Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 10
10 MORG UNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. aprfl 1% Já, Thorvaldsensfélagið þótti fínt félag Viðtal við frú Svanfríði Hjartardóttur Frú Svanfríður Hjartardóttir segir frá. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) 1 AUSTURSTRÆTI er verzl- un, sem ber annan svip en flestar búðir í miðbænum.- Thorvaldsensbazarinn hefur einhvers konar gamalt og per- sónulegt yfirbragð, óumbreyt- anlegt og traust, þó húsnæðið sjálft hafi verið endumýjað fyrir nokkrum árum. Konum- ar, sem þar selja heimaunna íslenzka handavinnu, setja líka sinn svip á þessa verzlun, ekki sízt frú Svanfríður Hjart- ardóttir, þessi 73 ára gamla dama, sem er þar innanbúðar alla morgna. Hún hefur haft fOirustuna í Barnauppeldissjóði Thorvaldsensfélagsins í 22 ár, verið formaður síðan 1943 og áður í stjórn frá 1923. Nú er hún að skila formennsku í fé- la&inu í hendur Unnar Schram, og því bað Mbl. um viðtal við hana. Það var fúslega veitt, og nú vorum við setztar að fallegu kaffiborði með isaumuðum hvítum dúk, post- ulínsbollum, silfurkönnu og gnægð af góðum kökum í stofunum hennar, þar sem borðstofan er prýdd útskorn- um húsgögnum eftir Stefán Eiríksson, og setustofan sófa og stólum í frönskum kónga- stíl með snúnum fótum með hjólum undir, gylltum súlum og skrautspegli með íburðar- miklum gylltum ramma. Und- ir glerinu í buffinu sjást gljá- fægðir, útskornir silfurmunir og á veggjum hanga svo fín- legar ísaumaðar íslenzkar landslagsmyndir, að til að sjá sýnast þær vera málverk. — Þessa fyrstu mynd mína saumaði ég 1910. >á saumuðu allar konur Svanina og þess- háttar og mig langaði líka til sauma, segir Svanfríður. — Pabbi sagði: — Jæja, þú mátt þá sauma, ef þú saumar fs- land! Og ég fékk lánaða þessa mynd af Vestmannaeyjum eft- ir Magnús Ólafsson. Þessi mynd þarna af Vellankötlu var á iðnsýningu hér 1911. Englendingur nokkur kom og vildi kaupa hana fyrir 1500 kr., sem var geysimikill peningur þá. Mig langaði til að sigla og vildi fá að selja honum hana, en pabbi sagði nei. Fyrir þess- ar myndir komst ég í blöðin. Jón Trausti skrifaði og sagði að þetta væri þjóðlegt. Og Ás- grímur Jónsson kom á sýn- inguna, hitti mig að máli og bauðst til að lána mér hverja af myndunum sínum, sem ég vildi. En það varð ekki af því, Sveinn Björnsson og frú Georgía lánuðu mér næstu lit- mynd til að sauma eftir. Ann- ars er allt mitt stolt yfir þessu horfið, segir Svanfríður og hlær við. Það er gott að Ár- bæjarsafn er til. Svona vill sjálfsagt enginn eiga annar núna. Móðir mín sagði alltaf: „Það á ekki að tala um það sem maður hefur gert. Verkin sjálf eiga tala fyrir sig“. En ég er líklega komin á raups- aldurinn. — Móðir yðar hefur ekki séð fyrir, að blaðamenn mundu ganga að yður með nærgöngular spurningar. Eruð þér annars ekki Reykvíkingur, Svanfriður? — Jú, ekta Reykvíkingur. Foreldrar mínir Hjörtur Hjart- arson ag Sigríður Hafliðadótt- ir voru bræðrabörn frá Gufu- nesi, sem þá var ættaróðal og stórbú. Afar mínir dóu báðir sama árið og ek'kert varð af því að foreldrar mínir færu að búa. Faðir minn lærði tré- smíðaiðn. Hann var einn af stofnendum Völundar og fleira. Hann byggði húsið á Bókhlöðustíig 10, svo ég ólst upp í Þingholtunum á stóru heimili. Faðir minn hafði jafn an 3-4 lærlinga í heimilinu og ég átti tvo bræður, en var einkadóttir. Þetta var myndar heimili og ég átti einhverja þá beztu foreldra, sem hægt er að hugsa sér. Ég fékk að læra það sem stúlkur gátu fengið að læra. Að vLsu var Verzlunarskólinn farinn að taka stúlkur þá og mig lang- aði þanigað, en það vildu þau ekki. Heimasætur þeirra tíma áttu að læra að sauma. En ég fór líka í einkaskóla fyrir stúlkur, sem landshöfðingja- dóttirin Ragna Stephen- sen og Þórunn Kristjánsdóttir, dóttir assessorsins, höfðu. Ass- essors, segi ég, danskan situr Mynd Svanfríðar í spegli með gylltum ramma í stofunni hennar. svo sem í manni ennþá. Ég bað barnabarn mitt um daginn um að fara út á altan og barnið rak upp stór augu, vissi ekkert hvað altan er, skýtur Svan- fríður inn í frásögnina og hlær við. Jæja, fyirnefndar dömur kenndu dönsku og fleiri bókleg fræði. Oig svo fékk ég að sigla mér til gam- ans, fór til Hafnar 1912, þó ekki fengi ég að selja ísaum- uðu myndina í farareyri. Ég lærði að leika á píanó hjá frú Bartholdþ ekkju tónskáldsins, og ofurlítið að syngja, sem ekki er til að nefna. >á var lífið ekkert annað en leikur Eki hvað erum við að hugsa, við ætluðum að hafa viðtal um Thorvaldsensfélagið, sem er að verða 90 ára. — Spratt ekki Thorvaldsens félagið einmitt upp úr þeim jaxðvegi, sem við nú vorum að tala um? — Jú, þetta félag var stofn- að árið 1875 af þeim konum sem töldust hafa menntun þá. Það var að vísu ekki mikið, en þær höfðu siglt og lært það sem hægt var. Menntaðar konur voru ekki sérlega marg- ar í Reykjavík þá, svo aðrar góðar konur voru teknar með. En inntökuskilyrðin voru ströng, þvi enginn blett- ur mátti falla á félagið. Leitað var af kostgæfni upp- lýsinga um það hvort viðkom- andi kona væri heiðarleg og peningalega sjálfstæð. Og svo voru greidd atkvæði. Hvítar og svartar kúlur notaðar. Kon urnar komu svo með dætur sínar í félagið og þannig var um mig. Ég fór þangað fyrst með mömmu. — Þetta hefur þótt fínt fé- lag? — Já, það þótti fínt. Þá voru aristókratarnir við líði. Nú er allt slíkt horfið. í þessu félagi hefur reyndar aldrei orðið neinn ágreiningur af neinu tagi að talizt geti og aldrei komizt þar að pólitísk sjónarmið. Enda ekki hæigt að gera gott nema góðviljinn einn sé látinn gilda, hvar í mann- félaginu eða flofcki sem fólk stendur. — Ykkar stærsta áhugamál var vöggustofan, var það ekki? — Jú, hún átti sér langan aðdraganda. Þegar félagið varð 50 ára, árið 1926, fóru stjórn félagsins og stjóm Barnauppeldissjóðsins til Zimsens borgarstjóra með fyrstu peningagjöfina til bygg ingar vöggustofu og eftir ár fengu við svar um að gjöfin hefði verið þegin. Af þeim hópi erum við nú aðeins eftir tvær, ég og Rósa Þórarinsdótt ir. Við Margrét Th. Ras- us, sem vorum í Barnaupp- eldissjóðsstjórninní, vorum urugar og vildum að félagið reisti heimilið sjálft og ræki það. Ungu fólki finnst það ávallt geta allt og við hefðum reyndar getað þetta. En eldri konumar voru orðnar linar, eins og maður verður með aldrinum, og þær réðu. Jæja, það liðu mörg ár áður en vöggustofan komst upp. Hún var tekin í notkun 19. júní 1963. Félagið hefur nú heldur ekki bundið sig við það mál eitt. Margt af því, sem kon- umar í Thorvaldsensfélaginu áttu hutgmynd að og byrjuðu á, hefur siðar verið tekið upp af öðrum félögum, enda er það svo gamalt í hettunni. Þegar það tók t.d. frönsku húsin og kom á matargjöfum til þurf- andi manna, þá var það svip- að otg vetrarhjálpin gerir núna. Thorvaldsensfélagið flutti líka inn fyrsta jólatréð, en þau eru nú almennt notuð. Áður en Elliheimilið kom, efndi Thorvaldsensfélagið til árlegra gamalmennaskemmtana. Kon- urnar steiktu kjöt uppi í Bern höftsbafcaríi og suðu sætsúpu, svo var leikið og dansað á eftir í Iðnó. Þá var mifcil þörf fyrir slíkan glaðning. Nú og kven- réttindamál létu félagskonur til sín taka, efndu til fyrir- lestrar um jafnrétti kvenna í Menntaskólanum, og skáru upp herör gegn því að konur væru látnar bera kolapoka við höfnina. Og margt fleira, sem ég get ekki munað svona í svipinn. Á 85 ára afmæli fé- lagsins var stofnaður hjálpar og líknarsjóður, og við höfum það fyrir sið að fara með gjaf- ir úr þeim sjóði til fátækra kvenna 19. nóvember, áður en við förum að halda upp á af- mælið og skemmta okkur sjálfar. Við byrjuðum á því að gefa þvottavélar. Konum- ar eru ávallt mjög samtaka um slíkt. Ég man t.d., að einu sinni skrifaði okkur kona, því yfirvofandi var að fjölskylda hennar missti húsið ofan af sér. Hún sá þetta úrræði þegar hún lá andvaka. Þetta var eitt hvert bezt stílaða og falleg- asta bréf, sem ég hefi séð. Ég kallaði á fund sama daginn. Konan átti að greiða 33 þús. kr. og konurnar samþykfctu samstundis að láta hana hafa það sem vaxtalaust lán svo lengi sem hún þyrfti með. Seinna brann hjá henni og þá hjálpuðu konurnar í Thorvald sensfélaginu henni hver fyrir siig með gjöfum. En loks rætt- ist úr fyrir konu þessari og hún greiddi lánið. — Ýmislegt hafið þið þurft að leggja á ykkur til að koma áhugamálum í framkvæmd? — Já, upp á ýmsu hefur ver ið tekið. T.d. sala jólamerkja, Það var eu'fitt að vinna upp markað fyrir þau í fyrstu. En við gerðum allt sem við gátum til að koma þeim út. Frú Hanson, móðir Rigmor Hanson, fór meira að segja með mig, unga stúlku, út í Fylluna til að selja jóla- merki fyrir 2 aura. En nú renna þau út og gömlu merkin eru orðin dýrmæt, 100 kr. virði þau elztu. Svo höfum við leyfi fyrir leikfangahapp- drætti annað hvert ár, og við fengurn einkaleyfi fyrir for- setakortum og margar fleiri fjáröflunarleiðir höfum við farið. — Og svo er það bazarinn? — Já bazarinn byrjaði árið 1901 í húsi Eyjólfs Þorkelsson ar í Austurstræti 6. Konur höfðu þá enga möguleika á að fá peninga milli handanna, en bazarinn tók nú að sér að selja fyrir þær handavinnu og tók 2% í umboðslaun. Það var hækkað í 5% árið 1922 og 20% árið 1947. Árið 1905 keypti Thorvaldsensfélagið húsið nr. 4 við Austurstræti af Guðleifu Sigurðsson. Rafn Sigurðsson hafði reist það ár- ið 1887 á lóðinni, þar sem elzta yfirréttarhúsið hafði áð- ur staðið. Árið 1928 var syo húsnæði bazarsins minnkað og hornið leigt út, því salan var farin að dragast saman. Tilgangur bazarsins var alltaf að aðstoða fólk við að selja heimavinnu sína, og er það enn. Aðallega tökum við vör- urnar í umboðssölu. >ó kaup- um við stundum af fólfci, sem Skortir mjög peninga. Okkur hefur stöku sinnum verið hall mælt, en við höfum stundum gert það samt að kaupa illa unna vöru, ef þörf þess sem vann hana var mikil, sef*ir Svanfríður. Þó við lægjum þá með þetta og enduðum með að gefa það. Það þýðir ekkert að vera í þessu félagi nema skilja þá sem eiga bágt. — Svo bazarinn var farinn að ganga illa? — Já, það vill nú fara svo. Þegar ég kom heim árið 1949, eftir að hafa dvalið í Svíþjóð í 3 ár, þá opnuðust augu mín skyndilega fyrir því að ýmis- legt var að fara aflaga. Þakið hjá okkur farið að leka o.fl. Um leið og gert var við, létum við því gera litla íbúð fyrir húsvörð, og fundarsal fyrir okkar starfsemi, en við fáum aðgang að eldhúsinu í dyra- varðaríbúðinni. Þessi reynsla varð til þess að nú, þegar ég er orðin gömul kona, þá hugsa ég: Yfirsézt mér ekki í ýmsu af því að ég er orðin svo vön þessu svona? Er ekki betra að einhver yngri taki við? Þess- vegna hætti ég núna for- mennsku. Það færist nýtt líf í félagið þegar ungar konur taka við. Og ég hefi sjálf gam- an af að fá að lifa það að sjá hvað þær gera. Þetta er alveg sama og þegar eldri konurnar báðu mig um að taka við fyr- ir 22 árum. — Þér hafið líka leyst af höndum mikil störf síðan? — Enginn einn formaður gerir neitt án þess /að hafa góða stjórn og engin stjórn gerir neitt nema hafa stuðning af meðlimum félagsins. Nú er félagið í góðuim blóma og ég er ánægð með að skilja þannig við það. — En þér hættið ekki að koma á bazarinn, þó þér hætt- ið formennsfcu? — Nei, ég ætla að halda Frti. á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.