Morgunblaðið - 14.04.1965, Page 17

Morgunblaðið - 14.04.1965, Page 17
Míðvikudagur 14. apríl 1965 MORCUNBLAÐIÐ 17 w x n 1 jl® Liiði a Danahatri Spjallað við Sigurð liristjánsson, fyrrum cElþingismann, áttræðan í dag SIGURÐUR Kristjánsson, fyrrum alþingismaður, er átt- ræður í dag, Hann hefur gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyr- ir land og þjóð eins og stund- um er sagt í fréttum útvarps- ins, var m.a. forstjóri Sam- ábyrgðar íslands um árabil. Sigurður er fæddur 14. apríl 1885 að Ófeigsstöðum í Kalda- kinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Arnason bóndi og Kristín Ásmundsdóttir. I tilefni af afmælinu átti ég samtal við Sigurð. Okkur dvaldist á æskuslóðum hans og sagði hann m.a., að þar væri snjóþyngst hérað á Islandi. Honum er minnistætt veður- lagið í Kinninni, og segir að hafgolan frá Skjálfandaflóa hafi verið tíður gestur eftir hádegi, hún var svöl og fylgdi henni oft þoka eða úrkoma. Af þessum kalda dregur Kinn- in nafn segir Sigurður. Á morgnanna þegar öræfin voru köld orðin, streymdu hlýir fjallayindar á haf út. Sigurður segist vera þess fullviss að í gamla daga hefðu verið meiri staðviðri á þessum slóðum en nú er. Kinnin var regnsælust allra sveita upp af Skjálfanda og segir Sigurður að Þingeyj- arsýsla hafi áreiðanlega verið snjóþyngsta hérað landsins. Nú er ísavetur og ekki úr leið að spyrja Sigurð nánar um veðurlagið í Þingeyjar- sýslu á uppvaxtarárum hans. Hann segir: „Oft kom það fyrir að ekki blakti hár á höfði vikum saman síðari hluta sumars, og á vetrum gekk hann á með stórbyljum vikum saman, en þess á milli gátu líka verið frost og stillur svo vikum skipti. En snjóþyngsli voru svo mikil, að ég man til þess að lömb hafi staðið inni 8 mánuði samfellt. Það var betra að vera vel birgur að heyjum í þá daga. ísinn var oft landfsistur, en lónaði frá landi á sumrin og stundum ekki fyrr en seinni part sum- ars. Gróðursæld var einnig gífurleg á sumrin, það gerði snjódýpið á vetrum og fram eftir vori. Alla niína tíð í sveitinni, eða fram til tvítugs- aldurs, kom hann á í lok september með stórhríðar- byljum og kyngdi niður fönn svo vikum skipti. En um há- tíðarnar kom oft hláka, og þá tók upp mikinn snjó. Við þráðum lengstum þessa hláku, því annars varð fönnin að hreinum jökli, sem við köll- uðum skammdegisgadd. Hann tók ekki upp fyrr en mjög seint á vorin. Þó snjódýpið væri okkur til bölvunar, fylgdi því hin al- kunna gróðursæld héraðsins." „En hafísinn, þú hefur þekkt hann af eigin raun?“ „Já, flest ár urðum við hafíss vör, þó að ekki yrði hann ávallt landfastur. Aldrei sá ég hvítabirni, en heyrði þess getið að þeir gengju stundum á land, þó einkum austur á Melrakkasléttu, en þá því aðeins að isinn væri landfastur og var þá sagt að hvítabirnir fylgdu fjalljökun- um sem voru stórar íseyjar. f kjölfar íssins kom oft mikil björg, selir og hvalir. Þá voru menn svo lítillátir hér á landi, að þeir borðuðu hvorttveggja, Hungrið kryddaði matinn hjá okkur í þá daga. Þegar ég var drenguf bjó £ Skarði í Höfðahverfi við Eyjafjörð maður, sem Jóhann hét og var að mig minnir Bessason. Um hann mynduð- ust þjóðsögur, því hann var heljarmenni að burðum. Ein var á þá leið, að hann hefði að kvöldi dags verið í smiðju, enda annálaður járnsmiður. Kom þá hvítabjörn að smiðj- unni, reis upp við smiðju- hurðina og rétti hrammana að Jóhanni. Fyrir smiðjunni voru tvær hurðir, neðri hurð ætíð lokuð vegna kuldans, en sú efri opin til að reykurinn kæm ist út. Björninn ætlaði að slá til Jóhanns sagði sagan, en hann tók töngina með glóandi járn- inu úr aflinum og lagði í kjaft bjarnarins, sem þá sneri frá. Seinna sagði sonur Jóhanns mér frá því, þegar við vorum samtíða í kennara- skólanum, að saga þessi hefði verið uppdiktuð að mestu leyti. Sannleikurinn var sá, að morgun einn þegar Jóhann kom út sá hann bjarndýrsspor í nýföllnu snjófölinu og , hafði dýrið gengið um hlaðið og stefnt að fjárhúsinu. Jó- hann þreif þá járnkarl og hljóp til hússins. En björninn hafði gengið framhjá fjárhús- iriu og lá slóð hans inn fjörð- inn.“ „Það hefur verið meiri ís fyrir Norðurlandi en nú tíðk- ast.“ „Já. Ég kynntist norskum selföngurum, þegar ég var á ísafirði og sögðu þeir mér margt merkilegt af ísnum. Sumir þeirra höfðu stundað selveiðar frá 1880—1920 og sögðu þá sögu að rekísröndin hefði legið fast við ísland upp ur 1880 og aðeins lónað frá landi á sumrin, og þá farið lengst 60 mílur burtu. En þeim bar saman um að ísinn væri alltaf að fjarlægjast landið og seinast þegar ég átti tal við þá, fullyrtu þeir að hann lægi í 100 mílna fjar- lægð undan ströndinni." „Þú minntist á hungrið áð- an Sigurður.“ „Það var ákaflega mikill matvælaskortur í þá daga í Kinninni, þó sjaldan væri beinlínis hungur á mínu heimili. Búin voru lítil og voru svo að segja eingöngu byggð á sauðfjárrækt. Þar sem snjódýpið var mikið var ekki hægt að reka stórbú, því ekki var unnt að heyja handa skepnunum, hestar stóðu í húsi ekki síður en kýr; flest brúkunarhestar og notaðir jafnt sumar og vetur, og kóp- aldir allan veturinn. Stærð jarðanna fór aðallega eftir því, hvort þær voru beit- arjarðir eða snjóþyngslajarð- ir. f Bárðardal var miklu snjóléttara en í Kinninni, og þar var talsvert mikil sauða- eign. f Kinninni höfðu menn hér um bil eingöngu ær og lömb til að halda við stofnin- um. Foreldrar mínir höfðu allt að 60 kindur, þar af var helm- ingur geldfé, tvær kýr og tvo hesta. Þessi bústofn mun hafa verið eftir verðlagi þess tíma um 800 gullkróna virði. Á þessum stofni lifðum við 11 manns, foreldrar mínir, 8 börn og eitt gamalmenni. Aldrei var leitað hjálpar, og þess er ég fullviss að foreldrar mínir hefðu fremur svelt sig í hel, en gerast bónbjargarmenn. Þetta sýnir hve mikill arð- ur var af svo litlum bústofni. Ég þekki ekki til þess að nokkurt kapítal hafi gefið svo háa vexti sem þessi litli bú- stofn gerði. Að sönnu var fjár- stofn föður míns úrvals fé, og varla kom fyrir að fyrirfær- ist nokkur skepna, því um- önnunin var einstök og fóðrun ákaflega vönduð og góð. Þetta er að vísu ótrúlegt, en þó er það satt. Og samt verður að taka með í reikninginn, að hestarnir gáfu ekkert af sér, þeir voru eins konar búsáhöld, ef svo mætti segja. Þannig má óhikað fullyrða, að þessi 11 manna hópur hafi lifað á ávöxtum 600 gullkróna. Nú þykir gott að fá 6% vexti, en ég er illa svikinn ef þetta kapítal hefur ekki gefið af sér 40% vexti. Þeir bændur sem höfðu tvö járn í eldi og bjuggu yið sjáv- arsíðuna, lifðu við mun ör- uggari afkomuskilyrði, Þeir voru bæði fjáreigendur og út- vegsmenn. Þeir gátu staðið af sér misæri betur en þeir bænd ur sem aðeins höfðu á landbú- skap að byggja. Enn eru bjarg ræðisvegir okkar alltof einhæf ir. Þó ég telji að við þurfum að fara varlega í stóriðjufram- kvæmdir vegna fólksfæðar, fæ ég ekki betur séð en hún sé nauðsynleg trygging, ef illa árar tiL sjós eða lands. Annars ætlaði ég að segja, að mikill munur er á hugsunarhætti fólks nú eða áður. Þegar ég var að alast upp, þótti svo mikil vanvirða að þiggja sveitarstyrk að bændur hefðu fremur svelt sig en leitaðásjár. Nú þykir sá aftur á móti mestur, sem þyngstur er á ríkisfóðrinu.“ Ég spurði Sigurð Kristjáns- son um þrá hans til menntun- ar. Hann sagði að hún hefði verið jafn rík og fátæktin var rriikil. Meðan hann var í for- eldrahúsum datt engum í hug að setja hann til mennta. Sá draumur varð ekki að veru- leika fyrr en síðar þegar hann hafði hleypt heimdraganum. Hann segir: „Auðvitað var hugsað um að mennta sig. En fyrsta og síðasta hugsunin snerist þó um mat og að afla matar. Menntunin sat þó ekki alveg á hakanum t.d. voru alltaf heimiliskennarar tima úr vetri hjá foreldrum mínum. Fyrsti heimiliskennari sem ég man eftir var Ari, bróðir séra Matthíasar, faðir séra Jóns sem lengi var prestur á Húsa- vík. Hann var talandi skáld, en viðhafði skáldskap eins lít- ið og kostur var. Engum datt í hug slík fjar- stæða, að ég gengi svokallað- an menntaveg. Þó sendu nokkrir bændur syni sína, annað hvort á bændaskólann á Hólum eða í Möðruvallaskóla, Þess átti ég ekki kost fyrr en ég var farinn að heiman. Þá fór ég að hugsa um nám og langaði mig mest að fara í menntaskólann, en treysti mér ekki til þéss sökum fjár- skorts. Ég varð því að velja á milli Hólaskóla og Gagn- fræðaskólans á Akureyri. Fremur vildi ég fara í gagn- fræðaskólann, en vegna fjár- skorts varð ég að velja bænda skólann á Hólum, því hann var mun ódýrari. Þar líkaði mér vel, enda upplyfting að koma úr fámenninu í hóp 50 glaðra sveina.“ „En hvenær fórstu að skipta þér af pólitik?“ „Ég fékk ekki kosningarétt fyrr en ég varð þrítugur eins og þá tíðkaðist, en fylgdist þó rækilega með pólitískum skrifum, las Reykjavikurblöð- in, Þjóðólf og Isafold, Fjall- konuna og siðar Reykjavík- ina, og Akureyrarblöðin, Stefni, Norðurland og Gjall- arhorn. Þegar ég byrjaði að hugsa um landsmál, stóð bar- daginn hæst milli Valtýinga eða Hafnarstjórnarmanna eins og þeir voru oft kallaðir, og Heimastjórnarmanna. Ég hyllt ist að stefnu hinna slðar nefndu, því ég vildi flytja stjórnina inn í landið. Mín pólitík nærðist ekki á öðru en Danahatri. Það hélt bókstaf- lega í mér lífinu, ef svo mætti segja. Mikil lifandis ósköp hataði ég Dani! Ég lifði bók- staflega á þessu hatri árum saman. Svo þegar stjórnin var komin inn í landið og Hannes Hafstein orðinn ráðherra, fylgdi ég honum fast og stefnu hans. Það spillti ekki, að ég sá Hannes oft og heyrði hann tala á fundum á AkureyrL Hann bar af öllum mönnum öðrum sem ég hafði séð, og verkaði á mig eins og hálf- guð. Þó sá ég hann á fundum með engum aukvisum eða miðlungsmönnum, heldur stór gáfuðum myndarmönnum, eins og Klemenz Jónssyni, Páli Briem og Guðrriundi Hannessyni lækni.“ „En þótti þér þá Hannes nógu mikill Danahatari?“ „Ég held að enginn hafi ver- ið eins mikið á móti Dönum og hann, ef út í þá sálma fór. Andstæðingar Hannesar voru áreiðanlega miklir og góðir föðurlandsvinir, en ekki að sama skapi jafn slyngir stjórn málamenn og hann. Hann var of vitur til að láta stjórnast af hatri. Hann var aldrei van- stilltur í ræðu né persónuleg- ur í návígi. Ég sá strax í hendi mér að hann vissi, hvernig átti að sigrast á „danska mál- staðnum“. Það þýddi ekkert að stappa niður fæti og hrópa fúkyrði. Danskir stjórnmála- menn þurftu einnig að gæta sinna hagsmuna. Mitt Dana- hatur dó raunar á einum degi: Þegar skipuð var samninga- nefnd fslendinga og Dana 1906, hélt Hannes fund á Ak- ureyri. Ég var af tilviljun staddur á þessum fundi. Eitt af því sem hann sagði þar kom afskaplega illa við mig, Hann sagðist vonast til þess að gæfa íslands væri svo mik- il, að ef nefndin næði veru- legum árangri í sjálfstæðis- baráttu okkar, yrði ekki per- sónulegur kritur til að spilla þeim árangri. í þessu fólst grunsemd um einhverja svik- semi af hálfu íslendinga sjálfra. Þetta kom flatt upp á mig. Mér datt ekki í hug ann- að en allir íslendingar yrðu sammála, ef traustri tröppu yrði náð í sjálfstæðisbaráttu okkar. Svo kom Uppkastið, þá var ég á ísafirði. Bjarni frá Vogi kom þangað og hélt tvær ræð- ur gegn Uppkastinu eins og víðar á landinu. Þetta var, eins og þú veizt, áður en ná- kvæmar fregnir bárust af Uppkastinu. Bjarni talaði svo skelegglega á móti því, að blásaklaus almúginn snerist unnvörpum á sveif með hon- um. Hann var afburða snjall ræðumaður. Ég held að flestir af áheyrendum hans hafi snúizt gegn frumvarpinu áður en þeir höfðu séð það, svo sterkur ræðumaður var hann. Ég snerist algjörlega á móti því eftir að hafa hlustað á Bjarna, og var ákveðinn í að stuðla að því að fella það, enda þó ég hefði ekki kosn- ingarétt. En svo fékk ég Uppkastið Framhald á bls. 23 Sigurður Kristjánsson (Ljósm.: Ól. K. M.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.