Morgunblaðið - 17.06.1965, Page 10

Morgunblaðið - 17.06.1965, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. júní 1965 FRÉTTA- Lítil telpa, sem særzt hefur i Dong XoaL í bardögunum þar undanfarna daga létu báð- ir foreldrar hennar lífið. Á myndinni til hægri er Mounif Razzaz, nýkjörinn formaður Baath-sósíalista í Sýrlandi, en til vinstri Amin Hafez, forsæt- isráffherra Iandsins. Á aðalfundi flokksins fyrir skömmu fluttu þeir báðir ræður og gagnrýndu m.a. Nasser Egypta- landsforseta fyrir að veita S ýrlendingum ekki nægilegan stuðning í baráttu þeirra við ísraelsmcnn. Keppnin um titilinn „Ungfrú Evrópa“ fór fram í Nizza á hvítasunnudag. Hlutskörpust varð Juliane Herm frá Þýzkalandi. Stúlkurnar eru frá vinstri: Alici Borac frá Spáni, Vierpi Mi- ettinen frá Finnlandi, hin nýkjörna „Ungfrú Evrópa“, Elly Koot frá Hollandi (var „Ungfrú Evrópa" si. ár og krýndi Juliane Herm), Yvonne Ekman frá Danmörku og Ingrid Norrman frá Svíþjóð. Chou En-lai, forsætisráðherr a Kínverska alþýðulýðveldisins, heimsótti Tanzaníu fyrir skömmu. Myndin er tekin á flug- vellinum í höfuðborginni Dar es Salam og t.h. er Julius Ny- erere, forseti Tanzaníu, sem tók á móti hinum kínverska gesti. í tilefni hvítasunnunnar hafa verið opnuð hlið á Berlínarmúrnum og V-Berlínarbúar hafa streymt austur fyrir borgarmörkin til að heimsækja ættingja og vini. Á myndinni sjást V- Þjóðverjar á leið austur, og á skiltinu stendur aff höfuðborg A-Þýzkalands bjóði þá velkomna Hjúkrunarkonur og sjúklingar sjúkrahússins i Oswestry, Shropshire í Englandi, fylgjast með, er Anne Rowston stígur fyrstu skrefin eftir að fætur hennar höfffu veriff styttir um rúma 19 cm. Fyrir aðgerðina var Anne rúmir 2 m á hæð. Lærleggir hennar voru styttir um rúma 10 cm, en fótleggirn ir um tæpa 9 cm. Þotur úr brezka flughernum eru hér að æfingum í Wattisham í Suffolk, en ráðgert er að þær taki þátt í flugsýningu, sem stendur fyrir dyrum í París.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.