Morgunblaðið - 14.04.1965, Side 22

Morgunblaðið - 14.04.1965, Side 22
I 22 h * W i :S 4 W fHÁ* I? nM&uHi^i-rkl MORGUNBLAÐIÐ Mifívikiidagur 14. apríl 1965 — Próf og neinni rannsókn byggð. Ég leyfi mér samt að vitna til þess, að Kennaxaskólinn tók lengi vel ár- íega við nokkrum þeim nemend- um, sem ekki höfðu staðizt lands prófið, en vantað herzlumuninn (hlotið meðaleinkunn á bilinu 5.50—6.00). Nú stendur þessi leið ekki lengur opin þeim nemend- um, sem þannig er ástatt um, og bendir það eindregið til, að ekki hafi verið góð reynsla af þeim í kennaranámi, og í fæstum tilfell- um rnvrn við betri árangri að bú- ast í menntaskólanámi. Kristján vitnaði til þess í um- ræðunum á dögunum, að tala stúdenta væri lægri hér á landi en víðast hvar í nágrannalönd- unum. f Danmörku er hlutfalls- talan svipuð og hér, að minnsta kosti alls ekki hærri, en í Noregi um 17%, í Svíþjóð sennilega lítið eitt lægri, en líklega nokkru hærri í Finnlandi. Þó er þess að gæta, að finnskir háskólar hafa vantreyst mjög stúdentsprófinu þar í landi hin síðari ár, og há- værar raddir eru uppi um það meðal norskra háskólamanna að taka upp sérstakt inngöngupróf í háskólana, enda eru þegar marg- ar háskóladeildir þar í landi svo til lokaðar nema fyrir fáum út- völdum. Líklega dettur heldur engum í hug, að Danir séu helm- ingi verr á vegi staddir í verk- legum og andlegum efnum en aðrir Norðurlandabúar, þó að stúdentafjöldinn sé þar allt að helmingi minni. Ég sé ekki, að það breyti ýkja miklu, þó að öll- um þeim, sem nokkurra ára fram haldsnám stunda, verði gefin stúdentsnafnbót. Vitaskuld geta margir fleiri unglingar komizt gegnum lands- prófið en þeir, sem við það reyna, t. d. ýmsir þeir, sem ljúka gagnfræðaprófi. Til þess liggja margar ástæður, en mestu munu þar atvinnuhættir okkar valda. Ástandið í atvinnumálum hefur hér lengi verið slíkt, að tiltölu- lega auðvelt er fyrir ungt fólk að komast í vel launaða vinnu án þess að leggja á sig langa skóla- göngu. Eftirtektarvert er það t. a. m., að í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum ljúka hlutfalis- lega fáir nemendur landsprófi. Það er án efa í fæstum tilfellum vegna þess, að vandamenn þeirra hafi ekki efni á að hafa þá í skóla, heldur er skýringin sú, að atvinnulífið er þessu fólki hug- leiknara en langt skólanám með fjarlægu takmarki. Sízt er því að neita, að ó- fremdarástand ríkir í húsnæðis- málum menntaskólanna, en hinu má þó ekki gleyma, að þrátt fyr- ir öll mistök hefur Menntaskól- anum í Reykjavík tekizt furðan- lega að skjóta skjólshúsi yfir nemendur sína, þó að árlega bæt- ist við álitlegur hópur, svo að nú munu vera meira en helmingi fleiri nemendur í skólanum en voru fyrir 10 árum. Ég er þess fullviss, að hin árlega fjölgun í landsprófinu á drýgstan þáttinn í því að hafa þrýst stjórnarvöldum og forráðamönnum skólans til að nýta húsnæðið af fremsta megni og auka við það, þó segja megi, að um bráðabirgðalausn sé að ræða enn sem komið er. Enn hef- ur mér vitanlega engum verið vísað frá námi í Menntaskólan- um í Reykjavík vegna húsnæðis- skorts, en vera má, að knappt húsnæði skólans eigi beint eða óbeint einhverja sök á því, hversu margir heltast úr lestinni. Reyndar er það engan veginn ný bóla, að margir gefist upp í menntaskólanámi, en um það efni nægir að vitna í gamlar skólaskýrslur. Það er óhrekjandi staðreynd, að allmiklu fleiri nemendur ljúka landsprófi en stúdents- prófi (allt að 50%, en að vísu fara ekki nema um 80% úr lands prófi í menntaskólana). Það get- ur því ekki talizt annað en ó- skiljanleg meinloka, þegar Krist- ján Gunnarsson heldur því fram, að landsprófið verki sem drag- bítur á stúdentafjölgunina. Hafi einhver ánægju af að faafa þann- ig hausavíxl á staðreyndum, þá er það hans einkamál. En óhjá- kvæmilegt er, að þjóðin fái að vita hið sanna í málinu. Ég hef ef til vill verið helzt til tómlátur um það á undanförnum árum að svara margvislegu naggi um landsprófið, enda hefur þar jafnan látið hæst í þeim, sem sízt eru svara verðir. En því hef ég orðið hér svo langorður um mis- skilning Kristjáns Gunnarsson- ar, að ég hef lengi talið hann vera í hópi hinna merkari skóla- manna. Mér kemur ekki til hug- ar að halda, að landsprófið sé agnúalaust né framkvæmd þess hafin yfir gagnrýni, en hin síð- ari ár hefur skólamönnum orðið æ ljósari sá höfuðkostur þess, að það greiðir ungmennum mjög leiðina til æðri menntunar. Ég vil svo að síðustu nota tækifærið til að þakka samstarfs- mönnum mínum í landsprófs- nefnd og skólastjórum og kenn- urum víðs vegar um land fyrir ánægjulegt samstarf þau 17 ár, sem ég hef verið formaður nefnd arinnar. Nú þegar ég hef látið af þessu starfi, má ég einnig vera þakklátur Kristjáni Gunnarssyni fyrir að hafa gefið mér tækifæri til að koma þessari kveðju á framfæri. Bjarni Vilhjálmsson. Wilson til USA London, 12. apríl (AP). HAR.OLD Wilson, forsætisráð herra Bretlands, fer flugleið- is til Bandaríkjanna á morg- un, þriðjudag. Mun hann ræða við U Thanit, framkvæmda- stjóra S.þ. í New York og við Johnson forseta í Washington Munu viðræðumar snúast um efnahagsmál og um ástandið í Viet-nam. Tíðarfar 20tt í N-ís. ÞÚT JM, 10. apríl. — Ágætis tíðar far og vorveðrátta komin. Allar samgöngur eru greiðfærar. Þor; kafjarðarheiði er alltaf far- in á bílum þegar þörf er. Farið er að sleppa geldfénaði og sumsstaðar hefir fé ekki veríð á húsi nema stundum undanfar- ið. Heilsufar er gott í héraðinu og fóðurbyrgðir ágætar. — P. P. Montreal, Kanada, 12. apríl AP. VESTUR-ÞÝZLA flutn^ga- s.ápið Transatlantic sem lenti í áre! 'ri sl. lauga.Jag við hol- lenz! t . lutningaskip á St. Lawr- enccfljóti sökk í gær. Einn mað- ur af skipinu beio bana ellefu særðust og tveggja er enn sakn- að. V-þýzka skipið sem var 3.805 lestir -var á leið upp fljótið, í þann veginn að sigla þar inn, sem heitir St. Peters vatn, er hollenzka skipið Hermes, 2.745 lesta, kom þar niður. Tók Herm- es skyndilega snögga beygju og lenti á v-þýzka skipinu. Kom samstundis upp eldur í því og brann það allt þar til hvolfdi á sunnudag. Ta 'jist fjöldi skipa, meðan verið var að draga flak sldi ins úr skipaleiðinni. Hermes Beta Guðjónsdóttir F. 11. sept. 1920. D. 5. apríl 1965. Eins og úr skýjarofi sólarrún á regni þrungnum degi mjúku skini lýsir og vermir, vekur yl og vor. Svo er hver minning um þín björtu bros og blíða hug, sem vermdi marga stund. Hún geymast mun, og merla sí og æ, það minninganna gull í tímans sæ. Haf vina þökk, hér verða vegamót, og víst er þungt um spor og sárt að skilja. En far þú vel — og gakk á Guðs þíns fund. Kveðja frá vinkonum. flutti líkið, sem fannst, og hina særðu til Montreal. Komst það til hafnar af eigin vélarafli og virtist lítið skemmt utan hv.ð stór rifa var í _.jfni þess. Ekki er ljóst, hvað árekstrin- um „Ili, - !_n á þ. er bent, að á þessum slóðum eru ýmsir var- hugaverðir straumar, er vara- samir geta verið skipum. Leikstjóranám- skeið í Odense Leikstjóranámskeið veTður haldið í Odense í Danmörku á vegum Norræna leiklhúsráðsins, dagana 23. maí til 2. júná 1965. Aðalviðfangsefni námskeiðsins verður Brecht og nútíma Ieiklist. Ýmsir þekktir leikfaúsmenn, norrænir, enskir og þýzkir, flytja fyrirlestra. Umræðuifundir verða daglega, ennfremur verða nokkrar leik- sýningar og kvikmyndasýningar. Námskeiðið er óikeypis en dval arkostnaður er áætlaður 30 til 40 danskar krónur á dag. Dagsikrá námskeiðsins liggur frammi hjá dyraverði Þjóðleik- hússins. Umsóknir sendist for- manni íslandsdeildar Norræna leikfaúsráðsins, Guðlaugi Rósin- kranz, þjóðleikfaússtjóra, fyrir 23. apríl 1965. Skellinöðru stolið FYRIR nokkrum dögum hefur verið fárið inn í skúr á bak við Blönduhldð 25 og stolið þaðan skellinöðru. Farartaekið var ekki í ökufæru ástandi og ónúmerað. Rannsóknarlögreglan mælist til þess, að þeir sem orðið hafa var- ir við menn á ferli með skelli- nöðru þessa láti haná vita hið fyrsta. Alúðar þakkir til allra þeirra er auðsýndu mér vinsemd á níræðis afmælinu, þann 7. apríl sl. Oddrún Þorkelsdóttir, Freyjugötu 47. Mínar alúðar innilegustu þakkir til þeirra mörgu, sem með skeytum og heimsóknum, komu til að sam- fagna mér á 90 ára afmælisdegi mínum 1. apríl sl. Því miður get eg ekki minnst á þá alla, þó ég nefni biskup, biskupsritara og frú, sem virtu mig með heimsókn sinni. Elli- og h]úkrunarheimilið Sólvangur. Sigurðlu• Sveinbjörnsson. t Sonur minn, GUÐMUNDUR HAUKUR GUÐNASON lézt 12. þessa mánaðar. Petra Pétursdóttir, Skarði, Lundareykjadal. Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNU GÍSLADÓTTUR Laufey Guðlaugsdóttir, Agúst Jónsson, Skúli Guðlaugsson, Klara Steinsdóttir, Gísli Guðlaugsson, Kristjana Jónsdóttir, Agúst Guðlaugsson, Júlíana Guðlaugsson, Haraldur Guðlaugsson, Unnur Hermannsd., barnabörn og bamabarnabörn. Þökkum innilega vinarhug og samúð við andlát og jarðarför mannsins míns og föður okkar, KRISTINS BJÖRNSSONAR bifreiðastjóra,HnífsdaI. Perína Friðbjörasdóttir, synir, tengdadætur, barna- börn og skystkini. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- aemd við fráfall og jarðarför, GUÐNÝJAR ELINBORGAR GUÐMUNDSDÓTTUR Magnús Þórðarson, Kjartan Þorgrímsson. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát og útför mannsins míns og föður okkar, JÓNS GUÐMUNDAR JÓNSSONAR Þverspymu. Guðlaug Eiríksdóttir og böra. Þökkum auðsynda samúð við fráfall og jarðarför, Frú ÞORUNNAR PÁLSDÓTTUR frá Prestshúsum, Vestmannaeyjum. Fyrir hönd barna, tengdabama og bamabarna, Kári Þ. Kárason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTINAR MENSALDERSDÓTTUR Nikulaj Elíasson, Kristjana Jónsdóttir, Sigríður Elíasdóttir, Þórunn EHasdóttir, Elín Elíasdóttir, Hrefna Elíasdóttir, tengdasynir og bamabörn. leqsteinaK’ oq 0 plölur ^ h tjl fcp S. HELGASON HF. Súðarvogi 20 — Sími 36177. Skipaáreksfur í St. Lawrencefljóti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.