Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 30
30 MO&GUNBLAÐIÐ í>riðjudagur 2. marz 196! — en sigurvonimar aukast Sífið Fram vann Víking með 27 gegn 16 I> A Ð er orðin hálfgerð tauga- spenna í samb'andi við hvern leik FH í l.deild. Á sunnudag er þeir léku sinn 8. leik af 10 ríkti sú spenna að Víking tækist að setja strik í sigurgöngu FH sem nægði til að setja spennu í keppni 1. deiidar á ný. FH vann verðskuldaðan sigur með mikl- um yfirburðum og við blasir að FH vinni íslandstitilinn með sömu yfirburðum og hér á ár- um áður, er liðið gersigraði alla keppinauta sína. Það er gaman fyrir eitt bæjarfélag lítið að vöxt um að eiga slíkt lið — og það er líka gaman og gott fyrir hand- knattleikinn að lítið bæjarfélag sem Hafnarfjörður — enn án al- mennilegs íþróttahúss — skuli eiga slíkt lið sem lið FH er og hefur verið. FH vann áttunda leik sinn í Ensko knnltspyrnon ÚRSLIT leikja í ensku deildar- keppninni, sem fram fóru sL laugardag, urðu þessi: 1. deild Birmingham — Sheffield W. 0-0 Burnley — Arsenal 2-1 Everton — Blackpool 0-0 Fulham — Sunderland 1-0 Manchester U. — Wolver- hampton 3-0 N. Forest — Leicester 2-1 Sheffield U. — Blackburn 1-1 Stoke — Chelsea 0-2 Tottenham — Leeds 0-0 W. B. A. — Aston Villa 3-1 West Ham — Liverpool 2-1 2. deild Bolton — Norwich 5-2 Cardiff — Swindon 2-0 Coventry — Podtsmouth 1-2 Huddersfield — N^nchester City 1-0 Ipswich — Swansea 3-0 Middlesbrough — Crystal Palace 0-0 Newcastle — Bury 2-3 Northamton — Leyton O. 2-0 Plymouth — Rotherham 1-1 Preston — Derby 2-2 Southampton — Charlton 4-0 í Skotlandi urðu úrslit m. a. þessi: Rangers — St. Mirren 1-0 Hearts — Dundee 1-7 Morton — Hibernian 3-2 Stáðan er þá þessi: 1. deild 1. Chelsea 2. Leeds 3. Manchester U. 20. Birmingham 21. Aston Villa 22. Wolverhampt. 2. deild 1. Northampton 2. Newcastle 3. Norwich 20. Huddersfield 21. Leyton O. 22. Swansea 46 stig 45 stig 43 stig 23 stig 20 stig 15 stig 42 stig 21 stig 38 stig 25 stig 24 stig 22 stig Valdimar Úrnólfsson og Jakobína Jakobsd. R-meistarar Mófið fór fram I Bláfjöllum á sunnudag REYKJAVÍKURMÓTIÐ í svigi (meistaramót) var haldið í Blá- fjöllum sl. sunnudag. Skíðadeiid Ármanns annaðist mótsstjórn, og var mótstjóri Ólafur Þorsteins- son. Brautarlagningu annaðist Stefán Kristjánsson. Nafnakall var kl. 10 í Ármannsskálanum í Jósefsdal, og mótsetning fór fram um hádegi í brekkunni rétt hjá skíðaskálanum „Himnaríki“. 3ja stiga frost var og talsverð Landsiið - unglingaliö f KVÖLD efnir Handknatt- leikssam.bandið til fjáröflun- arleikja að Hálogalandi verða liðin ekki af lakara taginu. Mætast þar landa'.ið íslands í karlaflokki og Unglinga- landsliðið sem fer utan í næsta mánúði og ver heiður landsins í 4 landsleikjum við Norðurlandaþjóðimar. Þama gefur að líta bezta íið landsins í dag og það lið sem við þeim titli áNað taka. Ef að líkum má ráða draga unglingarnir ekki af sér í til- raun til að standa hinum eldri og reyndari á sporði. Og vart munu hinir eldri viija láta þá yngri fara með sigur af hólmi. Á undan þessum leik fer fram leikur milli Fram og Ár tr.inns í m. f. 1. karla en sá leikur varð eftir frá Rvíkur- mótinu í haust. ísing. Ræsimark var um 660 m yfir sjávarmáli. Brautarlengd fyrir A-flokk var um 250 m. Bíl- fært var alla leið inn í dalsbotn- inn. Úrslit urðu sem hér segir: í karlaflokki: Reykjavíkurmeistari í svigi: Valdimar Örnólfsson, ÍR 42,8 42,2 85,0. 2) Þorbergur Eysteinsson, ÍR 43,5 42,2 85,7. 3) Sigurður Einarsson, ÍR 43,4 43,4 86,7. 4) Guðni Sigfússon, ÍR 45,0 43,8 88,8. 5) Gunnlaugur Sigurðsson, KR 44.5 45,3 89,8. B-flokkur: 1—2) Björn Ólafsson, Á 52,2 47,9 100,1. 1—2) Þórir Lárusson, ÍR 51.4 48,7 100,1. 3) Júlíus Magnússon, KR 48.6 52,7 101,1. 4) Ágúst Björnsson, ÍR 51,9' 55,3 107,2. 5) Þórður Sigurjónsson, ÍR 56,9 54,5 114,0. C-flokkur: 1) Arnór Guðbjartsson 45.5 45,0 90,5. 2) Sigurður Guðmundsson 48.7 44,7 93,4. 3) Örn Kærnested 51,4 44,0 95,4. 4) Sigfús Guðmundsson 44.5 51,4 95,9. Drengjaflokkur: 1) Bergur Eiríksson 36.4 34,1 70,5. 2) Eyþór Haraldsson 33.4 37,5 70,9'. 3) Tómas Jónsson . 36,1 40,7 76,8. 38,9 39,9 78,8. Kvennaflokkur: Reykjavíkurmeistari: Jakobína Jakobsdóttir, ÍR 36.6 39,0 75,6. 2) Guðrún Björnsdóttir 43,8 51,0 94,9. 3) Þórunn Jónsdóttir 56.4 55,0 110,4. 4) Hrafnhildur Helgadóttir 52,0 60,2 112,4. 5) Kristín Björnsdóttir 69',2 48,2 117,4. Stúlknaflokkur: 1) Lilja Jónsdóttir 19.7 21,0 40,7. 2) Áslaug Sigurðardóttir 29.7 40,8 70,5. 3) Auður Harðardóttir 33.5 53,3 86,8. Framhald á bls. 31 Haukar komu sér úr fall- hættu mei sigri yfir Á * Uiinu stórslgur yfir Armenmngum 28 — 16 um helglna HAFI einhverjum dottið í hug að Haukar hlytu fallsætið í 1. deild handknattleiksmanan í ár er það misskilningur. Að vísu leit út fyrir að svo yrði í upphafi mótsins, en með hverjum ieik hefur Haukaliðinu aukizt geta og hvert það lið sem hefur lok- ið leikjum sínum við Hauka get- ur hrósað kappi. Geta Hauka hef ur æ farið vaxandi og kannski eru jafnvel fyrrverandi íslands- meistarar Fram ekki óhultir fyr ir þcim n.k. sunnudag. Kaukar unnu Ármenninga létt og örugglega. Fyrirfram bjóst maður við spennandi leik en eft ir stutta baráttu í byrjun tóku Haukar öll völd leiksins í sínar hendur og réðu gangi hans . til leiksloka. Enn á ný kom í Ijós að Ár- mannsliðið skortir skipulag í leik sínum. Það virðist enginn vita hvað hann á að gera og þegar eitthvað á móti blæs fer allt í handaskolum. Ármannsliðið get- ur vel, ef vel er á haldið, en liðið hefur síður en svo náð sínu bezta í undanförnum leikj- um. Fari svo fram sem ætla má er sæti liðsins í 1. deild í veru- legri hættu. Haukaliðið sýndi enn einu sinni vaxandi styrk. Liðið sem fyrir nokkrum vikum virtist dauðadæmt í 1. déild hefur hald ið áfram göngu sinni til vaxandi getu og ósigrandi. máttar. Engu íslenzku handknattleiksliði hef- ur farið jafn mikið fram á jafn skömmum tíma og Haukaliðinu, Það virðist fráleitt að þetta lið falli niður — og eftir sigurinn í gær virðast möguleikar slíks næsta litlir. Liðið er vaxandi með hverjum leik og það mun mjög ógna Fram í leiknum n.k. sunnudag. röð í íslandsmótinu gegn Vík- ing á sunnudag. Þá unnu FH- ingar lið Víkings méð 27—15. Það var upphaf leiksins sem öðru fremur skar úr um úrslitin. Þá náðu FH-ingar öllum tökum á leiknum eins og þeim er reynd ar lagið við hvaða lið sem er. Eftir það var haldið í horfinu en aldrei brá þó blæ á hvort liðið var sterkara. Nú nægir FH eitt stig úr tveim leikjum til að tryggja íslands- meistaratitilinn. En það er trú okkar að þeir muni frekar reyna að vinna hann með meiri glæsi- bróg en þeim að reyna með ein- hverju móti að krækja í það stig. Þeir munu væntanlega leggja allt í sölurnar til að vinna með „fullu húsi“ stiga, þ. e. að sigra í öllum leikjum. Nú eru eftir tveir: Ármann og Fram. Það er erfiður þröskuldur en gefur mótinu líf og lit. Valur sigraði Þrótt i leik liðanna í 2. ðeild á laúgardagskvöldið og hafa Valsmenn unnið alla sína leiki og eru þegar orðnir sigurvegarar í 2. deiid — þó þeir eigi eftir leiki. Myndin er frá leik Vals og Þróttar, — og hana tók Sveinn Þormóðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.