Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.06.1965, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12. júní 1965 Fullkomin stjórn hugans taka mótlæti sem meðlæti - er lykillinn að góðu golfi Tveir haf a slegið 44holu í höggi" á nýja velli Galfklúhhs Reykjavíkur Á ANNAN hvítasunnudag gerðist það í annað sinn á fáum dögum Á hinum nýja golfvelli Golf- klúbbs Reykjavíkur við Grafar- holt að slegin var „hola í höggi" þ.e. að kylfingur hitti í einu höggi í holu. Sá er fyrstur vann það afrek var Hafsteinn Þor- geirsson sem ekki hefur ýkja lengi tekið þátt í golfi. Holan sem Hafsteinn hitti í einu höggi var 2. holan á vellinum, 140 m. löng. Var Hafsteinn fyrstur manna til að hitta „holu í höggi" á hinum nýja velli. fslandsmeistarinn í golfi, Magnús Guðmundsson frá Akur- eyri, endurtók og endurbætti af- rekið á annan hvítasunnudag. Þá hæfði hann 6. holu á vellinum í einu höggi, en atrennubraut hennar er 170 m. Það er afar sjaldgæft að hitta „holu í höggi" — skeði t.d. ekki nema 6 eða 7 sinnum í allri sögu golfvallarins í Öskjuhlíð. En nú hefur það skeð tvívegis á stutt- um tíma á tiltölulega litt grónum vellt. G.R., og af því tilefni tók- um við íslandsmeistarann Magn- ús Guðmundsson tali. — Hvernig er að hæfa „holu 1 höggi", og miðið þið að því að hitta holuna í fyrsta höggi? — Að takas't slíkt er afar spennandi, en það er fjarlægur veruleiki að slíkt takist. Menn etefna ekki að því, heldur að komast sem næst holunni. En þegar það tekst, þá er það hið fullkomna golf. Magnús Guðmundsson er sá ísl. golfleikara sem lengst hef- ur náð í íþróttinni, eins og síðar verður að vikið. Enginn slær lengra en hann og enginn hefur reynzt honum öruggari í höggum — ennþá. — Hvað hefur þú slegið lehgst í höggi? — Um 300 m. á Akureyri. — En það er mikil heppni að ná slíku höiggi. Nokkrum sinnum hef ég svo náð um 360 yarda höggum við beztu aðstæður á golfvöllum í allt að 6000 feta hæð erlendis. — Hvenær byrjaðir þú að leika golf? — 1952, þá 19 ára gamall. — Og varstu í byrjun bara venjulegur klaufi? — Já, svo má segja. Hins veg- ar hafði ég mikið slegið með orfi sem strákur og óg náði fljótt valdi á höggunum. Það eru Hafsteinn Þorgeirsson, scm sló lyrstur manna „holu í höggi" á nýja velli G.R. Atburðurinn gerðist á 2. holu sem er 140 m. löng. Magnús Guðmundsson r.efnilega sömu grundvallarregl- ur að baki þess að slá með orfi og slá kúlu með golfkylfu. Menn verða að vera afslappaðir og finna þégar beita á átakinu, menn verða að læra að flytja þyngdarpunkt líkamans til á réttan hátt, menn verða eins og að horfa í ljáfarið að horfa á kúluna. Þetta kom tiltöluleiga fljótt. Hins vegar náði ég ekki veru- legum tökum á golfíþróttinni fyrr en sumarið 1962. .Ég var í Bandaríkjunum 1955—1957 og síðan aftur 1960 til 1964 við skíðakennslu á vetrum og sum- arið 1962 bauðst mér tækifæri til að kenna golf. Ég hitti góðan kennara sem kenndi mér að kenna. Að vísu varð þetta mér alldýrt, því ég fékk þetta sumar aðeins 120 dali á mánuði í kaup — en lærði golf í staðinn. Og sá lærdómur og sá unaður sem golf- ið veitir endist alla ævi. — Hvað hefur þú oft orðið ís- landsmeistari? — 1958 og síðan '63 og '64 og tvð síðasttöldu arin einnig í sveitakeppni. • — Kepptirðu mikið í Banda- ríkjunum? — Nei. Hins vegar átti ég þess kost að komast í þann hóp manna sem ferðast um og kepp- ir um svimandi háar fjárhæðir, sem veittar eru sem verðlaun í golfkeppni atvinnumanna. Sú starfsemi er þar í landi rekin eins og fyrirtæki. Stjórn keppn- innar krefst um 15 þús. dollara framlags af hendi hvers kepp- enda, sem er áætlaður ferða- og dvalarkostnaður í sambandi við keppnina á hinum ýmsu stöðum. Þessa upphæð átti ég ekki til og ekkert varð úr þátttöku. Ég neita því ekki að ég var farinh. stíft að hugsa um siíkt, enda var ég farinn að leika golfvellina þar á „pari" eða undir „pari" — en slíkt er lykillinn að atvinnu- mennskunni. Þar er einnig í boði að gera samninga við ákveðna aðila sem greiða allan kostnað fyrir mann, en í staðinn skrifar maður undir samning til 5 ára, þar sem um- boðsmaðurinn krefst 60% af öll- um verðlaununum er kynnu að vinnast. — Og þú hefur haldið þér í þjálfun hér? — Eins og hægt hefur verið. Hins vegar hef ég unnið of mik- ið til að bæta við getuna. í>að fer ekki saman að miðla öðrum og auka á getu sína um leið. En maður verður að vinna fyrir brauði og salti i grautinn, en eins og ég hef unnið nú, séð um framkvæmdir á nýja vellinum í Grafarholti og jafnframt kennt á umfangsmiklu námskeiði, er útilokað að finna sitt bezta form. Þess vegna hef étg ekki að sinni gefið kost á frekari kennslu. — Hvað segir þú um ísl. golf- velli almenot? • — Þeir eru slæmir því miður — mjög slæmir miðað við þær kröfur sem golfreglur byggjast á. Enginn völlur hérlendis hefur verið byggður sem slíkur fyrr en nú í Grafarholti hjá Gorfklú'bb Rvíkur. Hitt er heimabakstur og sumt mjög frumstætt. Það tekur langan tíma að fá góðan völl í Grafarholti — 10—15 ár. En þar er unnið mark- visst og vel og þar myndast fyrst aðstaða til að bjóða toppmönnum hingað til lands. Golfíþróttin hér er enn í vöggu og það er nauðsyn að sníða allar aðstæður eftir fjöldanum, en ekki eftir þeim fáu beztu. 1 Grafarholti kemur skemmtilegur völlur í skemmtilegu umhverfi, sem bæði hæfir öllum almenn- íngi, en gerir jafnframt ítrustu kröfur til beztu manna. Þar er og að rísa glæsilegur golfskáli og félagsheimili, — Og sérð þú um framkvæmd- ir þarna nú? — Já, frá því í byrjun júlí í fyrra og aftur í vor. Teknar hafa verið í notkun 12 holur af 18 og nú hægt að leika hring — og Framhald á bls. 25. *.. Magnús Guðmundsson í golfi. Myndin er tekin í Bandaríkjun- um á sendinni braut. Sundmeistaramotið otanhúss í dan SUNDMEISTARAMÓT Is- lands verður háð í Sundlaug Vesturbæjar í dag og á morg un og hefst mótið kl. 3 í dag en kl. Z á sunnudaginn. í dag verður keppt í 100 m. skrið- sundi karla, 100 m. bringu- • %ilm..... ..... Davíð Valgarðsson. I sundi karla, 100 m. baksundi I kvenna; 200 m. baksundi, karla; 200 m. bringusundil kvenna; 200 m. fjórsundil karla; 3x50 m. þrisundi I kvenna og 4x100 m. fjórsundi i karla. i Meðal keppenda er allt okkar bezta sundfólk, en hæst | ber nöfn þeirra Guðmundar | Gíslasonar, Davíðs Valgarðs- sonar, Hrafnhildar Guðmunds dóttur, Arna Kristjánssonar, Fylkis Agústssonar, Matthild- ar Guðmundsdóttur svo ein- hver séu nefnd. An efa verður hörð keppni í mörgum greinum ekki sízt i í 200 m. fjórsundi karla milli \ Guðmundar og Daviðs og svo í kvennasundunum milli '' Hrafnhildar og Matthildar. Það er skemmtileg til- | breytni að halda mótið i úti- : Iauginni í Vesturbænum. Þar | er unaðslegt að horfa á sund keppni ef vel viðrar og takist | framkvæmd mótsins vel er j þarna uin íþróttamót að ræða ! sem allir eru hvattir til að ^ Bikarkeppm í körfubolfa KÖRFUKNATTLEIKSSAM BANDIÐ efnir nú í fyrsta sinn til bikarkeppni í körfuknattleik til að stuðla að aukinni út- breiðslu og iðkun körfuknatt- leiks. Frestur til að tilkynna rennur út 15. júní. Þátttaka er heimili öllum fé- lögum innan ÍSÍ, en þó eru leik- menn 1. deildar eins og hún var skipuð eftir síðasta íslandsmóti útilokaðir, en það útilokar ekki félög þeirra til að senda önnur lið til keppninnar. Hvert félag má senda tvö lið. Keppnin er útsláttarkeppni. Keppnin er svæðakeppni og miðast svæðin við bandalög eða sambönd, t-n ætlast er til að fé- lög innan þeirra vébanda sendi sín lið, en ekki sameiginlega, nema með fengnu leyfi KKÍ. Svæði landsins eru 8 og eru 1—4 bandalög eða sambönd á hverju svæði. Eitt lið aí hverju svæði tekur þátt í úrslitakeppni og skal keppni lokið 1. nóvember. Engin aldursflokkaskipting er í gildi varðandi keppnina og geta þeir elztu keppt við hlið hinna yngst ef féiög vilja. Til keppninnar er stofnað vegna þess að með núverandi fyrirkomulagi íslandsmótsins er utanbæjarliðum, öðrum en næst eru Rvík, erfitt um þátttöku í því móti. Með tilkomu bikar- keppninnar gefst öllum félögum tækifæri til að vera með. BJARNI BEINTEINSSON LÖGFRÆÐINGUR ¦ AUSTURSTRÆTI 17 (siuli m VALD|> SfMI 13536 GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Þórshamri við Templarasund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.