væri mér þýðingarlaus, þar sem hann hefði ekki fylgt henni eftir, heldur lát ið mig giftast öðrum manni. Ég gerði gys að þessari hollustu hans við mig og var svo grimm að spyrja hann, hversvegna hann hefði enn ekki gift sig, og hvort starfið yrði honum ekki léttara ef hann ætti konu. Hann brosti. — Ég er ekki að svipast um eftir konu, sem er dugleg í safnaðarstarfinu, heldur eru það aðrir eiginleikar, sem ég er að leita 'að. — Eins og hverjir? sagði ég. — Eins og ást, svaraði hann. Svo fannst mér augu hans líta á mig of opinskátt og of skyggn, og að hann mundi sjá tómleik- ann í hjónabandinu mínu, og ég lét Mellyoru koma inn með Carly on, svo að Davíð gæti þó séð, að eins mannvera var til, sem ég elskaði og sem elskaði mig. Þar sem ég sat við skrifborðið, beindi ég huganum frá Davíð og aftur að kvöldboðinu. Það var barið að dyrum og frú Rolt og frú Salt komu inn. — Já, það var kvöldverðurinn í kvöld, sagði frú Salt. — Ég hef verið að hugsa fyrir honum, sagði ég, og leit á þær. — Fyrst súpa og svo koli með sósu, sem ég læt ykkur um . . . og kjúklingur. Við megum ekki hafa þetta mjög margbrotið, því að mér er sagt, að hr. Fedder sé með einhverjar meiltingartrufl anir. — Það skyldi engan furða, ef það er satt, sem maður er að heyra, sagði frú Rolt. — Hafið þér heyrt hvort það er satt, að það eigi að loka námunni hans? — Ég hef ekkert heyrt, svar- aði ég kuldalega, og sneri mér að frú Salt. — Og svo létta eggja- köku, býst ég við . . . Frú Rolt greip hér fram í: — Hann Haggety veit ekki almenni lega hvað á að gera með vínin . . — Hann ætti að tala um það við húsbóndann, sagði ég. — Já, en, frú . . . sagði frú Rolt. Þetta var einn þeirra morgna, sem þær gerðust málóðar um of. Ég laut fram og tók aftur pennann minn. Þær litu hvor á aðra og tautuðu. — Þakka yður, frú» og gengu síðan út. Og ég heyrði hvíslið í þeim þegar hurð in féll að stöfum. Fáum mínútum síðar var aftur barið að dyrum og nú var það Haggety sjálfur. — Jæja, Haggety Hann hóstaði. — E-e-frú . . . Mér til mestu furðu sýndist mér hann eiga í einhverjum vandræðum. Ég beið þolinmóð. — Það var þetta með vínið, frú . . . Það .verður rétt nóg til í kvöld, en síðan . . . Ég leit á hann hissa. — Hvers vegna hafið þér ekki séð um að endurnýja birgðirnar? — Það er kaupmaðurinn . . . hann vill fá gert upp. Ég fann, að ég roðnaði. — Það er eitthvað undarlegt. — Það er komin mikil skuld og — Þér ættuð að lofa mér að sjá reikninginn, Haggety. Honum létti sýnilega. — Ég er hérna með hann. Ég leit ekki á reikninginn, sem hann rétti mér, en sagði: — Þetta er ósvífnisleg framkoma. Líklega væri rétt að skipta um vínkaup mann. Haggety leitað á sér og kom fram með annan reikning. — Ja, við höfum reyndar tvo, en það er sama sagan hjá báðum. Blaðburðarfólk öskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Sími 22-4-80 Lambastaðahverfi Skúlagata Háteigsvegur I Það hafði alltaf verið siður f Klaustrinu, að vínreikningarnir heyrðu undir hiisbóndann. — Ég skal láta hr. Larnston sjá um þetta tafgrlaust, sagði ég. — Þér hefðuð átt að vekja athygli hans á þessu fyrr. — Ég er búinn að segja hr. Johnny af því, að minnsta kosti tíu sinnum. — Jæja, Haggety, ég skil. Hann hefur gleymt því aftur. Ég sé að það er ekki yður að kenna. Haggety fór út og ég fór strax að líta á reikningana. Ég sá mér til skelfingar, að samanlagðir námu þeir fimm hundruð pund- um. Fimm hundruð pund! Það var engin furða þó að þeir vildu ekki láta meir út í reikning fyrr en þetta væri greitt. Hvernig gat Johnny verið svona kærulaus? En svo greip mig skyndilegur ótti. Hvað var hann að gera við tekjurnar af eigninni? Til hvers var hann að fara svona oft til Plymouth —miklu oftar en Just in hafði þurft að fara? Hvers- vegna voru þessar stöðugu kvart anir viðvíkjandi eigninni? Það var tími til kominn að tala al- varlega við Johnny. Ég iagði frá mér vínreikning- ana, hallaði mér aftur í sætinu, og fór að hugsa um líf okkar Johnnys. Hvað vissum við eiginlega hvort um annað? Hann tilbað mig enn, og fannst ég enn girni leg, en þó skorti þennan ofsa- fengna eld, sem í fyrstunni hafði verið og hafði komið honum til að vekja andúð fjölskyldunnar með því að ganga að eiga mig. Hvað mig snerti fannst mér alltaf ég verða að endurgjalda honum stöðu mína og uppfyll- ingu drauma minna. Það var honum að þakka, að sonur minn var Larnston, og gat seinna orð ið Sir Carlyon. Fyrir þetta, en þó einkum fyrir Carlyon sjálfan var ég honum þakklát og reyndi að endurgjalda það með því að vera sú kona, sem honum hent- aði. Ég spurði hann aldrei neitt um einkalíf hans. Mig grunaði, að einhver önnur kona væri með í spilinu. Þannig voru Larnston KALLI KUREKI of- Teiknari: J. MORA I XMOWALL I NEEDT’ kNOW T’CUT A NJOTCH FeewiM > \ YOÚRE TOO YOUN&T’DIE* ^ TH'OU-TIMEE’S CUTSOMAMY NOTCHES FOR FOOLS LlkE YOU, HE'S REPLACED HIS &UM HAMDLES TWICEf YOU BETTER BELIEVE IT,» HE GCTj SO SICKOF HAVIN' T'KILL HAED- CASES LOOKIM’ FOR A REP, THAT HE CHAM&ED HIS NAME AM' &EEW THAT Á BEAED/ J f „Ég er orðinn þreyttur á öllu þess>u röfli. Farðu að útbúa þig, gaml ingi.“ „Allt í lagi, fyrs’c þú en' jafn ákveðinn í að halda þetta byssuein- vígi. En það er einn hlutur sem þú þyrftir að vita áður.“ „Allt sem ég þarf að vita, er að ég þarf að gefa honum ráðningu." „Þú ert of ungur til að deyja sitrax. Skröggur gamli hefur sikotið marga bjána eins og þig, því það eru fáir fljótari að höndla byssur en hann.“ „Hann. Því trúi ég ekki.“ „Það værl þér fyrir beztu að þú tryðir því. Honum leiddist svo að þurfa að drepa þessa náunga að hann sikipti um nafn og gróf byssu sína í jörðu“. arnir — nema auðvitað Justin. Johnny gat hagað éinkalífi sinu eins og hann vildi, en stjórnin á eigninni var annað mál, —■ þar mátti hann ekki haga sér eins og hann vildi. Ef hann væri skuldugur, varð ég að fá að vita það. Ég lagði frá mér_ skjölin og lokaði skrifborðinu. Ég ætlaði að fara og sjá Carlyon. Það var alltaf næg huggun. Hann þaut nú upp úr grasinu og var þrosk aður eftir aldri. Hann var ekki vitund líkur Johnny og heldur ekki mér; ég furðaði mig oft á því, að við skyldum geta hafa átt svona barn saman. Það var bara eitt einkenni á honum, sem ég hefði viljað að væri öðruvísi. Honum var mjög grátgjarnt, ef hann hélt, að ein- hver hefði meitt sig — mús í gildru eða dauður héri, sem hann hafði séð hangandi í eldhúsinu. Ég hefði viljað hafa hann ekki alveg svona viðkvæman. Ég flýtti mér inn í barnaher- bergið og hratt upp hurðinni. Þarna var enginn. Herbergið var alit fullt af sólskini, en Carlyon og Mellyora voru hvergi að sjá. En Nelly hafði verið skorðuð upprétt í sætinu við gluggann. Ég hef aldrei litið á þetta leik fang, án þess að mér yrði hverft við, og án þess að sjá fyrir mér hreyfingarlausan líkama Judith fyrir neðan stigann, og skóinn hennar við hliðina á fílnum, sem hafði orðið henni að fjörtjónL Ég hafði reynt að fleygja hon- um, en Carlyon þótti svo vænt um hann og vildi ekki af honum sjá. Nú tók ég hann upp. Rifna fóðr ið hafði Mellyora gert snyrtilega við, en það sást samt,' rétt eins og það væri ör'. Ef hún hefði vitað . . . Ég lét fílinn á sinn stað og opn aði inn í næsta herbergi. Þar hitti ég Mellyoru. — Hefurðu séð hann? spurði hún hrædd. — Hvern? — Carlyon. Var hann ekki hjá þér? Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- nstu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðsian mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til fjölda ein- staklinga um allau Eyjafjörð og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.