Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLADIÐ IHttgtmMðfeUÞ Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. AFKOMA RÍKISSJÖÐS ¥7jármálaráðuneytið hefur sent frá sér greinargerð um afkomu ríkissjóðs árið 1964. Kemur fram í henni, að greiðsluhalli á því ári hefur orðið 220 milljónir króna. Þá benda líkur til, að verulegur greiðsluhalli verði á árinu 1965, og er þetta breyting til hins verra frá árinu 1963, þeg- ar greiðsluafgangur varð -verulegur. Ástæður hins mikla greiðslu halla ríkissjóðs 1964 eru marg ar, en í höfuðdráttum er hann þannig til kominn, að ríkis- sjóður tekur á sig mikil út- gjöld á árinu, sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum. Við- bótarsöluskatturinn, sem lagð ur var á í ársbyrjun 1964, gaf ekki nægilega miklar tekjur til þess að standa undir út- gjöldum vegna ráðstafana í þágu sjávarútvegsins og hækk ana á bótum almannatrygg- inga, auk útgjalda vegna van- áætlaðra niðurgreiðslna. Þá urðu tekjur af rekstri ríkis- stofnana nokkuð undir áætlun en aðrar tekjur fóru að vísu fram úr áætlun, en þó ekki jafnmikið og undanfarin ár. Á sama tíma hækka ýmsir út- gjaldaliðir ríkissjóðs veru- lega. Þannig hafa niðurgreiðsl ur og útflutningsuppbætur vaxið um 188 milljónir króna alls, og ýmis kostnaður fer töluvert fram úr áætlun. Sér- staka athygli vekur í greinar- gerð fjármálaráðuneytisins, að kostnaður við samgöngur á sjó fer rúmlega 20 milljónir króna fram úr áætlun, og er það aðallega vegna Skipaút- gerðar ríkisins. Það er illt til þess að vita, að ríkissjóður er kominn í ■-mikla erfiðleika eftir góða af- komu undarifarin ár. í árs- byrjun 1964 var innistæða á aðalviðskiptareikningi ríkis- sjóðs í Seðlabankanum 64 milljónir króna, en um síð- ustu áramót var skuld ríkis- sjóðs á sama reikningi 221 milljón króna. Þetta er í- skyggileg þróun, sem stemma verður stigu við, þegar í stað. Það er mjög mikilvægt fyrir jafnvægi í efnahags- og at- vinnumálum okkar, að ríkis- sjóður verði rekinn hallalaust. Þetta tókst á fyrstu árum Við- reisnarstjórnarinnar, en greini legt er, að á síðustu tveimur árum hafa of mikil útgjöld verið lögð á ríkissjóð, án þess að honum hafi verið skapaðar tekjur á móti. Heilbrigð fjár- málastefna ríkisins er grund- vallarskilyrði skynsamlegrar stefnu stjórnarvaldanna í efnahags- og atvinnumálum. Núverandi fjármálaráð- herra, Magnús Jónsson frá Mel, lét svo um mælt, þegar hann tók við ráðherraemb- ætti fyrir um það bil tveimur mánuðum, að menn yrðu að gera sér Ijóst, að ríkissjóður væri engin gullkista, sem allir gætu gengið í, án þess að eitt- hvað kæmi í staðinn. Það er nauðsynlegt, að íslenzkir skattgreiðendur geri sér gleggri grein fyrir því í fram- tíðinni heldur en áður, að öll þau útgjöld, sem lögð eru á ríkissjóð, eru greidd af þeirra eigin fé. Því meiri útgjöld sem ríkissjóður tekur á sig vegna ýmiskonar kröfugerð- ar, þeim mun meira fé verður hann að taka til sín með ein- um eða öðrum hætti í toll- eða skattheimtu. Afkoma rík- issjóðs árið 1964 sýnir glögg- lega, að brýna nauðsyn ber til, að fjármál ríkisins verði tekin fastari tökum en að undanförnu, og þess verði gætt í framtíðinni, að leysa ekki vandamál, sem upp koma, á þann veg að leggja aukin útgjöld á ríkissjóð eins og stundum vill brenna við. Það er engin lausn vandamál- anna, heldur aðeins frestun þeirra, frestun, sem veldur auknum erfiðleikum. Nú þarf að taka upp stranga sparnaðarstefnu í fjármálum ríkisins, og skera niður út- gjaldaliði, sem umdeildir hafa verið, og engin þörf virðist á, að ríkissjóður beri. Til þessa verks er Magnúsi Jónssyni, fjármálaráðherra, vel treyst- andi. STÖRVIRKJUN VIÐ BÚRFELL |>jarni Benediktsson, for- " sætisráðherra, flutti ræðu í geysifjölmennri Varðarferð, sem farin var um síðustu helgi í Þjórsárdal. í ræðu sinni benti forsætisráðherra á, að það væri sérlega vel til fundið að efna til skemmti- ferðar Varðar í Þjórsárdal, þar sem eitt helzta úrlausnar- efni íslenzkra stjórnmála væri nú, hvort nota ætti hið mikla vatnsafl Þjórsár til þess að efla undirstöður atvinnuvega íslendinga. Forsætisráíðherra benti síð- an á, að nú væru möguleikar á erlendri aðstoð, svo að virkja mætti hið mikla nátt- úruafl við Búrfell, og „breyta því í ljós, hita og afl, er/mal- aði gull fyrir gæfu íslands", og sagði síðari: „Svo furðulega vill þó til, áð nokkur hluti landsmanna Miðvikudagur 14. júlí 1965 Sofia Loren og Peter Finch í hlutverkum sínum. Kvikmynd um Kibbutz í ísrael í ÍSRAEL er nú verið að gera kvikmynd eftir handriti Lawrence Durrell, þess er skrifaði bækurnar fjóran, sem sameiginlega bera heitið ,,The Alexandria Quartet" og þóttu mikill bókménntaviðburður er þær komu út nú fyrir nokkr- um árum. Kvikmyndahandritið byggir þó ekki á neinni þessara bóka, heldur segir þar frá Júdit nokkurri og dvöl hennar í ísrael, sem verður lengri en hún ætlar. Þangað kemur hún til að hefna sín á eiginmanni sínum fyrrverandi, þýzkum liðsforingja, sem framseldi hana og barn þeirra á sínum tíma til vistunar í fangabúð- um nazista. Hefur hún af því spurnir að hann muni vera fyrirliði herflokks Araba, sem vilji Gyðingana á brott úr landinu. Með aðstoð Aarons, foringja ísraelsmanna í átök- unum, tekst henni um síðir að koma fram hefndum og skýt- ur til bana mann sinn sem áð- ur var. — Síðan segir frá því hverniig Júdit aðlagast sam- yrkjubúskap ísralsmanna í kibbutznum og tekur þátt í uppbyggingu Ísraelsríkis hins nýja. Framh. á bls. 11. og nokkrir forustumenn í flokkum, hafa tjáð sig and- stæða þessum ráðagerðum, og hefur áhrifa þess m.a. gætt í samningagerð við verkalýðs- félögin að undanförnu, þar sem sumir ráðamenn þeirra voru undir áhrifum þeirra, er vildu magna deilur, Vildu magna ósamkomulag og halda uppi skæruhernaði, ef' það mætti vera til þess, að menn neyddust til að hætta við fyrirætlanir um stórvirkjanir í Þjórsá, og erfiðara yrði en ella, að afla fjármagns í þessu skyni. Nú hefur þessari hindr un verið rutt úr vegi. Samn- ingar hafa tekizt, og flestir láta svo að þeim líki vel, en dómar manna um þá eru samt misjafnir“, sagði for- sætisráðherra. Greinilegt er af ummælum forsætisráðherra, sem raunar hefur verið ljóst áður, að rík- isstjórnin er nú ákveðin í að beita sér fyrir stórvirkjun við Búrfell ásamt byggingu alú- mínverksrriiðju í samvinnu við erlenda aðila, ef hagkvæm ir samningar nást. Þær fram- kvæmdir munu verða hið mesta stórvirki í atvinnulífi íslendinga, og eins og for- sætisráðherra sagði, „verða ein af höfuðundirstöðum vel- farnaðar og auðlegðar íslands í framtíðinni“. ÁRÁS EINARS Á BJÖRN ' CJjaldan hefur klofningurinn ^ innan Alþýðubandalagsins komið jafn vel í ljós og með- an samningar stóðu yfir um kaup og kjör í Reykjavík. Greinilegt var, að alvarlegur ágreiningur var milli forustu- manna Dagsbrúnar og komm- únistaklíkunnar undir for- ustu Einars Olgeirssonar. — Einar Olgeirsson er nú farinn að skrifa forustugreinar 1 Þjóðviljann, til þess að reyna að breiða yfir klofning, sem upp er kominn milli hans og verkalýðsfélaga þeirra, sem hingað til hafa stutt kommúnista, og kemur margt athyglisvert fram í þessum skrifum Einars. T.d., ræðir hann þar sérstaklega um „sam starf verkalýðsflokkanna, Sósíalistaflokksins og Alþýðu flokksins, bæði í verkalýðs- samtökunum og á stjórnmála- sviðinu“. Nú eru nær tíu ár liðin frá því að Alþýðubanda- lagið var stofnað með sam- fylkingu Sósíalistaflokksins og Hannibals Valdemarssonár og nokkurra fylgismanna haris. Af fyrrgreindum urii- mælum Einars Olgeirssonar í forústugréiri Þjóðviljaná ittá ætla, að kommúnistar telii það hæfa á tíu ára afmæri Alþýðubandalagsins að felia það niður, og hefja aftur starf sitt í nafni Sósíalistaflokks- ins. Á annan veg verður ekki skýrð forustugrein Þjóðvilj- ans í gær. En það er fleira í þessari forustugrein, sem varpar skýru ljósi á klofning- inn í röðum kommúnista. Þar segir að koma verði í veg *yr- ir, að „afturhaldið steli enn einu sinni ávöxtunum af drengilegri og sigursælli bar- áttu Dagsbrúnar og annarra verkalýðsfélaga Suðvestur- lands og Austurlands“. Hér er um að ræða heiftar- lega árás á Björn Jónsson, al- þingismann kommúnista, og eiriri af aðalverkalýðsleiðtog- um þeirra. Sérstaklega er rætt.um „drengilega og sigur- sæla“ baráttu verkalýðsféiag- anna á Suðvestur- og Austur- landi, en verkalýðsfélögin á Norðurlandi undanskilin. Af þessu má marka, að Einar Ol- geirsson telji, að kjarabarátta þeirra hafi hvorki verið drengileg né sigursæl. Björn Jónsson skilur væntanlega hvað við er átt, og verður fróðlegt að fylgjast með við- brögðum háns við þessari heiftarlegu, opinberu árás for manns Sósíalistaflokksins á hendur honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.