Morgunblaðið - 17.06.1965, Side 3
Fimmtudagur 17. júní 1965
MORGU NBLAÐIÐ
3
THVl sl. hvitasunnuhelgi hélt
skátafél. Hraunbúar í Hafnar-
firði sitt árlega vormót.
Mótið var haldið í Krýsu-
vík og var hið 25. sem Hraun-
búar halda. Skátahöfðingi ís-
lands, Jónas B. Jónsson setti
mótiðl Við setningu var þess
minnst að 40 ár eru liðin frá
því að skátastarf hófst í Hafn*
arfirði. Mótið sóttu um 800
skátar frá eftirtöldum stöð-
um:
Keflavík, amerískir skátar
aí Keflavíkurflugvelli, Njaxð
vík, Sandgerði, Hveragerði,
Selfoss, Eyrarbakka, Kópa-
vogi, Akureyri, Reykjavík og
Hafnarfirði.
Á hvítasunnudag var mótið
opið almenningi og brá tíð-
indamaður blaðsins sér suður
í Krýsuvík í heimsókn. Mik-
ill mannfjöldi heimsótti mót-
800 skátar á vormdti í Krýsuvík
ið þennan dag og mun láta
nærri að gestir hafi skipt þús-
undum yfir daginn.
Á mótinu voru iðkaðar alls
konar íþróttir. Þarna var
keppni mikil í handknattleik
og knattspyrnu. Stúlkur úr
Reykjavík sigruðu í hand-
knattleik en piltar úr Kefla-
vík sigruðu í knattspyrnu. Á
einum stað var myndarlegu
reyndist það vera skjaldar-
merki fjölskyldubúða eða
hjónabúða.
Slíkar búðir hafa átt vax-
andi vinsældum að fagna á
vormótum Hraunbúa. Eldri
skátar sem giftir ern koma
þarna með fjölskyldur sínar
og dvelja ýmist daglangt eða
allan tímann meðan mótið
stendur yfir.
ávallt höfð guðsþjónusta á
hvítasunnudag.
Að þessu sinni vox-u þær
tvær. Kl. 7.30 söng síra Sæm-
undur Hólm kaþólska messu,
en kl. 9 messaði síra Bragi
Friðriksson.
Ekki hefur áður verið hald-
ið vormót í Krýsuvík, en stað
urinn er mjög skemtmilegur
til slíks. Sléttar flatir til
hellar, allt þetta heíur Krýsu-
vík upp á að bjóða.
Ekki kæmi það á óvart að
Hraunbúar hefðu hug á að
halda mót aftur á þessum
stað.
Á mótinu kom það óhapp
fyrir að kviknaði í einu tjald-
inu og brenndust tveir dreng-
ir sem í voru, þó annar öllu
meira, en ekki munu brunasár
þeirra hafa verið mjög alvar-
leg. Tjaldið eyðilagðist og far-
angur sem þeir voru með. —
Vegna þessa óhapps ákvað
Skátafélagið Hraunbúar að
færa þeim kr. 10.000 að gjöf.
Um kvöldið var varðeldur,
en varðeldasvæði mótsins var
við Arnarfell um 10 mínútna
gang frá aðal mótssvæðinu.
Þar voru flutt ýms skemmti-
atriði, og verðlaun voru veitt
fyrir sigra í íþróttum og fyr-
ir beztu tjaldbúðirnar.
Mikill fjöldi var saman kom
in við varðeldinn, sennilega
ekki undir 1500 manns. Allir
skemmtu sér konunglega við
him f jölmörgiu skemmtiatriði.
Varðeldinum lauk svo með
því að leikin var af segul-
bandi ræða, er Baden Powel,
alheimsskátahöfðingi, talaði
til skáta allra landa á 80 ára
afmæli sínu.
Vormót þetta tókst í alla
staði hið bezta. Veður var
framan af ekki hagstætt, en
skátar láta það ekki aftra sér
þó aðeins á mtói blási. Veru-
lega ánægjulegt var að sjá
svona marga unglinga
skemmta sér á heilbrigðan
hátt. Eignumst við fleiri slíka
hópa þá er sannarlega ekki
dökkt yfir framtíð fslands.
hjónarúmi komið fyrir og Á vormótum Hraunbúa er leikja, fjöll til að klífa og
Hluti af tjaldbúðum
KALSAVEÐUR var norðan
! lands í gær, rigning og hiti
allt niður í 3 stig kl. 15 (Látra
vík).
i Hlviast var í Hvitársíðu
14 stig, enda þurrt veður og
sá tii sóiar við Faxaflóa.
Lægðin við Hjaltland var
á ferð norðaustur.
A
Slökkviliösstjórastaö-
an verði aðalstarf
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar
samþykkti á fundi sínum 15.
júní sl. að gera þær breytingar
á skipulagi slökkviliðs bæjarins,
að ráða sérstakan slökkviliðs-
stjóra, sem hefði það starf að að-
alstarfi, en allt frá árinu 1952 hef
ur rafveiiustjóri gegnt þeirri
stöðu og nú hin síðustu ár án
nokkurrar þóknunar.
Slökkviliðsstjóri skal vera iðn
eða tæknimenntaður.
Á sama fundi var samþykkt,
að segja núverandi varaslökkvi
liðsstjóra upp starfi m.a. vegna
breytinga á skipulagi slökkvi-
liðsins.
Jafnframt var samþykkt að
vinna að nánara skipulagi
slökkviliðsins í samráði við
væntanQegan slökkviiiðsstjóra.
STAKSTEINAR
Samþjöppun valds
Hörður Einarston stud. jur.
skrifar athyglisverða ritstjórnar-
grein í síðasta hefti Stefnis, tíma
rits ungra Sjálfstæðismanna. Þar
segir m.a.:
„I lýðræðisríkjum gera menn
sér ljóst, að sú samþjöppun valds
sem leiðir af aukinni íhlutun
hins opinbera í málefni einstak-
linganna og vaxandi hlut þess á
flestum sviðum þjóðlifsins hefur
í för með sér vissa hættu fyrir
réttaröryggi einstaklinganna —
og vilja gera allt sem unnt er til
að tryggja það. Embættismönn-
um og öðrum starfsmönnum hins
opinbera ber að fara þar að lög-
um í ákvörðunum sínum og at-
höfnum, og gæta sanngirni í skipt
um sinum við borgaranna. En
hvort tveggja er, að þeim eins
og öðrum getur missýnzt og
skjátlazt í úrlausnum sinum, oð
að því fer fjarri að og eða aðrar
fastmótaðar reglur bindi hendur
þeirra í öllum tilvikum. Það er
því engan veginn fátítt, að hand-
hafar hins opinbera valds verði
fyrir ásökunum um afglöp í
starfi, yfirsjónir, vanrækslu og
jafnvel misbeitingu valds sins. 1
flestum tilvikum eru slíkar ásak
anir sjálfsagt tilefnislausar eða
tilefnislitlar. Þegar menn eiga
sjálfir hlut að máli, gleyma þeir
gjarnan, að á máli kunna að
vera fleiri hliðar en sú ein, sem
að þeim sjálfum snýr ,og hættir
því til að telja það tortryggnis-
legt og af illum hvötum sprottið,
ef ekki er að þeirra vilja farið
eða mál afgreitt i samræmi við
hagsmuni þeirra. Slíkt má segja
að sé mannlegt, þó ekki beri það
vott um víðsýni."
Hvað gera hin
Norðurlöndin?
Síðan segir:
„Hér hafa hin Norðurlöndin
farið þá leið, að setja á stofn em-
bætti sérstaks trúnaðarmanns
þjóðþioganna, svokallaðs umboðs
manns (ombudsmand) sem hefur
það hlutverk að leitast við að
styrkja og tryggja réttarstöðu
einstaklinganna gagnvart stjóm-
arvöldunum. Er það vissulega at
hugunarefni fyrir íslendinga,
hvort svipaðrar skipunar mála sé
þörf, eða hún henti aðstæðum
hér á landi, enda hefur athygli
manna beinzt nokkuð að þessu
fyrirkomulagi hin síðari ár, þó
ekki hafi komið fram beinar til-
lögur um að það verði tekið hér
upp.
Síðast var þessi skipan tekin
'upp í Noregi árið 1962. Hlut-
verk umboðsmannsins er eins og
áður er að vikið, að leitast við að
styrkja og tryggja réttarstöðu
einstaklinganna gagnvart stjóm-
arvöldunum. — i Noregi var
ákveðið, að fyrst um sinn a.m.k.
skyldi starfsemi umboðsmannsins
aðeins beinast að stjórnsýslu rík-
isins, en yfirleitt ekki bæjar- og
sveitarfélaga, þó að viðurkennt
væri, að sama þörf væri á að
tryggja réttaröryggi einstakling-
anna gagnvart þeim.“
Tortryggni þegnanna
Greininni lýkur á þessum orð-
um:
„Það horfir þjóðfélaginn i
heild og stjómendum þess til
styrktar, ef takast mætti að
draga úr tortryggni þegnanna í
garð stjórnenda þeirra. Er vissu
lega nokkrum fjármunum fyrir
það fórnandi. Og enda þótt æðri
og lægri handhafar hins opin-
bera framkvæmdavalds kosti
kapps um að leysa úr málum eft-
ir beztu vitund og samvizku, verð
ur ekki framhjá þeim staðreynd-
um gengið, að það er mannlegt
að skjátlast (f; óhjákvæmilegt
að mistök verði. Það verður því
að telja að full ástæða sé til að
athuga, hvort það gæti leitt til
aukins réttaröryggis hér á landi
að taka upp það fyrirkomulag
sem hér hefur verið gert að um-
talsefni.“