Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 2. marz 1965 MORCUNBLADID 23 Þorbjörg Jónsdöttir IMokkur minningarorð Frá hátíðarfundi Félags islenzkra simamanna. Félag ísl. símamanna f ékk 100 þús. kr. í afmælisgjöf í byggingarsjóð ÞANN fyrsta október síðastlið- inn lézt í Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri, Þorbjörg Jóns- dóttir, fyrrum húsfreyja á Odds- stöðum á Sléttu, 83 ára að aldri. Þorbjörg var fædd að Ásmund arstöðum á Melrakkasléttur 20. janúar árið 1881. Foreldrar henn ar voru Jón bóndi á Ásmundar- arstöðum á Melrakkasléttu 20. Hildur Jónsdóttir, bónda í Skinnalóni á Sléttu. Var Þor- björg ein þeirra kunnu Ásmund- arstaðasystra, en þær voru sjö og voru án efa landskunnar á sinni tíð, sökum glæsileika, gáfna og mannkosta. Þrjár þeirra systra giftust í Reykjavík: Guðrún, Pétri Zóp- honíassyni, ættfræðingi; Ása, Jóhannesi Norðfjörð, úrsmið, og Kritsveig, Kristni Jónssyni, lyfja fræðingi. Hinar fjórar giftust all ar bændum á Sléttunni. Auk dætranna áttu þau hjónin, Jón og Hildur, tvo syni. Gerðust þeir bændur á Ásmundarstöðum, en eru báðir dánir fyrir aldur fram. Báðir voru þeir bræður greind- ar- og fróðleiksmenn og skemmti legir svo að af bar og hrókar alls fagnaðar á mannamótum. Jón, faðir þeirra systkina, var stór- skemmtilegur maður og hið mesta ljúfmenni. Er mér í barns- minni, hve hrifinn ég var af hon- um. Hann var maður stór vexti með mikið alskegg. Fannst mér, að hanri mundi að ytra útliti líkj ast fornköppum, eftir þeirri hug- mynd, sem ég gerði mér um þá, en gáskinn og góðmennskan eins og geisluðu af honum og fylgdu honum, hvar sem hann f ór. Minnist ég hans sem einhvers hins skemmtilegasta manns, er ég hefi kynnzt. Hann var ágætur smiður og smíðaði hús og báta. Hildur, móðir þeirra, var stór- greind kona og svo margfróð, að undrun sætti. Hún var orðin roskin nokkuð, er ég sá hana í fyrsta sinn. Hefi ég ekki orðið hrifnari af annarri eldri konu við fyrstu sýn, bæði var það per- sónan sjálf og allt fas og fram- koma, og í öðru lagi hin mikla greind og fróðleikur, sem undir eins kom í ljós við fyrstu kynni. Sú stutta og ófullkomna lýs- lng, sem hér er brugðið upp af foreldrum og systkinum Þor- bjargar gefur nokkra innsýn í seskuheimili hennar. Það var menningarheimili, þar sem þjóð legur fróðleikur, vinnusemi og glaðværð voru í heiðri höfð. Má nærri geta, að þau uppeldislegu áhrif, sem heimilið veitti, hafi orðið giftudrjúg til að móta skap gerð og hugsunarhátt Þorbjarg- ar, samfara margháttaðri þekk- ingu og fróðleik. Mun sá „heima mundur" hafa orðið henni nota- drýgri, þegar út í lífið kom, og hún stofnaði sitt eigið heimili, en þó hún hefði haft með sér verald arauð. Kom það og glögglega í ljós, að hún hafði í ríkum mæli tileinkað sér það veganesti, sem bernskuheimilið lét henni í té. Þorbjörg aflaði sér töluverðr- •r menntunar og meiri en al- gengt var í þá daga. Hún var einn vetur í Kvennaskólanum á Blönduósi og auk þess á nám- skeiði í hússtjórnarskóla í Reykjavík. Að öðru leyti dvaldi hún mest heima á Ásmundarstöð um. Þó mun hún einnig hafa dvalið nokkuð hjá systrum sín- um, sem giftar voru í Reykjavík. Einn systurson sinn tók hún til fósturs og hafði hann hjá sér heima á Ásmundarstöðum síð- ustu árin, áður en hún giftist. Hinn 9. febrúar árið 1916 gift- ist Þorbjörg eftirlifandi manni sínum, Pétri Siggeirssyni á Odds stöðum á Sléttu, og fluttist þá þangað. Fram að þeim tíma, að Þor- björg fluttist í Oddsstaði, hafði ég ekki kynnzt henni neitt, að- eins séð hana stöku sinnum á samkomum og mannamótum. En er hún flytzt í Oddsstaði verðum við nágrannar, og hafði ég þá af henni mikil og góð kynni, því samgöngur og samskipti voru mikil milli bæjanna. Vorum við nágrannar í samfellt 20 ár, eða til ársins 1936, að ég fluttist frá Núpskötlu. Við hittumst þó oft síðan og hélzt vinátta hennar og okkar systkinanna óbreytt til síðustu stundar. Um kynni mín af Þorbjörgu er aðeins eitt að segja, þau voru öll svo ánægjuleg, sem frekast varð á kosið. Ég hefi hér að framan minnzt á æskuheimili Þorbjarg- ar og þann arf, sem hún hafði með sér þaðan. Hún var fróð og ræðin, glöð og skemmtileg í við- kynningu, hún var söngelsk og hafði góða söngrödd, spilaði á gítar, sem þá var sjaldgæft hljóð færi, mun hann eigi hafa verið til annarsstaðar í minni sveit og jafnvel þó að viðar væri leitað. Hún var sérstaklega alúðleg við alla, gestrisin og höfðingleg í viðtökum. Um margra ára skeið var það svo, að við systkinin vor um boðin „upp í Oddsstaði", I eins og það var kallað, á jólum eða nýári. Áttum við margar ó- gleymanlegar ánægjustundir með þeim hjónunum og börnum þeirra við þau tækifæri. Líka þágu þau boð af okkur öðru hverju. Var alltaf mikið sungið og margt til skemmtunar haft. Tók Þorbjörg jafnan mikinn þátt í þessu, sérstaklega söngnum. Oft komu þau hjónin í smá heim sóknir til okkar og var það jafn- an sem hátíðisdagur væri. Stund um kom Þorbjörg gangandi með prjóna sína og sat þá oft alllengi og spjallaði við móður mína og okkur systkinin. Bar þá oft margt á góma og voru það ætíð hinar ánægjulegustu stundir. Eins og drepið er á hér að framan, voru miklar samgöngur og margvísleg samskipti milli bæjanna. Verður ekki nánar vik- ið að því hér, en bjart er um þá þætti í endurminningunni. Þau Þorbjörg og Pétur eignuð- ust 6 börn, sem öll eru á lífi, þrjá drengi og þrjár stúlkur. Var það stórt hlutverk að ala upp þann hóp og lagði Þorbjörg við það mikla alúð. Öll voru þau systkinin vel gefin, og sérlega skemmtileg, var mjög ánægju- legt með þeim að vera. í félags- skap þeirra var alltaf fjör og létt gaman, og aldrei skortur á skemmtiatriðum. Hin síðari ár átti Þorbjörg við nokkra vanheilsu að stríða. Erf- iðast var henni það, að heyrn hennar sljóvgaðist mjög, fór hún af þeim sökum margs á mis, svo sem aðrir þeir, er hafa bilaða heyrn, gat t.d. ekki fylgzt með samræðum manna, en sæmilega gat hún notið þess, ef rætt var við hana sérstaklega. Undraðist ég það stórum, hve vel hún gat fylgzt með öllu, þrátt fyrir hina erfiðu aðstöðu. En sjón hélt hún vel, og las mikið. Alltaf var við- mót hennar hið sama, glöð og ræðin, og hélt fullri reisn. Árið 1958 fluttist Þorbjörg til Raufarhafnar til Aðalbjargar, dóttur sinnar, og Jóns Einars- sonar, manns hennar. Var Pétur, maður hennar, fluttur austur AFMÆLISHÁTÍÐ Félags ísl. símamanna var haldin í Háskóla bíói á laugardag kl. 16,00 og hófst með hátíðarfundi. Á fund- inum tilkynnti póst- og símamála ráðherra Ingólfur Jónsson, að póst- og símamálastjóra hefði verið veitt heimild til að greiða 100 þús. kr. í byggingarsjóð fé- lagsins og væri það viðurkenn- ing á störfum starfsfólks Lands- símans og fylgdu árnaðaróskir ríkisst j órnarinnar. Hátíðarfundurinn hófst kl. 16 með ræðu formanns, Ágústs Geirssonar. Þar næst lék hljóm- sveit Carls Billich. Þá flutti ræðu Andrés Þormar og rakti þætti úr starfi félagsins þau 50 ár sem það hefur starfað. Söngflokkur Félags íslenzkra símamanna söng nokkur ísl. lög. Þá flutti ræðu nokkru áður og hafði gerzt starfs maður við Síldarverksmiðjur ríkisins. Átti hún heimili á Rauf- arhöfn upp frá því. En síðastlið- ið sumar dvaldist hún í Hrísey hjá Borghildi, dóttur sinni, og Sigurði Finnbogasyni, manni hennar. í Hrísey undi Þorbjörg mjög vel hag sínum og hefði sennilega flutzt þangað, ef árin hefðu orðið fleiri. En kallið, sem enginn getur áfrýjað, kom, veg- ferðin var á enda, hún hvarf bak við tjaldið mikla til hinna eilífu, varanlegu bústaða. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir Ingólfur Jónsson, ráðherra, sem minntist þýðingar Landssímans við tilkomu hans, þáttar starfs- fólksins í velgengni stofnunarinn ar. og benti á hve ríka áherzlu Félag ísl. símamanna hefði ávallt lagt á það atriði, að réttindum fylgdu skyldur, en það væri ein- mitt ástæðan til þess að ísland væri orðið menningarríki á borð við önnur að íslendingar hefðu lagt áherzlu á þetta. óskaði ráð herra félaginu til hamingju og kvaðst vona að á komandi árum sæist jafn mikill árangur af starf semi þess og hingað til. Þá var einsöngur, Guðmundur Guðjóns- son söng. Gunnlaugur Briem póst Og símamálastjóri, flutti ræðu og ræddi m.a. þær breytingar sem orðið hefðu á Landssímanum og hve allir hefðu tekið þeim án vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir og upphiminn-fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. Vertu sæl, Þorbjörg, þakka þér fyrir allt. Af sérstökum ástæðum gat ég ekki verið við jarðarför Þor- bjargar sálugu. Vil ég því nú, um leið og ég sendi frá mér þessi fátæklegu minningarorð, votta eftirlifandi eiginmanni, svo og börnum og öðrum aðstandendum mina innilegustu samúð. Stefán Kr. Vigfússon. þess að mögla og sagði, að sá góði þjónustuandi sem ætíð hefði ríkt á Landssímanum væri ekki hvað sizt Félagi íslenzkra símamanna að þakka. Skemmti.þáttur var fluttur, Rúrik Haraldsson og Ró- bert Arnfinnsson skemmtu. — Ávörp fluttu Kristján Thorla- cius, form. BSRB og Otto B. Arn ar, fyrsti formaður FÍS. Þá voru lesin heillaóskaskeyti og loks þakkaði formaður vinsemd, árn- aðaróekir og gjafir, sem félaginu höfðu borizt, en þar var m.a. málverk frá Póstmannafélagi íslands og blómakarfa frá póst- og símamálastjóra og frá Félagi forstjóra pósts- og síma blóm og keramikvasi. Að hátíðafundi loknum stöldr uðu gestir við í anddyri Háskóla bíós, hittust og röbbuðu saman. Enn ■ gæzlu- varðhaldi SKÝRT var frá því hér í blað- inu fyrir skommu, að aðkomu- mnður i Vestmansaeyjum sætt þar í gæzluvarðhaldi og hefði hann játað á sig Kynferðisbrot gegn smátelpum. Blaðið frétti í gær, að frum- rannsókn i málinu væri nú lokið hjá bæjarfógeta í Vestmanna- eyjum. Maðurinn er þó enn í gæzluvarðhaldi og verður sendur til Reykjavíkur í geðraunsókn. Guðmundur Hlíðar, fyrrverandi póst- og simamálastjóri; Gunnlaugur Briem póst- og simamála- stjóri og frú, og Ingólfur Jónssson, ráðherra og frú. — Myndin var iekin á 50 ára afmælisfundi Félags íslenzkra simamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.