Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 31
Laugardagur T2. Juní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 31 ÚtsýnisferS með Blikfaxa Flugfélags íslands Flagfélag íslands efndi til sér stakra útsýnisflugferða um ís- iand á sunnudagsmorgnum nú í sumar, og er Blikfaxi, hin nýja Bkrúfaþota félagsins af Fokker Friendship-gerð, notuð til heirra ferða. Fyrsta ferðin var farin ao morgni hvítasunnudags. Farið er írá Reykjavík kl. 10 eð morgmi og komið aiftuir um há degisbiL. Um tvær leiðir er að Lík Anthony Dean Goffins fundið 1 FYRRADAG fannst rekið lík i flæðarmálinu norðan á Gufu- neshöfða. Reyndist það vera að Anthony Dean Goffin, sem sakn- að hefur verið frá því 24. apríl 6.1., og mikil leit var gerð að á sínum tíma. Anthony Dean Goffin var 21 árs Englendingur frá London. Hann átti foreldra og þrjár systur á lífi. velja, og ræður veður, hvor far- in er hverju simni. Önmur lei'ðin er frá Reykjavík um Su.rtS'e.ý, Vestmannaeyjar, Heklu, Laind- miannalaugar, Skaftáreldahraun, Vaitnajökul, Hofsjökiul, Hvítár- vatn, Gullfoss og aftur til Reykja víkur. Hin leiðin er frá Reykja- vík og yfir þeasa staði: Snæfells- jökul. Bjargtanga, Rafnseyri, ísa fjarðarkaupstað, HorrJbjarg, Gjögur, Hólmavík, Breiðafjörð, Baulu, Skjaldibreið og Þingvelli. Fyrri leiðin var valin, þegar fyrsta útsý'nisiflugferðin var fair in á hvítasunnudag. Leiðsögu- maður var Björn Þorsteimsson, en hanm hefur tekið saman bækl ing um þa'ð, sem fyrir augu ber, í ferðunum. Fai'þegar fá bækling þennan í hendur og auk þess „Þætti atf Surseyjargosinu" eftir Þorleif Einarsson, j'asrðfræðing. (Þess má geta hér ionan sviga, að fargjald er 1200 krómir, og eru veitingar (ávextir) þar iruni- faldar). í bæklingi Björrts seg- ir: „Suinrtanvert íslatnd er ein- hver mikilvirkasta tilraunastöð skaparans í landasmíði á jörð- inni". Flogið var lágt yfir Bikarkeppni Golf- klúbbs Akureyrar Reykja'nesskaga í upphafi ferð- arirnnar, og gátu farþegar þá þeg ar sanniæirzt um sarjnleiksgildi þessara orða, en Björn Þorsiíeins son skýrði landskigið frá jar'ð- fræðilegu sjónairmiði. Flogið var yfir Selvog, Þorlákshöfn, Eyrar- bakka og Stokkseyri, en síðan var stefnit cil Surtseyjar iTokJai'- uim sininum var flogið umhveri"- is Surstey og nýju eyna, Syrtling, sem þá var farið að brydda á. Miklar h£>mfarir áttu sér stað í Syrtlingi og í sjónum rétt fyrir austan hann. Gusu ösku- og gufu mekkir báfot í loft upp, en sjór- inn var dökklitaður af vikiri og öðrum gosefnum á stóru svæ'ði. Þá voru aðrair Vestmannaeyjar skoðaðar úr lofti, áður en haldið var upp yfir Landeyjasand. Flogið var austur að Kötlutanga, yfir Dyrhólaey, Reynisfjall og Vík í Mýrdal. Ekki var haldið lengra ausitur í þetta sinni, vegna þess hve lágskýjað var. Þá var flogið yfir sögustaði í Rangár- þingi og allt upp að Hvítárvatni milli Jarlhettnia og Bláfells. Á leiðinni til Reykjavíkur aftuir var meðal annars flogið yfir Gull foss og Þingvelli. Hér hefur aðeins verið drepið á hið helzta, sem hægt er að sjá í útsýnisferð Blikfaxa yfir Suð- urland. Slíkar ferðir eru í senn einkar fróðlegar og skemmtileg ar, bæði fyrir íslendinga og út- lendinga. Séra Harald Hope afhendir biskupi, herra Sigurbirni Einarssyni gjöfina. Gjafir til Skálholts NORSKI presturinn Harald Hope afhenti í gær herra Sigur birni Einarssyni, biskupi yfir ís- landi, 35 þús. isl. kr. frá sér <>s nokkrum vinum sínum til bóka- safnskaupa Skálholts. Sama dag gaf hann 200 norskar kr. til Skál holtssöfnunarinnar, til minnin^- ar lun Torgeir Andersen-Ryst, sendiherra. Séra Harald Hope hefur kom ið hingað til lands 5 sinnum áður. Hann hefur alltaf sýnt ís- lenzkum málefnum mikinn á- huga, einkum skógrækt og upp- byggingu Skáliholts. Séra Hope var viðstaddur vígslu Skálholts kirkju 21. júlí 1963 og aflhenti þá gjöf kr. 200 þúsund, frá nokkr um Norðmönnum til væntanlegá lýðháskóla í Skálholti. - SIS LAUGARDAGINN 5. júní kl. 1,30 hófst keppni um Gunnars- bikarinn, — bikar, sem gefinn er af Golfklúbb Akureyrar, til minningar um Gunnar Hall- Gumiar Konráðsson grímsson, tannlækní, sem var einn bezti Golfleikarinn hér á landi á sínum tima. Mikið var vandað til keppninnar eins og venjulega. Leiknar voru 72 hol- ur á þrem dögum. Mikil þátt- taka var í þessari keppni og veður hið bezta, sunnan gola og sólskin. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með keppninni, sem var ákaflega tvísýn og spennandi. — Ættu sem allra flestir, sem á- huga hafa á íþróttum að athuga það að aðgangur er ókeypis að golfkeppnum og góð aðstaða til að fylgjast með. Strax á fyrsta hring tók Gunn ar forustu í keppninni. Lék af miklu öryggi flesta hringina, og er auðsýnt að hann er í góðri þjálfun og með meiri yfirvegun í golfleiknum verður hann sterk ur í sumar. Sérstaka athygli vakti öryggi hans yfir uppáskot un og puttum, lék hann yfirleitt háa bolta inn á flötina, sem höfn uðu yfirleitt við stöng. Kom þetta bezt fram í 5. hring, sem hann lék eitt undir par, sem er afbragðs árangur. Hafliði Guðmundsson er varð annar, veitti Gunnari harða keppni allt fram á 69. holu, en þá brugðust honum puttin alger lega og sigraði Gunnar því ör- ugglega. Um 3. og 4. sætið var einnig mikil barátta milli Páls og Gests Páll lék þessa keppni jafnvel, en Gestur var óheppinn á 68. holu og lék ekki nógu ákveðið og hafnaði í 6. sætL Úrslit urðu sem hér segir: 1. Gunnar Konráðsson 313 h. 2. Hafliði Guðmundsson 315 h. 3. Páll Halldórsson 326 h. 4.—5. Herm. Ingimarsson 330 h. 4.—5. Ragnar Steinbergss. 333 h. 6. Gestur Magnússon 334 h. 7. Reynir Adolfsson Nú stendur yfir keppni um olíubikarinn, sem er útslita- keppni, hefur þegar farið fram upphafskeppni og hefst fyrsta umferð í kvöld kl. 7,30. Um næstu helgi hefst keppni á laug ardaginn kl. 1,30. Framh. af bls. 1 felli varð á árinu kr. 27.815.000,-, á móti þeirri upphæð kom lán að upphæð nærri 23 milljónir króna. Kom Mælifell til landsins 16. apríl 1964. Að lokinni skýrslu formanns flutti Erlendur Einársson for- stjóri SÍS skýrslu um reksturinn á árinu 1964. Kvað hann tvennt hafa orðið þess valdandi að rekst urinn á árinu hefði ekki skilað æskilegum tekjuafgangi. 1 fyrsta lagi veruleg hækkun á reksturs- kostnaði og í öðru lagi skortur á rekstrarfé, sem olli lækkun á umsetningu Innflutingsdeildar og Véladeildar. Heildarlaunagreiðsl- ur á sl. ári námu 155 milljónum króna og er hækkunin frá árinu áður kr. 26,6 milljónir eða um 20,7%. Hafa launagreiðslur S.Í.S. til fastráðinna starfsmanna hækk að á sl. þremur árum um 59,3 milljónir, en á sl. ári hækkuðu launagreiðslur til fastráðinna starfsmanna um 21,8^, en starfs- mönnum fækkaði um 15 miðað við áramót. Umsetning helztu deilda Sam- bandsins var sem hér segir á árinu 1964: Búvörudeild 547,1 milljón kr.; Sjávarafurðadeild 500,7 milljón kr.; Innflutnings- deild 316,8 milljón kr.; Véladeild 195,9 milljón kr.; Skipadeild 97,6 milljón kr.; Iðnaðardeild 217,8 millj. kr. Að viðbættum ýmsum smærri starfsgreinum verður heildar- umsetningin á árinu 1964 2.021.800.000,00 króna og nemur aukningin frá árinu áður 191,6 milljónum króna eða 10,5%. Heildarsala kaupfélaganna á aðkeyptum vörum varð á árinu 1964 krónur 1.708 milljónir og hækkaði um 12,8% en heildar- umsetning kaupfélaganna, þar með talin sala innlendra afurða varð 3.212 milljónir, jókst á ár- inu um 22,3%. Tekjuafgangur á rekstrarreikn ingi Sambandsins varð kr. 1.635.000,00 á móti kr. 2.522.000,- árið aður. Afskriftir námu hins vegar nærri 23 milljónum og hækkuðu um tæpar 5 milljónir króna frá árinu 1963. Þá varð um 6 milljón króna hagnaður á sölu Hvassafells. Hagur kaupfélaganna gagnvart Sambandinu versnaði heldur- á árinu og olli hin mikla verð- bólga þar mestu um. Comm.-ndant Bourdais siglir inn ytri höfnina í Reykjavík í gær. (Ljósm. Ml. Ól. K. M.) „Commandant Bourdais44 kom í ^ær í GÆR kom til Reykja- víkur franski tundurspillirinn Commandant Bourdais og verður hér til 14. júní. Skipið tók á sín- um tíma við því starfi af Ville d'Ys og freigátunni Aventure að aðstoða franska togara á norður- miðum. Á hverju ári er Comman dant Bourdais því á ferðinni á svæðinu frá Nýfundnalandi og Grænlandsmiðum til miðanna í Barentzhafi og hefur útivist frá febrúar til október. Commandant Bourdais er með togurum þeim til öryggis og að- stoðar, bæði um læknishjálp og tæknilega aðstoð og flytur auk þess til þeirra póst og ferskan mat. Um leið nota yfirmenn skipsins tækifærið til að treysta vináttubönd Frakka við þjóðir Skandinavíu, og Norður-Ame- ríku, bæði á miðunum og í lönd- um þirra. Því kemur Comman- dant Bourdais nú í kurteisisheim sókn til Reykjavíkur. Commandant Bourdais er 2000 tonn að stærð. Hann var sjósett- ur 15. april 1961 í Lorient-skipa- smíðastöðinni og heitir í höfuð- ið á frægum sjóliðsforingja Frakka, sem uppi var á miðri síðustu öld. 1 niðurlagi skýrslu sinnar Iét forstjóri svo ummælt, að rekstr- arlega séð hefði árið 1964 veriS óhagstætt fyrir Sambandið. Á- stæðurnar til þess væru hinar sömu og tvö undanfarin ár — hækkun rekstrarkostnaðar ag skortur á fjármagni í verzlunina. Ráðstafanirnar til bættrar rekstr arafkomu yrðu því að beinast að þessum tveimur meginatriðum. Stærsta verkefni samvinnu- hreyfingarinnar væri enn sem fyrr að bæta fjárhagsaðstöðuna og samfara því væri aukin verzl- un þýðingarmesta atriðið í rekstr inum. í þessu sambandi væri hin nýstofnaða Birgðastöð, sem farið hefði vel af stað, þýðingarmikið atriði og yrði vonandi fljótlega hægt að koma slíkum stöðvum upp einnig á Akureyri og Austur landi. Annað mikilvægt fram- tíðarverkefni samvinnuhreyfing- arinnar væri bættur rekstur frystihúsa og framleiðslustöðva kaupfélaganna og hefði Sjávar- afurðadeild þegar leyst af hönd- um gott starf i þeim efnum. Þá bæri brýna nauðsyn til að efla samvinnuhreyfinguna í Reykja- vík og nágrenni sem mest, í þeim tilgangi væri þörf á nánu sam- starfi Sambandsins, ¦ Kron og Kaupfélags Hafnfirðinga um all- ar aðgerðir, t. d. um byggingu vöruhúss. Að lokinni skýrslu forstjóra fluttu framkvæmdastjórar Sam- bandsins skýrslur um starfsemi hinna ýmsu deilda þess. (Ur frétt frá SÍS). í STUTTU MÍLI Berlín, 10. júní. — (NTB) • AUSTUR-ÞÝZKIR landa- mæraverðir skutu í dag til bana ungan mann, sem reyndi að/flýja yfir landamærin til V-Þýzkalands. í gær skutu a- þýzkir landamæraverðir á ann an flóttamann. Sá særðist en komst yfir landamærin og var fluttur í sjúkrahús í Vestur- Berlín. Osló, 10. júní — (NTB) • INNAN skamms er vænt- anleg til Norðurlanda ellefu manna viðskipta- og iðnaðar- málasendinefnd frá Kínverska alþýðulýðveldinu. Munu Kín- verjarnir heimsækja Dan- mörku, Noreg, Svíþjóð og Finnland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.