Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 30
30 MORCUNBLAÐIÐ Fimrntndagur 10. júní 1963 Glæsilegt félagsheimili golfklúbbs Ness Um 50 félagar í klúhbi er steitdur utan við ISÍ FJÓRÐA april í fyrra var stofn- aöur Golfklúbbur Ness af þeim Pétri Björnssyni og Ragnari Jónssyni. Hefur liann bækistöð yzt og syðst á Seltjarnarnesi á ágætum og kyrrlátum stað. Á föstudaginn var vígsluhátíð glæsilegs klúbbhúss á staðnum og ýmsum gestum boðið til hátíðar. Blaðamenn í keppríi. Skeinmtiatriði var golfkeppni blaðamanna, sem varð hörku- spennandi og jöfn. Að tveim um- ferðum loknum (við eina holu um 50 m. vegalengd), var Vísir, Vikan og Mbl. jöfn. í aukaúrslit um féll vikan úr en Vísir og Mbl. urðu aftur jöfh. Kom til annars úrslitaleiks og vann þá Visi'smað urinn Jón B. Pétursson með " 1 höggi og hlaut styttu að verð- launum. Höfðu menn mikið gam an af keppninni og þóttu efnileg ir kylfingar hafa skotið upp koll inum, og víst er að sumir tóku „bakteríuna". samtals um 2400 metrar, par 35. Klúbbhúsið er teiknað af Gunnari Hanssyni, arkitekt og er um 90 ferm. að stærð, og ætlað fyrir setustofu, búningsherbergi og böð. Fyrirhugað er að halda þar félagsstarfsemi allt árið um kring, þar sem félagar geta þeg- ið veitingar og tekið þátt í skemmtunum klúbbsins. Sá góði kostur fylgir Suður- nesinu, að þangað er hægt að aka á fáum mínútum úr miðbæn um og komizt úr ys og þys bæjar lífsins út í afskekkt nesið, þar sem fuglalíf er fjölskrúðugt, og útsýni fagurt. Skemmtilegur völlur. Vegna þess hve brautir og flat ir eru vel grónar er völlurinn mjög hentugur nýliðum í íþrótt inni. Aftur á móti hafa verið byggðir sérstakir kappleikateig- ar, sem staðsettir eru góðan spöl frá brautarendum og gerir völl- inn mun erfiðari til leiks, en ella. Helgi Jakobsson einn af félögum í Gólfklúbb Ness æfir sig. Felagsheimilið í baksýn. Varðandi Golfklúbb Ness og hið glæsilega félagsheimili gaf Pétur 3jörnsson eftirfarandi upp lýsingar: Klúbburinn er einkaklúbbur hieð takmarkaðan fjölda með- lima og stendur utan samtaka Í.S.Í. Verður hann rekinn á sama hátt og klúbbar með sama sniði erlendis. Golfvöllurinn er 9 holur byggð Ur á 10 hektörum ræktaðs lands og samanlögð lengd brauta er Vuliir - Kedavík í kvöid í KVÖLD er næsti leikur 1. deild ar keppninnar á Laugardalsvelli. Eigast við Valur og Keflavík, en þau eru nú jöfn í 2. saeti með ein um leik færra en KR, sem hefur forystu með 4 stíg. Vinni annað hvort liðanna tekur það þar með forystu í deildinni að 3 umferð- uni loknum. Verði hins vegar jafntefli verða þrjú lið — Valur, ÍBK og KR jöfn að stigum í far- arbroddi í deildinni. Hvorugt lið ið^hefur tapað leik — og án efa jná búast við harðri baráttu. Þó að völlurinn sé flatur, býð- ur hann upp á tilbreytni í leik. Á einni brautinni þarf, til daemis að leika yfir tjörn, tæpa 100 metra á lengd, og mun það vera eina vatnstorfæran á golfvelli hér á landi. Vegna legu sinnar að sjó má •gera ráð fyrir að völlurinn verði snjóléttur og þess vegna leikhæf ur mikinn hluta vetrar. Kappleikir. Innan skamms mun koma út kappleikaskrá fyrir sumarið. — Fyrsta keppnin er Dunlopkeppn in, og hefur Friðrik Bertelsen gefið fagran grip til þess að keppa um. Veitingamenn hafa einnig gefið grip til annarrar keppni. Sú keppni er hæst mun bera á sumrinu, er Afreksskjöldur Flugfélags íslands, en til hennar verður boðið golfmeistara hvers klúbbs á landinu a\xá íslands- meistara. Þar munu leiða saman hesta sína fremstu menn golf- íþróttarinnar um allt land. Stjórn Golfklúbbs Ness skipa: Pétur Björnsson, form., Ragnar Jónsson; Sigurjón Ragnarsson; ólafur Loftsson og Jón Thorla- cius. Þegar KR vann Fram ÞESSAR myndir eru teknar í leik KR og Fram í fyrra- kvöld. Sú minni sýnir mikil átök og baráttu fyrir framan mark Fram. Það er Bjarni Felixssjn, bakvörður KR, sem leiðst hefur þófið og kom inn er fast að markteig Fram og spyrnir — og varið var á línu. Það hefði líklega orð- ið saga til næsta bæjar ef bakvörður hefði skdrað úr upphlaupi. Á hinni sézt hið glæsilega skot Báldvins miðherja KR frá vitateig. Hallkell mark- vörður gerir heiðarlega til- raun til að verja, en knött- urinn smaug undri stöng. — Myndir Sveinn Þorm. 78 ára Siglfiroingur vann alla kappana „Skarðsmótið" svonefnda, ár- legt skíðamót Siglfirðinga var haldið í Siglufjarðarskarði um hvítasunnuna. Var metþátttaka í motinu að þessu sinni og meðal keppenda 4 Norðmenn sem hing- að til lands komu á vegum Skíða ráðs Reykjavikur, en SKRR hef- ur með árlegum vetrarferðum til Noregs komizt í gott sam- band við skíðamenn í Bergen og nágrenni og ávöxtur þess góða sambands m.a. koma Norðmann- anna nú, sem Siglfirðingar og fleiri nutu góðs af. Hefur for- maður SKRR Ellen Sighvtasson unnið ósleitilega að þessum á- gætu samskiptum við Norðmenn. if Ovæntur sigur. Norðmeninirnir sóttu enga signa hingað "tíi lainds, umniu enga greiati en voeru ágætir keppinaiutar að sögn. Sá er mest kom á óvart vair uingux Siglfirðingur, Ágúsit Sitef- ánsson 1-8 ára gamiaill, sern sigr- a'ði í svigi og skaut þaulreynd- um keppnismöninuim aftur fyrir sig. Afstaða til keppninoair var erfið, sólbráð mikil o,g girófust brauitir mjög. Auk þess voru braiuitinnair mjög erfiðar enda helltust margir úr lestinini — ætlu'ðu sér um of fengu slæmar byltuir og hæittu. Þeinra á meðal var Alf Oppheim í sviginiu. ~ Framhald á bls. 31 Met í míluhlaupi og í 5 km. hlaupi FRANSKI hlauparinn Michel Jazy setti í gærkvöldi nýtt heims met í míluhlaupi í Rennes 1 Frakklandi. Hann rann skeiðið á 3.53,6 mn., en eldra metið átti Peter Snell, Nýja-Sjálandi 3.54,1. Nákvæmlega viku áður setti Jazy Evrópumet, hljóp á 3.55,5, í París. S.l. sunnudag setti hann svo Evrópumet í 5 krn. hlaupi, hljóp á 13.34,4, en eldra metið á Rússinn Kutz 13.35,0. Um s.l. helgi setti Ástralíumað urinn Ron Clarke enn eitt heims met — nú í 5 km. hlaupi. Hljóp hann á 13.25,0, sem er undra- verður tími. . i Samþykkt umræðulaust EKKI var um annað mál meira rastt í bænum i gær en brottvikningu Guðjóns Jónssonar af leikvelli í leik Fram og KR í fyrrakvöld. Flestir voru fullir undrunar yfir valdi dómarans — ekki sízt af þvi að brottvikningin kann að þýða 10 daga keppn- isbann. En af frásögn dóm- arans af viðskiptum hans og Guðjóns og skoðunum dóm- arans á leikbrotum Guðjóns er dómarinn í fullum rétti. Það yar á síðasta ársþingi KSÍ sem tillaga um þetta aukna vald dómara var sam- þykkt. í frásögn Mbl. af árs- þingi KSÍ segir svo á íþrótta síðu 2. des. s.l. „Þriðja tillagan sem mark- ar veruleg tímamót var um dómaramál. Húji var á þá leið að ef leikmanni er vísað út af velli í kappleik verður hann óhlutgengur til keppni frá leikdegi þar til dómur hefur fallið í máli hans. Falli dóm- ur ekki innan 10 daga öðlast hann keppnisréttindi aftur, þar til dómur hefur fallið, sem kveður á um annað. Þessi tillaga var samþykkt með þorra atkvæða og UM- RÆÐULAUST (leturbr. nú) En því má spá, að tillagan ætti eftir að yalda meiri deil um en hún gerði á þessu árs- þingi KSÍ. Með tíllögunni eru dómarar á íslandi valdameiri en dómarar annars staðar. Brottvisun af velli þýðir 10 daga leikbann". Þannig tókum við til orða þá og hefur spádómurinn rætzt. Með orðalaginu að dóm arar hér væru valdameiri en annars staðar áttum við eink um við Danmörku. Þar eru brottvísunarmál af velli ekki tekin fyrir en leikmaður hlýt ur „sjálfkrafa" keppnisbann í næsta leik. Hér er slíkur tvístringur á leikjum að 10 daga keppnisbann getur þýtt leikbann í 3 leiki eða þá að 10 daga keppnisbann þarf alls ekki að þýða bann í nein um leik. Tillagan var því var hugaverð frá upphafi eins og hún er orðuð — þó hún hlyti samþykki umræðulaust á þingi KSÍ. Þrátt fyrir umræð ur nú verður engu hægt að breyta fyrr en á næsta þingi KSÍ (í nóvember) — — en bæta myndi úr af dómstólar afgreiddu málin þegar í stað, en til þess að svo megi verða verður ýmislegt að breytast frá því sem verið hefur varð andi þau mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.