Morgunblaðið - 14.04.1965, Side 14

Morgunblaðið - 14.04.1965, Side 14
14 MORGUNBLAÐID Miðvikudag'ur 14. apríl 1965 „Eitt Vesturhelmsskot 100 ár frá morði Lincolns forseta eftir E. J. Stardal HVELLURINN af skoti skammbyssukrílisins, sem hleypt var af í forsetastúk- unni í Fordleikhúsinu í 10. götu í Washington pennan dag fyrir réttum hundrað árum, heyrðist naumast út fyrir lokaða stúkuna, en bergmál hans barst um all- an heim. Morðinginn, ungur glæsilegur leikari með geð- veikisglóð ofstækisins letr- aða á greindarlegt andlitið, veifaði rjúkandi byssunni og septi hin sögulegu orð, sem lögð hafa verið í munn morð ingjum Cæsars: Sic semper tyrannis — svona fer ætíð fyrir harðstjórum. Stríðinu lýkur John Wilkes BootJh, sem mælti þetta frægasta öfugmæli allra tíma, var leikari að mennt og atvinnu. Faðir hans hafði verið þjóðkunnur leik- ari, bróðir hans var einnig al- kunnur Shakespeare-túlkandi og vann við Fordleikhúsið, sem var annað aðalleikhús Washing tonbo'rgar. Þessi ungi leikari var um margt hið mesta glæsi- menni, en sást lítt fyrir. Hann var eldheitur Suðurríkjasinni í þrælastríðinu, hafði t.d. verið viðstaddur handtöku Johns Browns uppreisnarmanns og verndara þrælanna, og hann hataði Lincoln, forseta, öllu því hatri, sem safnazt gat fyrir í sístarfandi, en sjúkum heila hans. Ásamt vinum sínum hafði hann um skeið haft ráðagerðir á prjónunum um að ræna for- setanum og flytja hann nauðug- an til Suðurríkjanna og fá þannig bundinn farsælan enda á stríðið, að hann hélt. Þessi undarlega ráðagerð hafði þó aldrei verið reynd í framkvæmd og nú var stríðið á enda að heita mátti. Lee, hinn glæsilegi og oft sigursæli hershöfðingi Suðurríkjasambandsins, hafði orðið að gefast upp með allan sinn her á pálmasunnudag og menn bjuggust við óhjákvæmi- legri uppgjöf annars hers suð- ursins, sem barðist vonlausri baráttu í Suður-Karólínu. Eft- ir var því ekki annað en freista að leita hefnda, myrða þennan forseta, sem hafði gefið hinum svörtu þrælum frelsi og gert þá jafnrétt.háa hinum göfugu, hvítu herrum og komið hinum blómlegu Suðurríkjum á kné. „Aldrei var svo mikill maður jafn góðhjartaður, né svo góð ur maður jafn stórbrotinn". Þetta er síðasta myndin sem tekin var af Lincoln skömmu áður en hann dó. Aðförin ráðin Föstudaginn langa bar þetta vissi sinn upp á 14. apríl. Fyrir há- degi þennan dag frétti Booth, að forsetinn ætlaði í leikhúsið um kvöldið og bjóða með sér þangað Grant hershöfðingja í tilefni hins nýunna sigurs, á- samt konum þeirra. Þá ákvað hann að láta til skarar skríða. Hann hafði samband við menn þá, er höfðu að undanförnu ver- ið í ráðabruggi með honum um brottnám forsetans, og nú voru lögð á þau ráð, að einn þeirra, Powell að nafni, skyldi gera til- ræði við Seward, utanríkisráð- herrann. Annar samsærismað- ur, drykkjurútur að nafni Atz- erodt, skyldi sjá fyrir Johnson, varaforseta, á sama tíma sem Booth, foringinn, greiddi atlögu að sjálfum forsetanum, meðan á leiksýningunni stæði. Allt ráðabrugg samsærisins var í rauninni nauðaeinfalt. — Booth gjörþekkti leikhúsið að innan, vissi hvar forsetinn myndi sitja og enn fremur, hve- nær hentugast væri að hefjast handa. Hann þekkti gang gam- anleiksins, sem átti að sýna, og hvenær sviðið væri autt, hvenær sér væri óhætt að læð- ast inn í forsetastúkuna, til þess að hleypa af hefndarskotinu. Siðan ætlaði hann að stökkva ustu hans. Tjáldið lyftist, leik- urinn hófst. Hið þrotlausa erf- iði og annir forsetaembættisins, hin löngu styrjaldarár höfðu lagzt með ofurþunga á hinn hraustbyggða líkama Lincolns og markað andlit hans rúnum þreytu, sorgar og kvíða, en nú létti af honum í fyrsta skipti í langan tíma. Eyðileggingarstarf ófriðarins, bræðravígin, voru að baki, nú tæki við uppbygging, sættir og endurreisn þjóðfélags, *sem byggt væri á sönnum grund velli þeirra mannréttindakenn- inga, sem fyrirrennarar hans á forsetastóli og hinir vísu lands- feður höfðu lagt undirstöður að. Lífverði forsetans leiddist, . því hann gat ekki fylgzt með leiknum úr varðstöðu sinni. — Hann brá.sér því út og inn á knæpu og fékk sér bjór. John Wilkes Booth læddist inn myrkvuð göng leikhússins, vopn aður lítilli Derringerskamm- byssu og rýtingi. Hann komsf hindrunarlaust að anddyri for- setastúkunnar, læddist inn, lok- aði hurðinni og festi hana, opn- aði hurðina að sjálfri stúkunni og skaut í höfuð forsetans á ör- stuttu færi. í sama vetfangi ruddist hann fram hjá konu Lincolns og bjóst til þess að henda sér niður á sviðið. Liðs- foringinn, sem var gestur for- setans í stað Grants, greip til morðingjans í ofboði, en Booth lagði til hans með hnífi, sleit sig lausan og lét sig falla niður á sviðið. Þá kom táknrænt at- vik fyrir. Fyrir framan stúkuna var breiddur fáni, stjörnufán- inn, tákn einingar þjóðarinnar. Morðinginn festi stígvél sitt í honum í fallinu og féll niður á sviðið á vinstri fótinn og braut hann. Það var því ekki með dramatískum hreyfingum hins sviðsvana leikara, sem hann yfirgaf sviðið, heldur hins skelfda, særða dýrs. Hvort hann mælti eitthvað um leið og hann ruddist fram hjá eina leik niður á sviðið. Þá myndi hann birtast á leiksviðinu, leikarinn í síðasta sinn, stjarnan í fræg- asta sorgarleik allra tíma, mæla þau orð, sem hæfðu atburðun- um, hverfa að tjaldabaki, lófa- takið, hylling hetjunnar, biði hans, er hann næði á flóttan- um til Suðurríkjanna, hverra Þetta er samtíma teikning gerð af Albert Berghaus og sýnir leik- húsið og morðingjann er haltrar yfir sviðið. Einn leikhúsgestur Stewart að nafni hafði áttað sig og er syndur þar sem hann klifr ar upp á sviðið til þess að veita Booth eftirför sem mistókst. ófara hann hefnt. hefði nú greipilega aranum, sem var á sviðinu, bar áhorfendum ekki saman um. Einn áhorfandi í leikhúsinu átt aði sig og hljóp upp á sviðið og elti hann, en þrátt fyrir fót- brotið náði Booth hesti sínum, sem beið hans bundinn að húsa baki. og þeysti á brott. John W. Booth leikari banamað ur forSetans. En það beið hans ekkert lófa- tak, þótt han slyppi suður yf- ir Potomacfljót og kæmist til Suðurríkjanna, heldur örlög og endalok hins hundelta morð- ingja. Hann var drepinn í bar- daga við leitarflokka hersins 12 dögum síðar, er þeir fundu hann í hlöðu einni suður i Virginíu. „Harðstjórinn“ Lincoln Það þætti -ekki fróðlega spurt nú á dögum, ef einhver segði: Hver var hann þessi „harð- stjóri“, sem ungur og af flest- um álitinn gáfaður og efnileg- ur maður, lagði allt í sölur’nar til þess að ryðja úr vegi? Abraham Lincoln, 16. forseti Bandaríkjanna, hafði þá þegar hlotið heimsfrægð, ekki aðeins sem einhver mikilhæfasti sfjórn málamaður allra tíma, heldur einnig sem eitthvert hið mesta göfuðmenni og mannvinur, sem sagan þekkir, frægð, sem hefur skírzt og orðið þeim mun bjart- ari, sem lengra hefur liðið, og ekki útlit fyrir, að hún fölni, meðan frelsisást og réttlætis- kennd býr í nokkru mannlegu brjósti. Um hann hafa verið ritaðar fleiri bækur en tölu verði á komið, og er ekki enn lát á. Um afleiðingar sumra stjórnmálaaðgerða hans kunna að verða skiptar skoðanir, en aldrei um tilgang þeirra né hin ur háleitu hugsjónir, er þeim réðu. Saga hans er framar öllu hið eldforná ævintýri um karlsson- inn, sem vegna hins hreina hjartalags sigraði heiminn og hlaut kóngsríkið að launum. Lincoln varð að vísu ekki kon- ungur og hefði ekki viljað verða það. Ekkert mikilmenni hefur jafninnilega fyrirlitið hið innantóma prjál og ytra hjóm sem mannvirðingum fylgir, en ríki það, er þjóð hans kaus hann til að stjórna á örlaga- stundu, var flestum konungs- ríkjum víðlendara og auðugra, og það átti að hans skilningi að verða kóngsríki allra þeirra, er það byggðu, án hliðsjónar af ættfærslu, upphefð, auði eða litarhætti. Hann fæddist í hrörlegu bjálkahúsi, þessi afburða þjóð- arleiðtogi, og ólst upp við sár- ustu fátækt. Hann varð einn mesti stílsnillingur enskrar tungu, en þó nam skólaganga hans ekki fullum tveimur ár- um alls. Þegar þeir, sem urðu samstarfsmenn hans síðar á æv inni, sátu við menntabrunna Framhald á bls. 28. Morðið eins og Albert Berghaus hugsaði sér það hefði verið framið. Listamaðurinn var blaðateiknari við eitt af fréttablöðum Bandaríkjanna og var kunnur fyrir nákvæmni og áreiðanleik í myndum sínum. Gamanleikurinn fær óvæntan endi Og þetta . einfalda, svívirði- lega ráðabrugg heppnaðist næsta vel. Lincoln hafði að vanda átt annríkan dag, en þó gefið sér tíma til að fara í stutta ökuferð með konu sinni, og hélt síðan til leikhússins. Grant sendi hins vegar afboð, gat einhverra hluta vegna ekki komið, og í hans stað bauð Lin- •coln ung.um liðsforingja og unn mmmmm Skammbyssukrílið sem Booth skaut forsetann með. Þessar byssur voru kallaðar Derringer og mátti næstum fela þær i lófa sér.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.