Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 2. marz 1965 AKRANESI, 1. marz. — Síðast- liðinn sunnudag íengu 2 bátar héðan loðnu suður frá við Reykja- nes. Haraldur fyílti sig og fékle auk loðnuna rúm 4 tonn af ýsu og þorski. Þorskurinn og ýsau voru að hakka í sig loðnuna af hinni mestu græðgi og gættu sín ekki fyrr en búið var að loka árásarliðið og fórnardýrin inni i sömu næionnótinni. Haraldur byrjaði að landa fyrir hádegi i dag í Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunni. Myndin var tekin við ísröndina djúpt í Djúpál sl. laugardag frá vélbátnum Gunnvöru. (Ljósm. H.T.). Höfrungur III. fékk og full- fermi af loðnu, hélt til Vest- mannaeyja til að landa þar. Átta þorskanetabátar voru á sjó héðan í gær og fiskuðu samtals 62 tonn. Höfrungur I. var aflahæstur með 9,6 tonn. — Oddur. ísafirði, 1. marz. FRÉTTAMAÐUR Morgunblaðs- ins fór sl. laugardag í róður með vélbátnum Gunnvöru frá ísafirði. Var haldið út í Djúpál, en þar átti Gunnvör þrjár netatrossur í sjó í vesturkantinum á álnum hjá svonefndum Eldingum og Melum. Þegar búið var að draga tvær trossur var haldið út að ísnum, sem þá var um tvær á hálfa mílu fyrir utan veiðisvæði bátanna. Allmikill sjór var á veiðisvæð- inu, en þegar komið var að ísn- um var miklu lygnara og sjólag kyrrt Þarna var geysimikil is- spönig, sem mun hafa verið um 8-10 mílna breið og hafði ísinn hrannazt mjög upp og orðinn nokkuð samfelld breiða, enda þótt vakir væru víða innan um. Ekkert að fá Sigurður Helgason, lokinni veiðiferð. 1. vélstjóri, hampar lúðu, sem fréttamaður Mbt fékk á pönnuna að (Ljósm. H.T.). is a Fréttamabur Mbl. á ísafirði fór i róður og leit um leið á isbreibuna nýnæmi vestra veiðisvæðin Á laugardag var mikil ferð á ísnum að landi og rak hann mjög hratt inn ísafjarðardjúp. Þegar haldið var til lands síðdegis á laugardag var komin mikil ís- breiða meðfram Grænuhlíð og fyrir Jökulfjörðum og sunnan megin við Djúpið var talsvert stór ísspöng meðfram Stigahlíð og allt inn undir Bolungarvík. Á siglingaleiðinni inn Djúpið voru víða stakir jakar á reki, allt inn undir Hnífsdal. Þennan ís hefur nú allan rekið frá landi, þó stöku jakar hafi orðið land- fastir hér og þar. Jón B. Jónsson, skipstjóri á Gunnvöru, sagði, að það væri ekkert nýnæmi fyrir Vestfjarðar báta að fá ísinn á veiðisvæði sín, enda þótt meiri brögð hafi verið að því nú en oftast áður. Sagðist hann hafa misst tvær netatrossur í ísinn í síðustu viku og búast mætti við því, að ekki yrði hægt að stunda veiðar þarna við þessar aðstæður og bátarnir yrðu því að leita vestur undir Látrabjang eða í Breiðafjörð. Afli var mjög lítill í þessari veiðiför og fiskurinn heldur smærri en fengizt hefur á þessum slóðum að undanförnu. — H.T. Myndin um Kennedy á Akureyri AKUREYRI, 27. feb. — Kvik- myndin um stjórnarár John F. Kennedy, Bandarikjaforseta „Years of Lightning, Day oí Drums“ var frumsýnd í Borgar- bíói í gærkvöldi fyrir fullu húsi. Áður en sýningin hófst kynnti formaður fsl.-ameríska félagsins á Akureyri, Geir S. Björnson, sér stakan fulltrúa ambassadors Bandaríkjanna á íslandi, Jack Whiting, sem flutti ávarp í til- efni af frumsýningunni. Borgarbíó gaf allan aðgangs- eyri að þessari sýningu til söfn- unarinnar í Davíðshús. — Sv.P. Handfifasýn- ingin fer á flakk (Einkaskeyti tíl Mbl. frá fréttaritara þess í Kbh.) SÝNINGU þeirri sem verið hefur í Listasafni ríkisins hér í Kaupmannahöfn og kölluð hefur verið „íslenzk handrit og dönsk menning“ lýkur uim miðjan marz og verður þó send út á landsbyggðina. Er nú verið að ganga frá samn- ingum við ýmsar bæjarstjórn ir víða í Danmörku um hús- næði til handa sýningunni. Gert er ráð fyrir að hún standi í um 10 daga á hverj- um stað. — Rytgárd. m Kenndi margra grasa Eíding veldur spreng- ingu í Rio de Janeiro Frcðfeg e^i.idi á bændafundi Rio de Janeiro, 27. febr. (AP) ÞRUMUVEÐCR gekk yfir Rio de Janeiro, þar sem menn eru sem óðast að undirbúa Karne- valið mikla og varð að bana 12 manns en hátt á fjórða tug varð að flytja í sjúkrahús. . Skömmu eftir dögun léku eld- ingar lausum hala um rætur Corcovado-fjallsins, sem er 700 metra hátt og er Rio ámóta og 12 kindur af afrétti BÆ, 27. feb. — Fyrir nokkrum dögum heimti bóndinn að Neðra Ási í Hjaltadal 12 kindur, sem gengið hafa af framarlega í Kh! beinsdalsafrétt fram undir Helj- ardalsheiði. Kindurnar voru furðanlega í góðum holdum, en kviðlitlar. Nú í vikunni varð eldur laus 1 kjallara í Garðakoti , Hjalta- dal. Kviknaði út frá olíukynd- ingu og urðu töluverðar skemmd ir. — Björn. Esjan og gerðu mikinn usla. Eld- ingunni laust niður í 17 ára stúlku, sem beið bana á stundinni og fjóra félaga hennar varð að flytja á sjúkrahús. Þá laust eld- ingu nið.ur í sprengiefnisgeymslu þar sem fyrir var töluvert magn af dýnamíti, er nota átti til spreng inga í jarðgöngum sem verið var að gera þar rétt hjá. Olli spreng ingin miklu grjóthruni og gróf á annan tug manna undir byigging- arefni og sandi. Björgunarmenn bar skjótt að og ekki var langt í sjúkrahús, en fregnir herma að þegar sé vitað að 12 manná hafi farizt af völd- um eldinganna og sjö þeirra sem fluttir voru í sjúkrahús séu þungt haldnir, en 24 minna særðir. Enn er leitað í rústum af sprengiefna igeymslunni við mynni jarðgang- anna, ef ske kynni að þar væru enn einhverjir lífs. En í Ríó búa fjórar og hálf milljón manna og þó nokkrir cariocas deyi uppfrá hjá Corovado muna þá fáir, því nú er Karneval í borginni fyrir því verður allt að þoka. BÆ, Höfðaströnd, 27. feb. — í gær var annar bændafundur á tveim vikum haldinn á vegum Búnaðarsambands Skagafj arðar á Hólum í Hjaltadal í gær kl. 2 og að Stóru Ökruim sama dag kl. 9. Tveir fyrirlesarar komu frá Atvinnudeild Háskólans, þeir Dar es-Sa!aam, 27. febrúar, NTB. Jónas Jónsson og Yngvi Þor- steinsson. Yngvi talaði um beit og beit- arþol á afréttum og víðar, en Jónas um ræktun nytjajurta. Bæði þessi erindi voru rnjög fróðleg og urðu um þau allmikl- ar uimræður. Þykir bændum gott að fá slíka gesti annað slag- ið til fróðieiks, skrafs og ráða- gerða. — .Björn. Harður árekstur á Akureyri AKUREYRI, 27. febr. — Um 12 leytið í deg varð harður bifreiða- árekstur á mótum Hjalteyrargötu og Strandgötu, sem er aðalbraut. Húsavíkuráætlunarbíllinn kom vestan Strandgötu, þegar lítill fólksbíll hugðist beygja fyrir hann inn í götuna og skullu þeir saman af miklu afli, svo að fólk* bíllinn mun vera nær því ónýt- ur. Þrjá menn sem í honum voru sakaði ekki. Mikil hálka og ísing var á gc', lum, svo að Húsavíkur bíllinn naði ekki að stöðva í tæka tíð. — Sv. P. Gogníræðaskóli Akraness fær blósturstæki VESTUR-ÞÝZKA stjómin hefur kallað heim sérfræðinga þá sem hún hafði áður sent Tanzaniu- mönnum til aðstoðar, yfir 60 manns, sam aðallega hafa verið við kennslu í flugher og sjóiher landsins. Astæðan er sú að Tanzania hefur gert saimninga við Austur-Þýzkaland um að skipaður verði austur-þýakur aðalræðismaður í landinu. AKRANESI, 27. febr. — Nýlega kom frú Hulda Jónsdóttir, for- maður Sylsavarnadeildar kvenna hér í bænum, til skólastjóra Gagnfræðaskólans, Ólafs Hauks Árnasonar og afhenti skólanum fyrir hönd félags síns að gjöf kennslutæki til lífgunar úr daúða dái með blástursaðferðinni. Skólastjóri þakkaði gjÖfina. Páll Gíslason, yfirlæknir kenndi meðferð tækisins. Allir nemend- urnir eiga að lœra á tækið. —• Oddur. Þfóðverjar kalla heim sérfræðinga frá Tanzanlu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.