Morgunblaðið - 14.04.1965, Page 28

Morgunblaðið - 14.04.1965, Page 28
28 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 14. apríl 1965 Framkvæmdastjórn Hjartaverndar: Óskar Jónsson, próf. Davíð Davíðsson, próf. Sig. Samúels- son, Eggert Kristjánsson og Pétur Benediktsson. Myndin var tekin á fundi með blaðamönn- um í gær. — Hjartavernd Framhald af bls. 1 sðfnun og verið hefur að undan- fömu. Verið er að steypa hús- næði Hjartaverndar á 5. og 6. hæð og eiga samtökin að fá hús- næðið fullbúið í september. — Standa því vonir til að hægt verði að hefja þar starfsemi um næstu áramót og er fjársöfnun við það miðuð. Nokkrar milljónir hafa þegar safnazt, en meira fé þarf til að geta komið rannsókn- arstöðinni upp. Um tæknileg atriði hefur verið leitað til Al- þj óðaheilbrigðisstof nunarinnar, sem mun verða ráðgefandi um uppsetningu og aðstoða við kaup á tækjum. Próf. Davíð Davíðsson mun verða framkvæmdastjóri rannsóknarmiðstöðvarinnar í Reykjavík. Próf. Sigurður Samú- elsson, formaður samtakanna, sagði að þar mundi þurfa að starfa í byrjun tveir sérfræðing- ar í lyflæknisfræði. Fram- kvæmdastjórn landssamtakanna skýrði svo frá áformum sínum um framkvæmdir og fjársöfnun: Hópskoðanir á vissum aldursflokkum Stjórn Hjartaverndar — lands samtaka hjarta- og æðasjúkdóma á íslandi, skipaði í vetur fjár- öflunarnefnd til styrktar starf- semi sini. í henni eru: Baldvin Einarsson, forstjóri, Eggert Kristjánsson, aðalræðismaður, Helgi Þorsteinsson, forstjóri, Loftur Bjarnason, forstjóri, Kristján Jóh. Kristjánsson, for- stjóri, Pétur Benedikstson; banka stjóri, Sigurliði Kristjánsson, kaupmaður. Var leitað til margra einstakl- inga, fyrirtækja og stofnana með svo góðum árangri að tekizt hef- ur að festa kaup á góðu húsnæði, sem er í byggingu að Lágmúla 9 hér í borg. Eru það tvær efstu hæðar byggingarinnar, sú fimmta og sjötta. Hvor þeirra er tæpir 400 fermetrar að stærð. — Fari allt sem vonir standa til, verður landssamtökunum afhent húsnæði þetta til starfsemi sinn- ar fullfrágengið á hausti kom- anda. Ætlunin er að á sjöttu hæð- inni verði rannsóknarstöð í hjartasjúkdómum, þ.e.a.s. lækna- stofur, herbergi fyrir hjartalínu- ritaáhöld, röntgendeild og rúm- róð rannsóknarstofa til blóðrann- sókna, biðstofur og fataklefar. Á neðri hæðinni verða skrifstofur fyrir rannsóknarstöðina og fé- lagasamtökin. Fyrst um sinn verð ur hluti þessarar hæðar leigður öðrum. Þau rannsóknarstörf sem ætl- unin er að hér fari fram eru hóp- skoðanir á vissum aldursflokk- um, fyrst og fremst körlum, sem harðast verða úti í hjartasjúk- dómum, að líkindum á aldrinum 40—60 ára, og konum 50—60 ára. Auk almennrar læknisskoðunar, sem sérfræðingar í lyflækhis- fræði framkvæma, verður tekið línurit af hjarta, röntgenmynd af hjarta og lungum og ýmsar rann- sóknir á blóði og þvagi. Auk sérstakrar hjartarannsóknar er því hér um að ræða almenna heilsufarsrannsókn, sem ekki er hvað minnst virði þegar hægt verður að snúa sér að þessum rannsóknum á fólki í dreifbýli. Undirtektir einstaklinga, fyrir- tækja og stofnana hafa verið rneð ágætum og verður aldrei nóg- samlega þökkuð sú velvild og sá skilningur sem málefni fé- lagasamtakanna hefur hlotið ijá þeim sem til hefir verið leitað. Enn hefir ekki unnizt tími til að leita til nema nokkurs hluta þeirra einstaklinga, fyrirtækja og stofnána, sem ætlunin er að gjört verði í náinni franrtíð, en af þeirri sérstöku samstöðu um málstað þenna og hinum ríka skilningi og óvenju góðu undir- tektum með myndarlegum fjár- framlögum, sem málefnið hefir hlotið, standa góðar vonir til að takast megi að ljúka byggingu rannsóknarstöðvar í hjartasjúk- dómum og búa hana nauðsynleg- um tækjum til starfsemi sinnar, ef eins vel tekst til með áfram- haldandi fjársöfnun og verið hefir að undanförnu. Þótt aðalátökin sem stendur snúist um að koma á fót mið- stöð til rannsókna hjartasjúk- dómum á íslandi hér í Reykja- vík, bíða stjórnar landssamtak- anna önnum stórmál til úrlausn- ar, og kalla þau á hjálpsemi og fórnfýsi fólks í öllum byggðum landsins. Hér kemur fyrst til greina: Sérstök bifreið búin öll- um tækjum til almenningsrann- sókna í hinum dreifðu byggðum landsins og síðan: Undirbúning- ur að stofnun hressingar- og end urhæfingarstöðvar fyrir hjarta- sjúka . Brýn nauðsyn ber til að hefja sem fyrst rannsóknir meðal al- mennings á hjartasjúkdómum, sem nú er langmannskæðasti sjúkdómur hjá þjóð vorri, og það sem alvarlegast er, að tíðni hjartasjúkdóma vex mest í hin- um yngri aldursflokkum, sem sé á fimmtugsaldrinum. — Lincoln Framhald af bls. 14 háskólanna, sat hann við við- areld á arni bjálkakofans og æfði sig í bjarmanum í skrift með viðarkoli á tréspjöld. Stund um gekk hann þingmannaleið fram og aftur, ef hann frétti af bók, sem góður nágranni kynni að vilja lána fróðleiksfúsum ungling eða heyrði um fyrir- lestur, sem hann vildi hlýða á. Líkami hans varð seigur og stæltur af þrotlausu erfiði. — Hann var höfði hærri hverjum meðalmanni og jötunn að afli. Skilningur hans á kjörum þjóð- arinnar, lögfræðikunnátta hans og þekking á stjórnmálum var heimafengin, en þrátt fyrir það, eða öllu heldur kannski fyrst og fremst þess vegna, hafði hann lagni og leikni sem stjórn málamaður til þess að bjarga landi sínu frá sundrung á hætt- unnar stund og þrek til að fylgja sannfæringu sinni á hverju sem gekk. Mildi hans og réttsýni kom 'honurn til að skilja, að ofar allri nauðsyn fræðikenninga, reglugerða og lagabókstafa skyldi ráða góð- vild gagnvart öllum, hatur gegn engum, og að í rauninni byggi hér á jörðu aðeins ein þjóð, ein fjölskylda — mann- kynið sjálft. E JS. Landssamtök hjarta- og æða- sjúkdóma voru stofnuð 15. okt. sl. og eru 20 félög víðs vegar um land aðilar að þeim. Fyrsta félagið, Reykjavíkurdeildin, var stofnað 25. apríl 1964. Eru þetta einhver fjölmennustu samtök á landinu, með sennilega um 4000 meðlimi. Sams konar sarutök voru stofnuð í Danmerku og Nor egi 1961, og í Svíþjóð um 5 ár- um fyrr. í þessum löndum hafa verið teknir til rannsóknar með tilliti til hjartasjúkdóma vissir flokkar fólks og starfshópar, en hvergi hafa heilir aldursflokkar verið teknir í rannsókn. Banda- ríkjamenn eru lengst komnir á þessu sviði og hafa þeir tekið stóra hópa fólks í rannsókn og fylgt þeim eftir, sem er mjög mikils virði vegna .upplýsinga- söfnunar um hjartasjúkdóma, að því er próf. Sigurður Samúelsson tjáði fréttamönnum. Hjartasjúkdómar eru algeng- asta dánarorsök þjóðarinar og sagði próf. Sigurður að um að gera væri að finna slíka sjúk- dóma sem fyrst, þá væri von um að hægt væri að ráða á þeim bót. Samkvæmt lauslegum upp- lýsingum frá Hagstofunni munu vera um 10 þús. karlmenn á aldr- inum 40—60 ára í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Mikil vinna bíður því rannsóknar- stöðvarinnar í hjartasjúkdómum. Og það tekur nokkur ár að fara í gegnum þá árganga sem þarf, eftir að stöðin tekur til starfa. Kvaðst Sigurður reikna með að byrjað yrði á að taka um helm- ing þeirra í Reykjavík og svo eina sveit, til að afla sem fyrst upplýsinga um tíðni sjúkdóms- ins og fleira, en aldursflokkar síðan teknir í heild um allt land á eftir. — Thorvaldsens- félagið Framihald af bls. 10 áfram að afgreiða þar á morgn ana. Þar þykir mér svo skemmtilegt að vera, að ég hlakka til að fara þangað á hverjum degi. Það er svo heim ilislegt á bazarnum, að fólki sem inn kemur, finnst það ekki vera í búð. Sumir koma inn og segja manni ævisögu sína og spjalla við mann eins og vin. Ýmislegt skrýtið getur þá komið fyrir. T.d. kom einu sinni svolítið drukkinn maður inn og bað mig um að geyma hattinn sinn. Af hverju? spurði ég. Jú, ég veit að ég á eftir að verða meira drukkinn í kóka kóla. Svo tekur hann Ég sagði að þetta væri ekki nema sjálfsagt. Þá bað hann um að £á að hrinigja á bíl. Ég var að fara og spurði hvert h,ann ætlaði. Vestur í bæ. Jæja, þá géturðu ekið mér heim, því ég á heima á Ás- vallagötu, segi ég. Þó það nú væri. Og við lögðum af stað. Framan við Silla og Valda, biður maðurinn bílstjórann um að stanza, hann ætli að ná í koka kola. Svo tekur hann upp flösku. Drekktu af, segir hann við bílstjórann. Síðan dregur hann upp pela og bætir á kóka-kólaflöskuna og réttir mér. — Býðurðu heiðvirðri konu upp á þetta? segi éig. — Já, já elskan, þú verður nú að hafa það, segir hann. Og svo ók hann mér heim. En aldrei gat ég skilað hattinum. Það var mikið hlegið að mér, þegar ég fór að segja konun- um þessa sögu. — Þúar ókunnugt fólk yður svona umsvifalaust? — Já, mér fannst það skrýt- ið fyrst, þegar unga fólkið lagði niður þéringar og fór að koma inn og segja: — Sæl og blessuð, áttu ekki vettlinga handa mér. Nú yrði ég sjálf- sagt jafn hissa, ef unglingar tækju upp á að þéra mig. Mað ur verður að fylgja tíðarandan um. Ekki dugar annað. Ég held að fyrirkomulagið á bazarnum sé undirstaða þess ,hve vel igengur í Thor- valdsensfélaginu, heldur frú Svanfríður áfram. Konurnar í þessu fámenna félagi, sem aðeins telur 60-70 meðlimi, kynnast svo vel þar. Ég vildi t.d. alls ekki missa af að hitta þær, þegar þær koma til að taka við af mér í búðinni kl. 1.30, er þær komast frá heim- ilum sínum. En allt er þetta þegnskylduvinna á bazarnum. Hver kona í félaginu afgreiðir þar einu sinni til tvisvar í mánuði. Andrúmsloftið er sér- lega gott. Mig langaði alltaf til að eiga systur þegar ég var unig. Nú finnst mér ég hafa eignast þarna margar systur, og það hefur gert mér gott. Þama hefur alltaf verið svo kátt og fjörugt, allt frá því ég byrjaði að vinna þar með Þórunni landshöfðingja. Hún var kona um áttrætt, en hún sagði alltaf: — Jæja, nú erum við búnar að hlæja einu sinni, svo við verðum ,að finna annað gott hlátursefni, því maður verður alltaf að hlægja tvisvar að rninnsta kosti. — Þessa sjálfboðavinnu leysið þið af hendi með slíkri ánægju, þó flestar ykkar hafi líka heimili að sjá um? Höfð- uð þér ekki sjálf stórt heim- ili? — Jú, ég á 4 börn. En það var dálítið annað þá, því hægt var að fá húshjálp, fyrst fram- an af að minnsta kosti. í Thor valdsensfélaginu hefur alltaf verið mikið aðhafst og hver kona verið virk, ekki sízt vegna vinnunnar við bazar- inn. Það er kapp í okkur öll- um að selja sem bezt og okk- ur þykir vænt um félagið, segir frú Svanfríður að lökum. — E. Pá • - Velvakandi Framh. af bls. 6 vildu lælcka flugstundatrygg- ingu úr 65 timum í 40. Tilgang- ur greinar Vinnuveitendasam- bandsins var að hefja einskon- ar kalt stríð á hendur flug- manna, enda hafa nokkur dag- blöð fljótlega gengið á lagið án þess að gera tilraun til að kynna sér málavöxtu. íslenzkir flugmenn miða ekki kröfur sítiar við Banda- ríkjamenn sem eru einna bezt launaðir flugmenn í heimi, með allt að 1.5 milj. kr. í árstekjur á sambærilegum flugvélum, heldur hljóða kröfur íslenziku flugmannanna upp á nálægt % hluta þeirra. Ekki er heldur rétt að heimtuð séu meiri laun en hjá SAS og BOAC, og munu Islendingar víst enn getað sof- ið rólega yfir þvi, að flugmenn þeirra séu lægst launaðir flug- menn á Norður Atlantshafi, þó ekki sé farið inn á netto laun eftir skatta. Hitt er svo annað sem dagblöðin ’hafa smjattað á. Hvers vegna skyldu flugmenn á dýrustu og afkastamestu far- artækjum landsins ekki bara hafa laun t.d. daglaunamanns? Þeir hafa jú bara gagnfræða- próf Þeir heiðríkjubjálfar, sem ebki geta gert sér í hugarlund, hvers er krafizt um þjálfun, reynskx og tæknilega kunnáttu flugmanns, sem í nœr hvaða veðri og skilyrðum sem er, á að vera tilbúinn til að fljú,ga á hagkvæman hátt á rúmlega % hraða hljóðsins með 160 til 200 manns innanborðs, eiga ekki sikilið að takast alvarlega, en ef þeim er léð rúm til að endurtaka heimsbu sína nóigu oft endar með þvd að þeir fái hljómgrunn. En hvað snertir ábyrgð flugmanna virðist Al- þingi vera á nokbuð öðru máli en þessir rithábar, sbr. hin ströngu ábvæði um störf flug- manna í núgildandi loftferða- löggjöf. Um frebari fræðslu, hvað snertir bröfur til flug- manna á þessar vélar sbal hins- vegar bent á að leita til Loft- leiða h.f. íslenzbir flugmenn eru eng- ar afætur í íslenzbu þjóðfélagL Oðru nær. Þeir eru einna fremstir í flokki til tekju — og gjaldieyrisöflunar fyrir sitt þjóðfélag. Loftleiðir h.f. hafa ekki tekið þá upp á arrna sína af neinni góðgerðastarfsemi, heldur vegna þess, að þeir hafa nauðsynlega þurft á þeim að halda. Eru margir þeirra einna stærstu hluthafar Loftleiða h.f. og noikkrir þeirra skipa sæti í stjóm félagsins. Sanni er nær að þeir hafi tekið félagið upp á sína arma, allt frá byrjun. Þeir ábyrgu aðilar, sem stuðla að langvarandi rekstrarstöðvun hjá Loftleiðum h.f. með tug milljóna tjóni, til þess eins að pína niður sanngjarnar kröfur flugmanna eru óafsakanlegir með öllu. Koma verður hinum stóru vélum strax í loftið. Væntanlegar eru fleiri og jafn- vel enn stærri flugvélar til fé- lagsins. Flugmennirnir munu halda þeim gangandi eins og endranær og mimu enn bíða ævintýri í sögu flugsins á ís- landi til farsældar Loftleiðum h.f. landi og þjóð. Væntum við þess að öfund og stéttarrígur verði ekki látinn ráða gerðun- um, slíkt verður sízt til upp- byggingar, heldur verði gerð gangsbör að samkomulagi um sanngirniskröfur flugmanna. — Þyrlur Framh. af bls. 16 Siborsky-verksmiðjunum í Conn ecticut í Bandaríkjunum og á- leiðis til Grænlands. Flugtími milli staðanna telst 22 stundir en ferðin tekur samt fleiri daga, því lenda þarf á 9—10 stöðum á leiðinni til eldsneytistöku. Yfir leitt eru þyrlur fluttar sjóleiðis ó ákvörðunarstað og er þetta í fyrsta skipti sem þeim er flogið svo langa leið. Þyrlurnar verða í æfingaflugi í Grænlandi frarn undir mánaða mótin maí—júní, en þá er ráð- gert að áætlunarflugið hefjist. Þriðja þyrlan og sú síðasta verð ur afhent í ágúst. — íþróttir Framhald af bls. 30 höfðu Danir náð forystu 14—13 og uku hana í 17—13 og voru þá 7 mín. til leiksloka. En þá náði Gunnl. sér loks á strik og þorði að skjóta. Hann skoraði 3 mörk á 2 mín. og Guðjón hafði lokaorðið og tryggði jafnteflið 18—18. Þetta var skemmtilegur og spennandi leikur tveggja góðra liða, en Fram hefur þó oft átt betri leik, einkum voru skotin klén. Liðið „missti“ 4 vítaköst. Voru 3 varin og eitt sinn skotið í stöng. Línumennirnir nýttust mjög illa meðal sterkra varnar- manna Gullfoss og Guðjón var heldur slappur og Gunnlaugur þorði lítt að skjóta. En þegar hann tók sig til sýndi hann að enginn fær staðist skot hans. Danska liðið átti mun heil- steyptari leik en Fram með mark vörzlu og vörn með ágætum. Beztir voru Finn Nielsen (6 mörk) Jörgen Nielsen og Bratz í markinu. En fast lék liðið og fór eins langt og frekast mátti — og stundum rúmlega, þó svo fínt væri í það farið að dómarinn aðhafðist ekki. Hjá Fram átti Þorgeir ágætan leik og Gylfi Jóhannsson bjarg- aði liðinu hreinlega frá stórtapL — A. St.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.