Morgunblaðið - 29.04.1965, Qupperneq 11
Fimmtudagur 29. apríl 1965
11
MORCUNBLAÐIÐ
Stefán Guölaugsson
Fæddur 6. des 1888.
Dáinn 13. febrúar 1965.
STEFÁN Guðlaugsson, skipstjóri
og útgerðarmaður, fæddist í
Gerði í Vestmannaeyjum 6. des.
1888. Bjó hanp þar allan sinn
feldur og var alltaf kenndur við
þann stað.
Hann andaðist laugardaginn 13.
tfebrúar sl. eftir langvarandi van-
lieilsu. Kvaddi þar einn af mestu
fejómönnum Vestmannaeyja.
Hann var sonur Guðlaugs Jóns-
sonar og konu hans Margrétar
Eyjólfsdóttur frá Kirkjubæ, sem
fcjuggu rausnarbúi í Gerði.
Stefán hóf strax sjómennsku
á unga aldri og fór fyrst til sjós
12 ára gamall, aldamótaárið, méð
Jóni frænda sínum á sexæringn-
um Halkion. Stefán var á vertíð
í hálfan mánuð og fékk 20 til hlut
ar, sem þótti gott af hálfdrætt-
ingi.
Sem hálfdrættingur heila ver-
tíð var Stefán ráðinn aðeins 15
ára gamall, á tólfæringinn ísafold
árið 1903. Þá voru liðin 114 ár síð-
an 12-æringi hafði verið haldið
út frá Vestmannaeyjum.
Formaður var hinn kunni sjó-
eóknari og aflamaður Friðrik
Svipmundsson frá Löndum. Ver-
tíðina 1905 var Stefán, 16 áia
gamall, ráðinn fyrir heilum hlut
á Immanúel, sem var tíróinn, for-
maður Jóel Eyjólfsson frá Kirkju
bæ. — Þegar vélbátaöldin hófst
upp úr 1906 varð Stefán háseti
é vélbátum, m.a. á m.b. Berg-
þóru með Magnúsi í Dal.
Auk sjómennsku stundaði
Btefán á sumrin mikið fuglaveið-
ar og eggjatöku, sem títt var í
Vestmannaeyjum, lá Stefán mörg
íumur við að veiða í Elliðaey og
Suðurey, en hann þótti hinn bezti
veiðimaður, lipur og snarpur í
íjöllum.
Árið 1909 hóf Stefán for-
mennsku á fyrsta vélbátnum með
nafninu — Halkion. Bátur þessi
var 8,75 lestir, með 10 hestafla
Dan-vél, súðbyrtur oig smíðaður
i Frederikssund í Danmörku, eins
og fjölmargir fyrstu vélbátanna
Var Stefán eigandi að bátnum
ásamt fleirum.
Stefán var síðan óslitið formað-
ur þar til hann lét af formennsku
haustið 1956 — eða samfleytt í
47 ár. Var hann þá elzti starfandi
tformaður í Vestmannaeyjum og
mun enginn hafa verið eins lengi
samfleytt starfandi skipstjóri frá
þessari stærstu verstöð landsins.
Nær alltaf var Stefán formaður
á báti með nafninu Halkion. Á
sinni löngu sjómannstíð var
Stefán sérstakur gæfumaður sem
íormaður, aflasæll og heppinn,
og hafði ávallt á að skipa úrvals
mönnum, sem fylgdu honum í
fjölda ára. Sótzt var eftir að
íkoma unglingum í skiprúm til
Stefáns og voru síðan mangir
þeirra í skiprúmi hjá honum í
ératugi.
Formennska og útgerð Stefáns
einkenndist alla tíð af sérstakri
tframsýni og stjómsemi, en af-
burða sjómennsku og skipstjórn
Stefáns var viðbrugðið. — Var
Stefán sérstaklega veðurglöggur
©g sótti sjóinn fast.
Stefán var einn sá fyrsti, er
hóf netaveiðar við Vestmannaeyj
ar.
Á hinum erfiðu timum eftir
1930 tókst Stefáni með dugnaði
sínum og útsjónasemi við verkun
þurrafisks að losa sjg og fleiri
útgerðarmenn úr hinum harka-
legu tökum heimskreppunnar.
Stefán Guðlaugsson var því
einn þeirra manna, sem með sókn
sinni á fengsæl mið og framtaki
byggði upp hina blómlegu byggð
í Vestmannaeyjum og lifði og
tók þátt í hinni stórkostlegu at-
vinnubyltingu 20. aldarinnar.
Stefán hóf sjómennsku á ára-
6kipi föður síns og frænda og hélt
bann áfram útgerð á þeim grunni,
sem lagður var, og sótti ávallt á
brattann til meiri og betri fram-
fara með því að fylgjast með
tækni og nýjungum á hverjum
tíma. Stefán lifði það að sjá syni
sína halda glæsilega uppi merk-
inu að hætti hans sjálfs.
Síðasta ferð Stefáns niður að
höfn var í janúar síðastliðnum,
þegar hann fór að skoða nýjan
Halkion — glæsilegasta skip
Vestmannaeyjaflotans í dag.
Þessi aldni sæigarpur mátti
sannarlega muna tvenna tímana,
sexæringinn Halkion í nausti á
hafnlausri strönd og svo vélskip-
ið Halkion 260 tonna skip, í einni
myndarlegustu og öruggustu
hafnarkví landsins.
Stefán Guðlaugsson gat með
ánægju litið yfir lokið dagsverk,
hann var einn þeirra, sem hafði
í orðsins sönnu merkingu ávaxt-
að sitt pund.
Stefáns hægri hönd var kona
hans, Sigurfinna Þórðardóttir,
sem lifir mann sinn. Hjónaband
þeirra var sérleiga farsælt og voru
þau hjón ávallt sem eitt í blíðu
og stríðu, þau 55 ár, sem þau
lifðu saman. Börn þeirra á lífi
eru: Guðlaugur, framkvæmda-
stjóri, Þórhildur, húsfrú, Gunnar,
vélstjóri og Stefán, skipstjóri á
Halkion, uppeldisdóttir þeirra
hjóna er Ragna Vilhjálmsdóttir,
systurdóttir Sigurfinnu. Öll eru
þau búsett í Vestmannaeyjum.
Heimili þeirra Stefáns og Sigur
finnu var rómað fyrir gestrisni
og glaðværð og var þangað gott
að koma.
Jafnframt því, að Stefán var
einn helzti sjósóknari og útigerð-
armaður sinnar tíðar, ráku þau
hjón mikinn búskap, miðað við
stærð búa í Vestmannaeyjum, á
jörðinni í Gerði.
Utan róðra stóð Stefán sjálfur
í miklum jarðabótum, og stór-
bætti og jók jörðina í Gerði.
Stefán .Guðlaugsson var fram-
sýnn maður og stórhuga um
fleira en útgerð og búskap, hann
studdi með ráð og dáð öll helztu
framfaramál sjómanna i Vest-
mannaeyjum.
Stefán lagði m.a. drjúgan skerf
til kaupa á björgunar- og varð-
sikipinu „ÞÓR“ til Eyja árið 1919.
Menntunarmál sjómanna voru
honum ávallt efst í huga og við
setningu Stýrimannaskólans í
Vestmannaeyj um sl. haust, var
afhent sparisjóðsbók með rúmum
22 þús. kr. ásamt vöxtum frá
Stefáni og Sigurfinnu, en árið
1962 höfðu þau hjónin gefið
20.000 kr. til væntanlegs Stýri-
mannaskóla í Vestmannaeyjum.
Var þessi upphæð stofnupphæð
tækjasjóðs skólans.
Hefur enginn einstaklingur
sýnt þessu framfaramáli sjó-
manna eins mikinn áhuga og
Stefán Guðlaugsson.
Fyrir störf sín hlaut Stefán
riddarakross hinnar íslenzku
fálkaorðu fyrir nokkrum árúm.
Hinn 24. janúar sl. gerði Skip-
stjóra- og Stýrimannafélagið
„VERÐANDI" Stefán að heiðurs-
félaiga sínum, var það að tillögu
Jóhanna Hemmerts
Skagaströnd - Minning
allra fremstu formanna i Vest-
mannaeyjum, og eins og segir í
heiðursskjali, „vegna nær hálfrar
aldar farsællar skipstjórnar og
stuðnings við framfaramálefni
sjómannastéttarinnar fyrr og síð-
ar.“
Stefán var vissulega vel að
þessum heiðri kominn.
Útför Stefáns var gerð frá
Landakirkj u, laugardaginn 20..
febrúar sl. að viðstöddu fjöl-
menni.
Kvöddu þar Vestmannaeyingar
einn sinna beztu sona, sem bar
ávallt hag og farsæld heima-
byiggðar fyrir brjósti.
í fegursta veðri vetrarins, logni
og S'kyni síðdegissólar, var hinn
aldni sjómaður lagður til hvílu
í nýjum grafreiti í kirkjugarði
Landakirkju, örskammt frá fæð-
ingarstað -sínum, þaðan sem er
fegúrst útsýn yfir byggðina og
höfnina.
Minning góðs sjómanns ag
framfaramanns mun lifa.
Honum fylgir virðing og þakk-
læti eftirkomenda.
ÞANN 7. febr. s.l. andaðist í
sjúkrahúsinu á Sauðárkróki Jón
Jónsson á Bessastöfðum í Sæ-
mundarhlíð 79 ára að aldri. Hann
var fæddur að Valabjörgum á
Skörðum 8. jan. 1886. Voru for-
eldrar hans þau hjónin Jón Guð-
varðarson bóndi á Valabjörgum
og Oddný Sæmundsdóttir, bónda
í Syðra-Skörðugili í Langholti.
Guðvarður afi Jóns var sonur
Halls bónda í Geldingaholti, Ás-
grímssonar og fyrri konu hans
Maríu Ólafsdóttur, prests í Kvía
bekk í Ólafsfirði og var þvi Gu'ð-
varður, sem bjó í Holtskoti í
Seyluhreppi albróðir sr. Jóns
Hallssonar, prófasts í Glaumbæ.
Jón ólst upp á Valabjörgum
með foreldrum sínum til 15 ára
aldurs, en þá flutti fjölskyldan
að Holtskoti, þar sem afi Jóns
hafði áður búið.
Árið 1914, tók Jón við af for-
eldrum sínum og ári síðar þann
27. maí 1915 kvæntist hann
Soffíu Jósafatsdóttur frá Krossa
nesi í Vallhólmi. Soffia var eitt
af tíu börnum er upp komust,
þeirra Krossaneshjóna Jósafats
Gurðmundssonar og Guðrúnar
Ólafsdóttur. Soffía var vel gerð
kona og merk, sem stóð við
hlið manns síns um nær hálfrar
aldar skeið, sem samhentur,
traustur og tryggur lífsförunaut-
ur. Auður var aldrei í garði
þeirra hjóna, en heimili þeirra
var ávallt með myndarbrag og
gestrisni þeirra og veitingum við
brugið. í Holtskoti bjuggu þau
Jón og Soffía til ársins 1927,
síðan í Geldingaholti og þá
Glaumbæ um 17 ára skeið. Fluttu
þá að Ingveldarstöðum á Reykja-
strönd en bjuggu þar skammt,
því árið 1941 brugðu þau búi og
fluttu þá að Bessastöðum til
sonar síns og tengdadóttur, og í
skjóli þeirra og barnabarna lifðu
þau til æviloka. Soffía andaðist
22. apríl 1960. Börn eignuðust
þau þrjú, og eru þau þessi: Sæ-
mundur bóndi á Bessastöðum,
kvæntur Mínervu Gísladóttur,
Hansína gift Regnari Erni, tré-
smið í Reykjavik og Valtýr verzl
unarmaður í Reykjavík kvæntur
Ósk Jónsdóttur.
Eftir að Jón lét af búskap
stundaði hann vegagerð á sumr-
in og eignaðist við þau störf
marga góða_vini og minntist sam
vistanna við þá með gleði. Þessi
stuttlega upptalning á æviferli
Jóns á Bessastöðum ber með sér,
áð hann var ekki margbreytileg-
ur. Hlutskipti hans var erill bónd
ans og erfiði verkamannsins, og
aldrei auði safnað, þótt með
þrifnaði væri vel af komizt.
Það er stundum svo að orði
komis-t, að þessi eða hinn hafi
ÞÉGAR vér fréttum um nýlát-
inn vin eða vinkonu, kemur
fram í huga vorn mismunandi
minning. Stundum hlý og mild,
bundin við langa leið, ef til vill
frá æskuárum.
Þegar ég heyrði andlátsfregn
frú Jóhönnu Hemmert frá Skaga
strönd, minntist ég þess að ég
var barn um átta ára aldur, þeg-
ar ég sá hana fyrst, þessa góðu
og glæsilegu konu. Ég gjörði
mér ekki þá grein fyrir hvað
mikilhæf hún var, hvaða ótal
kosti hún hafði að bera, hvað
mikil fegurð og list var í öllu
hennar lífi, hún var listakona af
Guði gjör, einnig mjög vel
menntuð. Hún kunni svo vel að
lent á rangri hillu í lífinu. Ekki
vil ég halda því fram, að svo
hafi verfð um Jón á Bessastöðum,
og trauðla finnst mér, að þau
orð verði höfð um nokkurn þann,
sem hefur manndóm til þess að
lifa svo lífinu, að honum sé sómi
að, og vinnur með gleði þau
störf, sem lífsönnin heimtar af
hionum hverju sinni. En það
ger’ði Jón á Bessastöðum vel og
trúlega. En vel má segja, þótt
þarflaust sé að velta slíku fyrir
sér, ef Jón hefði átt uppvöxt
sinn með okkur miðaldra og það-
lífsleið hans orðið önnur en hún
an af yngri mönnum, að þá hefði
varð. Sennilega hefði hann þá
átt auðveldara með að fullnægja
ríkri námsþrá sinni, og ætla má
að sú skáldgáfa, sem hann var
gæddur hefði þá náð enn meiri
þroska. Og þeim mun meiri á-
stæða er til þess að álykta svo,
að Jón á Bessastöðum var af
allri gei*ð trúr maður og traust-
ur, íhugull og vankár. Hann var
prýðilega greindur maður, hæg-
látur og hlédrægur, gekk hægt
um gleðinnar dyr, .en hafði þó
yndi af að gleðjast um stund á
góðra vina fundi. Börnum sínum
var hann hlýr og góður faðir og
barnabörnum ástríkur afi, enda
voru þau þeir ljósgeislar lífs
hans, sem glöddu hann mest. Til
þess benda þessar stökur hans:
„Hressa tíðum hugann lúða
hýru brosin þín,
lyndisblfða, lokkaprúða
litla stúlkan mín.“
Hér er eitt, sem huga minn,
hjartanlega gleður,
í fangi minu framtíðin
fagnar hlær og kveður.
Jón orti talsvert undir nafn-
Framhald á bls. 22
varðveita allt það góða, sem
henni hafði verið gefið og rækt-
að það, og reyndi að gefa öðrum
sýn yfir fegurð lífsins og gildi
þess.
Heima á Skagaströnd stóð hús
þeirra hjóna, Hemmerts og frúar
undir höfðanum, sem Höfða-
kaupstaður ber nafn af, á falleg-
um stað skammt frá Einbúanum.
Ég kom oft í þetta hús, hjónin
voru samhuga um fágun heimil-
isins, hann var hinn trausti, á-
reiðanlegi, prúði heimilisfaðir.
Þau önnuðust uppeldi dætra
sinna sem bezt. Báðar voru þær
vel gefnar myndar stúlkur. Frú
Jóhanna hafði oft barnaheimboð
á vorin í húsi sínu, við vorum
þar oft mörg saman komin, hún
var mjög söngelsk og spilaði á
orgel fyrir okkur, og reyndi að
vekja hjá okkur sýn yfir fegurð
ljóðs og lista. Sagði okkur margt
um fegurð Danmerkur, þar sem
hún hafði dvalizt um tíma, um
siði þar, snyrtimennsku og eitt
og annað, sem hún hafði svo
glöggt auga fyrir. Hún hafði
yndi af að segja frá og kenna
jafnvel þeim sem ekki skildu
hana, það var list úr safni henn-
ar sjálfrar.
í heimboðum fór hún út með
okkur krakkana eftir að hafa
veitt okkur ríflegar góðgerðir,
fór með okkur uppá höfðann og
leitaði að blómum, sem spruttu
þar ótrúlega mörg í skútum og
skorum, hún kunni nöfn á þeim
öllum, útskýrði um eðli þeirra,
lögun og lit.
Svo líður tíminn áfram, ég
ólst upp til fullorðins ára, og
flutti burt úr fæðingarsýslu
minni, en missti þó ekki sjónar
af vinkonu minni, sem einnig
flutti með fjölskyldu sinni til
Sauðárkróks, þar bjó hún hjá
dóttur sinni, frú Margréti, og
tengdasyni, Eysteini Bjarnasyni,
kaupmanni.
Ég var þá orðin húsfrú hér í
Skagafirði og hófust þá ný kynni
okkar í milli. Ég var oft lang-
tímum á Sauðárkróki, og kom
ég þá oft til hennar og töluðum
við oft saman í fleiri klukku-
tíma.
Þá vildi hún kenna mér eitt og
annað, sem heyrði til búskapar,
en hún hafði alltaf haft áhuga á
honum og átt sjálf kýr og hesta
þegar hún var á Skagaströnd,
enda var hún mikill dýravinur.
Einnig var Jóhanna listfeng á
hannyrðir og saum svo af bar,
hafði svo fagurt val á litum og
linum, alltaf sama nákvæmnin
og snyrtimennskan í öllu starfi
hennar. Eitt sinn sagði hún við
mig: „Nú er styttra bilið á mill-
um okkar, en var þegar þú varst
barn, þá skildir þú mig ekki,
sem von var, en nú skiljum við
hvor aðra. Ég er stundum ein-
mana“, sagði hún, „en við erum
það jafnvel öll á ýmsum stund-
um. Það er allt orðið svo breytt,
allir hafa svo mikið að gera, við
eldra fólkið sitjum oft ein, þótt
mitt nánasta fólk vilji gjöra allt
fyrir mig, hefur það oft ekki
tíma“.
Einnig sagði hún að hún væri
svo lánsöm að eiga hér á staðn-
um marga vini og ein yinkona
hennar sem oft kom til hennar,
sagði oft við mig að hún hefði
alltaf farið fróðari og betri af
hennar fundi. Svo mun hafa ver-
ið með alla sem hana þekktu.
Ég bið blessunar bömum
hennar og barnabörnum. Blessað
var líf hennar með birtu og
þrótt, blessuð sé líka dauðans
nótt. Blessuð sé sál hennar í
sælli heimum.
Una H. Sigurðardéttir,
SunnuhvolL
G.Á.E.
Jón Jónsson á
Gessastööum-Minning