Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. júní 1965 Þessa mynd tók Jjósmyndari A.P. í Freibourg af Prófessor Wilhelm Wegner og Bergsveini Ólafssyni, þar sem þeir era að skoða tæki í hinum nýj u húsakynnum augnlæknadeild ar Freibourg háskóla. „Ánægjukgt ú hitta gamfan nemanda" Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Associated Press, Freibourg, Vestur-Þýzkalandi. FYRIR skömmu var haldin rá/ð- stefna augnlækna hér í borg, og kynntu augnlæknarnir sér einnig aðbúnað á augnlækna- deild Freibourg-háskóla, sem lýtur stjórn eins kunnasta sér- fræðings Vestur-Þýzkalands í augnlækningum, prófessors dr. Wilhelms Wegners. Auk þess hafa verið Jialdnir fyrirlestrar í Höchenschwand í Svartaskógi. Fréttaritari Associated Press hitti prófessor Wegner að máli, en hann hefur verið yfirmaður augnlæknadeildarinnar frá 1934. Hann er nú 67 ára gamall. í augn læknadeildinni sem flyttist í ný húsakynni á s.l. ári er að finna allar helztu nýjungar í sér- grein þessari. Segir talsmaður háskólans í Freibourg, að hún sé nú fremsta stofnun sinnar tegundar í Vestur-ÞýzkalandL Þar má framkvæma mjög sjald- gæfa uppskurði og veita sjúkl- ingum þá meðferð sem aðstæð- ur leyfa ekki víða annars staðar. í samtalinu við Associated Press hér í borg kom fram að ísienzkur augnlæknir, Berg- sveinn Ólafsson, var fyrsti nem- andi prófessors* Wegners í augn- lækningum. Sat Bergsveinn fyrr greinda ráðstefnu. Prófessor Wegner sagði í sam- talinu: „Bergsveinn Ólafsson var mér til aðstoðar við vísindastörf árin 1935—'38. Við höfum ávallt haldið sambandi okkar í milli. Hann er mér kær vinur, auk þess sem við eigum sameiginleg áhugamál á sviði augnlækning- anna". Prófessor Wegner bætti því við, að sér væri það sérstakt ánægjuefni að bjóða nú velkom- inn til Freibourg fyrsta nem- anda sinn. Aðspurður hvort aðrir íslenzkir stúdentar hefðu numið hjá honum, sagði hann að svo hefði ekki verið. . Fréttaritari Associated Press í Freibourg segir að lokum, að hin nýtízkulega augnlæknastofn un háskólans, sem prófessor Wegner veiti forstöðu, eé að dómi kunnugra verðug viður- Itenning fyrir langt og gott starf hans á sviði augnlækninga. 10 skemmtifer&askip með yfir 4000 farþega Stærsta skipið kemur á föstudag UM hvítasumnjumia kom fyrsta skemanitiferðaskipið til Reykja víkur á þessu sumri, Brasil með 3>80 farþega. Fékk feirða- fólkið bezta veföur og fóru flestir til Þingvailla á vegum Feroaskrifstofu ríkisins. Bras- il er væotaintegt aftux 13. júlí. Á föstudag kemur svo lik- lega stærsta fanþegiaskip, sem himgað hefur komið, 'hið nýja Mauretamía frá Cunmaird Line, sem er nærri 40 þús tonn að stærð. Það hefur 450 til 500 enska skemmitiferða- menm innanboirðs. Geir Zoega er urniboðamaður þess, og á hann von á 8—9 skemmti- feröaskipum í suimar. Næsta sumiar bætast í hópinm 3 skip, sem ekki hafa verið hér áður og gætu orðið fleirL Skemmitiferoaskipið Ham- seaitic kemur tvisvair í sumair með 700—800, farþega, mest Þjóðverja og eimmág Svisslemd inga og ítali. Bremen kemur í júlí með 700—800 mamnts. Caronia kemur 8. júlí með 550 farþega frá Bamdarikjum- um og einmig Gripsholm með 400—500 manms. Þá er gríska skipið Akropolis væmitanlegt einu sinni til tvisvar með 400 til 500 skemmitiferðamemn frá maginLamdi Evrópu og Airgen tína kemur frá Ameríku. Geir Zoega tjáði blaðimu að flest skemimtiferoafólkið, sem kæmi á síniuim veguim færi til Gullfoss og Geysis, nema Amerífcuskipin, sem hefðu of stuitta viðdvöl til þess. í lok maí buðu Plugfélag íslands og Ferðaskrifstofa Geirs Zoega 10 mömnium frá Cook feiroaskrifstofuinium í Fraíkklandi, á ítalíu og Spáni ihimgað. Fóru þeir tál Mývatns og fengu aflbragðis veðux og voru mjög hrifhir af landinu. Ætti það að stuðla að auknum ferðameonastraiumi næsta ár. En þá hafa þegar boðað komu sína 3 ný skemmtiferðaskip, tvö ensk og eitt þyzkit- BandlcBB'ísk sveit aflahæst á sióstangamðtinu VI. Alþjóða sjóstangaveiðimótið var haldið frá Keflavik dagana 5., 6. og 7. júní 1965. Keppendur voru alls 77 ffá 5 þjóðum. — 12 bátar voru notaðir, 15 til 20 tonn. — AIls veiddust á mótinu 14.086,6 kg. — Hæsta sveit yfir þrjá dagana, en í hverri sveit eru fjórir keppendur, var sveit af Keflavíkurflugvelli undir stjórn Mr. Stanley Roff, með samtals 1078,9 kg. — Hæstu kvenmsveitina skipuðu: Edda Guðmundsdóttir; Svana Tryggva Þórs; Steinunn Roff; Guðríður Tryggvadóttir. Mestan afla einstaklinga fékk Lárus Arnason, Akranesi, 371,3 kg. Næstur var Jónas Halldórs- son, Reykjavík, með 361,5 kg., og þriðji var Egill Snorrason, veiddi 349,2 kg. Af konum veiddi mest Stein- unn Roff, Keflavík, 291,5 kg., næst varð Svana' Tryggvadóttir, Reykjavík með 265,6 kg. og þriðja Margrét Helgadóttir, Kefla vík með 193,5 kg. Flesta fiska veiddi Eiríkur Ey- fjörð, Keflavik, alLs 254. — Flest ar tegundir fisks veiddi H. Pulton Englandi 10 talsins. Stanley Roff, Keflavík, veiddi stærsta þorsk- inn, sem vóg 14 kg., Ásgeir Óskarsson stærstu ýsuna 4,5 kg. — Birgir J. Jóhannsson stærsta ufsann 3 kg. — Guðmundur Ólafsson stærstu lönguna 2,8 kg. — Steinunn Roff veiddi stærstu keiluna 4,8 kg. — Andri P. Sveinsson, Akureyri stærsta steia bítinn 7 kg. — Reinhard Lárus- son stærsta háfinn 3,6 kg. — Alfreð Elíasson, Rvík, stærstu lúðuna 3,4 kg. — Rafn Magnús- son veiddi stærsta karfann 1,5 kg. — Stærstu lýsuna Þórhallur Helgason, Keflavík 1 kg. — Staarsta rauðsprettan, sem vóg 2,3 kg., var veidd af Svönu Tryggva dóttur, Reykjavík. Fyrir annan dag keppninnar voru veitt gull- og silfurveið- Framhald á bls. 14. *""""—"¦¦.....'..í,;:::-.:::.;;::;:;:::;::^::^ * Síðasta afrekið BlÖðin sögðu frá því að ofurhugi einn úr Vestmanna- eyjum hefði ráðizt til upp- göngu á Syrtlingi svo að segja um leið og hann skaut upp koll inum. Fólk virðist almennt hrifið af afrekinu — minnugt þess hvernig Frakkarnir léku á Eyjaskeggja með landgöng- unni á Surtsey forðum. En einhvern veginn hef ég ekki getað hrifizt af þessu síð- asta tiltæki. Mér finnst þessi landtaka miklu fremur dæmi um íífldirfsku en hreystL -^- Frímerkin Fyrsta skemmtiferðaskipið erlenda kom hingað um helg- ina. Kunningi minn, starfs- maður hjá Eimskip, sagði mér, að á skrifstofu félagsins hefðu hrúgazt upp nær fjögur þús- und bréf og póstkort, sem far- þegar vildu póstleggja hér. Eimskip annaðist nefnilega fyrirgreiðslu. Pósturinn var ekki opinn fyrir ferðafólkið, en banki sendir jafnan sína starfsmenn á vettvang til að skipta pen- ingum ferðafólks við tækifæri sem þetta Honum fannst, að sama ætti pósturinn að gera: Ekki aðeins til að selja frí- merki á umslög, heldur líka til þess að selja söfnurum merki, en þeir eru sjálfsagt ekki svo fáir í jafnstórum hópi ferða- fólks. Ég er á sama málL ¦^ Siglfirðingar bíða Og enn virðist síldin ætla að bregðast gamla Sigló. Sam- kvæmt því sem norsku síldar- leiðangursmennirnir sögðu í viðtali við Mbl. í gær fer síld- in ekki norður fyrir Langanes á meðan sjórinn er jafnkaldur og hann er nú — og síldar- göngurnar virðast ekki jafnút- reiknanlegar og oftast áður. Siglfirðingar vona á hverju vori, að loksins komi röðin að þeim. Þeir lifa reyndar í von- inni allan ársins hring og alltaf er áfallið jafnmikið. Síldar- flutningaskip geta e.t.v. bætt eitthvað úr, en varla verður mikið saltað úr þeim — og Siglufjörður verður ekki nema svipur hjá sjón miðað við það, sem áður var. Óhugsandi er, að til sé eitthvað, sem fyllt geti allt þetta tómarúm, sem siidarleysið hefur skapað á Siglufirði, og leyst úr læðingi þá mannlegu orku, sem bíður eftir útrás í síld og aftur síld. Allir spurningaþættir útvarps- ins mundu ekki nægja þeim Siglfirðingum. ^ ísinn En af því að ég minnist á ísinn langar mig til að segja frá því, að ég átti tal við loft- skeytamann, sem sigldi skipi sínu norður fyrir land í vik- unni. Hann sagði að ís væri mikill úti af Húnaflóa og Skag anum og þar vaeri ekki hættu- laust að sigla. Upplýsingar Veðurstofunnar og landhelgis- gæzlunnar fyrir sjófarendur væru með öllu ófullnægjandl — og ekki væri dagsbirta allan sólarhringinn væri sigl- ing á þessum slóðum varasöm. Sem almennum útvarpshlust anda finnst mér landhelgis- gæzlan alltaf vera að senda fréttir um ísinn, en greinilegt er, að sjómennirnir telja þær upplýsingar lélegar. * Ærið tilefni Færeyingar ganga nú á reka og tína tómar síldartunnur — og þær skipta þúsundum. Þess- ar tunnur áttu reyndar að fara til íslands, en þegar skipið var komið hálfa leið hingað upp stukku tunnurnar fyrir borð og fóru á land í Færeyjum. Von- andi er þetta ekki fyrirboði þess, að við höfum ekkert að gera með síldartunnur í sumar. En sjálfsagt er þetta ærið til- efni fyrir einhvern að spá. Mætti segja, að þá væri spáð í tunnur en ekki bolla. AUtaf eykst úrvalið. Nú bjóð- um vér einnig rafhlöður fyrir leifturljós, segulbönd, smá- mótora o. f 1. BRÆÐURNIR ÖRMSSON hJT. Vesturgötu 3. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.