Morgunblaðið - 14.04.1965, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.04.1965, Qupperneq 5
Mið'vikudagur 14. apríl 1965 MORGUNBLAÐIÐ o FRÁ Vegamótum á sunnan- verðu Snæ-fellsnesi liggur ak- vegur yfir fjölin til Stykkis- hólms. Er farið upp Hjarðar- fellsdal ^og er þá Seljafell á vinstri hönd, en Einbúi og Rauðakúlur til hægri. Síðan kemur Grímsfjall og er þá komið í Kerlingarskarð. Vest an að því er Hafrafell en að austan Kerlingarfjall, ákaf- lega umbylt, me’ð ýmsum berg tegundum í hrærigraut. í þessu fjalli er talið að skessa nokkur hafi átt heima á land- námstíð og lengur. Hún var grimmlynd mjög og sveifst þá einskis ef hún reiddist. Einu sinni varð hún þess vör, að bóndi nokkur, sem henni var illa við, hafði róið til fiska út á Hrappseyrarsund, milll Hrappseyrar og Stykk- ishólms. Þreif hún þá upp heljarmikið bjarg og kastaði því að bátnum, en hitti ekki; bjargfð lenti í Hvítbjarnarey og er bent á það enn í dag. Öðru sinni ætlaði kerling að brjóta kirkjuna á Helgafelli, þvi að henni var meinilla við hana. Sendi hún af hendi þrjár sendingar, en þær hæfðu ekki og lentu hjá Nesvogi. Eru þar þrír hólar, sem sagt er að sé sendingar kerlingar. — Vestan við Kerlingarskarð er slakki allmikill í fjallgarðinn og eru tvö vötn, Baulárvalla- vatn og Hraunsvatn, og er mikil silungsvei’ði í báðum. Kerling lifði á því að veiða silung í vötnum þessum og bar oft heim stórar kippur. Einu sinni hafði hún tafist venju lengur við veiðina, svo þegar hún kom upp á fjallið nærri bústað sínum, Ijómaði dagur í austri, og varð hún þá að steini. Stendur hún þarna á fjallsegginni enn £ dag milli tveggja klettarröðla og ber við loft þegar ekið er um Kerlingarskarð. Segja sumir, sem um skarðið fara, að þeir sjái að hún sé með stóra silungskippu á bakinu og haldi höndum aftur fyrir bak og undir kippuna. Hér á myndinni má sjá Kerlingu þar sem hún stendur og virðist halda vörð um skarði’ð ár og síð. — Þeim sem fara þennan veg, þykir ekki halft gaman að því ef þoka er, svo að þeir sjá ekki Kerlingu. Þannig er vfða, að einstök kennileiti setja sérstakan svip á lands- lagið og gera mönnum það minnisstætt. ÞEKKIROU LAIMDIÐ ÞITT? VB8UKORN Málin vandast, voða blandin, verjast grandi í starfsins önn. Ef að landsins forni fjandinn, fyllir strandir kaldri hrönn. Ingþór Sigurbjs. Tannlæknavakt Tannlæknavakt um páskana ' Skírdagur: Haraldur Dungal, | Hverfisgötu 14 sími 13270 opið k 14—16. Föstudagurinn langi: Rikarður í Pálsson, llátúni 8, sími 12486 opið , 14—16. Laugardagur: Gunnar Dyrseth, ^ Óðinsgötu 7, sími 16499, opið 10—12 " Páskadagur: Engilbert Guð- muncnson, Njálsgötu 16, sími 12547, opið 14—16. 2. páskadagur: Rafn Jónsson, Blönduhlíð 17, sími 14623, opið 14—16. Akranesferðir með sérleyflsferðum I>óiðar Þ. Þórðarssonar. Afgreiðsla hjá B.S.R. við Lækjargötu. Ferðir frá Rvík mánudaga, þriðjudaga, kl. 8 og 6, mið- vikudaga kl. 8, 2 og 6, fimmtudaga og föstudaga kl. 8 og 6, laugardaga J kl. 8, 2 og 6, sunnudaga kl. 10, 3, 9 og 11:30 (en kl. 11:30 frá B.S.Í. ann- ars alltaf frá B.S.R.). Frá Akranesi mánudaga kl. 8 og 6, þriðjudaga kl. 8, 2 og 6, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 8 og 6, föstudaga og laugardaga kl. 8, 2 og 6, sunnudaga kl. 10, 3 og 6. Ferðir Akraborgar 11.—17. apríl 1965. Pálmasunnudag, skírdag, föstu- daginn langa og laugardaginn 17. apríl frá Rvík. kl. 9:00; 13:00; og 16:30. Frá Akranesi kl. 10:45; 14:15 og 18:00. Eng- ar ferðir verða á páskadag. Hafskip h.f.: Langá er í Rvík. Laxá er í Rvík. Rangá er 1 Fredriksstad. Selá fór frá Eskifirði 12. til Hull. Minne Basse er í Hull. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. — Katla iestar á Ve®tf jarðarhöfnum; Askja fer frá Gautaborg í dag áleiðis til íslands. Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell fer í dag frá Rvík til GLoucester. Jökulfell fór 5. frá Gloucester til Rvíkur. Dísarfell losar á Breiðafjarðahöfnum. Litlafell er væntanlegt til Rvíkur á morgun frá Rotterdam. Helgafell er væntan- legt til Rvíkur á morgun. Hamrafell fer í dag frá Rvík til Aruba. Stapafell liggur á Önundarfirði. Mælifell fer 1 dag frá Rvík til Glomfjord. Petrell er í Rvík. Jomara er í Þorlákshöfn. H.f. Jöklar: Drangajökull er í Vent- spils, fer þaðan til Hamborgar og Rvíkur. Hofsjökull fór í gærkvöldi frá Rotterdam til Felixstowe og Charles- ton. Langjökull lestar í Danmörku, ' fer þaðan til Rvíkur. Vatnajökull er í | Rvík. ísborg fór 1 gærkvöldi frá Lond- on til Rotterdam og Rvíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Rvík kl. 22:00 í kvöld til Surtseyjar og Vestmannaeyja. Esja fór frá Rvík kl. 16:00 í dag vestur um til ísafjarð- ar. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21:00 í kvöld til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar. Þyrill er á Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið er á AUsfcfjarða höfnum. Herðubreið er 1 Rvík. Utan skrifstofutíma eru skipafrétt- ir lesnar í sjálfvirkum símsvara 2-1466. Minningarspjöld Minningarspjöld Styrktarfélags van- gefinna eru til sölu í Bókabúð Braga Brynjólfssonar, Bókabúðinni Æskan og á skrifstofu félagsins Skólavörðustíg 18. Málshœttir Aldrei er góð vLsa of oft kveð in. Hafa skal meðan halda má. Hálfnað er verk þá hafið er. Hugur ræður bálfum sigri. Spakmœli dagsins Lögin eru ekki sett sakir hinna j góðu þegna. — Sókrates. rSkiltin fá ekki friö! JE — MINN! ENN SÁ IIJARTAKNÚSARI! Unglingaföt karlmannaföt, kvenkjólar, telpnakjólar, kvenkápur, telpnakápur. Tækifærisverð. Notað og nýtt Vesturgötu 16. A T II U GIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðurn. Atvinna Óska eftir mönnum til starfa við garðyrkju. — Alaska, Breiðholti Sími 35225. Til leigti 1 stofa, eldhús, bað og geymsla frá 1. júní, reglu- semi áskilin, fyrirframgr. Tilboð merkt: „Kópavogur — 7158“ sendist Mbl. fyrir 21. apríl. F arangursgrindur sem standa í rennunum fyr ir Volkswagen o. fl. litla bíla, aðeins kr. 422. Haraldur Sveinbjarnarson, Snorrabraut 22. Tökum fermingarveizlur og aðrar smáveizlur. Send- um út veizlumat, snittur og brauð. Hábær, sími 21360. Til leigu skrifstofuhúsnæði í Austurstræti 17 uppl. í síma 22032 DANSLEIKUR KVÖLDSINS ER í ALÞÝÐUHÚSINU HAFNARFIRÐI Nú eru það SOLO sem • r # • .. • V s/o um Tioriö Ný lög i hverri viku. Gestir fá að velja sér óskalög eftir vild. •fc Kynnt verða 10 vinsælustu lögin. semsagt stanslaust fjör frá byrjun til enda Ath: Þetta er síðasti dansleikurinn fyrir paska! / Allir í f jörðinn í kvöld Sætaferðir tí.1 Reykjavíkur að loknum dangleik. Komið tímanlega — forðist þrengsli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.