Morgunblaðið - 29.04.1965, Side 1

Morgunblaðið - 29.04.1965, Side 1
32 síður 32. árgangur. 96. tbl. — Fimmtudagnr 29. apríl 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsins. ;í:@ v. . Handritamálið afgreitt innan hálfs mánaðar? Búízl við áliti handritanefndar á þriðjudag "r *** ' * ^p** Xndverskir hermenn á v erði í Rann oí Kutch. 1 ri~?~ -VM. -- ««- indverjar velja nýjar vígstöðvar hætti Pakistan ekki árásum í Kutch Shastri forsætisráðherra segir að leiðin til friðar sé enn opin Nýju Delhi og Karachi, 28. apríl — (AP-NTB) — NOKKUÐ befur dregið úr átökunum í Rann of Kutch héraðinu á landamærum Ind- lands og Pakistans, en þó skiptust stórskotalið beggja herjanna á skotum í dag. Shastri, forsætisráðherra Indlands, sagði í þingræðu í dag að Indverjar væru reiðu- húnir til að fallast á vopna- hlé á Kutch svæðinu. Ef hins vegar Pakistan hætti ekki árásum á þessu svæði mundu Indverjar reiðubúnir að berj- »st áfram, og þá ekki ein- skorða aðgerðir sínar við Kutch héraðið. Mest hafa átökin orðið við þorpið Biar-Bet, sfem Indverjar telja vera 10 km. fyrir innan landamæri Indlands. Segja tals- menn Pakistanstjórnar að þorp þetta sé í höndum Pakistanhers. Einnig halda þeir því fram að hersveitir þeirra séu komnar um 35 kílómetra inn á landsvæði, sem Indverjar telja tilheyra sér. Hafi her Indverja verið hrakinn á flótta á þessum slóðum og hlaup- ið frá miklu magni hergagna. Ekki ber fregnum saman um mannfall. Indverjar segjast hafa fellt 140 menn úr her Pakistan, en sjálfir segjast Pakistanbúar hafa misst 14. Og þeir segjast hafa tekið 30 indverska fanga, sem bendi til að manntjón þeirra hafi orðið verulegt. Lal Bahadur Shastri, forsætis- ráðherra, sagði í þingræðu sinni að her Pakistan stæði betur að vígi á vígvöllum í Kutoh en her Indlands. Þetta væri vegna þess að Pakistan-megin væri landið Tillaga danskra ihaldsmanna: Samnorræn \ hand ritastofnun Kaupmannahöfn, 28. apríl — (NTB) — TAESMENN danska fhalds- flokksins skýrðu frá því í Kaupmannahöfn i dag að flokkurinn muni bera fram tillögu um að komið verði upp sam-norrænni stofnun til að vinna að rannsóknum á þeim fornnorrænu handritum, sem gevmd eru í Kaupmannahöfn. Búis-t er við því að Þjóð- þingið danska muni innan háifs mánaðar taka afstöðu til tillögu stjórnarinnar um að afhenda íslendingum nokkurn hluta handritanna úr Árna- safni og Konunglegu bókhlöð- unni. Tiiiaga þessi var sam- þykkt í Þjóðþinginu 19ftl, en ihaidsmenn notuðu sér þá á- kvæði atjórnarskrárinnar til að fá afgreiðsiu málsins frest- að þar t-il nýjar kosningar hefðu farið fram, og nýtt þing kjörið. Ekki lágu í kvöld fyrir nán- ari upplýsingar um hvað íhaldsmenn hugsa sér með þessa norrænu handritastofn- un. í Svíþjóð er einnig fjöldi norrænna handrita, bæði norskra og islenzkra, en End- enman, menntamáiaráðherra Svía, hefur eindregið vísað á bug tillögu kommúnista um að afhenda íslendingum þau. — Norðmenn hafa ekki borið fram neinar kröfur um að fá afhent norsku handritin, sem geymd eru í Kaupmannahöfn. Hugmyndin um samnorræna handritastófnun hefur óður komið fram, en íslendingar ekki viljað fallast á hana. hærra og legðist ekki undir vatn þegar staðvindarigningarnar hefjast I næsta mánuði. Þess vegna muni Indverjar sjálfir ákveða hvar þeir leggi til atlögu við her Pakistan ef árásunum á Kutch svæðinu verði ekki hætt. „En ef Pakistan hættir árásunum, fæ ég ekki séð annað en að unnt ætti að vera að leysa deiluna um þetta svæði við samningaborðið,“ sagði ráðherrann. Forsætisráðherrann dró ekki dul á að hann teldi ágtandið mjög alvarlegt. Sagði harfn að Indland og Pakistan væru komin að „vegamótum sögunnar", og og kvaðst vona að ekki yrði hald ið það langt á þessari hættubraut að of seint verði að snúa við. Sakaði hann Pakistan um hatur í garð Indverja, og sagði Pakist- anbúa hafa tekið höndum sam- an við Kínverja. En leiðin til friðar væri þó enn opin. Hið umdeilda landsvæði Kann of Kutch er syðst á landamærum Vestur-Pakistan og Indlands og nær yfir um 23 þúsund ferkíló- metra. Er það óbyggilegt vegna þeás að á rigningartímanum, sem hefst í maí, er landið mest undir vatni. En margt bendir til þess að mikil olía sé þar í jörðu. Kaupmannahöfn, 28. apríl. HANDRITANEFND Þjóð- þingsins hélt í dag fund með K. B. Andersen, menntamála ráðherra. Akvað nefndin að koma saman að nýju hinn 4. maí, og ganga þá frá nefnd aráliti um handritamálið. — Búist er við því að meirihluti nefndarinnar, þ.e. fulltrúar jafnaðarmanna og róttækra, muni leggja til að afhending- arfrumvarp stjórnarinnar verði samþykkt eins og það var samþykkt í Þjóðþinginu 1961. Þegar gengið hefur verið frá nefndarálitinu, verður handrita- málið tekið til afgreiðslu á þing inu, sennilega í vikunni 9.—15. maí. Með afhendingu munu greiða átkvæði þingmenn jafn- aðarmanna og róttækra, og einn ig nokkrir þingmenn Vinstri- flokksins og tveir þingmenn íhaldsmanna, sem greiddu frum- varpinu atkvæði 1961. Með því ætti að vera tryggt að frum- varpið verði fljótlega samþykkt og lögin um afhendingu handrit- anna öðlist gildi. Ekki mun handritánefndin skila einróma áliti, og er talið vist að minnihlutaálit komi frá bæði íhaldsmönnum og sósialist um. Ihaldsmenn vilja koma á fót samnorrænni handritastoín- liggur fyrir, eða eins og það un> °§ mun flokkurinn beita sér gegn samþykkt afhendingarfrum varpsins. Fulltrúar sósíalista í hefndinni munu hins vegar leggja til að teknir verði upp samningar að nýju við ísiend- inga um lausn handritamálsins. Rytgaard. Loftárásir í Vietnam Da Nang og Saigon, 28. apríl (AP—NTB). BANDARÍSKAR herflugvélar og vélar úr flugher Suður Vrietnam gerðu í dag margar loftárásir á herbúðir, brýr, vegi og varðbáta í Norður Vietnam. Einnig fievgðii flugvélarnir niður flugritum þar sem íbúarnir í Norður Vietnam eru hvattir til að halda sig fjarri hernaðarlega mikilvægum skot- mörkum. Um 80 flugvélar tóku þátt í árásunum, og komu þær allar heilu og höldnu til heima- stöðva sinna, að því er segir í fregnum frá Saigon. Árásir voru gerðar á fjóra varðbáta hjá Quang Khe flota- stöðinni í Norður Vietnam. Þegar frá var horfið stóð einn þeirra í björtu báli, tveimur hafði verið rennt á land, og sá fjórði varð fyrir einhverjum skemmdum. Þá reyndu bandariskar sprengjuflugvélar í fjórða skipti að eyðileggja Bai Thon biúna, um 260 lcm fyrir sunnan Hanoi. Vörpuðu vélarnar alls niður 21 lest af sprengjum, en tókst aðeins að valda lítilsháttar skemmdum á brúnni. Brú þessi er í þröng- um dal og erfitt áð komast að henni, en hún er talin afar mikil væg fyrir hergagnaflutninga til Viet Cong skæruliða í Suður Viet nam. Lítið hefur verið um árásir Viet Cang á stöðvar í Suður Viet- nam að undanförnu. En snemma í morgun réðist sveit skæruliða á varðstöð Suður Vietnamhers aðeins 32 km frá Saigon. Ekki er vitað hve fjölmennt árásarliðið var, en því tókst að drepa 35 stjórnarhermenn og særa tíu, en auk þess náðu þeir miklu her- fangi. Tíu manna er saknað. Áframhaldandi óeiriir í Arabalöndunum Sendiherra Túnis í Kaíro og allt starfsfolk sendiréðsins kvatt heim Túnis og Kaíró, 28. apríl — (AP-NTB) — ÁFRAMHALDANDI óeirðir hafa verið í dag í Arabalönd- unum vegna tillögu Bourg- uiba, Túnisforseta, í síðustu viku um að Arabar viður- kenni Ísraelsríki. í Kaíró réðist hópur stúd- enta að sendiráði Túnis. — Brutu stúdentarnir útidyr sendiráðsins og margar gluggarúður, og kveiktu í bús inu. Tókst þó að ráða niður- lögum eldsins fljótlega. í Túnisborg var öflugur her- og lögregluvörður við sendi- ráð Egyptalands, íraks og Sýrlands til að fyrirbyggja frekari árekstra. En í gær gerðu þúsundir Túnisbúa að- súg að sendiráðinu og ollu þar talsverðum skemmdum. Þá kom til átaka við sehdi- ráð Túnis í Madrid í dag þeg- ar um 40 arabískir stúdentar gerðu aðsúg að sendiráðinu. Svo virðist sem tillögur Bour- guiba séu að valda alvariegum klofningi inann Arabaríkjanna, en þær komu öðrum Arabaleið- togum algjörlega á óvart. Vill Bourguiba að Arabalöndin við- urkenni tilveru ísraels gegn því að Israel láti af hendi nokkurt landssvæði til arabiskra flótta- manna frá Palestínu. Levi Esh- kol, forsætisráðherra ísraels, hef ur lýst því yfir að hann sé þakk- látur Bourguiba fyrir þessa til- raun til að draga úr ágreiningi Gyðinga og Araba. Hins vegar sagði ráðherrann að ekki væri neinn grundvöllur fyrir viðræð- um um að ísraelsmenn afhendj flóttamönnum hluta landsins. — Framh. á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.