Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1,4. júlí 1965 „Það væri betur að mönn- um lærðist í Vietnam" r*« -OHrum kosti verður þeim að lærast svðar á öðrum stað, segir forsætisráðherra Nýja Sjálands Wellington, Nýja-Sjálandi, 13. júlí — AP ^ Keith J. Holyoake, forsætis ráðherra Nýja-Sjálands, sagði í upphafi umræðna um utan- ríkismál í nýsjálenzka þing- inu í dag, að eftirgjöf af hálfu Bandaríkjanna ellegar þá ósig ur þeirra í S-Vietnam, mundi verða gífurlegt áfall fyrir Nýja-Sjáland og mörg önnur lönd heims. „Vandamál Viet- nam er ekki bundið ákveðn- um stað eða séraði — það er heimsvandamál“, sagði for- sætisráðherrann. t Fyrr í dag hafði verið dreift í þinginu 72 síðna „hvítri bók“ stjórnar Nýja- Sjálands um Vietnammálið, og ritar Holyoake, forsætis- ráðherra, formála bókarinnar. Segir hann þar m.a.: „Stjórn Nýja-Sjálands er á engan hátt að spilla fyrir friði með því að veita S-Vietnam hernaðarað- stoð. Vegurinn til friðar er kommúnistum opinn. Þar til þeir fara þann veg, hefur Nýja-Sjáland, ásamt öðrum löndum, um engan annan kost að velja, en að gera það sem landið getur til að verja S- Vietnam árásum“. „Ég get einfaldlega ekki skilið þá menn“, segir Holyo- ake, forsætisráðherra, „sem fá skilið að það er vopnuð árás er 40.000 manna lið fer sem her til opinskárrar árásar á annað land, en eiga hinsvegar í erfiðleikum með að skilja að í það er engu minni árás ef ] þessir sömu menn eru sendir í laumi yfir sömu landamæri í sama tilgangi í ákveðinn tíma.“ „Það væri betur að þessum aðilum lærðist í Vietnam. | Öðrum kosti verða þeir að Jæra þessa lexíu á öðrum stað — nákvæmlega á sama hátt og að mönnum lærðist það loks í Póllandi og Pearl Harbor sem þeir gátu hafa lært í Abyssirúu, Austurríki, Tékkóslóvakíu, Mansjúríu og Kína.“ Hoalyoake segir einnig í formála sínum, að engu að síður væri það Malaysía, sem efst væri á blaði varðandi hernaðaraðstoð. Hann segir að það sé engin tilviljun að stefna stjórnar Indónesíu sé um þessar mundir áþekk stefnu kínversku kommúnista | stjórnarinnar og stjónarinnar . í Hanoi. „í>ar til árásaraðilarnir eru reiðubúnir að setjast'að samn- ingum, er nauðsyn á sameig- , inlegum aðgerðum til þess að , hjálpa þeim, sem á er ráðizt“, segir hann. f LOFTÞRYSTING'UfMNN er i enginn á stóru svæði um- j hverfis fsland, enda veður i mjög stillt hér um slóðir. i Lægðir eru vestan Grænlands | og um Bretland, en mjög að- = gerðalitlar. Hér á landi eru smáskúrir víða norðan lands og þokuloft fyrir austan, ■ en bjart og þurrt á Suðurlandi. Kl. 15 í gær var hlýjast 15 stig hér á landi, á Klaustri og í Haukatungu. Alvariegt stjórnmál:- ástand í Grikklandi Aþenu 13. júlí — AP. Flokkur George Papandreous, forsætisráðherra Grikklands, Mið flokkurinn. ákvað í dag að reka Peter Garoufalias, varnarmála- ráðherra, úr flokknum. Setur þetta Konstantin, hinn unga koiv ung Grikkja, í þann mesta stjórn málalegan vanda, sem hann hef- ur þurft að glíma síðan harin settist að völdum fyrir 16 mán- Með 600 km. hraða á klukkustund uðum. Á fundi þingfiokks M>ð- flokksins, sem aðeins stóð í 30 mínútur, samþykktu þingmenn flokksins samhljóða að styðj* Papandreou og jafnframt að reka Garoufalias úr flokknum fyrir að neita að segja af sér embætti varnarmálaráðherra í stjórnPap- anidreous. Þessi ákvörðun flokksins þýðir að Konstantín konungur hefur nú um tvo kosti að velja: Annað hvort að undirrita konunglega tilskipun um að Garoufalias sé leystur frá ráðherraembætti, eða að fara þess á leit við Pap- andreous að hann biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Garoufalias, sem talinn er hafa stuðning Konstantíns, er sagður hafa lagzt gegn tillögum Pap- andreous um „hreinsun" í gris a hernum. Hefur Garoufalias ver ð sakaður um að halda hlífiskildi yfir hægrisinnuðum foringjum í hernum. Hefur Garoufalias neít- að að segja af sér embætti og sagði síðast í gærkvöldi: „Ég er ekki reiðubúinn til þess að hætta.“ I bænurn Fiorenzuela d’Arda dimmdi alit í einu um rniðjan dag og í dimmunni dundi á bæjarbúum haglél svo stórfenglegt að haglið var á stærf við æðaregg. Síðast kom svo hvirfil- bvlurinn sjálfur og stóðu ósköpin ekki nema í einar tiu mínútur en er yfir lauk var mnhorfs í miðbænum eins og myudin sýnir. Þennan bil tók hvirfilbilurinn upp af þjóðveginum sem i sést aftast á myndinni og feykti út á nærliggjandi akur með þeim ósköpum sem myndin ber með sér. 4. JÚLÍ sl. gekk mikið ó- veður yfir Ítalíu þvera og endilanga. Að minnsta kosti 13 manns létu lífið af völdum þess, mörg hundruð manna særðust og tjón á búpeningi, byggingum og uppskeru var meira en tölum tæki, að því er fregnir hermdu. Búizt er við að hinn ungi kon- ungur, sem nú er staddur á eynni Korfu þar sem drottning hans, Anna-María, ól honum. dóttur fyrir þremur dögum, muni taka sér nokkurn tíma til að yfir- vega endanlega ákvörðun sína i máli þessu. Gariufalias er enn varnarmála- ráðherra Grikklands, enda þótt hann rói nú einn á báti í þing- inu, sem telur 300 þingmenn i einni deild. Miðflokkurinn hefur 170 þingsæti af þessum 300. Þarna fóru þrír þílar út af þjóðveginum og fórust með þeim þrir farþegar en margir aðrir særðust. Skammt þaðan tók hvirfilbylurinn upp fljótabáta og flutti langa vegu á land upp og í smábænum Cadeo klippti hann í sundur kirkj uturn borgarbúa. Skömmu eftir að vitnaðist um ákvörðun Miðflokksins, kom Konstantín konungur til Aþenu frá Korfu, til þess að taka á móti tengdaföður sínum, Friðrik Dana konungi, en hann er kominn til Grikklands til þess að sjá fyrsta barnabarn sitt, Alexíu prinsessu. Konstantín hugðist fara aftur seint í dag til Korfu ásamt Dana- konungi, og var ekki vitað hvort hann mundi eiga viðræður við ríkisstj órnina áður en hanh héldi aftur til Korfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.