Morgunblaðið - 17.06.1965, Qupperneq 26
26
MORCU N BLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. júni 1965
„Þori ekki að veðja á íslendinga
eftir að hafa séð Dani vinna Finna“
— segir Karl Guðmundsson,
ráðgjafi landsliðsnefndar
og landsEiðsins
EFTIR 17 daga ganga landslið is
lands og Danmerkur til lands-
leiks í knattspymu í Laugardaln
um. Karl Guðmundsson, sem hef
ur verið ráðgefandi ísl. liðinu
og landsliðsnefndinni, brá sér til
Kaupmannahafnar á dögunum til
að sjá landslið Dana í landsleik
við Finna, en þann leik unnu
Danir 3-1.
Við hittum Karl í tilefni af
þessari för hans og ræddum við
hann um danska landsliðið og
hugsanlega möguleika fslands í
leiknum. Hann sagði m.a.
■k Til mikils að hlakka
— Danir eiga nú mjög skemmti
legt, létt og vel leikandi lið. Það
var oft hrein unun að horfa á
skiptingar liðsmanna, samræmi í
leik og samvinnu bæði í sókn og
vörn. Ég tel töluvert langt síðan
að Danir hafi átt svo skemmti-
legt lið og þeir eiga nú.
íslenzkir áhorfendur hafa því
Landsliðiö vann 5:0
ÍSLENZKA landsliðið og islenzka
unglingalandsliðið léku æfinga-
leik (ekki í fullri alvöru) í fyrra-
kvöld. Fór svo að landsliðið
(eldra) vann með 5-0.
Landsliðið sem reynt var, var
þannig skipað: Heimir í marki en
var meiddur. Sig. Einarsson var
valinn h. bakv., en mætti ekki og
léku unglingalandsliðsmenn 1
stöðum þeirra beggja. V. bakv.
var Jón Leósson, framherjar Ell-
ert Schram, Högni (í forföllum
Jóns Stefánssonar) og Sig. Al-
bertsson. Framherjar voru Reyn-
ir Jónsson, Val, Steingr. Dag-
bjartsson í stað Skúla Ágústsson-
ar, Ingvar Elísson, Þórólfur Beck
og Karl Hermannsson.
Karl Guðmundsson var ekki
ánægður með æfinguna og sagði
að þessi æfing sem æfingar ann-
Heimsmet
ÁSTRALÍUMAÐURINN Ron
Clarke setti í gærkvöldi heims-
met í 10 km hlaupi. Hljóp hann
vegalengdina á 28:14.4 mín. —
Hann átti sjálfur fyrra heims-
metið.
arra úrvalsliða væru ekki það
alvörumál sem þær ættu að vera
og vantaði nokkuð á að leikmenn
eða forystumenn tækju slíku
nógu alvarlega, og væru áhuga-
samir.
INIorðmenn
unnu Júgó-
slava 3:0
NORÐMENN og Júgóslavar
háðu landsleik í Ósló í gær-
kvöldi og var Ieikurinn liður
í undankeppni um heimsmeist
aratitilinn. Norðmenn unnu
3-0 og var sigurinn mjög ó-
væntur. Ætlaði allt um koll að
keyra meðal áhorfenda.
Eftir þennan sigur hafa Norð
menn forystu í sínum riðli, en
í honum leika auk þessara
tveggja þjóða, landslið Frakk-
lands og Luxemborgar. Hafa
öll liðin leikið 3 leiki og hafa
Norðmenn, Júgóslavar og
Frakkar 4 stig, en markahlut-
fall Norðmanna er 5-1, Frakka
3-1, en Júgóslava 4-4.
íslondsmeist-
arinn topoði
veski sínn
MOLAR
j EINN af beztu sundmönnum |
! landsins, Fylkir Ágústsson frá |
j ísafirði, varð fyrir því óláni i
! í fyrradag að tapa veski sínu. i
! í veskinu voru nokkur þúsund f
! krónur, ýmis skjöl með nafni i
! hans og símanúmeri fyrir vest i
! an — svo og íslandsmeistara- i
! verðlaununum í 100 m bringu- i
! sundi, sem Fylkir vann á ís- f
! landsmótinu um sl. helgi.
\ Fylkir telur sig haía tapað f
| veskinu í eða við Álfheima-:
I strætisvagninn, sem fór úr f
[ miðbænum kl. 2.30 síðdegis. f
f Finnandi veskisins er beð- f
f inn að skila því til lögreglunn- f
l ar eða að Álfheimum 50, sími f
I 38219.
1 knattspyrnukappleik milli
Lia-Brage og Landsás í Nor-
egi (skammt frá Svolvær)
skeði það að 4 leikmönnum
-var vísað af leikvelli fyrir
ítrekuð brot og tveir til við
.. bótar urðu að yfirgefa völlinn
vegna meiðsla — og var ann
ar þeirra fluttur í sjúkrahús
fótbrotinn. Landsás tapaði
leiknum 0—2 og voru 3 liðs-
menn þeirra reknir af velli og
einn slasaður. Voru því 7
menn í liðinu um tíma. NTB
telur þetta vera Noregsmet.
Norska íþróttasambandið
hefur hlotið 500 þús. n.kr.
styrk frá getraunaþjónustunni
norsku *- eða um 3 millj. isl.
kr. Fénu skal varið til æfinga-
búða í grennd við Lillehanun-
er.
til mikils að hlakka að sjá lands-
leikinn, ef Dönum tekst upp. Það
getur líka ráðið miklu um getu
ísl. liðsins, hvernig áhorfendur
styðja leikmenn og hvetja. Með
góðum stuðningi frá áhorfendum
getur geta og sigurvilji liðs auk-
izt ótrúlega.
— En hvað þá að þínum
dómi um möguleika isl. liðs-
ins?
— Það verður erfitt að
vinna þetta danska lið. Það
reyndist Finnum erfiður mót-
herji og sigur Dana gat orðið
enn stærri. Isl. liðið veitir
Dönunum vonandi harða
keppni, en ég veðja ekki á
ísl. liðið eftir þennan leik sem
ég sá hjá Dönum.
— Var þetta mjög góður leik-
ur?
— Finnar skoruðu fyrsta
markið, þrátt fyrir færri upp-
hlaup. En fyrsta mark leiksins
og það eina finnska var gott.
V. úth. lék alveg að endamörk-
um upp við mark og gaf á h.
innherjann sem ekki þurfti ann-
að en ýta við knettinum í mark-
ið.
Orlitlu síðar átti þessi sami inn
herji glæsilegt skot sem lenti í
þverslá svo söng í. Hefði það
skot hafnað í netinu er ég viss
um nema allur gangur leiksins
hefði snúizt Finnum í vil. Því
þó Danir sæktu meir — fundu
þeir á þeim tíma leiksins enn
ekki leiðina í mark.
★ Þrír bcra af hjá Dönum.
— Það eru þrír menn sem
kalla mætti ásana í danska lið-
inu. Það er Bent Hansen h. framv.
(sem á 51 landsleik að baki),
Ole Sörensen "h. innherji og Ole
Madsen miðherji.
Af þessum þremur fannst mér
Ole Sörensen beztur. Hann sá
um að mata framherjana. Hann
lék oft til baka með knöttinn og
gaf svo fram til Madsen eða Pet-
ersen en þá tvo höfðu Danir sem
miðherja í leiknum, en drógu
aftur Ole Sörensen og Henning
Enoksen, sem nú hefur leikið 8
landsleiki sem v. útherji, en ann-
ars ísl. knattspyrnumönnnum að
góðu kunnur fyrir landsleiki við
ísland og þá sem innh.
En miðherjarnir tveir Mnd
sen og Petersen áttu frábæran
leik. Eru báðir stórhættulegir
skotmenn og fljótir. Petersen
hefur að auki góða skallatækni
og Madsen er alltaf að brjót-
ast í gegn og sjaidgæft að sjá
slík viðbrögð sem hjá honum.
En maðurinn að h.aki hætt-
uunar er frá þessum mönn-
um stafaði var Ole Sörensen.
Hann er potturins og pannan
í spili liðsins. Hann hefur
tæknina og yfirsýnina. Mad-
sen brýzt í gegn — þar er það
kmfturinn og skothæfilcikiri.n
sem ræður en minna um
tæknina.
Um danska liðið, hélt Karl
áfram, má segja, að í því sé
hvergi veikur hlekkur — nema
helzt ef telja mætti að Enoksen
hefur lítinn hraða, en hann býr
enn yfir hæfileikanum að ná sín
um frægu vinstri-fótar snúnings
skotum, sem allir markmenn
hata.
Danska liðið nýtir svo vel stað
setningar og allar eyður og „stað
setningarleikur“ þeirra er svo
skemihtilegur að erfitt er að
halda í við þá.
k Skýrsla til landsliðsnefndar.
— Og hvernig verður svo þín
vitneskja um leik Dananna nýtt?
Karl Guðmundsson
— Ég gef landsliðsnefndinni
skýrslu. I henni eiga sæti fimm
menn, sem ráða öl'lu um val liðs-
ins. Ég kem þar ekki nálægt, en
ræði hins vegar við liðið fyrir
leik og í hléi.
Hins vegar verður líka reynt
að afla vitneskju um’leik Dan-
anna í landsleik við Svía í Höfn
á sunnudag og í leik danska
landsliðsins í Moskvu í næscu
viku.
Héraðsmót V-ísfírS-
ingja x köríuknattleih
ÚRSLITALEIKIRNIR í héraðs-
móti Vestur ísfirðin.ga í körfu-
kmattleik fóru fram að Núpi í
Dýrafirði s.l. lauigardag.
Þáttakendur í mótinu voru lið
frá þessum félögum:
íþróttafél. Grettir, Flateyri.
íþróttaifél. Stefnir, Súgandafirði,
íþróittafél. Höfrungur, Þingeyri
og UMF Mýrhreppiniga, Dýra-
firði.
Sigurvegarar í kairlaflokki var
lið Grettis með 6 stig, en Grettir
sigraði Stefnir í úrsliitateik með
38:24.
f kvenmaflokki lékiu til úrsilita
Stefnir og Höfrungur og sigraði
Stefnir 28:18.
Sigurður R. Guðmumdsisom
fonm. HVÍ afhenti siguxvegur-
unuim verðlauin ,en Grettir hlaut
fagra styttu til eignair, þar sem
Grettismienn sigruðu nú í þessu
móti þriðja áaið í röð.
Mikill áhugi er fyrir körfu-
knattleik á samibaindssvæði HVÍ,
oig hafa bteði Grettir og Stefnir
tilkynnt þáitttöku sína í Bikar-
keppni KKÍ.
Hvaöa líð kemst í 1. deild?
MIKIÐ er rætt um það manna á
meðal hvaða lið falli í aðra deild.
Valur er sennilega búinn að koma
sér úr fallhættu, en hin félögin
eru öll í hættu og íslandsmeist-
ararnir frá í fyrra eru þar á
meðal.
Hvaða lið fer upp í fyrstu deild,
það er spurning, sem minna er
rædd. Við skulum athuga lítil-
lega hvernig ástandið er í ann-
arri deild.
í A-riðli hefur Þróttur forystu,
hefur leikið þrjá leiki, unnið tvo
og gert eitt jafntefli. Siglfirðing-
ar hafa leikið tvo leiki, unnu ann
an en hinn varð jafntefli. Haukar
hafa leikið einn leik og töpuðu,
en fengu svo einn sigur án þess
að þurfa að leika. Skarphéðinn
hefur leikið einn leik og tapaði,
en mætti svo ekki til leiks á móti
Haukum. Reynir einn leik og tap.
f B-riðli hefur FH forystu. Leik
ið þrjá leiki, unnið tvo og gert
eitt jafntefli. Breiðablik, ísfirð-
ingar og Vestmannaeyingar hafa
leikið tvo leiki, hver unnið einn
en tapað hinum og eru með tvö
stig. Víkingur hefur leikið tvo
leiki tapaði fyrri leiknum, en
gerði jafntefli í þeim síðari.
í A-riðli er Þróttur og Sigl-
firðingar líklegustu liðin, þessi
lið gerðu jafntefli á Siglufirði,
4:4. Möguleiki er að Haukar seti
þarna strik í reikninginn, en þá
verða þeir að sýna betri leik en
þeir hafa gert til þessa. Hin liðin
í riðlinum koma vart til greina,
en þó finnst mér ekki rétt að
Skarphéðinn dragi sig út úr mót-
inu þó illa gangi, því bezta æfing
in er einmitt að keppa.
B-riðillinn er mun jafnari rið-
ill, þar koma öll liðin til greina.
Víkingur er neðstur 1 riðlinum
og virtist í upphafi ekki vera lík-
legur til að verða • ofarlega, en
eftir jafnteflið við FH og þann
léik er þeir sýndu þá, er ekki að
vita nema þeir séu að ná sér á
strik.
Ef marka má síðustu leiki þá
ætti Þróttur að vinna A-riðilinn
með nokkrum yfirburðum, en
Siglfirðingar kæmu þar næstir.
í B-riðli verður keppnin mun
harðari og hygg ég að lokabar-
áttan muni á milli þriggja liða,
FH, Vestmannaeyinga og ísfirð-
inga. FH-ingar hafa sýnt mikinn
baráttuvilja og sumir segja jafn-
vel óþarfa hörku. Ef þeir halda
þeirri getu sem þeir sýndu í byrj
un, þá held ég að þeir vinni sinn
riðil.
Spáin er því að það verði FH
og Þróttur sem leika úrslitaleik-
inn um réttinn til uppfærslu i
fyrstu deild 1966. — R. M.