Morgunblaðið - 14.04.1965, Page 25

Morgunblaðið - 14.04.1965, Page 25
Miðvikudagur 14. apríl 19ð8 VORGU N BLAÐIÐ 25 EINS og skýrt var frá í blaðinu s.l. laugardag, dvaldi Savanna tríóið í London um síðustu helgi, og komu piltarnir fram á íslendingafagnaði, sem ís- lendingafélagið í London efndi til í tilefni af 22 ára afmæli félagsins, en einn- ig var tekin af þeim kvik- mynd fyrir sjónvarpsþátt- inn „Tonight“. Blaðið hefur nú fengið nán- ari fregnir af ferðum piltanna og að þvi er Jóhann Sigurðs- son, forstöðumaður Flugfé- lags íslands í London og for- maður Islendingafélagsins þar, sagði í viðtali við blaðið í gær, vakti tónlist þeirra og framkoma slíka atlhygli, að tíðindum þykir sæta. Á fagnaði fslendingafélags- ins, sem haldinn var í húsa- kynnum Danska klúbbsins, um laugardagskvöldið, var mikið fjölmenni samankomið, m.a. Henrik Sv. Bjömsson, sendith.erra og frú hans. Jó- hann Sigurðsson bauð gesti velkomna og þá sérstaklega Savanna tríóið, en þeir höfðu brugðizt vel við ósk félagsins um að koma fram á þessum fagnaði og komið með fárra daga fyrirvara. Síðan hélt Henrik Sv. Björnsson afmselis ræðu. Að loknum kvöldverði var gengið á neðri hæðir og dans stiginn. Um 10 leytið skemmti Savanna tríóið, og að því er Jóhann sagði okkur, voru þeir klappaðir upp aftur og aftur, þannig að fyrir var séð, að lítið yrði úr dansi, ef ekki yrði hlé á. Var því umsamið, að þeir kæmu aftur fram á miðnættL — Oft vill svo verða, sagði Jóhann, að menn hverfa af skemmtunum, þegar líða tek- ur á þær, en með þá vit- neskju, að Savanna tríóið kæmi aftur fram á miðnætti, sátu nú allir sem einn maður og töldu mínútumar. Á mið- nætti komu þeir svo fram og sunigu þrjú lög. Af lögum þeim, sem þeir sungu, vóktu Þorraþræll („Nú er frost á Fróni“) og Suðurnesjamenn mesta hrifningu. Þá vakti það mikla hrifningu viðstaddra, hve framikoma þeirra var ör- ugg og skemmtileg, og einnig það hve vel þeir voru klæddir en að þvi leyti stungu þeir í stúf við brezka ihljómlistar- menn, sem lítið hugsa út í þá sáima. Þeim tókst að koma öllum í gott skap. Á sunnudag bauð íslend- ingafélagið piltunum í kynn- isferð um London, en enginn þeirra hafði .áður komið þang að. Um kvöldið hafði Jóhann Sigurðsson boð inni fyrir þá. Á mánudag kl. 2 mættu piltarnir í Limegrove Studios til þess að láta bvikmynda söng fyrir sjónvarpeþáttinn Tonigfht. Piltunum bauðst þetta tækifæri fyrir milli- göngu Jóhanns Sigurðssonar og Magnúsar Magnússonar, en hann er annar tvegigja for- stöðumanna þessa þáttar. Þátturinn er einn hinn vin- sælasti í breaka sjónvarpinu, og skýrslur segja, að um 22 milljónir manna horfi á hann að staðaldri. Ekki er þáttur- inn nefndur skemmtiþáttur heldur er efni hans jafnan það, sem efst er á baugi hverju sinni — sett fram á skemmtilegan og léttan hátt. Þættinum Tonight lýkiur jafn- an með einum song — og munu söngvar Savannatríós- ins þannig verða lokaatriði þáttarins, en gert var ráð fyrir, að þeim yrði sjónvarp- að í gær og í dag. — Piltarnir sungu tvö lög, sagði Jóhann: Þorraþræl og Á Sprengisandi. Upptakan tókst frábærlega vel, og sagði mér hlutlaus aðili, sem stadd- ur var í upptökusalnum og heyrði það, sem starfsfóíki B.B.C. fór á milli, að það hefði verið mjög hrifið af hin um nýju hljómum — eða „the new sound“, eins og það kall- aði tónlist piltanna. Þá þótti sviðstframkoma þeirra og tækni frábær. Þess má geta, að leibsviðsstjórinn í upp- tökusailnum, sem vinnur við tónlistarupptoku daginn út og inn, gekk niður til strák- anna eftir upptökuna til þess að láta í Ijós ánægju sína, en það má mikið vera á seyði til þess að hann geri það, að því er kunnugir segja. — Þar sem hér er um kvik- myndaupptöku að ræða, hélt markaðinn. Einmitt um þess- ar mundir á þjóðlagamúsik mjög miklum vinsældum að fagna í Englandi og raunar víðar, meðal ungs fólks jafnt og hinna eldri, þannig að segja má að piltarnir hatfi komið fram á rétta augnablik inu. Unga fólkið er tekið að þreytast á bítlamúsíkinnL var, hve allt fór hljóðlaust fram og eftir nákvæmu skipu lagi. Okkur var fyrir komið á eina auða gólfplássinu í salnum, og þá störðu á okkur ekki færri en fjórar mynda- tökuvélar, auk hljóðnema, ljósa og annars útbúnaðar, sem við kunnum ekki að nefna. Eini maðurinn, sem mælti orð frá munni, var leiksviðsstjórinn, tengiliður milli okkar og þess, sem stjórnaði upptökunni, en sá hafði aðsetur í öðrum sal minni og fylgdist með því, sem fram fór á sjónvarps- skerminum. Hann bað fyrst um æfingu til þess að sjá út, hivemig beita skyldi mynda- vélunum og finna mótívið, en það fer allt eftir þvL hvað við framkvæmum hverju sinni. Þórir: Fyrir upptökuna sjálfa var einnar mánútu „diia bólísk" þögn. Þá var mynda- vélunum beint að stórri klukku, se*m verkaði eins og tímasprengja á taugarnar. Þegar 20 sekúndur voru eftir, taldi leiksviðsstjórinn að þremur, og þessar þrjár síð- ustu sekúndur fóru með það, sem eftir var af taugunuml Troels: Þetta minnti helzt á géimskot! Þessar fallegu stúlkur voru á afmælisfagnaði íslendingafélags rún Ágústsdóttir, Nini Björnsson, Helga Falsdóttir og Helga ins í London. Frá vinstri: Björnsson. Guð- Jóhann áfram, má vel búast við því, að um endurtekning- ar verði að ræða, þ.e. etf á- horfendum fellur söngur pilt- anna í geð, en verði svo, eru þeir um leið komnir á brezika ieir voru sannarlega i essln -'rá vinstri: Þörir Baldursson u sínu, piltarnir, þegar þeir sungu fyrir landa sína í London. , Björn Björnsson, Gunnar Sigurðsson og Troels Bendtsen, Þjóðlögin eru að taka við. Ef Savanna tríóið „slær í gegn“, sagði Jóharrn að lokum, standa piltunum allar dyr opnar. Okkur lék hugur á að vita, hvað piltarnir hefðu sjálfir um ferðina að segja, og tók- um í því skyni hús á þeim í gær. Þeir voru hressir í máli og ferðaþreyta svo lítil, að hún mældist ekki, að því er þeir sjálfir sögðu. Við gefum piltunum orðið: Troeis; Ferðin var í einu orði sagt stórkostleg, og allur aðbúnaður og fyrirgreiðsla með slíkum ágætum, að vart verður á betra kosið. Hér áttu hlut að máli Jöhann Sigurðs- son og Gylfi Sigurjónsson, en hann er ritari ísiendlngafé- lagsins í London. Þórir: Gylfi var sérstaklega iðinn við að sýna okkur allt, sem helzt var að sjá í heims- borginni, en það er æði margt. Björn: Upptakan fyrir sjón varpsþáttinn fór fram á mánudeginum kl. 2. Þegar við komum í upptökusalinn — eða stúdíóið — blasti við okkur frumskógur af appa- rötum. Þetta var feikistór salur og þarna voru um 30 manns að starfi, en það, sem vakti sérstaka atíhygli otokar, Bjöm: Þetta gekk samt allt eins og í sögu, og strax á eftir var mymdin sýnd á skermum niðri í upptökusaln- um, — og þá komust taug- arnar í samt lag aftur. Við vorum mjög ánægðir með út- komuna. Þórir: Strax að loknu þessu lagi spurði náunginn uppi í búrinu (leikstjórinn), hvort við værum ekki reiðubúnir að syngja annað lag. Við kváð- um já við og sungum þá Þorraþræl. Björn: Áður en upptökur hófust, vatt sér að Troels dama á hvítum slopp, and- litsmakarinn á staðnum, og bar púður í andlit Troels, en hann er með fremur dökika skeggrót, sem ástæða þótti til að hylja. Troels: Já, allt þetta var ævintýri líkast, en þó hefði viðdvölin mátt vera lemgri, en þar sem við vorum ráðnir til að tooma fram á Akureyri yfir páskana, þurftum við oft að gera margt á of stutt- um tíma. Þórir: Að lokum viljum við ítreka þakklæti okkar til þeirra aðila, sem bókstaflega báru okkur á gullstól allan tímann, en án hjálpar þeirra værum við efilaust enn þá að leita að þessari London! Savanna tríóið í London

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.