Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. júní 1965 Jltffl3pmÞIafrft Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 f lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. NYR LISTAMANNA- SKÁLI k það hefur margsinnis ver- ið bent hér í blaðinu, að gamli Listamannaskálinn við Kirkjustræti er orðinn ger- samlega ófullnægjandi sýn- ingarstaður fyrir íslenzka myndlistarmenn. Skálinn var byggður sem bráðabirgðahús næði á sínum tíma og bætti þá úr brýnni þörf. Hafa verið haldnar í honum fjölmargar sýningar, sem orðið hafa ís- lenzkri list og listamönnum til margvíslegs framdráttar. Þessi gamli skáli er nú að niðurfalli kominn, og enda þótt stöðugt sé verið að halda í honum sýningar, er hann í raun og veru gjörsamlega ó- nothæfur orðinn. Reykjavíkurborg hefur sýnt góðan skilning á þörfum borgarinnar og þjóðarinnar fyrir nýtt sýningarhúsnæði í þágu íslenzkrar myndlistar. Borgarstjórn hefur úthlutað samtökum listamanna glæsi- legri lóð á einum fegursta stað í borginni. Er gert ráð fyrir að þar verði byggðir rúmgóðir og hentugir sýning arsalir og aðstaða sköpuð að öðru leyti til fjölbreyttrar listastarfsemi. Ber mjög að fagna því. En fé til fram- kvæmdanna mun nær ekk- ert vera fyrir hendi. Félag íslenzkra myndlistarmanna hefur að vísu efnt til happ- drættis til ágóða húsbygging- armálinu, en byggingarsjóður félagsins mun þó vera mjög léttur. Brýna nauðsyn ber til þess áð höfuðborgin og ís- lenzka ríkið hlaupi hér mynd arlega undir bagga. Strax og lokið er við að teikna og und- irbúa að öðru leyti hina nýju sýningarsali, verður að hef j- ast handa um bygginguna. Það er hvorki höfuðborginni né þjóðinni í heild vanzalaust að búa við það ástand, sem nú ríkir í þessum efnum. Mikil gróska hefur undan- farið ríkt í íslenzkri mynd- list. Fjöldi listamanna hefur haldið sýningar á verkum sín- um við hinar ófullkomnu að- stæður. Vaxandi áhuga verð- ur vart meðal almennings á myndlist og margar sýningar hafa verið mjög vel sóttar og mörg listaverk keypt. íslend- ingar eru teknir að skreyta heimili sín með fögrum lista- verkum, eins og aðrar menn- ingarþjóðir. Því miður er lístagagnrýni hér á landi enn þá frekar ófullkomin. En úr því verður vafalaust bætt í nánustu framtíð eins og svo mörgu öðru sem til bóta stendur í okkar unga og vax- andi þjóðfélagi. Aðalatriðið er, að fólkið mæti listinni með opnum huga og þjóðfé- lagið leggi sig fram um að skapa sem bezt skilyrði og starfsaðstöðu fyrir listamenn- ina. ÞRÖUNIN KREFST VIÐ- SKIPTAFRELSIS ljað er vissulega rétt, sem Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra, sagði í' ræðu sinni á fundi Verzlunarráðs íslands í fyrradag, að íslend- ingum ber höf uðnauðsyn til að tryggja hagkvæma sölu af- urða sinna á erlendum mörk- uðum, til þess að geta byggt hér upp velmegunarþjóðfélag. Ráðherrann benti einnig á, að við yrðum að athuga gaum- gæfilega, hvort nauðsynlegt reyndist að ganga í EFTA. Þróunin væri sú, að tollamúr- arnir væru brotnir niður, og af því leiddi aukið viðskipta- frelsi þjóða í milli. Á því ríkir nú vaxandi skilningur, að tollamúrarnir eru leifar frá liðnum tíma. Hagsæld þjóðanna byggist í vaxandi mæli á því að þessir múrar séu brotnir niður, við- skiptafrelsi ríki og sem stærstar viðskiptaheildir skap ist. Að þessu marki er í raun og veru stefnt með hinum ýmsu verzlunarbandalögum og viðskiptasamtökum, sem orðið hafa til síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. Virð- ist nú jafnvel svo komið að ríkin í Austur-Evrópu geri sér Ijósa nauðsyn aukinnar efnahagssamvinnu milli aust- urs og vesturs. Ríkin í COME- CON eru farin að finna, að viðskiptatengsl í vesturátt eru lífsnauðsyn f yrir þau. Þess vegna leggja þessi ríki nú mikið kapp á að auka við- skipti sín við vestrænar lýð- ræðisþjóðir. Kjarni málsins er, að inni- lokunar- og haftastefna í við- skipta- og verzlunarmálum hefur beðið endanlegt skip- brot. Aukið frjálsræði er krafa nútímans. Við íslend- ingar komumst að sjálfsögðu ekki hjá því að taka tillit til þess sem gerist í þessum efn- um meðal nágrannaþjóða okkar og helztu viðskipta- UTAN UR HEIMI Judy Helliday Idtin 41 drs. JUDY Holliday, leikkonan sem frægust varð af myndinni „Fædd í gær", lézt 7. júní sl. úr krabbameini, hálfum mán- uði fyrir 42 ára afmæli sitt. Judy Holliday hafði þjáðzt af krahbameini í mörg ár og gekkst undir uppskurð 1960, sem var þó skammgóður verm ir, því sjúkdómurinn tók sig upp aftur. Judy Holliday, sem hét réttu lagi Judith Tuvim, var lögð inn á sjúkrahús 26. maí sl. Hún lætur eftir sig einn son, Jonathan. Judy var gift David Oppenheim en skildi við hann. Judy Holliday lét einkar vel að leika heimskar ljóshærðar stúlkur á sviði og í kvikmynd- um en sjálf hafði hún greindar vísitóluna 170 og var með foeztu nemendum í skóla. Leiksviðsferil sinn byriaði hún að tjaldabaki, sem síma- stúlka hjá leikflokki Orson Welles, „Mercury Theater" og átti reyndar eftir að sitja við símaborðið á sviðinu líka, í „BeJls are ringing", sem lengi igekk á Broadway. Hún vakti fljótlega á sér athygli fyrir skammtilega framkomu, hnyttni og hlýja gamansemi. Hún lék smáhlutverk í ,,Kiss them for Me" svo að gagn- rýnendur þóttust sjaldan hafa séð annað eins og Judy fékk fyrir frammistöðuna Clarence Derwent verðlaunin. Árið 1946 var henni svo fengið í hendur hlutverk Billie Dawn, ljóshærðu fegurðardísarinnar í „Fædd í gær" og þar með var Judy orðin stjarna. Leik- ritið gekk á Broadway í fjqg- Judy Holliday. ur ár samfleytt og síðan var gerð eftir því kvikmynd, sem Judy fékk fyrir Oscarsverð- launin árið 1950. Sjö sólarhringa úti f geimnum Næsta Gemini-geimferB Banda- rikjanna rábgerð 9. ágúst Kennedyhöf ða, Houston og flugþiljuskipinu Wasp, 9. júní — (AP-NTB) — GEMINI 5, næsta tveggja manna geimfari Bandaríkj- anna, verður skotið á loft frá Kennedyhöfða 9. ágúst nk. ef allur undirbúningur gengur samkvæmt áætlun, að því er góðar heimildir á Kennedy- höfða hermdu í gærkvöldi. Sú geimferð verður hin lengsta til þessa, en þá er ráðgert að geimfararnir Gordon Cooper og Charles Conrad verði í sjö sólarhringa á braut umhverf- is jörðu. í þessari ferð á að gera aðra tilraun til þess að hafa samband við gervitungl á sporbraut umhverfis jörðu. Gervitunglinu á að skjóta á braut með Gemini-geimfarinu, en því verður aíðan sleppt. Síðar eiga þeir Cooper og Conrad að gera tilraun til að stýra geim- fari sínu að því. Yfirlæknir Geminiferðanna, dr. Charles Herry, lýsti því yfir í nótt að hann væri mjög ánægður með líðan og heilsu þeirra Mc Divitts og White eftir hina nær 98 klst. ferð um himingeiminn. McDivitt fékk blóðnasir í gaer, en ekki taldi dr. Berry það al- varlegt mál. Hann taldi þetta eðlileg viðbrögð og sömuleiðis óþægindi þau í augum, sem geimfararnir hafa haft síðan þeir lentu. í AP-frétt frá flugþiljuskipinu Wasp, þar sem geimfararnir eru enn, segir að læknar hafi orðið varir óverulegra einkenna þess að blóðþrýstingur geimfaranna hafi lækkað, blóð safnazt lítillega fyrir í fótum og hjartað hafi slegið hratt og ekki með fullri nýtingu. Hjartað verður latt í geimferð- um af því að dæla þyngdarlausu blóði um hreyfingarlausan lík- ama geimfarans. Er niður á jörðu kemur, þarf það að venj- ast þyngdaraflinu. Hins vegar er fram tekið að þetta ástand geim- faranna sé á.mjög lágu stigi, og muni hverfa í dag. Segjast lækn- ar enga ástæðu sjá til þess, að þetta geti hamlað geimferðum. Þeir White og McDivitt munu um helgina heimsækja Johnson forseta að búgarði hans í Texas. Á morgun, fimmtudag, halda þeir til Houston frá flugþilju- skipinu, og er búizt við að blaða- mannafundur verði haldinn þar. Fréttir í stuttu míli Moskvu, 4. júní — AP: • Tass-fréttastofan skýrir svo frá í dag, að Rússar og Kínverjar hafi hafið viðræð- ur um að endurnýja sam- vinnu sína á sviði visinda og tækni. Ekki var nánar getið hvers eðlis samvinna þeirra ætti að verða. London, 4. júní (NTB) • Bretar hafa samþykkt til- löguna um fjölgun aðOdar- ríkja Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna úr ellefu í fimmtán, Hafa þá 75 ríki samþykkt breytingu þessa, þar á meðal Sovétríkin, en til þess að af henni geti orðið, þurfa einnig Bandaríkin, Frakkland og For mósa að samþykkja. I vina. Þess vegna er eðlilegt og sjálfsagt að athugað verði til hlítar um afstöðu okkar til EFTA. VINSTRI MENN VANTAR ÍHALD! ITngur sósíalisti skrifar ný- *^ lega grein í blað, sem berst m.a. fyrir myndun nýrra samtaka svokallaðra „vinstri" manna í landinu. Ein höfuðniðurstaða hans þar er að tilfinnanlegur skortur sé á „íhaldi" í íslenzkum stjórn- málum. Síðan segir hinn ungi sósíalisti: „Mér liggur við að segja: Fyrst hér er ekkert íhald til, þá verðum við að búa það til sjálfir". Eins og kunnugt er, ríkir nú hin mesta ringulreið og klofn- ingur innan fylkina „vinstri" manna. Kommúnistar eru marg- margklofnir og Framsókn logar að innan. En hinn ungi sósíalisti, sem talinn er einn af ritfærustu og gleggstu yngri mönnum „vinstri hreyf ingarinnar" hefur fundið verkefni fyrir hina sundruðu hjörð: „Fyrst hér er ekkert íhald til, þá verðum við að búa það til sjálfir", segir hann. Verður nú fróðlegt að sjá, hvernig blessaðir vinstri mennirnir hjálpast nú að við að leysa þetta brýna og að- kallandi verkefni, sem hinn ungi sósíalisti telur svo mik- ils um vert!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.