Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐID Laugardagur 12. júhí 1965 — Skólaslit Framhald af bls. 19. Auk skólastjórans kenndu 13 kennarar við skólann. Yfirkenn- ari er Marinó Þ. Guðmundsson. Nemendur 16. deildar færðu skólanum að gjöf við skólaupp- sögnina fagra litprentun eftir eftir málverki Kjarvals, „Það er gaman að lifa", og jþakkaði skoia stjórinn gjöfina. Að lokinni ræðu skólastjórans suiigu börnin undir stjórn Ragnars H. Ragnar sálmin-n Faðir andanna. Húsmæliraskélinn á Isafirði HÚSMÆÐRASKÓLANUM 6sk á ísafirði var slitið 29. maí sl. 1 skólaslitaræðu sinni sagði Þorbjörg Bjarnadóttir, frá skóla- starfinu s.l. vetur, sem er 45. starfsár skólans. Skólinn var settur 20. septem- ber og starfaði rösklega átta mán uði. 38 nemendur hófu nám en 34 luku prófi. Hæstu einkunnir í verklegum greinum hlutu þessar stúlkur: Fyrir vefnað Elín Hjaltadóttir 9,08; fatasaum, Björg Magnús- dóttir og Helga Friðbjörnsdóttir 9;06; útsaum, Birna Pétursdóttir 9,06; matreiðslu, Valdís Friðriks- dóttir og Svava Guðmundsdóttir 9,00; þvott og ræstingu, Elín Hjaltadottir og Guðmunda Rein- arsdóttir 9,00. Hæstu einkunnir samanlegt hlutu Hólmfríður Kjartansdóttir, Vopnafirði 9,36 og Valdís Frið- riksdóttir, Árskógsströnd 9,36. Handavinnusýnimgardagur var í skólanum 15.—16. maí, og var mjög fjölsótt. Fastir kennarar auk skólastjóra voru þrír og stundakennarar tveir. Félagslíf var með svipuðum hætti og undanfarin ár, nem- endur önnuðust kvöldvökur tvis- var í mánuði, árshátíð var hald- in í marzlok og ýmislegt fleira var til skemmtunar. Formaður skólanefndar, Marías Þ. Guðmundsson, forstjóri, þakk- aði Guðrúnu Vigfúsdóttur, vefn- aðarkennara, vel unnin störf, en þetta var 20. veturinn sem hún starfaði við skólann. Frá fatasýningu húsmæðraskólans á Isafirði. Hjartanlega þakka ég öllum sem sýndu mér vinarhug með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 75 ára afmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. Kristín Halldórsdóttir. Hjartans þakkir fyrir heimsóknir, gjafir og hlýjar kveðjur á 85 ára afmæli mínu, 8. júní. Rósamunda Guðmundsdóttir frá ísafirði. Alúðar þakkir votta ég ykkur, bæði skyldum og vandalausum, sem sýndu mér vinarhug með gjöfum, heimsóknum og skeytum á sjötugsaímæli mínu 10. júní sL — Guð blessi ykkur öll. Jón Sígurðsson, c/o Hampiðjunni. t, Útför mannsins míns og föður okkar, ' Jónasar M. Lárussonar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju nk. mánuúaginn 14. þ.m. kl. 2. ída M. Lárusson, Magnús Már Lárusson, Björn Lárusson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og afa, JÓNS BJÖRGVINS BJÖRNSSONAR Ásvallagötu 39. Esther Högnadóttir, börn, og dóttursynir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við INGIBJÖRGU WAAGE í hennar löngu veikindum og við útförina. — Fyrir hönd vina og vandamanna. Sigrún Gissurardóttir, Kristján Steingrímsson. 10 ára nemendur færðu skól- anum gjafir, og hafði orð fyrir þeim árgangi Valgerður Krist- jánsdóttir frá Hnífsdal. 25 ára nemendur sendu kveðjur og til- kynntu igjöf síðar, eftir vali skólastjóra. Nýútskrifaðir nem- endur þökkuðu skólavistina og færðu skólanum gjafir. Frú Anna Sigfúsdóttir, formaður kven- félagsins Óskar, afhenti verðlaun úr Kamillu-sjóði og hlutu þau Valdís S. Friðriksdóttir og Hólm- fríður Kjartansdóttir. Við skóla- slitin söng skólakórinn undir stjórn Ragnars H. Ragnars. - A Akranesi AKRANIESI, 8.'júmí. Barniasikólanuim hér var saigt upp 31. rmaí í kirkjuinni. Njárll Guðimuindssan skólastjóri sleit skólanuim með ræðu, og eftir að hianm hafði lýst vetrarstairf- iniu, a'fheati hamin þá nemend- uinum einkuininir og verðlaun. Bömin voru 640 og bekkjadeildir 27. Kennartair voru 23 að meðtöld um stumdaikemmuiruim. 98 bönn tóku burtfararpróf og 12 þeimra fengu verðlaum fyrir frábærain mámsiárangur. Veglegar bóka- grjafiir, sem tólfmeninimgiairnir hluitu, íhiafði frú Inguinn Sveins- dóttir gefið skólanium. Þau sem hlutu verðlaum voru Margrét Fró'ðadóttir imeð 9,38, Kristbjörg Ólafsdótitir 9,35, Maingrét Vig- fúsdóttir 9,33, Rúnar Garðarsson 9,29, Ólöf Adiamsdóttir 9,26, Finnur Garðarsson 9,23, Ranm- veig Pálsdóttir 9,09, Sigurjón Sighva'tsson 9,09 Hamnes Þor- steimsson 9,07, Oddrún Sverris- dóttir 9,02 og Hamsíma SLgur- geirsdóttir 9,01. Haindavinnuverð laun fyrir mæstu emkummir, sem bókabúð Andrésatr Níelssonar gaf, fangu Guðbjörg Kiistófers- dófctir 9,50 og Elías Ólafssom 9,20. Guðjón Hallgrimssom á nú 35 ára kenmaraafmæili við bairna- skólanin hér. Við skólaslit mimmt ist skólastjári þess og þakkaði Guðjómi lamgt og gotit sitarf í þágu skólams og bairmamma. Guð- jón, sem er skagfirzkur a6 ætt- erni, ag María kona hains, sem er dóttir Ólafs bónda og fjall- kóngs á Þórustöfðum í Svínadal, gáfu af þessu tilefnd skólamum stóra og góða bókagjöf. — Oddur í Ólafsfirði ÓLAFSFIRÐI, 9. júná — Mið- skóla Ólafsfjairðar var slitið lauig ardagimn 29. maí sl. í skólamum voru í vetur 72 memendiur eða fleiri en nokknu sinni. Fyrr í vetuir var í fyrsta skipti starf- ræktur 4. bekkur við skólann og í vor útskrifuiðuist 11 gagmfræð- ingar. Undir landspróf niiðskóla gengu 7 nemeniduir og hl'i;itu 5 framihaldseinkunn. 24 mc^rienduir gengu iffldir un,glingapróf. Hæstu eiinkuimn á gagnfræ'ðaprófi hlauit Jóhanina Steflánsdáttir, 8,12, á unglingaprófi var hasst Þóra Þorvaildsdóittir með 9,15. í vetur voru 2 fasitráðnir kenm arar við skólann »uk skólastjóra og 6 stundakenmairar. Félagslíf innam skólams var mikið. Leik- þættir æfðir, myndlisitarmám- skeið haldið, opið hús einu sinni í viku til tafls og spilaæfinga, íþróttamót og danisæfingar. Ein bókmenintakynning var haldim á vetrinum og gáfu nememdur all- an ágóða af henni til Davíðshuss á Akuireyri. Miklar vonir eru bundnair við að gagnfræ'ðia- og landsprófs- deild festist við skólanin, enda sækja í þær umglimgiar úr öðruim byiggðarlöguim. Skólastjóri mið- skóla Ólafsfjairðar er Kristimm G. Jóhaintnssom — J. Ág. Laugarlækjask. LAUGALÆKJARSKÓLANUM í Reykjavík var slitið 31. maí s.l. Skólastjórinn, Guðmundur Magn ússon, gat þess m.a. í skóla- slitaræðu, að skólinn útskrifaði nú í fyrsta skipti nemendur með unglingaprófi. 82 nemendur tóku unglinga- próf og stóðust það 80. Hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut Bergþóra Jónsdóttir, 9,14. 10 nemendur hlutu bókaverð- laun fyrir góð námsafrek. Annar áfangi skólans er nú í smíðum og verður væntanlegá fullbúinn í byrjun næsta skóla- árs. Á Blönduósi KVENNASKÓLANUM á Blöndu- ósi var slitið 29. maí s.l. Sökum þess, að ég hef hvergi séð þess getið langar mig til að biðja blaðið fyrir þessar línur. Ég var ein af gestunum, sem þarna var viðstödd og var ég þakklát fyrir að hafa haft tæki- færi til að heimsækja gamla skólann minn og kynnast ögn högum hans, eins og hann er nú Ég var einnig sýningargestur, en sýning handavinnu nemenda var daginn áður. Var sýningin glæsileg og sóttu hana margir, var ánægjulegt að sjá hve margir vandamenn námsmeyja sóttu langt að til að sjá með eigin aug- um vinnuafköst stúlknanna. Þarna fjölmenntu einnig gamlir nemendur frá skólanum, var öll- um veitt kaffi sýningardaginn af miklum myndarskap. Ég heyrði á forstöðukonu og kennurum að þær glöddust yfir heimsóknun- um. Sól skein í heiði og hátíðablær var yfir gamla skólanum — sem ávallt er hlýlegur í endurminn- ingunni — daginn sem skólaslit fóru fram. Byrjað var á því að syngja sálm við undirleik frú Sólveigar Lövik, húsmæðra- kennara, fyrrum forstöðukonu. Því næst hélt forstöðukona skóla- slitaræðu, þar sem hún gerði grein fyrir skólastarfinu á liðnu ári. Námsmeyjar voru alls 41. Luku 38 fullnaðarprófi, en þrjár luku prófi í húsmæðradeild. Allur námskostnaður varð að meðaltali kr. 13,433.10 á hverja námsmey, og var þá allt talið smátt og stórt, sem greitt var til skólans og matarfélagsins. Nokkur verðlaun voru veitt. Þorbjörg Sveinbjörnsdóttir frá Huppahlíð hlaut bókaverðlaun úr „Elínarsjóði" fyrir hæsta eink- un í bóklegum greinum 9,48. Jósefína Pálmadóttir Hvoli á Ás- um, sem hafði hæsta aðaleinkun 8,96 og Eygló Guðjónsdóttir Kópavogi með 8,92 í aðaleinkun hlutu verðlaun úr sjóði Hjalta- bakkahjóna, Sigríðar Þorvalds- dóttur og Þórarins Jónssonar. Steinunn Guðjónsdóttir, Hrúts- hvoli Snæfss. og Anna Steinunn Guðmundsdóttir, Hofsósi fengu viðurkenningu úr minningar- sjóði Margrétar Jónsdóttur frá Spónsgerði fyrir beztan sauma- skap. Fyrir bezta vinnu og mest afköst í baðstofu fengu pær verð- laun Björg Magnúsdóttir, Gler- árskógum, Steinunn Sigurðar- dóttir, Víigholtsstöðum og Ingi- björg Jóhannsdóttir, Sólheimum í Sæmundarhlið. Afhenti for- stöðukona verðlaunin í lok ræðu sinnar um leið og hún þakkaði námsmeyjum samveruna og bað þeim blessunar. Þá tók til máls Ragnhildur Karlsdóttir, flutti hún þakkarorð nemenda og færði skólanum pen- ingagjöf frá námsmeyjum. Thelma Grímsdóttir, Rvík. hafði orð fyrir 10 ára nemendum og afhenti fallega gjöf frá sínum ár- gangi. Siigríður Pálsdóttir, Kópavogi talaði fyrir hönd 20 ára nemenda, bar fram þakkir og gáfu þær einnig skólanum stóra gjöf. Þá kvaddi sér hljóðs Margrét Jónsdóttir, sem er 30 ára nemandi, færði hún skólanum kveðjur og þakkir frá sínum skólasystrum, gáfu þær 10,000 kr í minningarsjóð Mar- grétar Jónsdóttur frá SpónsigerðL Ein 50 ára námsmey, frú Arn- dís Baldurs var þarna viðstödd, færði hún forstöðukonunni fagr- an blómvönd og afhenti peninga- gjöf í „Elínarsjóð". Guðmundur Jónsson garðyrkjumaður flutti stutta ræðu og mátti heyra á honum, að hann hefur áhuga á, að skólinn eignist fleiri lista- verk. Síðastliðinn vetur gaf hann skólanum málverk eftir Guðm. Einarsson frá Miðdal og við skólaslit afhenti hann formanni skólanefndar, Sigurði Þorbjarnar syni, Geitaskarði upphæð í lista- sjóð skólans. Sr. Pétur Ingjaldsson hefur verið prófdómari við skólann í möng ár ásamt konu sinni frú Dómhildi Jónsdóttur, búsmæðra- kennara, ávarpaði hann náms- meyjar og bað þeim velfarnaðar. Var auðheyrt að þar átti skólinn hauk í hornL Kennarar eru fjórir við skólann auk forstöðukonu og verða þeir sömu áfram við skól- ann. Blómailmur fyllti húsið, því námsmeyjar yngri og eldri komu með fangið fullt af blómum til yndisauka. Að lokum þakkaði forstöðukona allar gjafirnar og þann hlýhug, er við þær væru bundnar. Hún fagnaði því að svo margar gamlar námsmeyjar hefðu sýnt skólanum þá ræktar- sem er raun bar vitni um, með því að leggja á sig langt ferðalag til að koma á fornar slóðir og vekja gamlar minningar. Hún hafði orð á því, hve sér hefði hlýnað um hjartarætur, er 30 ára nemendur hefðu minnst kennara síns, Margrétar Jóns- dóttur svo virðulega. Margrét hefði verið mikilhæf kennslu- kona og vinur sinn alla ævL Bað hún fyrir kveðjur og þakkir til allra þeirra er minnst höfðu skólans, en verið fjarverandi. Að loknum skólaslitum var öllum boðið til veizlu og var veitt af mikilli rausn og myndarbrag. Sunigið var undir borðum og i lokin rifjaður upp skólasöngur- ir.n. Hér er verið að reisa kenn- arabústað rétt vestan við skóla- húsið, verður því verki lokið i sumar. Búist er við að brátt verði annar kennarabústaður byggður, auk þess sem í ráði er aff gera fleiri umbætur á skóla- húsinu. Eins og undanfarin sumur verður skólinn leigður fyrir gistihús. Ég vona að jafnan verði eins bjart yfir gamla skólanum okkar eins og þennan sólbjarta vordag. Aðkomukona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.