Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 23
Laugardagur 12. júní 1965 MORCUNBLAÐIÐ 23 Tectyl Bændur — Ryðverjið Látið ekki landbúnaðartækin verða ryðinu að bráð. Ryðverjið með undraefninu TECTYL. Fæst á útsölustöðiun B. P. um land allt. Ryðvörn URETAN LAKKIÐhefur hörkuna, veðrunar ¦ og slitþolið ÞÆR SEGJA BARA AÐ OKKUR VÆRI NARAÐNOTA j^fo,^ Gólf-véla-lesfa og skfpamálnlng IflUllll'irTTf Heimdallarferð í Heiðmörk Efnt verður til gróðursetningarferðar í Heiðmörk nk. sunnu- dagskvöld 13. júní. — Lagt verður af stað frá Valhöll kl. 19,30. Veitingar í Félagsheimilinu að gróðursetningu lokinni. HEIMDALLUR FUS Blöðrur — Blöðrur 25 TEGUNDIR. 17. JÚNÍ blöðrur. FLÖGG — FLÖGG [ Heildsölubirgðir: Eiríkur Ketilsson Garðastræti 2. — Símar 23472 og 19155. LESBÓK BARNANNA Hector Malot: Remí og vinir hans 35. Eftir gesturinn var farinn og allt orðið kyrrt, flýttum við okkur að ná í Brio, tókum sam- an dót okkar og lögðum á flótta. Við höfðum heyrt að móðir okkar byggi við fagurt torg í London, og þegar við komum þangað fundum við bráðlega hús- ið með nafninu Beau- mont á hurðinrii. Þjónn fylgdi okkur inn til frú Beaumont, en þar var einnig staddur gamli tnálfærslumaðurinn henn ar, herra Gray. Frú Beaumont tók okk- ur opnum örmum, en ég gat aðeins stamað fram, að ég þyrfti að segja henni frá leyndarmáli. Carlo varð að halda sög- unni áfram og segja frá því, sem við höfðum heyrt talað um í sígauna- vagninum. Þegar hann endurtók, það sem mágur henaar hafði sagt við „föður" minn, hrópaði hún: „Remi, sonur minn!" og faðmaði mig að sér. Herra Gray, sem hafði hlustað á samtalið, sagði að fá yrði sannanir fyrir því, að ég væri sonur frú Beaumont. 36. „Um það efast ég ekki', sagði móðir mín. „Ég hefi fundið til þess frá því fyrsta, að ég sá hann. Hann er Charles, sonur minn, sem ég hélt ¦ að hefði drukknað í ánni.** Nú var sent eftir fóstru minni, konu Barberins, svo að hún gæti sannað sögu okkar. Hún býr nú hjá okkur. Carlo er hérna líka Qg gamli, tryggi hund urinn minn, hann Brio. „Faðir" minn, sem til allrar hamingju var ekki faðir minn, var tekinn fastur og játaði allt. Fað- ir minn, maður frú Beau- mont var löngu dáinn. Og móðir mín vildi ekki senda mág sinn í fang- elisi, en hann varð að flytja úr landi. Stundum tökum við Carlo fram gömlu hljóð- færin okkcu- og syngjum gamla vísu um munaðar- lausan dreng —, og ég er glaður yfir að eiga nú móður, frændur og vini. — Iiulir — 9 árg. Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson. 12. júní 1965 Gina Bell -Zano: BONGO Litli apinn í dýragaiðinum — BONGÓ litli átti heima i dýragarði. Það var stór dýragarður með ljónum, tígrisdýrum, fílum, selum, bjarndýrum og refum. En flest fólkið, sem heim- sótti dýragarðinn fór þangað fyrst og fremst til að sjá apann, hann Bongó. >að fór heldur ekki fram hjá Bongó. >og ar hann sá öll þessi mörgu andlit fyrir utan búrið, stara á sig, var hann bæði stoltur og hamingj usamur. Bongó lék ýmsar list- ir og kom krökkunum til að hlægja. Stundum- var hann svo sniðugur, að allir viðstaddir veltust um af hlátri. Einn daginn var helli- rigning og fáir komu 1 dýragarðinn. Bongó var einmana. Hann saknaði allra þessara brosandi andlita. Hann saknaði barnanna, sem hrópuðu: „Hæ, Bongó! Stattu á höfðinu! Klifraðu upp rimlana!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.