Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 14. fálí 1965 MORCUNBLAÐJÐ 23 Hitar spilla ffyrir togarasölum HALLVEIG Fróðadóttir seldi í Hull sl. mánudag alls 252 lestir fyrir 10.744 sterlingspund. Tölu verður hTuti aflans var smáfisk ur eða um 108 tonn, sem ekki seldist. í gær seldi Víkingur í Grims- by, alls 302 tonn fyrir 11752 pund Hjá Víkingi var einnig töluverð ur hluti aflans smáfiskur, eða um 125 tonn, sem ekki seldist. Heitt var í veðri báða dagana og er það líkleg skýring á því hvers vegna ekki tókst að selja allan af!a beggja skipanna. Sæmileg veiði á heimamiðum Sæmileg veiði hefur verið hjá togurunum á heimamiðum að undanförnu. í dag er von á Pétri Halldórssyni með um 200 tonn til Reykjavíkur. ' Mbl. hafði samband við Hall- grím í Togaraafgreiðslunni, sem sagði að nú væri búið að landa úr þeim togurum, sem lágu hér er eftirvirmubanninu létti, enda unnið fram eftir við losun þeirra. En Jieir voru Haukur, Jupiter og Geir. Hafði löndun úr togurun- um gengið seint vegna eftir- vinnubannsins og fiskur skemmst í þeim. 8 hvalir komu inn í gær í GÆR komu 8 hvalir inn til Hvalstöðvarinnar. Kl. 7 um morg uninn kom fyrsta hvalveiðiskipið með 2 hvali, kl. 4 síðdegis annað með 2 og tvö voru væntanleg undir miðnætti með tvo hvali hvort. Er unnið í hvalstöðinni á vöktum allan sólarhringinn. Alls eru þá veiddir 201 hvalur það s.em af er vertíðinni. í gærkvöldi var væntanlegt norskt lýsistökuskip í Hvalstöð- ina og átti það að taka 1000 tonn af lýsi í nótt og flytja það á er- lendan markað. Tekur söltuð hrogn með til Grikklands AKRANESI, 12. júlí — Drag- nótabátarnir voru á sjó í gær. íúlfarstrillan Andey fiskaði 2,5 tonn á tveim dögum og trillan Björg 1600 kg. Sl. föstudag fisk- uðu sömu bátar Andey 2 tonn og Björg 1600 kg. Sæfaxi landaði í dag 4 tunnum af slitnum humar og 8 — 9 tonnum af fiski. Búr togarinn Þorsteinn Ingólfs son, sem Grikkir eru nýbúnir að 'kaupa, liggur hér við hafnar- Á leiðinni upp Öskjuop, en geimfararnir þurftu sums staðar að fara í gegnum snjóskafla. / Öskju Framh. af bls. 10. Veiðivötn, en þar er • mikið um gamla gíga. í upphafi var gert ráð fyrir, að farið yrði að Laka, en sökum þess, hve illfært er þangað, var horfið frá því ráði. Heimleið is halda geimfararnir á sun\u dagsmorgun. í kvöld ætla geimfararnir að bera sagnan bækur sínar í Herðubreiðar- lindum Þeir eiga að skila skýrslum sínum um það, hvers þeir hafa orðið vísari eftir athuganirnar í dag. Þeir láta mjög vel yfir dvöl sinni hér og segjast ekki hafa komið á ákjósanlegri stað til jarðfræðiathugana en í Öskju. — —Sndin Framhald af bls. 24. Gerpi. Þessi skip tilkynntu þá afla til Dalatanga: Dan IS 650 Gissur hvíti SF 650 Gullver NS 1650 Þorsteinn RE 1200 Einar Hálfdáns IS 800 Dagfari ÞH 1800 Freyfaxi KE 1000 Lómur KE 1400 Hugrún IS 1700 Guðbjörg IS 850 Bjarmi EA 1300 Margrét 31 1200 Akurey SF 400 Höfrungur 11 AK 1100 Húni II HU 800 Björn Jonsson RE 600 Heimir SU 500 Arnar RE 1000 Ól. Friðbertsson IS 1200 Guðbjörg GK 700 Sigurður Bjarnason EA 1100 Helgi Flóventsson ÞH 800 Sæúlfur BA 600 Baldur EA 500 Stígandi OF 1200 Æskan SI 460 Guðm. Þórðarson RE 600 Sigurður SI 900 Gnýfari SH 300 Gylfi II EA 400 Svanur RE 450 Þorlákur AR 510 Steinunn SH 800 Sæþór OF 900 Árni Magnússon GK 900 Gullberg NS 550 Hannes Hafstein EA 1500 Loftur Baldvinsson EA 1250 Ól. Magnússon EA 1800 Snæfell EA 1600 Jón Finnsson GK 1100 Mímir IS 250 Páll Pálsson IS 500 Sveinbj. Jakobsson SH 1000 Arnkell SH 900 Jörundur III RE 1400 Bára SU 1000 Pétur Jónsson ÞH 500 garðinn og lestar rúmar 500 tunn ur af söltuðum hrognum á j Grikklandsmarkað. —Dov/s Framhald af bls. 1 Hanoi að undirlagi brezku stjórn- arinnar til þess að reyna að beita persónulegum áhrifum sínum til þess að stjórnin í Hanoi fallizt á að taka á móti friðarnefnd brezka samveldisins. Góðar heimildir í London hermdu hinsvegar í kvöld, að ekki hefði blásið byrlega fyrir Davies í Hanoi. Að því er menn bezt vissu hefði hann hvorki fengið tækifæri til þess að ganga ^ á fund Ho Chi Minh, forseta, né forsætisráðherra Norður-Viet- j nam, Pham Van Dong. Einustu! mennirnir, sem mælt er að Dav- ies hafi hitt að máli hafi verið j nokkrir meðlimir „Föðurlands- j fylkingarinnar", eina leyfða, stjórnmálaflokksins í N-Viet- nam (kommúnistaflokkur). Þeir eru sagðir hafa viljað fá Davies til að fara til staða, sem banda- j rískar flugvélar hafa gert árásir á, en Davies hafi hafnað því boði. Davies var samfleytt í fimm daga í Hanoi, og var ferðin til komin vegna milligöngu blaða- I manna frá N-Vietnam, sem stadd j ir voru í London. En þegar eftir j komu hans þangað var gefin út j tilkynning í Hanoi, þar sem sagt var að stjórnin þar teldi heim- 1 sókn Davies ekki standa í neinu sambandi við friðarnefnd sam- veldisins. Jafnframt var ráðist harkalega á Wilson, forsætisráð- herra, og friðarnefndina. Davies kynntist Ho Chi Minh er hann var staddur um hríð í N-Vietnam fyrir nokkrum árum, og varð þá vinur kommúnistaleið togans. Skógum og Varmalandi eru rúm- bálkar fyrir svefnpoka. EithvaS við að vera A sumarhótelunum í skólunum er verið að byrja á að koma upp aðstöðu til dægrastyttingar í einhvem mynd. Við sum gisti- húsin ecu sundlaugar, svo sem í Reykholti, Skógum, Eiðum og Laugarvatni Á Eiðum eru mögu leikar tii silungsveiði í Selfljóti og veiðileyfi fást þar. Og í athug un e^ að útvega leiðsögn um staðinn í Reykholti. Mikið af ferðafólki kemur á sögustaði eins og Reykholti og Hrafnseyri og hefur verið kvart að undan því, að ekki skuli vera hægt að fá þar neinar veitingar. Það er því mjög gleðilegt að nú skuli konin þar veitingasala og gisting. Á Hrafnseyri hefur Hall grímur Sveinsson skólastjóri fengið aðstoð til að koma upp gistingu og er búinn að opna. Gistihúsið á Eiðum kemur að góðu gagní. þar eð enga gistingu er að fá niðri á fjörðunum og gistihúsin á Hallormsstað og Egil stöðum duga ekki ein. Mikill ferðamannastraumur er austur vegna sildarinnar, og upplagt að hafa bækistöð á Eiðum og aka niður á firðina. Á Laugarvatni er mikið af hestafólki. sem gistir í skólanum. Þar er seldur morgunmatur og kvöldverður, því fólk er mikið í burtu á daginn, enda hægt að kaupa mat í sumargistihúsinu. Hér hafa aðeins verið nefnd gistihúsin í skólunum, sem eru á einhvern hátt á vegum Ferða- skrifstofunnar, en mörg önnur gistihús hafa tekið til starfa í sumar og undanfarin sumur í skólum úti á landi. Fer öll gisti húsamenning batnandi, enda eft irlit orðið meira en áður var. —Gistihús —Johnson Framhald i bls. 24 að starfa þar. Byrjað var fyrir al vöru á þessu í fýrra, og er greini legt að mikil þörf er fyrir slíka gististaði. sagði Ingólfur. Á flestum stöðunum eru bæði gistiherbergi og svefnpokapláss og virðast íslendingar einkum nota sér svefnpokaplássið. í Reyk holti er t.d. aðstaða til að liggja á dýnuni í skólástofum, en að i Framhald af bls. 1 Varðandi herstyrk Bandaríkj- anna í S-Vietnam sagði forsetinn að aukin undirróðurs- og árásar- starfsemi úr norðri geri enn naouðsynlegt að svara með árás- um á skotmörk í N-Vietnam. — Hann bætti því við að þessi aukna starfsemi N-Vietnam kynni að leiða til þess að hert yrði á hernaði Bandaríkjamanna á landi. Sagði Johnson að Banda- ríkjamenn myndu verja stöðvar sínar í S-Vietnam, og „vera við- búnir auknum hernaði", ef ýiir- menn Bandarikjahers í landinu teldu slíkt nauðsynlegt. Forsetinn sagði siðan: „Það er fullkomlega hugsanlegt að nýjar og alvarlegar ákvarðanir verði teknar í næstu framtíð". Hann bætti því við að þeir Mc- Namara og Lodge myndu einnig kanna náið efnahagsmál í för sinni til S-Vietnam en Johnson kvaðst nýverið hafa fengið skýrslu ,um efnahagsmál á þess- um slóðum frá Eugene Black, fyrrum bankastjóra Alþjóðabank ans. Nýr yfirmaður Upplýsinga- þjónustunnar Johnson tilkynnti að hann hefði skipað Leonard Marks í stöðu yfirmanns Upplýsingaþjón- ustu Bandaríkjanna í stað Carl T. Rowan, sem hefur sagt af sér embætti. Marks er í stjórn Com- munications Satellite Corp., fé- lags, sem hyggst reka fjarskipta- þjónustu um gervitungl. Fyrsta spurningin, sem að for- setanum var beint, var um hýort hann hygðist fjölga í Bandaríkja- her, annað hvort með því ab kveðja út varalið eða auka her- skylduna. Hann kvað enga á- kvörðun hafa verið um þetta tekna, en hinsvegar yrði auðveld- ara að ákveða þetta er Mc-Nam- ara kæmi aftur úr Vietnamför sinni. Þá var Johnson að því spurður hvort Averell Harriman, sérstak- ur alþjóðlegur sendiherra Banda- ríkjanna, sem nú er staddur í Moskvu, ætti að ræða þar hugs- anlega friðsamlega lausn Viet- nammálsins. Johnson kvað Harri man ekki í opinberum erinda- gerðum í Moskvu, en kvað hann hinsvegar reyndan mann, og hann (forsetinn) vildi gjarnan að Harriman ræddi við hvern þann aðila, sem eftir því óskaði Varðandi spurningu um af- vopnunarráðstefnuna sagði forset inn að Bandaríkjunum væri mik- ið í mun að viðhalda góðum sam- skiptum við Sovétríkin og tölu- verðar framfarir hefðu orðið í þessum efnum á síðustu árum. Því miður hefði Vietnam-mál- ið varpað skugga á þessi sam- skipti, en hann kvað Bandaríkin myndu nota hvert tækifæri til að vinna með Sovétríkjunum að friði. „Við vildum gjarnan bæta samskipti okkar á hvern þann hátt, sem mögulegt er“, sagði for- setinn. Þá sagði Johnson að Banda- j ríkjastjórn væri vongóð um að j jafnskjótt og Viet Cong kommún- istar létu af árásum sínum, yrðu skref stigin í þá átt að .setja á fót borgaralega stjórn í S-Vietnam. Þá var Johnson að því spurð- ur, hvort hugsanlegt væri að breyting yrði á skipan utanríkis- ráðherraembættisins á næstu mánuðum. Svaraði Johnson því til að fyrirspyrjandi gerði Dean Rusk, utanríkisráðherra, bæði illan grikk og mikið tjón með því svo mikið að bera upp þessa spurningu. - Skólastjórafundur Framh. af bls. 8. fræðastigsins aðalfund sinn, en í því eru skólastjórar gagnfræða- I og héraðsskóla. Þar voru rædd ýmis stéttar- og innanfélagsmál. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Árni Þórðarson og Magnús Jónsson, en voru báðir endur- kjörnir. Er Árni Þórðarson for- maður félagsins, en aðrir í stjórn Jón Á. Gissurarson, Magnús Jóns son, Olafur Þ. Kristjánsson og Þórarinn Þórarinsson. ,t Útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður GUÐBJARGAR GÍSLADÓTTUR Freyjugötu 45, fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 15. júlí, kl. • 13,30. — Blóm eru afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Jóhann Kr. Hafliðason, Hjálmar Jóhannsson, Valgerður Guðinundsdóttir, Hafliði Jóliannsson, Svanfríður Ingibergsdóttir, Vigdís Jóhannsdóttir, Einvarður Hallvarðsson, Gunnsteinn Jóhannsson, Steinvör Egilsdóttir, Jón Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.