Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. júní 1955 Einlægar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd á níræðis afmæli mínu þann 3. júní sl. — Guð blessi ykkur öll. Guðjón Ásgeirsson, Kýrunnarstöðum, Dalasýslu. Innilegt þakklæti til þeirra mörgu. öldnu og ungu, sem minntust mín í orði og verki á áttræðisafmæli mínu. — Gleðilegt sumar. Kristján V. Guðmundsson. t Föðursystir mín, KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR frá Stóru-Mörk, andaðist á Landsspítalanum 4. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá Stóra-Dalsklrkju laugardaginn 12. júní kl. 2 e.h. Sigurbjörg Guðjónsdóttir. Eiginmaður minn og faðir okkar JÓNAS M. LÁRUSSON andaðist að Sólvangi í Hafnarfirði í gær. ída M. Lárusdóttir, Magnús Már Lárusson, Björn Lárusson. Útför fóstru minnar HELGU JÓNASDÓTTUR fer fram frá Neskirkju laugardaginn 12. þ.m. kl. 10,30. Fyrir hönd vandamanna. Anna Jónsdóttir. Hjartans beztu þakkir færi ég öllum þeim nær og fjær, sem sýndu mér samúð og hluttekningu við and- lát og jarðarför systur minnar, GUÐLAUGAR BJARNADÓTTUR Hverfisgötu 9, Hafnarfirði, sem andaðist á Elliheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, 11. maí sl. — Sérstaklega þakka ég hjónunum Valgerði Brynjólfsdóttur og Ingvari Björnssyni, sem reyndust henni alla tíð eins og góð systkini síðustu 25 árin, sem þau voru henni samtíða, sömuleiðis Bergsteinunni Bergsteinsdóttur og Sigríði Benjamínsdóttur, sem léttu henni sjúkdómsleguna af sérstakri fórnfýsi, Elísabetu Er lendsdóttur hjúkrunarkonu, Eiríki Björnssyni lækni og svo læknum og hjúkrunarliði á Sólvangi. — Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Ingveldur Bjarnadóttir. Móðir okkar og tengdamóðir, VILBORG BJARNADÓTTIR sem andaðist 8. þ.m., verður jarðsungin frá kirkju Óháða safnaðarins, föstudaginn 11. þ.m. kl. 10.30 f.h. Blóm vinsamlega afþökkuð Guðrún Guðmundsdóttir, Einar Ástráðsson, Halldóra R. Guðmundsdóttir, Sigurður Magnússon. Jarðarför, JÓNS JÓNSSONAR Vífilsgötu 7, sem lézt í sjúkrahúsi Hvítabandsins 7. þ.m. fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík föstudaginn 11. júní kl. 15. Vandamenn. . Maðurinn minn, MAGNÚS ÞORLÁKSSON símamaður, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni föstudaginn 11. júní kl. 1,30. e.h. —- Þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlega bent á Hjarta- og æðaverndar- félagið. María Helgadóttir. Þökkum auðsýnda samúð og kveðjur vegna fráfalls og jarðarfarar, MAGNÚSAR JÓNS KRISTÓFERSSONAR verkstjóra. Laufey Guðmundsdóttir, Kristófer Magnússon, Sólveig Ágústsdóttir, Guðrún Bjamadóttir, Jóhann Sveinsson, Sjöfn Magnúsdóttir, Ingimundur Jónsson, Guðrún Magnúsdóttir, Einar Þórir Jónsson, og barnabörn. Barnaleiksvæði við Skíðaskálann FÓLK sem fer um Hellisheið- arveginn hefur undanfarna daga veitt þvi athygli að búið er að útbúa þar barnaleikvöll fyrir framan. Dettur sumum þá í hug að þarna sé komið barnaheimili, en svo er ekki. Veitingamaður- inn á staðnum hefur látið útbúa þetta leiksvæði fyrir börn gest- anna í Skíðaskálanum. Þetta er afgirt svæði, svo böm in komast ekki út á bilastæðið og þar hefur verið komið fyrir sandkassa og ýmsum góðum leik tækjum, sem börnin geta unað við meðan fullorðna fólkið nýt- ur veitinga inni í skálanum. Nú eftir hvítasunnuna hefjast viðgerðir á skálanum, ætlunin að mála hann og laga til, bæta snyrtiherbergi o.fl. Innbrot á Akranesi Um hvítasunnuna var framið innbrot í söluskála á Akranesi og þaðan stolið verðmætum að upphæð 10 þús. kr. Málið er í rannsókn. Nýkomið frá Ítalíu Hvítir skór — GuUskór Lönguhlíð, milli Miklubrautar og Barmahlíðar. ÍTALÍA - KAUPMANNAHÖFN Jr 14 daga ferð um ftalíu með viðkomu í öllum helztu borgum og fegurstu stöðum. ic 3 dagar í Róm. ic 5 dagar í Kaupmannahöfuj 22 dagar — Verð kr. 19.800,00 3 ferðir: 22. jálí — 5. ágúst — 19. ágúst. IT L&L 102 DVÖLIN 1 RÓM Við höfum þrjá heila daga í Róm. Verður tíminn þar að sjálfsögðu nýttur til hins ýtr- asta bæði til að sjá borgina sjálfa og Páfaríkið. Þar sjáum við Péturskirkjuna með öllum sínum mörgu listaverkum, t.d. háaltarið, en það stendur skv. sögunni á gröf Péturs postula. Yfir altarinu eru hin miklu listáverk Michelangelos og í Sixtinsku kapellunni eru hin- ar víðfrægu freskur sama lista manns. í Vatikaninu eru sam- ar komin ómetanleg listaverk, sem hvergi er að finna á öðr- um stað. Hina fomu Róm sjár um við á Via Appia Antica, Colosseum, Forum Eomanum og t.d. Katakombunum. Róm nútímans er lífleg og athafna- söm borg, miðdepill lista, vís- inda og tækni. FLÓRENS Hér er önnur borg fræg fyrir ómetanleg listaverk. Þar er um að ræða heimsfrægt lista- verkasafn, konungshöllina Palazzo Pitti, hina gull- skreyttu Ponte Vecchiobrú, prédikunarstólinn í San Lor- enzo kirkjunni eftir Donatelli og kapellu Medici-ætterlanar. Þá förum við í ferð tii Piazz- ale Michelangelo, þaðan sem við höfum einstakt útsýni yfir borgina. Við ökum um Arno- dalinn og smökkum á hinu fræga Chianti-víni, sem Toscana-héraðið er frægt fyrir • • FENEYJAR Feneyjar eVu ekki aðeins merkar vegna listaverkanna, sem einnig þar eru í rikum mæli, heldur og einnig vegna legu sinnar. Það er viðburður að koma frá t.d. Róm, þar sem umferðin og hin vél- vædda menning nútímans er ríkjandi til Feneyja þar sem t.d. bílar eru ekki til. Þar ferð ast menn á gondólum eða vaporettas, sem eru vatna- strætisvagnar þeirra Feneyja- búa. PÍSA — BOLOGNA — RAVENNA — SAN MARINO — ASSISI Allt eru þetta staðir frægir fyrir fegurð, listaverk eða hvorttveggja. Engin leið er að gera þeim skil í stuttri ferða- lýsingu. farþegum og ekið til Hótel Plaza. 2. dagur: Eftir morgunverð e> flogið með annarri flugvél frá Malmö til Rómaborgar og lent þar kl. 14,30. Þar er ekið tii Hotel Nuova Roma. 3., 4. og 5. dagur: Dvalið í Róm. Við höfum hér þrjá daga tií að skoða „borgina eilífu". 6. dagur: Ekið frá Róm til Písa og síðan til Flórens. ★ VERÐ Verðið kr. 19.800,00 er á mann miðað við gistingar í tveggja manna herbergi. Sé óskað eftir einsmanns- herbergi greiðist aukalega kr. 1300,00. Innifalið í verð inu eru eftirtalin atriði: Allar ferðir skv. framan- greindri áætlun, allar gist- ingar, fullt fæði á Ítalíu, en í Kaupmannahöfn að- eins morgunverður, farar-t stjóri og söluskattur. Ekki innifalið: Drykkir með mat, flugvallarskattur og önnur persónuleg út- gjöld. — Ferðatryggingar greiðast einnig sérstaklega. FERÐAÁÆTLUNIN 1. dagur: Fariþegar mæti á afgreiðslu Loftleiða á Reykja víkurflugvelli og er ekið það an til Keflavíkur. í ferðinni 22.7. er þetta kl. 7,30, en hin- um ferðunum kl. 12,00. Er flogið frá Keflavík til Malmö i Svíþjóð. Þar er tekið á móti 7. og 8. dagur: Dvalið um kyrrt í Flórens. Tveir dagar. 9. dagur: Frá FJórens til Bologna og síðan Feneyja. 10. dagur: Dvalið um kyrrt í Feneyjum. 11. dagur: Frá Feneyjum um Ravenna, Rimini og til dvergríkisins San Marino. 12. dagur: San Marino — Assisi. 13. dagur: Frá Assisi til baðstaðarins Sorrento. 14. og 15. dagur: Tveir dag- ar um kyrrt í Sorrento. 16. dagur: Ekið síðasta spöl- in til Rómar og flogið þaðan um kvöldið til Malmö. Dvalið enn á Hotel Plaza. 17. dagur: Farið með ferj- unni eftir morgunverð til K aupmannahaf nar. 18., 19. og 20. dagur: Dvalizt þrjá daga um kyrrt í Kaup- mannahöfn. 21. dagur: Farið með ferj- unni til Malmö seinni hluta dags. 22. dagur: Flogið heim til íslands um kl. 19,00. LOND OC LEIÐIR Aðalstrœti 8 - Símar 20800-20760 s *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.