Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 19
Miðvibudagur 14. apríl 1965 MORGU NBLADID 19 Enn um stóriðjumálið Eftir Hauk Helgason l. MÁL.FLU TNING UR forsvars- manna stóriðjunnar hefur til þessa verið mjög einhliða. >ví nær eingöngu hafa þeir rætt málið frá efnahagslegu sjónar- miði, hversu hagkvæmt það yrði fjárhagslega að virkja Búrfell, Ihve miklar gjaldeyristekjur þjóð arinnar yrðu o.s.frv. Það var eins og að það einasta sem þeir eygi eé peningur, peningur og aftur peningur. En það eru aðrar hliðar á þessu máli og það mjög veigamiklar. Sú er ein þeirra sem snýr að sjálf- stæði þjóðarinnar, bæði efnahags legu og pólitísku, en þessu sjálf- stæði er mikil hætta búin verði úr áætlaðri stóriðju. Síðar í þessari grein mun ég leitast við að gera nokkra grein fyrir þessari hlið málsins. í erindi, sem dr. Jóhannes Nordal flutti í síðastliðnum mán uði á ársþingi Félags íslenzkra iðnrekenda sagði hann, að ekki væri fjarri lagi, að hreinar gjald eyristekjur af aluminverksmiðj- unni — miðað við 60.000 tonna afköst á ári — yrðu um 300 millj. króna á ári eða sem svarar 600 þúsund kr. á hvern vinnandi mann þar eð á vegum verksmiðj unnar myndu vinna um 500 manns. Hins vegar væru samsvarandi gjaldeyristekjur á hvern vinn- andi mann í sjávarútvegi og fisk vinnslu landsmanna varla meiri en 200 þúsund krónur. Eyjólfur Konráð Jónsson, rit- stjóri, beitti þessum tölum fyrir sig í ræðum sínum á stóriðju- fundi stúdenta fyrir nokkrum dögum. Hann bætti því við að gert væri ráð fyrir að um 15.003 manns ynnu við fiskveiðar og | tekjur þessarar atvinnugreinar fiskvinnslu, en brúttó-gjaldeyris- | væru um 4.500 milij. kr. á ári. Frá þessari fjárh. bæri að draga 1.500 millj. kr, sem væri erlend- ur kostnaður þessa atvinnuvegs. Hér sannast enn einu sinni að á engan hátt er frekar hægt að villa fyrir fólki en með því að notfæra sér tolur. Þetta dæmi þeirra dr. Jóhannesar og Eyjólfs ritstjóra er af ráðnum hug valið til að gylla útkomuna af fyrip- hugaðri stóriðju. í fyrsta lagi eru gjaldeyristek} urnar af rekstri aluminverk- smiðjunnar ekki nándar nærri svo miklar, sem þeir félagarnir vilja vera láta. Ef hafðar eru I huga tölur, sem þeir dr. Jóhanne* Framhald á bls. 23 Orðsending til Eyjólfs K. Jónssonar Mér er bæði ljúft og skylt að staðfesta þá frásögn þína á stóriðjufundi stúdenta nú á dögunum, að það hefði verið mín sök að ekkert varð úr samkamulagi því, sem við gerðum í haust sem leið um að við tveir skrifuðumst lítil- lega á í heiðruðu blaðieþínu, Morgunblaðinu, um stóriðju- málið. Nú vil ég bæta úr þessu og leyfi ég mér að senda þér hérmeð grein með tilmælum um, að hún verði birt við allra fyrsta tækifæri. Með beztu kveðjum, Haukur Helgason. Svar til Hauks Helgasonar ENDA þótt þessi grein þín sé nokkuð síðbúin, hefur Morg- unblaðið talið sjálfsagt að birta hana. Fyrirfram tei ég mig hafa svarað „rökum“ þín- um, og varðandi staðreyndir málsins vísa ég lesendum til ræðu minnar í Morgunblaðinu þann 2. apríl sl. Þótt ég hafi á sínum tíma tekið áskorun þinni, get ég því leyft þér að eiga bæði fyrsta og síðasta orðið í þessu einvígi, sem aldrei var háð. Þó kemst ég ekki hjá því, af því að það snertir þriðja mann, látið stórmenni, sem pú nú í þriðja sinn vitnar til, að benda þér á, að kurteisi þín við minnihgu Jóns Þorláks- sonar er vægast sagt einkenni- leg. Úr fyrri málsgreininni, sem þú birtir úr hinni prentuðu ræðu Jóns x Þorlákssonar, sleppir þú þessum orðum: „Þegar Norðmenn settu sjer- leyfislög sín, var búið að selja örfá fallvötn þar í landi til virkjunarfjelaga. Sjerleyfislög gátu ekki náð til þeirra fall- vatna og þetta var nú orðin aðstaða okka,r, að því er snerti allan þorra fallvatna hér á landi“. í beinu framhaldi af þessu kemur síðan næsta málsgrein, sem þú birtir, og hefðir þú ekki þurft að spara sv’o rúm Morgunblaðsins að fella þess- ar setningar niður. Hlýt ég því að ætla að það sé gert af ein- hverri anarri ástæðu, og skýr- ist hún raunar, þegar ræða Jóns Þorlákssonar er lesin í heild. Þar er til dæmis að finna setningar eins og þessar: „Þeir sem kaupa eða leigja fallvötn til virkjunar og sýna fullan vilja og viðleitni á að framkvæma hana eiga ekkert skylt við braskarana“. Væntanlega þarf ekki að upplýsa þig um það, að nú er ekki deilt um það eins og 1923, hvort fslendingar eigi að eiga fallvötnin og orkuver- in, svo að þess vegna er kanski nokkuð langsóttað vitna til umræðna um það mál, en til glöggvunar fyrir þig og aðra lesendur og gam- ans fyrir þá, skulu hér birtir smákaflar úr þessari ræðu Jóns Þorlákssonar: „Það eru þá í stuttu máli þrjú höfuðatriði, sem útheimt ast til þess, að orkan verði sem ódýrust: 1. Að fallvatnið sje sem hag kvæmast til virkjunar og virkjendur fái að njóta hag- kvæmninnar, í stað þess að hún sje unnin upp með til- svarandi háu verði á fallvatn- inu óvirkjuðu. 2. Að orkuverin sjeu sem stærst, svo virkjunarkostnað- urinn á hvert hestafl.geti náð lágmarki eftir stærð orku- versins. 3. Að nægilega mikill hluti orkunar sje frá upphafi seld- ur til fastrar iðju, sem geti borið fyrirtækið uppi fjár- hagslega að sínum hluta, og stutt fyrirtækið að öðru leyti með því að nýta að nokkru leyti afgangsorkuna frá al- menningsþörfunum." Síðan segir: „Önnur hindrunin var hræðslan við innstreymi út- lendinganna, ef stóriðja væri hafin hjer (innilokunarstefn- an). Hún stafaði að miklu leyti af því, að miðað var við miklu stærri fyrirtæki á þessu sviði en þörf er á og upp- haflega var ætlast til. Það þarf varla að taka það fram, að sú hræðsla er algerlega ástæðulaus og óþarft að setja haná í samband við okkar fyr- irætlanir. Til að starfrækja orkuna, sem fullnægði einum lands- hluta, og tilheyrandi iðjuver, sem notaði % orkunnar úr 45000 hestafla veri, myndi þurfa nærfellt 800 verkamenn, og þegar þess er gætt, að fólki hjer á landi fjölgar um 1600 á ári, þá ætti það að vera ljóst, að þetta getur ekki vald- ið neinu tjóni eða truflun, hvorki á atvinnuvegum vor- um eða þjóðerni.“ Með kærum kveðjum, Ey. Kon. Jónsson. Bjarni Vilhjálmsson: Prdf og prósentureikningur í ÞÆTTINUM „Spurt og spjallað í útvarpssal“ mánudagskvöldið 5. apríl sl. komst Kristján Gunnars- son skólastjóri að orði eitthvað á þá leið, að landsprófi miðskóla væri þannig hagað, að gegnum prófið kæmist á hverju ári ná- kvæmlega sú tala, sem mennta- skólarnir gætu rúmað hverju sinni. í þessu felst sú miður góð- girnislega ásökun á hendur landsprófsnefnd, að frammistaða og geta nemenda í prófinu skipti litlu máli um það, hvort þeir nái þeim mikilyæga áfanga, sem landsprófið vissulega er, heldur sé tala þeirra nemenda, sem í gegnum prófið komast, takmörk- uð við það, sem forráðamenn menntaskólanna telja sig geta hýst á haustin. Kristján fór held- ur ekki dult með það álit sitt, að þessi ískyggilega niðurskurðar- pólitík landsprófsnefndar væri aðalhemillinn á eðlilega fjölgun stúdenta hér á landi, en tala stúdenta væri tiltölulega lægri hérlendis en annars staðar. Mér er það hulið, hvaðan Kristjáni hafa komið heimildir um framangreind vinnubrögð landsprófsnefndar og fram- kvæmd prófsins. Hefði honum þó verið í lófa lagið að afla sér traustari fróðleiks um þessi efni, en fyrst valinkunnur skólastjóri ber apnað eins á borð fyrir al- þjóð, verður ekki hjá því komizt að leiða hann í sannleikann. Einnig má búast við því, að marg ur leikmaðurinn sé haldinn ein- kennilegum hugmyndum um þessi mál, fyrst skólamenn eru ekki betur á vegi staddir. Landspróf miðskóla hefur ver- Ið haldið árlega frá og með vor- inu 1946 og hefur í reyndinni orð ið inntökupróf í menntaskólana (aðra en menntadeild Verzl- unarskólans) og að nökkru leyti í Kennaraskólann, sem þó hefur alltaf jafnframt tekið við nem- endum með annars konar próf- um. Nemendur, sem fá meðal- einkunnina 6.00 eða þar yfir í landsprófsgreinum, hljóta rétt- indi til inngöngu í menntaskóla og kennaraskóla (verða hér á eftir kallaðir nemendur með full- gildu landsprófi). Sá fjöldi hefur farið vaxandi ár frá ári, nema árin 1953.—1957 að báðum með- töldum, er hann var nokkru minni en 1952, enda fækkaði þá talsvert þeim nemendum, sem þátt tóku í prófinu. Ef litið 'er á árin 1956—1964, kemur í ljós, að nemendum með fullgildu lands- prófi hefur fjölgað árlega, hvort heldur miðað er við heildartölu þeirra eða hundraðshluta fæddra í árganginum. í töfluformi lítur þetta svona út: Ár Tala nem- % af fædd- enda með um í ár- fullgilda gang- landspr. inum 1956 296 11.9 1957 323 12.4 1958 364 11.9 1959 393 12.4 1960 439 13.5 1961 476 13.9 1962 525 15.3 1963 561 15.2 1964 578 15.1 Hlutfallstala þeirra nemenda, sem lokið hafa fullgildu lands- prófi, hefur á þessum árum verið í heild nálægt 70% þeirra, sem tekið hafa þátt í prófinu. í trausti þess, að Kristján Gunnarsson vilji heldur hafa það, er sannara reynist, vil ég taka það fram hér, að jafnan hefur verið leitazt við að hafa verk- efnin, sem lögð eru fyrir nem- endurna, sem sambærilegust frá Bjarni Vilhjálmsson ári til árs, en þó ekki svo lík, að nemendur geti lært á prófið án þess að kunna námsefnið. 'Þetta er ærinn vgndi, þar sem gömul verkefni eru jafnan tiltæk hverj- um sem er. Einkunnir eru síðan gefnar fyrir úrlausnir eftir fyrir- fram ákveðnum reglum, svo að geta nemendanna til að leysa þessi verkefni ræður því ein, hvort þeir standast prófið eða ekki, en húsrými menntaskól- anna er alveg látið liggja milli hluta. Ég hef haft með höndum fram- kvæmd landsprófsins í 17 ár. For ráðamenn menntaskólanna hafa aldrei gert minnstu tilraun til að ráða neinu um prófið. Þessi ár hafa fjórir menntamálaráðherr- ar setið að völdum (þeir Eysteinn Jónsson, Björn Ólafsson, Bjarni Benediktsson og Gylfi Þ. Gísla- son). Enginn þeirra hefur nokk- urn tíma skipt sér af fram- kvæmd prófsins, að öðru leyti en því, að þeir hafa skipað nefnd- ina, oftast nær á fjögurra ára fresti. Aldrei hefur komið til neins ágreinings milli þeirra manna í nefndinni, sem eru menntaskólakennarar, og hinna, sem kenna við aðra skóla, um fyrirkomulag eða þyngd verk- efna. Hitt skal fúslega viður- kennt, að verkefnin hafa jafnan verið miðuð við það, að nem- endur, sem geta leyst þau til sæmilegrar hlítar og hlotið til- skilda lágmarkseinkunn, hafi einhverjar líkur til að geta lokið menntaskólanámi, eins og því er nú hagað í landinu, enda væri annað algerlega óraunhæft og nánast ábyrgðarlaus blekkingar- starfsemi. Því miður hefur raun- in orðið sú, að ekki er úti öll þraut, þó að yfir landsprófið sé komið, því að allmargir nem- endur heltast úr lestinni í menntaskólanámi, eins og bezt sést á því, að stúdentafjöldinn, sem allir menntaskólarnir hafa brautskráð síðustu 11 árin, hefur verið sem hér segir: 1954 164 1955 184 1956 163 1957 169 1958 * 178 1959 181 1960 183 1961 187 1962 237 1963 262 1964 330 Hlutfallstölur hef ég ekki til- tækar, en síðastliðið ár munu stúdentar hafa verið rétt rúm 10% fæddra í árganginum, en munu fram að því vart hafa ver- ið meira en 8—9%. í framan- greindum stúdentafjölda eru þó innifaldir stúdentar frá Verzlun- arskóla íslands, sem aldrei hafa lokið landsprófi, en þeir munu oftast vera nálægt 20 árlega. Þó er þess að geta, að allmargir nemendur, sem ljúka fullgildu landsprófi, fara aldrei í mennta- skóla. Sumir fara í Kennaraskól- ann, aðrir fara ekki í neitt fram- haldsnám. Enn er þess að geta, að nokkrir nemendur hætta fram haldsnámi af öðrum ástæðum en getuleysi. Hins er þó ekki að dyljast, að allmargir nemendur gefast upp á menntaskólabraut- inni, og er þeim jafnan einkum hætt, sem naumlega hafa staðizt landsprófið. Skal hér látið liggja milli hluta, hvort um er að kenna of harkalegri meðferð mennta- skólanna eða of vægu mati lands- prófsnefndar á úrlausnum hinna slakari. Benda má þó á það lands prófsnefnd til málsbóta, að dável hefur rætzt úr sumum þeim nem- endúm, sem staðizt hafa fullgilt landspróf með lægstu einkunn, Sjálfsagt væri mikill fengur að því, að fram færi fræðileg rann- sókn á prófi menntaskólanna, á- þekk þeirri, er þeir gerðu Jónas Pálsson sálfræðingur og Hjálmar Ólafsson nú bæjarstjóri gerðu á landsprófi miðskóla (sbr. grein- argerð þeirra í Skírni 1961). Það er vafalítið eitt hið mesta mein íslenzkra skólamála, hversu lítið er gert að hlutlægum rannsókn- ujn á því, hvar við erum á vegi staddir í þeim efnum á hverjum tíma og í hverju er fólgið það takmark, sem við keppum að hverju sinni. Litlar líkur tel ég á því, að þeir nemendur, sem ekki stand- ast kröfur landsprófsins, eigi að svo stöddu erindi í menntaskóla- nám,_ eins og því er háttað hér nú. Ég skal þó taka það fram, að þessi skoðun mín er ekki á Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.