Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 6
a MORCUNBLAÐID Miðvikudagur 14. júlí 1965 Norrænt þing verzlunar- skólakennara í Noregi Dr. Jón Gíslason segir frá NÝLEGA er lokið í Osló þingi norrænna verzlunarskólakenn- ara. Dr. Jón Gíslason skólastjóri Verzlunarskóla tslands, sótti þing ið ásamt fjórum kennurum, þeim Sigurði Ingimundarsyni, Valdi- mar Hergeirssyni, Þorsteini Magnússyni og Þórunni Felix- dóttur. Mbl. hitti dr. Jón að máli og skýrði hann frá eftir- farandi: — Með Norðurlöndum er starf andi nefnd, er nefnist Nordisk komitté för Handeisundervisning, sem er samstarfsnefnd Norður- landanna á sviði verzlunar- fræðslu. Til þessa samstarfs var stofnað fyrir 16 árum að frum- kvæði Norðmanna. Síðan hafa verið haldin þing verzlunarskóla kennara fjórða hvert ár, til skiptis í höfuðborgum landanna. — Ég sótti þetta þing, sagði dr. Jón, fyrst árið 1961 sem áheyrnarfulltrúi Verzlunarskóla íslands. Það var þá haldið í Stokkhólmi og varð mér þá þegar ljóst, að skólanum væri mikill hagur að því að gerast meðlimur þessara samtaka, enda var það skömmu síðar samþykkt í skóla- nefnd. — Þingið var að þessu sinni haldið í Osló. Segja má að starfs skrá þingsins hafi verið þríþætt. í fyrsta lagi voru sýningar kennslutækja og leiðbeiningar um notkun þeirra. í öðru lagi fyrirlestrar um ýmis kennslu- fræðileg efni og í þriðja lagi var leitazt við að kynna gestum helztu söfn borgarinnar og önn- ur menningarleg efni. Þar að auki voru svo veizluhöld, sem ýmsir opinberir aðilar gengust fyrir. — Þingið hófst fimmtudaginn 1. júlí kl. 10 árdegis í húsakynn- um Verzlunarmannafélags Osló- borgar. Finn Kaurel formaður þingnefndarinnar og Ivan Larsen forseti þingsins buðu gesti vel- komna. Helge Sivertsen ráðuneyt isstjóri í kirkju- og kennslumála- ráðuneytinu setti þingið, en hann er mörgum íslendingum að góðu kunnur ,því að hann hefur um skeið verið formaður í norsk- íslenzka félaginu í Osló. Stutt ávörp fluttu síðan fulltrúar Norð urlandanna fimm. Viðstaddir þessa athöfn voru sendiherrar Norðurlandanna. Fyrir Islands hönd var þar Hans G. Andersen, sendiherra. Þingið starfaði síðan þrjá daga í Osló og lauk fund- unum þar með hádegisverði í boði ýmissa samtaka atvinnulífs- ins. — Sunnudag 4. júlí var síðan haldið, ýmist i bifreiðum eða með járnbrautarlest, áleiðis til Berg- en og gist í Geilo, sem er miðja vegu milli Osló og Bergen. Er það einkar fagur staður og fjöl- sóttur á sumrin, enda mörg og góð gistihús þar. Eitt hið stærsta og nýjasta er reist af ensk- norsku hlutafélagi. Um kvöldið var þingfulltrúum boðið til mann fagnaðar á norskum sveitabæ i nágrenninu. Að vísu er þessi bær ekki byggður eins og áður var, heldur er hér um eins konar Árbæ að ræða, þ.e.a.s. gömlum bæjarhúsum úr Hallingdal hef- ur verið komið fyrir þar. Hafði verið reistur danspallur í húsa garðinum, sem Norðmenn kalla tún, og var þar skemmt með hljóðfæraleik og söng að þeim hætti, er tíðkaðist í brúðkaups- ^eizlum á þessum slóðum að fornu. Til gamans má geta þess, að þar var leikið á langspil sem virtist • ísienzkan í blöðum og útvarpi. Freygerður skrifar: „Kæri Velvakandi! Nú langar mig a'ð senda yður línu um það, sem mér hefur lengi legið á hjarta, en klausa B. í Morgunblaðinu 9. júlí, um málverndun, gaf mér byr undir vængi. Það er öllum, sem unna móð- urmálinu, sorgarefni, hve því er oft herfilega misþyrmt bæði í Rikisútvarpinu og dagblöð- unum, svo að ekki sé nú minnzt á þýddar bækur og tímarit, að auki er þýðingin oft þannig að það jaðrar vi'ð, að hugtaikinu sé snúið við. Þá virðist þágufallssýkin vera á blómaskeiði, og það meira að segja hjá mönnum, sem hlotið hafa æðri menntun. Það verður áð skoða Ríkisút- varpið sem menningartæki, og nákvæmlega eins og íslenzka langspilið, er um langan aldur var eina hljóðfærið, sem íslend- ingar þekktu. Rausnarlegar veit- ingar voru bornar fram, allt að sama hætti og tíðkaðist áður fyrr með bændum í Hallingdal. — Það koni okkur, íslenzku fulltrúunum mjög á óvart, sagði dr. Jón, — að hitta í Geilo ís- lenzka unglingsstúlku, Margréti Jónsdóttur frá ísafirði, en hún stundaði nám í Noregi síðastlið- á þeim grundvelli gjöra miklu strangari kröfur til málvönd- unar þess. Mánudaginn 5. þm. létu nokkrir menn í ljós álit sitt í útvarpinu á þjóðnýtingu lax- ánna íslenzku. Senniilaga hefur allt verið gott og rétt, er þess- ir menn sögðu, en einn þeirra var svo hljóðyilltur, og þar að auki þágufallssjúkur, að hann átti sannarlega ekkert erindi að hljóðnemanum. Þá er það eitt, sem alltaf fer nokkúð í taugarnar, og það er, að allir tala um, að þessi eða hinn hafi ekki ,,ráð“ á að kaupa þetta eða hitt, en sjálf sagða og prýðilega orðið er að hafa ekki efni á þessu eða hinu. Að hafa ekki rá’ð á einhverju í ísl. máli, táknar að hafa það ekki á valdi sínu, sem um er rætt. inn vetur. Hún starfar nú við framreiðslustörf og lét hún hið bezta af dvölinni og starfinu. — Mánudaginn 5. júlí var svo haldið árla til Bergen, en þessi leið er rómuð fyrir stórfenglega náttúrufegurð, sem er svo sér- kennileg að hún mun vart eiga sinn líka. Er ekki heiglum hent að aka þessa leið, þar sem stund- um verður að aka aftur á bak, til þess að komast fyrir krappar beygjur, með hengiflug á báðar hendur. En allir komust heilu Og höldnu til Bergen um klukkan átta. Þingfulltrúar bjuggu í nýj- um stúdentabústað, sem er á ein um fegursta stað borgarinnar. — í Bergen er nýreistur verzl- unarháskóli, mikið hús, vandað og vel búið, líklega á allra feg- ursta stað borgarinnar og við helzta viðskiptahverfi hennar. Var verzlunarháskólanum gefin þessi lóð og liðu þrjátíu ár þar til þeir treystu sér til að hefjast lega hljómar frá Útvarpinu okkar, en það er samt núna bara 1—2 síðustu árin og það að þessi eða hinn gerði ljóðið, þessi e'ða hinn gerði leikritið, eða söguna, þessi gerði lagið. Jafnvel gerði þessi húsið eða skipið. Nú hljóta allir að vita, hvað hið rétta er um hvert þessara atriða, og á ekki að þrurfa að greina frá því, en þa'ð ætla ég samt að gera. Hann orti ljóðið, hann er höfundur sögunnar, eða sagan er eftir N.N. Þessi eða hinn samdi lagið, eða er höfundur þess. Svo heit- ir það að byggja hús, en smiða bátinn eða skipið. Þá virðast fæstir gera grein- armun á taxta og texta, sem þó eru svo ólík hugtök, að furðulegt er að rugla því saman. Svo þakka ég kærlega marga prýðis-pistla, sem Velvakandi handa og byggja þetta nýja stór- hýsi. í þessum skóla hófst síðari hluti þingsins með því að rekt- orinn, Dag Coward, bauð þing- fulltrúa velkomna. Síðan rak hvert erindið annað og voru þau mörg einkar athyglisverð. Skal hér aðeins getið tveggja, sem mér eru einna minnisstæðust. Hið fyrra nefnist Óskir atvinnu- lífsins í sambandi við verzlunar- fræðsluna, flutt af Knut Jorem, framkvæmdarstjóra IBM í Nor- egi, en hitt, er fjallaði um stöðu verzlunarskólanna í hinu nýja fræðslukerfi Svía, flutti Emil Setler, deildarstjóri í sænska menntamálaráðuneytinu. Er mér sérstaklega minnisstætt, að hann kvað það meginreglu nýju sænsku fræðslulaganna, að líta á framhaldsnám unglinga, sem eitt heildarvandamál, sem leysa bíeri. Engasn mætti daga uppi. bæri. Engan mætti daga uppi. alla. Þetta er sjónarmið, sem þarft væri að íhuga hér. — Þinginu lauk miðvikudag- inn 7. júlí með kvöldveizlu í Hákonarhöll. Höll þessa lét Há- kon konungur gamli Hákonarson byggja fyrir brúðkaup sonar síns Magnúsar 1261. Á miðöldum var höllin hluti af varnarvirkj- um borgarinnar og gleymdist raunar algjörlega, unz norskur málari uppgötvaði hana á síðustu öld og sýndi fram á, að um Hákonarhöll væri að ræða. Er talið líklegt ,að einn af húsameist urum Hinriks konungs IH. Eng- landskonungs, sem var persónu- legur vinur Hákonar konungs, hafi staðið fyrir smíði hallarinn- ar. Höllin stórskemmdist í síð- ustu heimsstyrjöld af stórspreng ingu, sem varð í nágrensi henn- ar, einmitt á afmælisdegi Hitlers, hinn 20. apr. 1945. Nú hefur höllin verið endurreist og er notuð til opinberra veizluhalda, ríkisráðs- funda og annarra opinberra at- •hafna. — Svo fóru leikar, sagði dr. Jón Gíslason, að Islendingar féll ust á að halda næsta norrænt verzlunarskólaþing á íslandi árið 1969. Var ég síðasti ræðumaður kvöldsins og lét þess meðal ann- ars getið að Hákon Hákonarson konungur væri engan veginn vin Framhaid á bls. 19. • Langt yrði synda- registrið allt. Velvakandi þakkar Freygerði og er henni sammála um það, að alltof margar mál- og hljóð- villur heyrast í útvarpi, og ís- lenzkan í blöðunum er stundum furðulega bágborin. Og langt yrði hér áð fara að telja upp helztu ambögur og villur, þó ekki væri nema' hinar algeng- ustu, en vera má, að úr því verði að einhverju leyti bætt síðar í sumar. Ættu lesendur Velvakanda að senda honum úr- klippur úr blöðum, — Morgun- blaðinu ekki síður en öðrum —, þar sem dæmi finnast um ó- vandað mál, og eins ættu þsir að senda honum dæmi slíks úr Ríkisútvarpinu. Hér verður aðeins drepið á sem heyrist nú oft og sést. Það er hin nýja (?) og einkenni- lega eignarfal'lssýki, sem skýt- ur upp kollinum í setningum eins og „hann gat sér góðs orðstírs og mikillar frægðar", og „þeir bökuðu sér fébóta“ (heyrt í útvarpsfréttum). Hér á vitanlega að vera þoifall á báðum stöðum. Nýtt simanúmer: 38820 BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Lágmúla 9. færir okkur. Svo er það annað, sem dag- Freygerður.“ X* 4 Frá lokaveizlunnl i Hákonarhöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.