Morgunblaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 29. apríl 1965
ANN PETRY:
STRÆTIÐ
sig í speglinum.
— Þú ert voða falleg, sagði
hann. Hún var í síðu, svörtu pilsi,
sem skrjáfaði ofurlítið í þegar
hún gekk, og í hvítri blússu og
með rautt belti um sig miðja. —
■Hvert ætlarðu, mamma?
— Á dansleik í Casino- Ég á
að syngja þar í kvöld.
Hann tók þessu með sönginn
með ánægju, því að honum þótti
gaman að heyra hana syngja eða
raula, og þá þótti auðvitað öðr-
um það líka. En ef hún ætlaði að
fara að dansa, mundi hún ekki
koma heim fyrr en seint. Það
mundi braka í gólfinu og vindur
inn mundi hvína, rétt eins og ein
hver væri að reyna að brjótast
inn í húsið og þá yrði hann einn
í húsinu. Þegar hún var þar líka
heyrði hann aldrei svona hljóð
— fótatak úti á ganginuin, svo að
glumdi í. Hann vaknaði aldrei
hræddur og án þess að vita við
hvað, eins og í nótt sem leið.
Myrkrið gerði honum ekkert til
þegar hún var hjá honum, því að
hann vissi, að hann þurfti ekki
annað en kalla — þá mundi hún
koma til hans.
— Verðurðu lengi í burtu?
spurði hann.
— Ekki mjög lengi. Ég skal
breiða ofan á þig áður en ég fer.
Hún sneri frá speglinum. —
Borgames
~ UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins í Borgarnesi er Hörð-
ur Jóhannsson, Borgarbraut
19. — Blaðið er í lausasölu á
þessum stöðum í bænum:
Hótel Borgarnesi, Benzínsölu
Huld við Brákarbraut og
Benzínsölu Esso við Borgar-
braut.
Stykkishólmur
Umboðsmaður Morgun-
blaðsins í Stykkishólmi er
Vikingur Jóhannsson, Tanga
götu 13. Ferðafólki skal á
það bent að í lausasölu er
blaðið selt í benzínsölunni
við Aðalgötu.
Afgreiðslur blaðsins hafa
með höndum alla þjónustu
við kaupendur blaðsins og
til þeirra skulu þeir snúa
ser, er óska að gerast fastir
kaupendur Morgunblaðs-
ins.
Farðu nú úr, svo að ég geti breitt
ofan á þig áður en ég fer.
Hann dokaði við í dyrunum og
horfði á hana festa spennurnar
á háhæluðu rauðu skónum og
hann langaði að biðja hana um að
slökkva ekki ljósið þegar hún
færi út, en samstundis mundi
hann eftir því, að ljósreikningur
inn hækkaði, ef lengi væri látið
loga.
— Má ég lesa svolítið áður en
ég fer að sofa?
— Nei, helzt ekki. Þú skalt fara
strax að sofa: Og þegar hann stóð
þarna enn og lyfti öðrum fæti,
gekk hún til hans og klappaði
honum á öxlina. — Flýttu þér,‘
elskan. Ég hef nauman tíma.
Hann gekk inn í baðherbergið
með nokkurri tregðu og var lengi
að koma sér í náttfötin. Hann
athugaði skóna sína og sokkana
vandlega, rétt eins og hann hefði
aldrei séð þá áður og væri í vafa
um, til hvers þeir væru notaðir.
Hann renndi vatni í vaskinn
þarna inni og hrærði svo letilega
í því með fingrinum og horfði á
litlu bylgjurnar, sem komu á
vatnið, þegar fingurinn hreyfðist
fram og aftur, og óskaði þess að
hann hefði hreinlega sagt henni,
að hann væri hræddur að vera
einn heima. Kannski hefði hún
þá spurt hann, hvort hann vildi,
að húsvörðurinn kæmi upp og
væri hjá honum þangað til hún
kæmi aftur. Og þá kæmi hann
áreiðanlega. En það var bara
þetta, að mamma virtist ekki
neitt hrifin af húsverðinum.
Hann þvoði sér andlit og hendur,
tók fötin sín og gekk inn í stof
una.
— Jæja, sagði hún. — Ég ætla
að fara í kápuna meðan þú ert
að komast upp í.
Hann lagðist á miðjan beddann
og horfði upp í loftið og reyndi
að hugsa eitthvað upp, sem gæti
tafið fyrir því, að hún færi út.
Þegar hún var ekki heima, greip
hann alltaf einhver söknuður.
Það var ekki dimmunni að kenna
því að þetta var eins í björtu,
þegar hann kom heim úr skólan
um. Um leið og hann opnaði
dyrnar, greip hann einhver tóm-
leikakennd, því að húsið var svo
tómt og þögult og einkennilegt.
Um hádegið flýtti hann sér að
borða og fór svo út á götuna.
Eftir skólatímann hafði hann
fataskipti í mesta snatri, en
hversu fljótur sem hann var að
því var húsið alltaf svo skugga
legt og kalt. En þegar hún var
inni, var það svo hlýtt og vin-
gjarnlegt og viðkunnanlegt.
Það var einn krakki í skólan-
um, sem varð að vera heima í
fimm daga vegna tannpínu. Hann
gat sagzt hafa tannpínu, en svo
vissi hann ekki, hversu snögg-
lega hún kæmi, svo að þá gat
Augfýsendur
athugið
Morgunblaðið kemur ekki
út sunnudaginn 2. maí
V
Þeir, sem ætla að auglýsa í Morgunblað-
inu 1. maí eru vinsamlega beðnir að skila
handritum fyrir kl. 6 í kvöld í auglýsinga-
skrifstofuna.
óvmmblúíiií'
hún komizt að því, að þetta var
uppgerð hjá honum. Eða vaxtar
verkur kynni annars að vera
betri, því að svo margir krakk
ar í skólanum fengu vaxtarverki.
Hann var að reyna að koma sér
niður á því hvar vextarverkir
væru, þegar hún kom inn í stof
una. Hún gekk út að gagndyrun
um og kveikti ljósið.
Svo laut hún yfir hann og
kyssti hann og faðmaði hann af
öllum kröftum og hann fann of
urlítinn sætan ilm af henni og
faðmaði hana að sér, og hugsaði
að ef hún bara mætti vera kyrr
meðan hann sofnaði. Það tæki
ekki langan tíma, því að hann
mundi sofna fljótt ef hann vissi
hana nærri sér.
Hann sleppti takinu og lagðist
niður, af því að hann var hrædd
ur um, að hún yrði reið ef hann
héldi svona fast í hana, því að
hann mundi, hve reið hún hafði
orðið um morguninn út af blúss-
unni, og nú gæti hann líka krukl
að hanna ef hann héldi svona
fast. Hún seildist eftir slökkvar-
anum við rúmið og hann strauk
kápuna hennar blíðlega.
— Góða nótt, elskan, sagði hún
og slökkti ljósið.
Samstundis varð aldimmt í stof
unni. Hann opnaði augun til að
reyna að sjá eitthvað annað en
þetta kolsvarta myrkur. Hann
vissi, hvar hornin í stofunni voru
þó að hann gæti ekki séð þau.
Þau voru horfin í myrkrið. Hon
um fannst eins og hann héngi í
lausu lofti og vissi ekki, hversu
stórt þetta lausa loft var þegar
því rúmi sleppti, sem líkami hans
tók.
— Þú hleypir engum inn, sagði
Lutie.
Hann var búinn að gleyma, að
26
hú.n var enrí þarna inni, og nú
leit hann í áttina, sem röddin
kom úr, þakklátur fyrir, að hún
skyldi enn vera þarna, og hann
heyra til hennar. —• Nei, mamma,
sagði hann.
Það var einhver þreytulegur
tónn í röddinni, og Lutie sneri
sér aftur að honum. — Fer vel
um þið, elskan? sagði hún.
— Já, já- Hann hafði verið að
vona, að hún tæki eftir, að eitt
hvað væri að honum. En svo þeg
ar að því kom, vildi hann ékki
láta hana vita, að hann væri
svona mikill heigull, sem þyrði
ekki að vera einn í myrkrinu.
Honum varð hugsað til kúrek-
anna, sem riðu á harðaspretti og
hinna hugrökku leynilögreglu-
manna í kvikmyndunum, og svo
stóru, sterku strákana í sjötta
bekk í skólanum. — Það er allt
í lagi með mig, sagði hann.
Lutie gekk út í ferhyrnda ljós
blettinn og hann sá hana greini
lega rétt sem snöggvast, gljáann
á hárinu á henni, síða, svarta pils
ið og stuttu, víðu kápuna.
— Vertu sæl, endurtók hún og
sneri sér að honum brosandi.
— Bless, mamma, sagði hann.
Og um leið hvarf ljósið í gangin-
um. Þó var hún þarna enn, af
því að hann heyrði hana opna
dyrnar, og allra snöggvast kom
dauf birta úr fremri ganginum.
En svo lokuðust dyrnar.
Öll íbúðin varð að einni
dimmu. Hann hlustaði eftir lykl
inum hennar í skránni. Það smalí
í háu hælunum hennar þegar hún
gekk eftir ganginum. Hann sett
ist upp, til þess að heyra betur.
Hún var að ganga niður stigann.
Fótatakið varð daufara og dauf
ara, þangað til hann gat alls ekki
heyrt það, hversu mjög sem hann
reyndi.
Hann lagðist út af og dró rúm
fötin upp að höku og lokaði aug-
unum fast. En þau vildu ekki
tolla aftur. Hann hélt áfram að
opna þau, því að jafnvel þótt
þau væru lokuð, sá hann myrkr
ið í kring um sig jafn fyrir því.
Það var þykkt eins og sýróp —
mjúkt og þykkt, en bara svart.
En það var ennþá verra að
vera með opin augu, af því að
hann gat ekkert séð og honum
fannst eins og öll stofan væri á
hreyfingu og tæki stakkaskiptum
kringum hann. Hann rýndi út í
myrkrið og reyndi að sjá hverju
fram færi. Hann settist upp en
lagðist síðan niður aftur og
breiddi upp fyrir höfuð. Dimman
var næstum ennþá einkennilegri
undir rúmfötunum. Hann lokaði
augunum en opnaði þau svo hér
um bil strax aftur, og vissi ekki,
hvað hann gæti búizt við að
finna hjá sér þarna undir rúm-
fötunum, og var jafnhræddur við
að horfa eins og horfa ekki.
Þungt fótatak heyrði úti á gang
inum og hann stakk upp höfðinu
og sat svo og hlustaði. Kannski
var þetta húsvörðurinn hugsaði
hann. Fótatakið fór framhjá og
eftir ganginum og hann var von-
svikinn, og lagðist út af aftur.
Það brakaði í tröppunum úti fyr
ir. Svo hófst eitthvert viðloðandi
hljóð inni í veggjunum, sem kom
honum til að skjálfa af hræðslu,
því að nú mundi hann allar sög
urnar, sem Lil hafði sagt hon-
um, af rottunum, sem ætu fólk
upp til agna.
Það voru áflog í næstu íbúð. í
fyrstunni varð hann feginn þess
um háværu, reiðilegu röddum,
því að þá heyrðist ekki til rottn
anna í veggjunum. En svo heyrð
ist brothljóð. Eitthvað þungt lenti
í veggnum og svo hrundi kalkið
úr honum. Hann gat heyrt það
hrynja. Raddirnar urðu enn há-
værari og kvenmaður æpti upp.
— Ég hefði átt að vera búinn
að kála þér fyrir löngu, svarta
tíkin þín!
töldum stærðum:
520x13/4 Kr. 668,00
560x13/4 — 739,00
590x13/4 — 815,00
640x13/4 — 930,00
640x13/6 — 1.080,00
650x13/4 — 1.122,00
670x13/4 — 970,00
670x13/6 — 1.114,00
520x14/4 — 735,00
560x14/4 — 810,00
590x14/4 — 860,00
750x14/6 — 1.215,00
560x15/4 — 845,00
590x15/4 — 920,00
640x15/6 — 1.153,00
670x15/6 — 1.202,00
— Komdu ekki nærri mér,
hvæsti konan.
Einhver henti flösku út um
gluggann á fjórðu hæð og hún
lenti niðri í húsagarðinum svo að
bergmálaði aftur og aftur. Svn
varð andartaks þögn. Hundur tók
að gelta en svo byrjuðu raddirn
ar aftur.
Konan grét og Bub varð æ
hræddari. Þetta var svo einmana
leg rödd og loftið titraði þangað
til honum fannst það eins og
koma gegn um vegginn. Ekkert
var þarna kringum hann, sem
hann þekkti eða hafði séð áður.
Hann tók í andlitið. Hér var hann
einn síns liðs í myrkrinu, villtur
á ókunnum stað, sem var fullur
af ýmsum hræðilegum hlutum.
Hann seildist til og kveikti ljós
ið og strax var stofan þarna
kringum hann eins og hann
þekkti hana. Hann athugaði hana
vandlega. Allt var þarna, sem
þar átti að vera og hann þekkti
svo vel — stóri stóllinn, spila-
borðið, útvarpið og gólfábreiðan.
Ekkert hafði breytzt. Og samt
hvarf þetta allt í myrkrinu og í
staðinn komu einhverjar fram-
andlegar þústir.
Snöktið í næstu íbúð fjaraði
út. Einhversstaðar að neðan
heyrðist hlátur, og glamur í glös-
um. Hann lagðist niður eins og
hvíldur og nú ekki lengur hrædd
ur. Mamma yrði öskuvond þegar
hún kæmi heim og fyndi hann
sofandi með ljósið logandi, en
hann gat ekki farið að slökkva
það aftur.
710x15/6 Kr. 1,295,00
760x15/6 — 1.579,00
820x16/6 — 1.787,00
425x16/4 — 591,00
500/525x16/4 — 815,00
550x16/4 — 960,00
600x16/6 — 1.201,00
650x16/6 — 1.285,00
700x16/6 — 1.731,00
900x16/8 — 3.881,00
650x20/8 — 2.158,00
750x20/10 — 3.769,00
825x20/12 — 4.400,00
900x20/14 — 5.591,00
1100x20/14 — 8.437,00
m KR.KRISTJÁNSSDN H.F.
IHIBOIIl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00
GERIÐ SAMAIMBIJRD
Á VERÐUM ! ! !
Framúrskarandi reynsla hérlendis á VREDESTEIN
hjólbörðunum sannar gæðin og hið ótrúlega lága
verð tryggir hagstæðustu kaupin.
Munið að gera samanburð á verðum áður
en þér kaupið hjólbarðana
VREDESTEIN hjólbarðar eru fyrirliggjandi í eftir-