Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 23
MORGUNBLADID 23 Miðvífcudagur 14. af>ríl 1965 Stórið ja Framh. af bls. 19 og Steingrímur Hermannsson, stóriðju-nefndarmaður, hafa birt um einstaka liði gjaldeyristekn- anna þá verða heildartekjurnar aldrei meiri en um það bil 260 millj. kr., það er: 100 milljónir fyrir selt vinnuafl, 50—60 millj. í skatta og 100 milljónir fyrir selda raforku. Auðvitað er þetta hrein fjar- stæða — að maður segi ekki hrein blekking — að reikna með gjald- eyristekjunum af raforkusölunni þegar talað er um nettóhagnað- inn af rekstri verksmiðjunnar. Á móti þessum gjaldeyristekjum koma að sjálfsögðu gjaldeyris- útgjöld okkar vegna byggingar raforkuversins. Og um langt ára- bil verða þessi útgjöld ekki lægri en samsvarandi tekjur. Dr. Jóhannes segir að vísu i erindi sínu, að á móti nefndum gjaldeyrisútgjöldum okkar komi gjaldeyrir, sem við öflum í sam bandi við byggingu verksmiðj- unnar í Straumsvík. Þarna bland er hann óskyldum hlutum saman. Gjaldeyristekjur þeirra, sem vinna myndu við byggingu verk- emiðjumar, eru alvg samsvar- andi gjaldeyristekjum þeirra is- lenzku sópara, sem vinna á Kefla víkurflugvelli. Og aðalatriði í þessu sambandi: Ef núverandi eóparar á vellinum og væntan- legir byggingarverkamenn í Straumsvík ynnu ekki að nefnd- um verkefnum, þá myndu þeir að sjálfsögðu vinna að öðrum störf- um, sem óbeint en þó að mestu beinlínis, myndu afla þjóðinni gjaldeyristekna. Gerbreytir þetta að sjálfsögðu útkomunni af dæmi þeirra dr. Jóhannesar. Þá er og mikilsvert, þegar af- rakstur okkar af alumin-verk- smiðju er borinn saman við af- rakstur af innlendum atvinnu- rekstri að taka tillit til þess, að hinn erlendi aðili á að njóta miög stórfelldra fríðinda fram yfir innlendar atvinnugreinar. Þannig á aluminverksmiðjan að fá raforkuna keypta á miklu lægra verði en innlendir aðilar, hún á að njóta algjörs tollfrelsis og fá fastan bindandi samning um skattgreiðslur. En það er annað, sem er enn alvarlegra í þessum málflutningi þeirra félaga. Það er að láta gjald eyristekjurnar einar sér verða mælikvarða fyrir ágæti eða vafa semi ákveðins fyrirtækis. Þrátt fyrir allt sitt strit skapar bænda stétt landsins ekki mikinn gjald- eyri. En hver efast um í alvöru að þessi stétt ynnir af höndum mikið þjóðnytjastarf? Að taka dæmi um gjaldeyris- tekjur okkar vegna alumin-verk smiðjunnar og segja: 600 þúsnd kr. gjaldeyristekjur á hvern mann sem þar vinnur, en aðeins 200 þúsund kr. gjaldeyristekjur á hvern þann að meðaltali, sem vinnur í sjávarútvegi og álykta síðan: Aluminverksmiðjurekstur- inn hér á Íslandi er miklu arð- bærari en sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Ef gengið er út frá slíkri út- komu þá verður manni á að spyrja: Er ekki tími til kominn, »ð við drögum stórlega úr sjávar útvegi okkar og fiskvinnslu — eða leggjum jafnvel s,íkan at- vinnurekstur algjörlega niður — en snúum okkur í þess stað að því að virkja sem flest fallvötn okkar og selja útlenzkum rafork una, annaðhvort til alumin- vinnslu eða annarrar stóriðju? Auðvitað er þessi samanburður þeirra Jóhannesar alveg út í hött. Sjálfur veit ég um fiskvinnslu- fyrirtæki íslenzkt. sem á s.l. ári skilaði netto-gjaldeyri, sem sam svaraði einni milljón króna á hvern vinnandi mann í þessu fyrirtæki. Þá er það önnur tala sem ég vil höggva í. Eyjólfur Konráð sagði á stóriðjufundi stúdenta efnislega þetta: Því eru andstæð- ingar stóriðjunnar að fjargviðrast út af raforkusölunni til erlends aðila? Sú raforka, sem áætlað er að selja nemur aðeins 5% af ©rkumöguleikunum í fallvötnum •kkar. Þarna miðar hann við fulla virkjun allra þessara vatna, m. ö.o. hann miðar við ástand eins og það kann að vera eftir 70—80 ár. Auðvitað er þetta gert til að villa mönnum sýn. Mergurinn málsins er að af þeirri orku, sem áætlað er að virkja á næsta ára- tug (við Búrfell og við Dettifoss) er meiningin að selja útlending unum meirihlutann, 220 MW, af 865 MW. Og bundið verði fastmælum að þeir fái þessa orku í allt að því hálfa öld á fyrir- fram ákveðnu verðL 2. Á stóriðjufundi stúdenta hörm uðu þeir Eyjólfur Konráð og Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, mjög að ekki skyldi hafa orðið úr fram- kvæmdum á hugmyndum Einars Benediktssonar um stóriðju hér á landi á fyrstu áratugum þess- arar aldar. 1 því sambandi talaði Sveinn mikið um „dragbíta“ þess tíma. Stöldrum við og athugum hverjir voru dragbítarnir og af hverju þessir dragbítar tóku þá afstöðu til mála, sem sagan grein ir frá. Á þessum tíma voru því nær öll fallvötn landsins komin í hendur útlendingum. Spursmálið um hvort framkvæma ætti hug- myndir skáldsins var spursmálið um hvort heimila ætti hinum er- lendu eigendum fallvatnanna að hagnýta sér eignarrétt sinn með iþví að koma upp stóriðju. Sem kunnugt er urðu hörð átök um þetta „princip“-mál. í for- ystu sveit þeirra, sem ekki vildu heimila hinum útlendu afnot fall vatnanna voru m.a. Jón Þorláks son, síðar forsætisráðherra, Guð mundur Björnsson landlæknir og Bjarni frá Vogi. Á einu stigi umræðnanna á Alþingi fórust Jóni Þorlákssyni m.a. svo orð í ræðu í neðri deild 3. maí 1923: „Nú var svo ástatt, að þegar fossanefndin sat að störfum, voru svo að segja öll stærstu og hag- kvæmustu fallvötn landsins kom in í hendur útlendinga, nema hluti landssjóðs og Reykjavíkur- bæjar í vatnsréttindum Sogsins. Ýmist voru vötnin seld eða leigð útlendum félögum til lengri eða skemmri tíma. Af þessum ástæðum tókum við (þ.e. fossa- nefndin. H.H.) til athugunar, hvort fara skyldi eins að og Norð menn 1880 og viðurkenna eignar réttinn og leggja síðan strangar sérleyfishörhlur á verzlun þeirra. En okkur þótti of seint að fara þá leið. Við vorum búnir þegar að selja vatnsréttindin í hendur útlendinga........ ........En nú vill háttvirtur meirihluti fara þessá leið og gefa útlendingunum allan þann fram- tíðargróða, sem vér getum haft af notkun fallvatnanna. Ég er ekki fyrir að nota stór orð, en get þó ekki látið hjá líða að flytja þessari háttvirtu deild þá orðsendingu frá fyrrverandi for- seta efri deildar, fyrrverandi með nefndarmanni mínum, Guðmundi Björnssyni, landlækni, eftir bein um tilmælum hans, að hann geti ekki skoðað þetta öðruvísi en föðurlandssvik". Af hverju tóku þeir Jón Þor- láksson þessa afstöðu til mál- anna? Jón Þorláksson var gagn- merkur maður, mikill og fram- sýnn pólitískur foringi, verkfræð ingur að mennt. Það er því aug ljóst, að hann hefur séð í hendi sér þá gífurlegu möguleika, sem felast í fallvötnum okkar, alls konar stóriðju o.s.frv. En hann gerðist „dragbítur“ vegna þess, að hann sá einnig í hendi sér, að spursmálið var um hvort fall- vötnin þá þegar ættu að mala gull J greipar útlendingunum eða hvort orka þessara fallvatna skyldi nýtt til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir íslendinga. 3. Þegar umræður um stóriðju hófust á nýjan leik árið 1962 var talað um aluminverksmiðju með 30—40 þúsund tonna árlegum af- köstum. Nú hefur sú breyting á Haukur Helgason orðið að áætlað er að afköst verk smiðjunnar við Straumsvík sunn- an Hafnarfjarðar verði 60.000 tonn á ári og ennfremur er talað um að byggð verði önnur alumin verksmiðja í Eyjafirði, einnig með 60.000 tonna árlegum af- köstum. Stofnkostnaður þessara verk- smiðja er talinn verða sem næst 6.000 millj. kr. Það er meira fjár magn en við sjálfir höfum fest í öllum sjávarútvegi okkar (bát- um, fiskiskipum, hraðfrystihús- um og öðrum fiskvinnslustöðv- urtD og öllum iðnaði okkar. Hér er því um gífurlega mikla erlenda fjárfestingu að ræða mið að við íslenzkar aðstæður. Mun ekkert sjálfstætt ríki í víðri ver- öld hafa heimilað hlutfallslega jafnmikla fjárfestingu. Auk þess sem við með því að veita hinum erlenda aðila aðstöðu til slíkrar fjárfestingar værum við að þver brjóta það „prinsip" okkar, að íslendingar einir hefðu hér rétt- indi til atvinnurekstrar. Það er augljóst mál, að þegar erlent fyrirtæki er búið að festa 6.000 millj. kr. í aluminverk- smiðjur, auðvitað með gróða fyr- ir augum, þá mun hann gera allt sem í hans valdi stendur til að vernda hagsmuni sína hérlendis. Það gétur hann hæglega gert með því að beita áhrifum sínum á íslenzka valdamenn. Stima- mýkt núverandi ráðamanna gagn vart Swiss Aluminium talar þar sínu máli. Út af fyrir sig þarf ekki að vra neinn bráður háski af fjár- festingu erlends fjármagns á ís- landi ef við sníðum okkur stakk eftir vexti, og ef um einangruð tilfelli er að ræða. Þessum skilyrðum er hvorug- um fullnægt í sambandi við áætlaða aluminvinnslu. Þess vegna mun sjálfstæði þjóðarinn- ar komast í hættu ef úr fram- kvæmdum verður. Ég skal rökstyðja þessa skoð- un: í fyrsta lagi er hin væntan- lega erlenda fjárfesting óeðlilega mikil miðað við okkar aðstæður. Við sníðum ekki stakkinn eftir vexti. 1 annan stað verður rér ekki um einangrað tilfelli að ræða. Við skulum ekki ganga þess duldir, Islendingar, að með því að brjóta áðurnefnt „princip“ okkar um réttindi til atvinnu- rekstrar hér á landi og opna gáttir fyrir erlendu fjármagni rfá Swiss Aluminium þá munu aðrir erlendir aðilar á eftir koma. Þegar Þjóðverjar höfðu verið hraktir frá Noregi í síðari heims styrjöldinni var hafizt handa um uppbygginguna þar í landi. Þá var hlutafélagið Findus stofnað fyrir atbeina norska ríkisins og norskra og sænskra einstaklinga. Þetta hlutafélag byggði afkasta- mikið fiskvinnsluver í Hammer- fest í Norður-Noregi. Árið 1962 var annað fyrir tæki stofnað, Findus International. Stofnend- urnir voru áðurnefnt hlutafélag, Findus, og svissneski auðhring- urinn Nestlé. Hlutafé hins nýja fyrirtækis var Í6 millj. sterlings punda, Findus átti 20% hluta- fjárins og Nestlé 80%. Hinu upp haflega norska hlutafélagi hafði verið breytt í alþjóðlegt fyrir- tæki. Það er mikill völlur á Findus International. Það teygir anga sína í allar áttir og byggir fisk- vinnslustöðvar í ýmsum löndum, t.d. í Vestur-Þýzkalandi og Canada. Það leggur undir sig meir og meir af fiskmarkaðin- um í ýmsum löndum, Bretlandi, V-Þýzkalandi, Svíþjóð, HollandL Noregi, Frakklandi, Ítalíu, Sviss, Danmörku og Austurríki. Ég hef hér fyrir framan mig Norges Handels og Sjöfartstid- ende frá 29. október sl. I þessu blaði er greint frá viðtalL sem forstjóri Findus International, Lars Anderfeldt, hefur átt við blaðið „Nordlys". Anderfeldt þessi segir Findus International hafa miklar áhyggjur vegna skorts á fiski til vinnslu. Þess vegna þurfi þeir að leita hans hvar sem hann finnst. Af þeirri ástæðu hafi þeir byggt hið mikla fiskvinnsluver í Canada. Af þessu er ljóst að Findus International leitar hvarvetna fyrir sér eftir aðstöðu til að afla sér fiskjar og aðstöðu til að vinna úr honum. Ef við heimilum Swiss Alum- inium atvinnurekstur hér á landi hvað er þá eðlilegra en að álykta, að Findus International fylgi í kjölfarið og segi: Þið íslendingar hafið veitt „landa“ okkar sér- réttindi í landi ykkar. Við viljum gjarnan fá sömu aðstöðu. Við erum reiðubúnir að byggja stórt fyrirmyndar fiskvinnsluver í landi ykkar. Við • viljum gjarnan fá sömu aðstöðu. Við erum reiðu- búnir að byggja stórt fyrirmynd- ar fiskvinnsluver í landi ykkar, fiskvinsluver á borð við það, sem seðlabanakstjóri ykkar, dr. Jó- hannes Nordal, taldi 1 viðtali ■við MorgunWaðið nauðsynlegt að byggt yrði, við erum reiðu- búnir að leigja togara ykkar eins og við höfum gert í Noregi, þið greiðið hvort eð er 3 millj. kr. með hverjum þeirra á ári, við erum reiðubúnir að kaupa fisk- inn af bátum ykkar við hærra verði en hraðfrystihús ykkar og aðrar fiskvinnslustöðvar gera, eins og við gerum í Noregi. (Slíkir auðhringar sem Findus International eru alltaf reiðu- búnir að „fórna“ einhverju á meðan þeir eru að hasla sér völl). Það er algjörlega rökrétt að draga þessa ályktun og við skul- um hafa hugfast, að það eru fleiri auðhringar en Findus Int- ernational, sem kunna að líta girndaraugum til íslenzkra fiski- miða og til þess að fá aðstöðu til vinnslu í landinu s.s. Unilever, sem er ein sterkasti auðhringur heims á sínu sviði og áður hefur ■ / fáum orðum Framh. af bls. 17 í hendur að kosningum lokn- um, og þá með skýringum nefndarinnar. Sá ég þá, að málflutningur Bjarna hafði ekki einungis verið litaður af hlutdrægni, heldur beinlínis ósannur. Það voru kynnin af Uppkastinu sem gengu af Danahatri mínu dauðu. Ég sá- í fyrsta lagi, að við höfðum náð þeirri tröppu, sem Jón Sigurðsson og okkar beztu menn höfðu barizt fyrir: að ísland yrði viðurkennt sjálfstætt ríki. Og nú var mér ljóst að dönsku .nefndar- mennirnir höfðu fullkomna ástæðu til að óttast að þeir hefðu kveðið upp yfir sjálfum sér pólitískan dauðadóm, því ekki skorti í Danmörk áróð- ur gegn Uppkastinu. Fylgi danskra stjórnmála- manna við Uppkastið sýndi meiri víðsýni og meiri dreng- skap en ég hafði búizt við af Dönum. Mér finnst þessi víð- sýni nú endurtaka sig í af- stöðu Dana til handritamáls- ins. Þeir móta sína afstöðu af réttsýni einni saman. Þó Upp- kastið væri fellt, gátu Danir aldrei frá því gengið: Þeir höfðu viðurkennt ísland sjálf- stætt ríki. Og við það sat, þó haft afskipti af íslenzkum mál- um. Það er líka algjörlega rökrétt að álykta að núverandi valda- menn þjóðarinanr verði jafn snúningsliprir við Findus Inter- national (eða Unilever) og þeir hafa verið við Swiss Alumini- um. f þessu felst hættan, sem steðj- ar að sjálfstæði okkar þjóðar. Við höfum ekki bolmagn til að standast samkeppni við hina fjársterku auðhringi ef við hleypum þeim inn fyrir borgar- múrinn. Mikið af hraðfrystihús- um okkar og öðrum fiskvinnslu- stöðvum myndi farnast illa þeg- ar þeir tækju upp baráttuna gegn hinum erlenda auðjöfri alveg eins og reynslan hefur orðið í Nor- egi. Hið erlenda fjármagn myndi á skömmum tíma ná undirtök- unum í íslenzku efnahagslífi og þar með hafa pólitískt siálfstæði þjóðarinanr í hendi sér. 4. Allir landsmenn eru á einu máli um nauðsyn þess að auka fjölbreytni í atvinnulífi okkar og allir landsmenn eru sammála um að við þurfum að auka svo sem kostur er þjóðarframleiðslu okk- ar. En okkur greinir á um leið- irnar. Stóriðjumenn vilja bræða alumin með orku frá fallvötnum okkar. Þeir eru reiðubúnir að opna gáttir fyrir erlendu fjár- magni. Þeir ætla sér að gera bindandi samning um sölu á mik illi raforku á föstu verði til allt' að 50 ára. Við sem erum andvígir þess- um fyrirætlunum viljum fara aðrar leiðir. Við viljum auka fjölbreytni atvinulífsins á grund velli þeirra atvinnurgreina, sem við til þessa höfum byggt tilveru okkar á, einkum þó með stórauk- inni hagnýtingu sjávaraflans. Við íslendingar erum fyrst og fremst framleiðendur matvæla. Helmingur mannkynsins býr við sult og seyru. Fyrirsjáanlegt er því að eftirspurnin eftir fram- leiðslu okkar og annarra mat- vælaþjóða mun því fara hrað- vaxandi á næstu árum og ára- tugum. Við eigum ekki að taka upp þá iðju að bræða alumin. Við eigum að gegna því hlutverki að fram- leiða mikil matvæli, bæði úr sjávar- og landbúnaðarafurðum okkar, við eigum að framleiða góð óg fjölbreytt matvæli — og við eigum að gera þetta sjálfir. Til hagsbóta fyrir aðrar þjóðir og til hagsbóta fyrir okkur sjálfa. Það er mikilsvert að vera trúr köllun sinni. sumir reyndu síðar að klóra í bakkann. Þegar Uppkastið var til um- ræðu á Alþingi, fylgdist ég vel með ræðuhöldunum, enda búsettur í Reykjavík og kom- inn í Kennaraskólann. Ég hlustaði af áhuga á ræður þessara stóru karla, en áður en þing hófst var ekki vitað um afstöðu þeirra allra til frumvarpsins; sumir höfðu mælt með ýmsu í frumvarp- inu, en einungis sett út á ein- stök atriði. Þeir voru, held ég sé óhætt að segja, ekki kosnir til að fella Uppkastið á þingi, heldur koma fram á því breyt- ingum. En þegar málið kom fyrir þingið, skiptust menn í tvær andstæðar fylkingar, þá sem voru með Hannesi og hina sem voru á móti honum. Þá sá ég að grunsemdir hans höfðu verið á mikilli framsýni byggðar. Ég er með sjálfum mér sannfærður um, að ýmsir þeir, sem snerust á móti frum- varpinu, hafi verið með því 1 hjarta sínu, jafnvel sumir for- ystumenn frumvarpsandstæð- inga. En fyrir þessum mönn- um vakti fyrst og síðast að ríða Hannes úr söðlinum." (Síðari hluti birtist í blað- inu á morgun). M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.