Morgunblaðið - 29.06.1965, Síða 3

Morgunblaðið - 29.06.1965, Síða 3
Þriðjudagur 29. júní 1965 MORGUNBLADID 3 SIÁKSTEIIIIAR VAdanúrslit í 300 metra stökkL (Myndir: A. L) Mót hestamanna á Þingvöllum HIÐ árlcpa hestamannamót fór fram að Skógarhólum við Þingvelli um síðustu helgi. — Mikill mannfjöldi sótti mótið að vanda eða rösklega tvö þúsund manns. Veður var fremur óhagstætt á keppnis- daginn — sunnudag — gekk þá á með skúraleiðingum. I heild var mótið mjög vel heppnað, og áttu allir ,scm lögðu leið sina til Þingvalla, þar ánægjulega dagstund. Síðdegis á laugardag byrjaði W .v/v*wve'<i> í V"' fólk að streyma til Þingvalla og var ungt fólk þar í meiri- hluta, mikill fjöldi úr Reykja- vík. Einnig komu margir á hestum víðsvegar að, og mun láta nærri, að alls hafi verið um eitt þúsund manns á Þing- völlum laugardagsnóttina. — Hjálparsveit skáta hafði tjald- búðir á afgirtu svæði, og var til aðstoðar, ef með þyrfti. Um kvöldið og nóttina bar lítilsháttar á ölvun ungs flóks, en þrátt fyrir það fór allt fram með mestu spekt. í næt- urkyrrðinni mátti heyra söng úr öllum áttum, enda höfðu heilu kórarnir raðað sér fyrir framan mörg tjaldanna. Veður var mjög gott um nóttina, stiilt og bjart. Þessi mynd er ef til vill táknræ’n fyrir hestamannamótið á Þing- völlum á sunntidaginn og þarfnast raunar ekki frekari skýringa. Á sunnudag klukkan eitt hófust svo kappreiðar hesta- mannafélaganna í SkógarhóÞ um. Riðu þá inn á leikvanginn í hóp knapar frá þeim átta hestamannafélögum, sem að mótinu stóðu. 1. verðlaun fyr- ir fallegustu sýninguna féllu í hlut hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Að hópreið lokinni hófst hindrunar- hlaup, og var það einnig sýn- ing. Síðan hófst sjálf keppnin, og var fyrst keppt í 250 metra skeiði. Þar sigraði Logi Jóns í Varmadal á 24,4 sek. Annar varð Hrólfur Sigurðar í Laug- arnesí á 24,5 sek. og þriðji Neisti Einars Magnússonar á 24,6 sek Frá keppni í skeiðL Þulur á hestamannamótinu var Hjalti Fálsson. í 300 metra stökki sigraði Þytur Sveins K. Sveinssonar á mettíma, 21,4 sek. Eldra metið var 22,2 sek. Annar varð Dreyri Guðna á Skarði, 23,0 ^ek. og þriðji Áki Guðbjarts Pálssonar á 23,1 sek. í 600 metra brokki sigraði Gustur Einars í Heiðarbæ á 1 mín. 30,6 sek. Annar varð §leipnir Guðbjarts Pálssonar á 1 mín. 36,8 sek. og þriðji varð Höttur Hreins á Lauga- bóli á 1 mín. 37,8 sek. í 800 metra stökki sigraði Logi Sigurðar Sigurðssonar á 70,3 sek. Annar varð Gustur Baldurs Bergstginssonar á 71,0 sek. og þriðji Þröstur Ólafs Þórarinssonar á 71,2 sek. Það vakti nokkra athygli og ánægju áhorfenda, er Jón Guðmundsson, bóndi á Reykj- um, sýndi akstúr í léttikerru, en hestamannafélögin hafa mikinn áhuga á því, að keppni í kerruakstri verði komið á í nánustu framtíð. Síðast fór fram naglaboð- reið, og bar flokkur hesta- mannafélaganna Loga og Trausta þar sigur úr býtum. Er mjólkurverkfallið clöglegt? A3 undanförnu hefur mátt lesa 1 kommúnistablaðinu vitnisburS margra manna úr ýmsum stétt- um um þær vinnudeilur, sem nú standa yfir víðsvegar um land. Sl. sunnudag var væntanlegt mjóikurverkfall til umræðu í dálkum blaðsins. Þar se*gir Sig- urður Einarsson, form. Verka- lýðsféiagsins Þórs á Selfossi mju „Margir álíta, að hér sé nm pólitískt verkfall að ræða og hér sé verið að mótmæla inngönga Mjólkurbús Flóamanna og Mjólk ursamsölunnar i Vinnuveitenda- samb'and fslands. Slík verkföll eru ekki lögleg hér á landi og það er ástæða til að taka það fram, að þetta skyndiverkfall er ekki boðað sem slikt.“ Nokkuð annar tónn er f viðtaH við annan mann í sömu grein í kommúnistamálgagninu, en þar segir m.a.: „Hér liggur fyrir beint tjón hjá bændunum sjálfum og eru þeir nú að uppskera inngönguna í vinnuveitendasamtökin og farnir að borga herkostnað úr eigin vasa fyrir ihaldið í Reykjavík. Ekki fer á milli mála, að ef marka á orð -beggja þessara manna, þá er hér um ólöglegt verkfall að ræða. Annar segir, að ólöglegt sé að ,gera verkfall hjá Mjólkurbúi Flóamanna og Mjólkursamsölunni af þeirri ástæðu einni, að þessi fyrirtæki hafi gengið í Vinnuveitendasam- band íslands. Hinn segir, að nú séu þessi fyrirtæki „að uppskera inngönguna í vinnuveitendasam- tökin.“ “Allt á að loga í skæmhernaði" f viðtölum við hina ýmsu menn hefur kommúnistablaðið reynt að hylja tilgang sinn með fagurgala um að kjör launafólks þurfi að batna. í gegn um æsinga skrifin hefur þó oft mátt greina þá von kommúnista, að allt megj hér loga í verkföllum og skæru- heraaði, og geta menn síðan velt því fyrir sér, hvern hagnað al- menningur allur hefur af verk- föllum og langvarandi ófriði á vinnumarkaðinum. Þapnig var eftir verkamanni á eyrinni haft að „allt ætti að loga í verk- föllum á stundinni“, og eft- ir öðrum var haft „ég mun láta hendur skipta í þessu verkfalli.“ í framhaldi af þessum ábyrgð- arrýru ummælum er síðan haft eftir náunga einum í blaðinu sL sunnudag: „Skæruheraaður er lausnarorð í baráttu verkafólks í dag og hér á landi á allt að loga í skæruhemaði til þess að knýja fram sómásamleg laun fyrir vinnuna. Þetta er hægt að gera víða á landinu og til dæm- is ættu þeir að stunda þetta í síldarplássunum fyrir norðan og austan í sumar.“ Þessi skrif lýsa ófögrum hug til launþpga í landinu. Eru það hagsmunir verkamannsins, að ekki fáist mjólk handa börnum hans, bara til þess að glatt geti „logað í skæruheraaði?" Og hvaða launþegi græðir á því, að skæruhernaður verði stundaður á sildarvertíðinni á Norður- og Austurlandi? |

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.