Morgunblaðið - 14.04.1965, Side 16

Morgunblaðið - 14.04.1965, Side 16
10 MÖRGUNBLAÐIÐ Miðvðcuclag'ur 14. apríl 19íK Útgefandi: Framkvæmdastj óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. BREYTINGAR A SKATTALÖGUM pram eru komin á Alþingi frumvörp til breytinga á lögum um tekju- og eigna- skatt, og tekjustofna sveitar- félaganna. Lagt er til að meg- inbreytingarnar á skattalög- unum verði þær, að fjöl- skyldufrádrættir hækki um 23%, þrepin í skattstiganum verði breikkuð um 23—24% og auk þess lækki hundraðs- tölur hvers þreps um 10%. Þetta þýðir það, að skattþegn með 23% tekjuaukningu milli ára, greiðir sem hundraðs- hluta af tekjum sínum 10% lægri tekjuskatt 1965 en hann gerði 1964. Er hér miðað við niðurstöður athugana Efna- hagsstofnunarinnar um áætl- anir á breytingum á vinnu- töxtum verka-, sjó- og iðnað- armanna frá árinu 1963 til 1964, en talið er að þessar taxtabreytingar valdi að meðaltali um 23% hækkun launa þessara stétta. Þeir, sem fengið hafa þessa meðal- launahækkun, lækka því nokk uð í sköttum, þ.e.a.s. að minni hundraðshluti af tekjum þeirra fer í skatta en áður. Þá er lagt til að breytingarnar á útsvörunum verði þær, að persónufrádráttur hækkar um 30%, og í stað tveggja út- svarsþrepa eins og nú er, verði þau þrjú, 10%, 20% og 30%. Nú eru lögð 20% á fyrstu fjörutíu þúsund krón- urnar og 30% á það, sem um- fram er, en lagt er til að þetta breytist þannig, að 10% verði lögð á fyrstu tuttugu þúsund krónurnar, 20% á næstu fjörutíu þúsund og 30% á það sem umfram er. Loks er það nýmæli í frum- vörpunum, að árlega skuli fundin út skattvísitala með hliðsjón af breyttu verðlagi eða kaupgjaldi, og skuli fjöl- skyldufrádrættir og skattstiga þrep breytast samkvæmt þeirri vísitölu, þannig að á- lagningarreglur breytist sjálf krafa, ef um verðlagsbreyt- ingar er að ræða, en skatt- stigarnir skekkist ekki sífellt eins og verið hefur, svo að um bætur í skattamálum hafa runnið út í sandinn. Þess er getið, að ríkisstjórn in hafi átt viðræður við full- trúa Alþýðusambands íslands um breytingarnar á skattalög unum og muni athugasemdir Aiþýðusambandsins koma til athugunar við meðferð máls- ins á Alþingi. Með frumvörpum þessum er leitazt við að leiðrétta það misræmi, sem orðið var í skattalögum vegna verð- bólguþróunarinnar. Hinsveg- ar er ekki um neina byltingu að ræða í skattamálum, Sveit arfélögin verða að fá tekjur sínar til að standa undir marg háttuðum útgjöldum og út- svörin verða enn sem fyrr megintekjustofn þeirra. Þá hefur heldur ekki verið talið rétt að afnema tekjuskatta til ríkisins, þótt segja megi, að þurftartekjur verði skatt- frjálsar, svo að tekjuskatts- greiðslur lágtekjufólks verða ýmist engar eða lágar. Á það hefur verið bent. að framtöl mundu nú mjög batna vegna starfa hinnar svo kölluðu skattalögreglu. Ef svo fer, geta sveitarfélögin enn gefið afslátt frá útsvör- um, ef- þau ná útsvarsupp- hæð án þess að nota laga- heimildir, FLUGMANNA- VERKFALLIÐ '17’erkfall flugmanna á hinum " nýju vélum Loftleiða er nú farið að dragast á langinn, og er óhætt að fullyrða, að kröfur flugmanna njóta engr- ar samúðar almennings, enda fáránlega háar, Blöðin eiga að hafa sín á- hrif til lausnar þessari deilu, og bæði Morgunblaðið og Al- þýðublaðið hafa lýst þeirri skoðun sinni, að flugmenn ættu mjög að lækka kröfur sínar og ganga til heilbrigðra samninga, því að verkfalls- vopnið ætti ekki að nota á þann hátt sem flugmenn gera. Þrátt fyrir áskorun hefur hinsvegar hvorki Tíminn né Þjóðviljinn látið upp álit sitt á þessari deilu, og er hér með enn skorað á þessi blöð að taka afstöðu. BETRl NÝTING FISKISTOFNA T|r. Jakob Magnússon ritar í gær í Morgunblaðið um „spærling og meiri fjöl- breytni í fiskveiðum“. Ræðir hann sérstaklega um spærl- inginn, sem nú hefur verið gerð tilraun til að veiða og segir síðan: „Hér við land eru allmarg- ar fisktegundir, sem lítið eða ekkert hafa verið nýttar, en útgerð og fiskiðnaður byggir afkomu sína svo til eingöngu á örfáum tegundum. Það er og margt reynt í MORGUNBLAÐINU i gær var skýrt frá því að íslenzk- ur útvarpsstjóri frá New York væri nú staddur í Kaupmanna höfn í boði utanríkisráðuneyt isins danska. Fréttaritari blaðsins í Danmörku, Gunn- ar Rytgaard, segrir svo frá að íslendingurinn, Chris Albert- son (sonur Þórðar Alberts- sonar og Yvonne Broberg) sé 33 ára, og hafi á árun- um 1954—1957 starfað við bandaríska útvarpið á Kefla- vikurflugvelli, en seinna far- ið til Bandaríkjanna. I des- ember sJ. var honum svo veitt útvarpsstjórastaða við óháðu útvarpsstöðina WBAI i New York, og er talinn yngsti útvarpsstjóri Bandaríkjanna. í>að var kvekari nokkur, Lew Hill að nafni, sem stofn- aði útvarpsstöðina WBAI og tvær aðrar stöðvar annars- staðar í Bandarí'kjunum. Stöðvar þessar eru algjörlega reknar fyrir frjáls framlög hlustenda. Þannig er þáð til dæmis auðugur sígarettupapp írssali, sem greiðir árlega húsaleigu stöðvarinnar í New York, 16 þúsund dollara, en hann vill hvengi láta geta nafns síns, né heldur njóta neinna sér-hlunninda. Sama gildir um alla aðra, þeir fá engin hlunnindi fyrir framlög. sín, og engar aug- lýsingar eru teknar. Chris Al- bertson réðist til WBAI í des- ember 1936, þótt hann fengi 45 dollurum minna á viku en við stöðina, sem hann vann við áður, vildi hann heldur þetta starf vegna þess hve andrúmsloft var þar gott og vinnuskilyrði. I september 1964 var hann svo náðinn dag skrárstjóri og í desember sama ár stöðvarstjóri. Þegar Ghris tók við skuldaði útvarpsstöð- in 21 þúsund dollara. Var hann þá ekkert að fara í fel- ur með skuldina, heldur skýrði frá henni í einum dag- skrárliðnum. Jafnframt sagði hann að sér leiddust sumir dagskrárliðirnir og vildi bæta þá, m.a, með því að fjölga starfsfólki úr 14 í 24. Þessi yfirlýsinig hans hafði þær af- leiðingar að peningarnir streymdu inn, og hafa þær gjafir enzt tiL þessa. Chris Albertsson er nýlega orðinn bandarískur rikisíborg- ari. Hann er alinn upp ýmist í Reykjavík eða Kaupmanna- höfn. Á striðsárunum var hann þrjú ár í Bandaríkjun- um þar sem faðir hans var við verzlun, og þar stundaði Chris nám. Árið 1944 sneri fjölskyldan heim til íslands, en þáðan fór Ohris með fyrsta skipi eftir stríðslok. Hann ætlaðj í skóla í Sorö, en hafði þá gleymt dönskunni og fékk ekki aðgang að skólanum. Þá fór hann á heimavistarskóla í Englandi, en þar gekk honum námið heldur ekki vel, því hann þótti of amerískur. Næst fékk hann svo leyfi til að sitja sérstakt stúdentanámskeið í Kaupmannahöfn, en hann tók aldrei stúdentspróf. Hanti sótti tíma í auglýsingateikn- ingu og fékk starf við glugiga skreytingu hjá grammófóns- verzlun í Strikinu í Kauip- mannahöfn. Og þarna fann hann framtíðarstefnuna. Hann komst í samband við ýmsa jassleikara, og hafði Sorgöngu um upptöku fyrir danska út- varpið á tónlist brezka hljóm- sveitarstjórans Humphrey Lyttelton. Chris fór til Keflavikurút- varpsins 1954, og sótti þá um innflytjendaleyfi til Banda- ríkjanna, En áður en það fengist varð hann að finna eimhvern í Bandaríkjunum til að ábyrgjast að hann yrði þar fjárhagslega sjálfstæður. Og það gerði prestur einn, sem þjónáði hjá hernum í Kefia- vík. Þannig gekk það til, Ohris Albertson, sem eitt skeið lifði sultarlífi, flékk stöðu í Banda- ríkjunum hjá útvarpsstöð í Philadelphia. Síðan hefur allt gengið að óskum og hann hef- ur átt vaxandi gengi að fagna, ýmist með batnandi stöðum hjá útvarpsstö'ðvum, eða með framlagi sínu á sviði jasstón- iistar á hljómplötum. vissulega sízt að amast við því, að hinar fáu og gjöfulu tegundir séu nýttar eftir föngum, en það má ekki leiða til of mikillar einhæfni í fisk- veiðum okkar. En við höfum þráfaldlega rekið okkur á, að þessar tegundir geta brugð- izt um lengri eða skemmri tíma. Og þá hefur hingað til lítið verið aðhafzt til að reyna annað til að tryggja afla. Það er því mjög þýðing- armikið atriði fyrir íslenzkan sjávarútveg að reyna að auka fjölbreytnina, láta ekki góð- ærin gleþja þannig fyrir sér, að ekkert sé hugsað til mögru áranna“. Við eigum nú orðið marga vel menntaða og áhugasama fiskifræðinga, en því miður er ekki alltaf nægilega vel hlustað á orð þeirra. Þessi á- bending doktors Jakobs er þó þess eðlis, að vonandi verður undinn bráður bugur að því að auka fjölbreytni fiskveið- anna á þann hátt sem hann leggur tiL Þyriur í áætiunar- flugi á Grænlandi Á MÁNUDAG lögðu af stað til Grænlands tvær þyrlur af þrem, sem ráðgert er að hefji þar áætl unarflug nú með vorinu. Það er ger'ðar fyrir 24 farþega og 2 manna áhöfn og kosta um 45 millj. kr. Þyrlunum tveimur er flogíð hið nýja filugflélag Grönlandsfly, , um 4012 km. vegalengd frá sem þyrlurnar kaupir. Þær eru I Framh. á bls. 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.