Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.04.1965, Blaðsíða 11
lÆiðvikudagtir 14. apríl 1965 11 MORGUNB' a nio NÝLEGA kom togarinn Fylk- ir af veiðum vit, Austur-Græn land og hafði fiskað vel. Skip- stjórinn, Svavar Benediktsson, skýrði blaðinu fi.ú því, að afl- inn væri nær allt þorskur, stór og fallegur, en hann kvaðst ekki geta sagt ná- kvæmlega hvað aflinn væri mi’ 1. Hánn giskaði þó á, að hann væri eitthvað í kringum 270 lestir. Aflann fékk hann allan í níu dögum við Austur Grænland, en þar v eru nú flestir togararnir staddir. Hann taldi veið.na vera farna íw glæðast og hefði flestum togurunum v.ð Austur-Græn- land gengið vel seinast þegar hann frétt .i Húseigendur mótmæ'a hækkun eignaskatts Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá stjóm Húseigendafé- lags Reykjavíkur: S T J Ó R N Húseigendafélags Reykjavíkur hefur á fundi í dag gert svohljóðandi samþykkt: í tilefni af framkomnum breyt- tngartillögum meirihluta heil- brigðis- og félagsmálanefndar efri deildar Alþingis við frum- yarp til laga um Húsnæðismála- etofnun ríkisins, þar sem svo er að orði kveðið: „Til þess að mæta þessum útgjöldum skal miða eignarskatt við gildandi fasteign- armat þrefaldað. Þetta gildir þó ekki fyrir þá skattgreiðendur, cem eiga lögheimili á sveitabæj- um“, vill félagsstjómin skora á Alþingi að fella þessa tillögu. Leyfum vér oss að færa eftir- farandi rök fyrir mótmælum þess Um: Hæstji lögleyfðu leigutekjur af Ibúðarhúsnæði eru nú kr. 11.00 pr. ferm. Liggur nærri, að hús- eigandi fái 2% vexti af íé sínu á þann hátt. Af þessum 2% þarf hann í flestum tilfellum að standa skil á eftirfarandi gjöld- um: a. Húsaskatti. b. LóðarskattL r c. Lóðarleigu. d. Brunabótariðgjaldi. e. GangstéttargjaldL f. Eignarútsvari. g. Sérstökum eignarskatti — lög 22/1950. h. Sérstökum eignarskatti — lög 44/1957. i. Eignarútsvari. j. Viðhaldi og fymingu. Gjöldin a-e hafa nýlega verið hækkuð að miklum mun, en við- haldskostnaður allur hækkað •tórkostlega með hverju árinu. Húseigendafélag Rpykjavíkur hefur ár eftir ár sent áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um af- nám laga um hámark húsaleigu, en því hefur ekki verið sinnt. Vér teljum rangt og fái eigi staðizt, að á eignir séu lögð hærri gjöld, en hægt er að standa undir með lögleyfðum tekjum af eigninni. Endurskoðun fasteign- armats stendur nú yfir. Það er algert handahóf og óverjandi að- ferð, að þrefalda gamla fasteign- armatið, sem sköttunargrundvöll án nokkurrar athugunar og til- lits til staðhátta. Ennfremur bendum vér á það eem brot á þeirri meginreglu, að allir séu jafnir fyrir lögunum, þegar frumvarpið gerir ráð fyrir mismunun á skatti, eftir lög- iheimilum skattþegna. Þannig er bónda í Árnessýslu, sem á húseign í Reykjavík, stór- kostlega ívilnað á kostnað hús- eigenda á Siglufirði eða í Höfða- kaupstað, sem e. t. v. situr uppi með óseljanlega húseign. Eðlilegt virðist að afla hinna 40 milljóna í Byggingasjóð með erlendri eða innlendri lántöku, svo sem aðrir sjóðir gera. Treystir stjórn Húseigendafé- lags Reykjavíkur því, að hæst- virt Alþingi sjái sér fært að fella tillögu þá, sem hér greinir að framan, en fjár aflað í þess stað méð lántökum. Reykjavík, 6. apríl 1965 í stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur Páll S. Pálsson, Friðrik Þorsteinsson, Leifur Sveinsson, Ólafur Jóhannesson, Jón Guðmundsson. Góð aflabrögð í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI — Aflabrögð í Stykkishólmi það sem af er hafa verið góð. Hæsti bátur í dag, 9. apríl er m.b. Þórsnes sem hefir um 600 tonn frá vetrarbyrjun í 44 róðrum. Seiraustu daga hefir sá bátur aflað ágætlega. Næstur mun svo Gullþórir vera með tæp 500 tonn. Alls eru hér 8 þilfars- bátar sem stunda fiskveiðar og auk þess einn smærri bátur. Fiska allir í net. Tíðarfar hefir verið ágætt og sjaldan að fiskur hefir því verið tveggja nátta. Er því nýting með betra móti. Tvær fiskvinnslustöðvar verka aflann, þ.e. Sigurður Ágústsson og Kaupfélagið, sem ásamt frysti- húsi hefir einnig saltfiskverkun. Hefir stundum ekki hafizt undan að vinna aflann og Kaupfélagið því sent til Akranes hluta aflans í eitt skipti. Mannekla er hér mik- il og erfitt að fá fólk til að vinna þann afla sem til fellst oig því frystihúsin ekki nýtt á við það sem hægt væri ef nægur mannafli væri fyrir hendi. — Fréttaritari. Verðlaun fyrir handunna ísl. muni SÝNING á heimilisiðnaði, sem íslenzkur heimilisiðnaður og Heimilisiðnaðarfélag íslands efndi til, var opnuð í Þjóðminja- safninu á laugardag. Þá var gert uppiskátt um verðlaun fyrir ís- lenzka muni í samkeppni, sem félagið efndi til. Nefnd, sem til þess var kjörin að dæma mun- ina, sá sér ekki fært að veita fyrstu verðlaun, en skiptir 2. og 3. verðlaunum milli tveggja þátttakenda og veitir 8 auka- verðlaun: 2. verðlaun, kr. 5000.00: tJtskornir kassar( vindlakass- ar), handbragð frábærlega gott, munstrin smekkleg og stílhrein og styðjast að nokkru leyti við þjóðlega hetfð án þess þó að vera stæling. Kría á steini (og fleiri fuglar gerðir á sama hátt), gerð úr iþorskhausbeini, hugmyndin snjöll og vel unnið úr efni, vel fallin sem ódýr minjagripur (souvenir) úr heimafengnu efni. 3. verðlaun, kr. 2.500.00: Sverð, öxi og skjöldur, fram- úrskarandi hagleiksverk, en er fremur einstakur vandaður list- gripur en heimilisiðnaður í venjuleguan skilningi. Skipslíkan með rá og reiða, vandvirknislega og nákvaemlega gert og frágangur allur mjög góður. Viðurkenning, kr. 1500.00: Laxveiðitæki (goggur og kylfa) og svipa, mjög vel unnið úr hvalbeini og kopar, fremur þó einstakt hagleiksverk en heimilisiðnaður. Tóbaksponta, vel unnin og smekkleg, góð tilfinning fyrir formi og efni. Prjónastokkur með höfðaletri, handbragð gott, og vel farið með gamlan íslenzkan stíl. Pappírshnífur o.fl., góð hug- mynd, sýnir hvernig með smekk vísi má gera mikið úr litlu. Dúkur, prýðilega saumaður, skemmtileg hugkvæmni um notkun þjóðsagna- og þjóðtrúar- efna. Borð og stólar úr hvalbeini, sýnir hugkvæmni um að hag- nýta efni, sem ekki hefur verið naagilegur gaumur gefinn. Askur o.fl., sýnir gott lag á að hagnýta gömul íslenzk fo<rm. Leirmunir, viðurkenndir fyrir þá hugmynd að gera litla snotra ATVINNA Óska eftir mönnum til starfa við garðyrkju. Alaska, Breiðholti Sími 35225. SKULDABRÉF ríkistryggð og fasteignatryggð ávallt til sölu. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna- og verðbréfasala Austurstræti 14. Sími 16223. Dönsh kona sem er laboratorietekniker, óskar eftir atvinnu frá 1. maí eða síðar. Tilboð merkt: „7232“, sendist afgr. Mbl. PILTAR, EFÞIOEIGIDUNNUSTUNA ÞA Á EG- HRIN&ANA / ^ /AMrftrám’’ 8 hluti úr leir, væri hægt að fram- leiða til sölu. Eftirfarandi greinargerð . var gerð fyrir verðlaunaveitingu: Dómnefndin hafði í huga það grundvallarsjónarmið, að sam- keppnin ætti fyrst og fremst að verða til eflingar íslenzkum heimilisiðnaði í venjulegum skilningi þess orðs. Dæmt var eftir handbragði, formi, efnis- vali, hugmyndum og jafnvel þjóðlegum rótum, og svo því hvort likur séu til að hægt sé að framleiða viðkomandi hlut í fjolda eintaka til sölu og notk- unar með hóflegri fyrirhöfn og kostnaði. Til samkeppninnar komu nokkrir mjög vel smíðaðir hlutir, sem krafizt hafa geysi- mikillar vinnu og mundu vera mjög dýrir, en nefndin lítur svo á að slíkir hlutir liggi í rauninni utan þess sviðs, sem samkeppnisboðendur vilja efla, þótt þeir séu góðs maklegir og viðurkenningar verðir. Með þau sjónarmið í huga, sem hér hefur verið drepið á, hefur nefndin ekki séð sér fært að veitá 1. verðlaun neinum þeim hlut, sem til samkeppninn- ar hefur borizt og enn fremur hefur hún eftir atvikum talið rétt að skipta 2. og 3. verðlaun- um milli tveggja þátttakenda hvorum. Auk þess veitir nefnd- in aukaviðurkenningu fyrir 8 gripi.____ T I L hóriitunar háralitir LITASHAMPO LITASKOL HÁRNÆRING herðaslAr HANZKAR Allt til háralitunar. Góðar vörur. Góð þjónusta. Enskunám í Englandi Enn geta nokkrir nemendur komizt með í sumarskóla á vegum Scanbrid þann 11 júnl nk., ef sótt er um strax. Uppl gefur Sölvi Eysteinsson. — Sími 14029. BÍLA- og BÚVÉLASALAIV Ef þér viljið selja bílinn, höfum við kaupendur. BÍLA- og BÚVÉLASALAN v^Miklatorg Sími 2-31-36 Góðar termingargjafir Skiðaútbúnaður Vindsængur Svefnpobar Tjöld Ferðaprímusar Ljósmyndavélar Veiðiútbúnaður, o. m. fl. . — Póstsendum— Laugaveg 13. leyndar- dómur \mm SALQI1É Poudn i/itaíe sem hæfir húðlit allra kvenna. Laugavegi 25, uppL Sími 22138. Tvöfalt gler Með þeirri sérstaklega miklu reynslu og alþekktri hug- kvæmni í byggingaiðnaðinum hefur nú framléiðsla á tvö- földu gleri frá Vestur-Þýzka- landi rutt sér mjög til rúrns á síðastliðnum árum. Við höfum tekið að okkur einkaumboð fyrir eina af stærstu verksmiðjum þeirra og munum að sjálfsögðu gefa nauðsynlegar upplýsingar. Afgreiðslutími er ekki langur. Laugavegi 29.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.