Morgunblaðið - 17.06.1965, Side 1

Morgunblaðið - 17.06.1965, Side 1
Berlín: Ár«xs austur-þýzkra varða harðlega mótmælt t DAG halda lslendingar þjóð- hátíð. 17. júní er einnig frelsis dagur Berlinarbúa og Austur- Þjóðverja. Myndin hér til vinstri er táknræn um það frelsi, sem ríkir undir oki kommúnista. Hún sýnir svart- an sorgarfána ásamt blóm- sveig, sem hópur ungamenna sýndi þá dirfsku að koma fyr- ir rétt hjá þeim stað, þar sem þau Hermann Höbler og Elke Mártens voru stödd, er skotið var á þau úr skotturni austur- þýzkra landamæravarða, sem stendur hrollvekjandi í bak- grunni myndarinnar. Vestur-Berlín, 16. júní — NTB: — BANDA8ÍSKI sendiherrann í V-Þýzkalandi, George Mc Ghee afbenti í dag rússneska sendiherranum í Austur- Berlín einhverja harðorðustu mótmæ'aorðsendingu, sem um getur, og var orsök hennar atburðir þeir, sem urðu sl. þriðjudag, er austur-þýzkur landamæravörður skaut til bana 43 ára gamlan kaup- mann frá Vestur-Berlín, Her- mann Döbler að nafni og særði lífshættulega unnustu hans, Elke Mártens. George McGhee, sem um þessar mundir er staddur í V-Berlín krafðist þess í orð- sendingunni, að hinum seku yrði reísað. Skotárásin hefði verið fuiikomlega tilefnislaus og hún og kúgunaraðgerðir a- þýzkra vfirvalda myndu ekki geta áí.t sér stað, nema þær væru studdar af rússneskum yfirvöldum. Sendiherrann sagði enn- fremur, að enginn vafi léki á þvi, að hér hefði verið um morð að ræða. Þessi atburð- ur hefði gert hinum siðmennt aða heimi ljóst einu sinni enn, Framh. á bis. 27 Tólf ár liöin frá upp- reisninni í Austur- Þýzkalandi f DAG, 17. júní, eru liðin tólf éi frá því er rússneskum skrið- drekum og hermönnum var beitt til að bæla niður kröfur hundruð þúsunda ibúa Austur Þýzkalands i*m aukið frelsi, frjálsar kosn- ingar og brottrekstur kommún- istastjórnarinnar. Þennan dag fyrir tólf árum, klukkan fjögur mðdegis hófu sovézkir hermenn Bkothrið í Austur Berlín á hópa verkamanna, sem upphaflega ætl nðu sér aðeins að andmæla kröf um yfirvaldanna um aukin af- kost á vinnustað fvrir óbreytt fcaup. Það var í lok maí 1953 sem Walter Ulbrioht, leiðtogi austur þýzkra kommúnista, lét birta á- ikvarðanir stjórnar sinnar um eukin afköst verkamanna. Lét Ulbrioht sig engu skipta mót- ínæli, sem bárust bæði frá sam- etarfsmönnum hans og frá stjórn endunum í Moskvu. Og hinn 16. júni birti blaðið „Tribúne“, mál- gagn verkalýðshreyfingarinnar, grein þar sem aðgerðir Ulbriohts voru taldar „algjörlega rétt- mætar". En verkamenn voru ekki á eama máli. Þennan þriðjudag Jögðu um tvö þúsund húsasmið- ir við „Stalin Allee“ eða Stalin etræti niður vinnu og efndu til bópgöngu að stjórnarskrifstofun- um. Ætluðu þeir sér í fyrstu að- eins að mótmæla þessari vinnu- hörku, sem þeir voru beittir. En á leiðinni að stjórnarráðinu, bættust þúsundir manna og kvenna f hópinn og fékk lög- reglan ekki við neitt ráðið. Marg ir lögreglumannanna gengu meira að segja í lið með verka- mönnunum. Þegar mannfjöldinn sá að hanii hafði öll róð í sínum hönd- um óx áræðið og innibælt hat- ur á kúgun kommúnista brauzt út. Nú var ekki eingöngu um ...T---— .... ... . W ... . ... . ; / »«'««« */ það að ræða að krefjast breyttra vinnuskilyrða, heldur hrópaði mannfjöldinn hástöfum kröfur um að Ulbricht segði af sér, nýj- ar kosningar yrðu látnar fara fram og lífskjörin bætt. Walter Ulbrioht lét ekki sjá sig við stjórnarráðið. Hinsvegar boðaði hann helztu ráðgjafa sína til skyndifundar, og þar var á- kveðið að nema ákvörðun rikis- stjórnarinnar um aukin vinnuaf- köst úr gildi. En það var of seint. Verkamenn um allt Aust- ur Þýzkaland höfðu frétt um að- gerðir stéttarbræðra sinna í Aust ur Berlín og fylgt fordæmi þeirra. Á miðvikudagsmorguninn 17. júní var komið á allsiherjarverk- fall í Austur Berlín, og allur mið hluti borgarinnar eitt iðandi mannhaf. Kröfugöngur voru farn ar og mannfjöldinn hrópaði: „Við heimtum frelsi“, ,við erum verkamenn, en ekki þrælar“, og „niður með rikisstjórnina“. Tveir menn klifruðu um hádegið upp á Brandenborgarhliðið og tóku þar niður rauðan fána sem þeir vörpuðu niður til mannfjöldans. Var fáninn rifinn í íætlur og brenndur á bálkesti hlöðnum úr áróðursspjöldum kommúnista. En meðan verkamenn voru að láta andstöðu sína í ljós, stóðu yfir liðflutningar Rússa til borg- arinnar. Og síðdegis var látið til skarar skríða. Skutu rúss- nesku hermennirnir af vélbyss- um á hópa verkamanna og skrið- drekar ösluðu um götur borgar- innar. Sama gerðist í öðrum borgum Austur Þýzkalands, og munu um fimm hundruð Aust- ur Þjóðverjar hafa beðið bana, en nærri 2.000 særzt. Qg vopn- lausir verkamenn gátu ekkert að gert. Rússar höfðu tryggt áfram- haldandi kúgunarstjórn Ul- bridhts í Austur Þýzkalandi. Með þessari mynd, sem sýnir góða fulltrúa íslenzkrar æsku og þeirrar nýju kynslóðar, sem tekur við landinu, sendir Morgunblaðið lesendum sínum og þjóðinni allri árnaðar- óskir á þjóðhátíðardaginn. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.