Morgunblaðið - 14.04.1965, Side 8

Morgunblaðið - 14.04.1965, Side 8
« MORGUNBLADID Miðvíkudagur 14. aprfl 1965 Skattar og útsvör rœdd á Alþingi í gœr f GÆR fór fram 1. umræða um frumvörp ríkisstjórnarinnar um tekjuskatt og eignaskatt annars vegar og um tekjustofna sveita- félaga hins vegar og ælti Gunn- ar Thoroddsen, fjármálaráðherra, fyrir báðum þessum frumvörp- Þá gerffi Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherrá, í Efri deild grein fyrir stjórnarfrumvarpi um alþjóðagjaldeyrissjóðinn og var frumvarpinu vísað til 2. um- ræðu og nefndar. Frumvarp um eftirlit meff útlendingum var sam þykkt sem lög aff viffhöfðu nafna kaili meff samhljóffa atkvæðum. Frumvarp um Húsnæffismáia- stofnun ríkisins var til 3. um- ræðu og voru samþykktar á þvi nokkrar breytingar og það sent Neðri deild. f Neðri deild fór fram 1. um- ræffa um frumvarp um mennta- skóla og frumvarp um iðn- fræðslu og mælti Gylfi Þ. Gisla- son, menntamálaráðherra, fyrir báffum þessum frumvörpum, sem vísað var til 2. umræðu <XÍ menntamálanefndar. Frumvarp um lán fyrir Fiugfélag Islands var vísað til 2. umræffu og nefnd ar. Þá voru þrjú frumvörp af- greidd sem lög: Frumvarp um tollskrá o.fl., frumvarp um hrepp stjóra og frumvarp um breytingu á skiptalögum. Einnig fór fram atkvæffa- greiðsla um þrjár þingsályktun- artillögur á fundi í Sameinuðu þingi ,sem haldin var að loknum fundi í deildum. EFRI DEILD Tekjuskattur og eignarskattur Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð herra fylgdi úr hlaði frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um tekjuskatt og eignar skatt og rakti helztu atriði þess. Ráðherrann kvað þær megin- breytingar, sem frumvarpið fæli í sér vera í fyrsta lagi þær, að persónufrádráttur hækkaði um 23%. Það þýddi, [ að persónufrá- dráttur einstak- linga hækkaði úr 65 þús. í 80 þús., hjóna úr 01 þús. í 112 þús. og fyrir hvert barn á framfæri skattþegns úr 13 þús. í 16 þús. Þá hefði í öðru laigi verið gerð hlið- stæð breikkun í þrepunum í skatt stiganum. Fyrsta þrepið hækkaði úr 30 þús. í 37 þús., annað þrep- iff frá 30 upp í 50 þús. hækkaði frá 37 þús. til 62 þús. og þriðja þrepið, sem nú er 50 þús. og þar yfir hækkaði í 62 þús. og þar yfir. Ráðherrann sagði, að þessar hreytingar hefðu verið gerðar með hliðsjón af hækkuðum kaup- töxtum verkamanna, sjómanna og inaðarmanna milli áranna 1063-1964, en Efnahagsstofnunin áætlaði þá hækkun 23%. Ef hins vegar væri tekin meðalkaup- g;"1'l<rvísitala áranna 1963 og 1964 í Ijós, að hún hefði hækk- ao um 19,3%. Við þetta væri nú miða ' vagna þess að á þessu ári yrf: lagt á tekjur á árinu 1964. Þriðja breytingin, sem frum- varpið fæli sér kvað ráðherrann það, að hundraðs tölur þrepanna lækkuðu um 10%, þannig að í stað 10% kæmi 9%, í stað 20% 16% og í stað 30% væri gert *áð fyrir 27%. Þá væri það í þriðja lagi nýmæli í frv., að það gerði ráð fyrir lækkun eða hækk un á árinu 1966 á þeim fjárhæð- um er snerta persónufrádrátt og skattþrepin í samræmi við skatt- vísitölu, og með því væri tekin upp hin svonefnda umreiknings- regla. Aðrar breytingar, sem frum- varpið fæli í sér, kæmu fram og væru Skýrðar í greinangerð með frv., og var frá því skýrt í blað- inu í gær. Ólafur Jóhannesson tók til máls að lokinni ræðu fjármála- ráðherra. Kvað hann frumvarpið ganga of skammt til að leiðrétta það ófremdarástand, sem þessi mál hefðu verið í. Almenningur hefði á sl. sumri orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með skattaálög- urnar og ríkisstj órnin gengi nú miklu skemmra en hún hefði þá látið í veðri vaka að gert yrði til leiðréttingar. Þá rakti Ólafur nokkuð ganig skattamálanna á Alþingi í fyrra og kvað Fram- sóknarmenn þá hafa bent á, að leiðréttingar þær, sem þá feng- ust, væru engan veginn fullnægj- andi. Aðvörun Framsóknarmanna þá hefði ékki verið sinnt, með þeim afleiðingum að skattabyrð- in hefði enn þyngst á launþegum. Ólafur kvað hins vegar almenn ing mundu sætta sig við að igreiða þau opinber gjöld, sem á hann væru lögð, ef Skattskrárnar á landinu hefðu ekki borið það með sér, að ekki gengi hið sama yfir alla. Kvaðst hann vonast til þess, að góður árangur yrði af störfum skattalögreglunnar, þannig að menn yrðu réftlátar skattlagðir í framtiðinni. Þá gagnrýndi Ólafur það, að ríkisstjórnin hefði einungis haft samráð við ASÍ um þetta frum- varp en ekki leitað álits Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Alfreff Gíslason sagði, að breytingarnar i fyrra á Skatta- löggjöfinni hefðu ekki haft í för með sér skattalækkun heldur hæfckun, einkanlega vegna þess að þá hefði þrepum skattstigans verið fækkað. Ef lækka ætti skatt byrðar almennings yrði það ekki gert nema með því að færa byrð- arnar á herðar annarra, og með þessu frumvarpi væri ekki gert ráð fyrir að fyrirtæki, félög eða hátekjumenn greiddu hærri skatt en áður, heldur nokkuð minni. Síðan var frumvarpinu vísað til annarrar umræðu og fjár- hagsnefndar. NEÐRI DEID Tekjustofnar sveitarfélaga Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra, mælti fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga. í upphafi ræðu sinnar gerði hann grein fyrir þeim breytingum, sem frum varpið hefði í för með sér og sagði, að þær væru á þessa leið: í fyrsta lagi, að persónufrá- dráttur er hækkaður um 30%. Hann hækkar úr 25 þús. kr. hjá einhleypum í 32500, hjá hjónum úr 35 þús. upp í 45.500 og fyrir Gæfusamlegt spor í skóla- og menningarmálum fsl. Frá umræðum á Alþingi um mennta- frumvarp rikisstjórnarinnar GYLFI Þ. Gíslason, menntamála ráðherra mælti fyrir stjórnar- frumvarpi um breytingu á lögum um menntaskóla, en í þessu frum varpi er gert ráð fyrir, að mennta skólar verffi sex í landinu, þ.e. aff stofnaffur verði nýr mennta- skóli í Reykjavík og aff stofnaffir verffi menmtaskólar á Vestfjörff- um og Austurlandi. Ráðherrann rakti að nokkru sögu menntaskólanna, þeirra sem fyrir. eru, en gerði síðan grein fyrir frumvarp- inu. Þá tók hann það fram, að gagnger endur- skoðun mennta- skólanámsins væri knýjandi nauðsyn, en hún yrði ekki fram- kvæmd í einu vetfangi. Hins ------.. vegar hefði ekki verið ástæða til þess að bíða með að taka ákvörð un um ytri skilyrði menntaskóla námsins þ.e.a.s. hvar menntaskol ar skyldu vera í landinu og þess vegna væri þetta frumvarp kom- ið fram. Ráðherrann tók það fram, að þrátt fyrir hina öru fjölgun nem enda i menntaskólum landsins, hefði verið neitað þar um skóla- vist. Þá vék ráðherrann að húsn a ðis málum menntaskólanna og sagði að nú þegar væri búið að koma upp húsnæði á lóð menntskólans í Reykjavík sem væri stærra en gamli menntaskólinn. Unnið væri að því að fullgera teikningar nýja menntaskólans í Hamrahlíð og þar ætti tþað fyrirkomulag að tíðkast ,að nemendur flyttu sig á milli kennslustofa. Væri áætl- að að fyrsta áfanga ahns yrði lokið fyrir næsta haust. Hvað snerti hina nýju mennta skóla á Vestfjörðum og Austur- landi, þá yrði að byggja þá í áföngum. Sigurffur Bjarnason þakkaði menntamálaráðherra og ríkis- stjóminni í heild fyrir flutning þessa frumvarps um stofnun nýrra mennta- skóla. í þessu frumvarpi væri tekið á þessum þýðingarmiklu málum af stór- hug og fram- sýni. Hinir nýju menntaskólar mundu stuðla að nauðsynlegri fjölgun menntamanna á vaxandi hagnýtingu vísinda og tækni á hinum ýmsu sviðum íslenzks þjóðlífs. Vísindin eru í dag, sagði þingmaðurinn, ekki aðeins hyrn- ingarsteinn heilbrigðisþjónustu og heilsugæzlu, heldur aflgjafi hvers konar athafnalífs og verk- legrar og andlegrar þróunar. Nýjir, fullkomnir og myndar- legir menntaskólar gegna þess vegna mikilvægu framtíðarhlut- verki í hinu íslenzka þjóðfélagi. Það er mjög iþýðingarmikið, sagði Sigurður Bjarnason, að ný ir menntaskólar eiga samkvæmt þessu frumvarpi að starfa í öll- um landsfjórðungum. Hann kvaðst þess fullviss að mennta- skóli á Vestfjörðum myndi verða þar merk menningarmiðstöð til ómetanlegs gagns fyrir þennan landshluta og þjóðina í heild. Ég tel það sérstaklega þýðingarmik ið, sagði þingmaðurinn, að skól inn á að verða heimavistarskóli. Mun það eiga sinn þátt í að stuðla að því, að skólinn verði sóttur af ungu fólki víðs vegar frá af landinu. Sigurður Bjarnason kvaðst vilja gera tvær athugasemdir við frumvarpið: í fyrsta lagi að betur færi á því að þar væri beinlínis tekið fram að menntaskólinn á Vest- fjörðum skuli reistur á ísafirði. Enginn annar staður hefði komið til greina í þessu efni ,og því rétt að ákveða hann þegar með þessum lögum. I öðru lagi virtist óþarfi og óeðlilegt að taka þaff sérstaklega fram um menntaskólana á Vest- fjörðum og Austfjörffum, að þá skuli stofna þegar fé sé veitt til þeirra á fjárlögum. Sigurður Bjarnason beindi því til menntamálanefndar að hún gerði umræddar breytingar á frumvarpinu. Sagðist hann að lokum vilja endurtaka þakkir sínar til ríkis stjómarinnar fyrir flutning þessa merka menningarmáls. Með því væri stigið stórt og gæfusamlegt spor í skóla- og menningarmálum Islendinga. Einar Ágústsson (F) kvaðst vilja lýsa yfir stuðningi og ánægju sinni með iþetta frum- varp. Minntist frumvarp um hann síðan á fjölgun mennta- skóla, sem hann og fleiri Fram- sóknarm. höfðu áður flutt, og sagði, að enginn grundvallarmunur væri á því og þessu frumvarpi. Þá kvaðst hann vilja undirstrika það, að brýn- asta verkefnið í menntct.sk61 amál unum væri bygging nýs mennta- skóla í Reykjavík. Varðandi menntaskóla á Vestfjörðum og Austurlandi sagði Einar, að hann áliti það grundvallarskilyrði, að íbúar þessarra landshluta nytu sömu aðstöðu og íbúar annarra landshluta varðandi frmhalds- skólamenntun. Eysteinn Jónsson (F) kvaðst vilja taka undir ummæli Einars Ágústssonar um frumvarpið. Hann kvaðst sér staklega vera ánægður með þá stefnu, sem fram kæmi í frum- varpinu, að stofna mennta- skóla á Austur- landi og sagðist hann vita, að iþar myndi hann mæla fyrir munn allra þing- manna Austurlands. Þörfin á menntaskólunum ykist stórlega og þó einhverjir erfiðleikar kynnu að verða á stofnun mennta skóla á Vestfjörðum og Austur- landi, þá myndi fara eins þar og 'hvert barn á framfæri úr 5 þús. upp í 6500 kr. f þessu sa.mba.ndi kvaðst ráðherrann vilja taka það fram, sem drepið er á í greinar- gerð frumv. fyrir breyt. á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, sem einnig lægi fyrir Alþingi, að Efnahaglstofnunin hefur fram- kvæmt athugun á því, hverjar breytingar hafa orðið á vinnu- töxtum verkamanna, sjómanna og iðnaðarmanna frá árinu 1963- 1964. Það er áætlun Efnahagsstofn unarinnar, að vinnutaxtabreyting ar hafi að meðaltali valdið um 33% hækkun launa hjá þessum þrem stéttum á tímabilinu. Ef hins vegar er litið á framfærslu- vísitöluna, er meðalvísitala ársins 1963 134.67 stig, en árið 1964 160.67 stig. Hækkun milli þessara tveggja ára væri því 19.3%. í öðru lagi fæli þetta frumv. i sér breytingu á útsvarsstiganum samkv. 3. gr. frumvarpsins og Framh. á bls. 31 Páskahlé Alþingis í GÆR fóru fram síðustu fundir á Allþingi fyrir páska. Þingforsetar kvöddu þingmenn og ámuðu þeim og fjölskyldum þeirra ánægjulegrar páskahátíð- ar. Þingmenn þökkuðu óskirnar og óskuðu þeim og fjölkyldum þeirra hins sama. á Akureyri, þegar menntaskóli var stofnaður þar, að þegar á reyndi, myndu erfiðleikarnir verða auðveldari viðfangs, en menn hefðu álitið fyrirfram. Að lokum tók Eysteinn undir um- mæli Sigurðar Bjarnasonar, að óeðlilegt væri, að taka það fram sérstaklega um menntaskólana á Vestfjörðum og Vesturlandi, að þeir skyldu stofnaðir, þegar fé væri veitt til þeirra á fjárlög- um. Hannibal Valdimarsson (Alþbl) sagði m.á., að með því að af- greiða þrjú frumvörp um mennta skóla, sem áður hefðu komið fram á þessu þingi, með þessu frumvarpi, hefði stjórninni farið hyggilega að og sagðist hann unna ríkisstjórn- inni alls maklegs fyrir að gera til- gang þessara frumvarpa að sín- um. Hann tók einnig undir um- mæli Sigurðar Bjarnasonar og Eysteins Jónssonar um að gera ætti heimildina um menntaskóla á Vestfjörðum og Austurlandi fortakslausa, en ekki binda hana heimild í fjárlögum. Að lokum kvaðst hann fagna því, að þetta frumvarp væri fram komið. Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra þakkaði hinar góðu und irtektir, sem frumvarpið hafði fengið og sagði, að engin ástæða væri til tortryggni hvað snerti menntaskólana á Vestfjörðum og Austurlandi. Skýringin á því, að heimildin til menntaskólanna i frumvarpinu væri orðuð með þessum hætti, væri sú, að nú þeg ar hefði verið veitt fé til hina nýja menntaskóla í Reykjavík en hins vegar ekki enn til hinna nýju menntaskólanna, og þvi hefði ekki þótt lögfræðilega rétt að hafa heimildina með sama hætti. Hann tók það fram, að ríkisstjórnin myndi gera ráðstaf anir til þess að fé yrði veitt til hinna fyrirhuguðu mnntaskóla á Vestfjörðum og Austurlandi á næstu fjárlögum. Að lokum tóku stuttlega t£l máls Sigurvin Einarsson (F); Hannibai Valdimarsson og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og ítrekaði ráðherrann þar um- mæli sín um, að heimildin til menntaskóla á Vestfjörðum og Austurlandi væri jafn óskoruS og til nýja menntaskólans I Reykjavík. Var frumvarpinu síðan vísaff til 2. umræðu og menntamála- nefndar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.