Morgunblaðið - 14.07.1965, Síða 3
3
Miðvikudfigur 14. júlí 1905
MORCUNBLAÐÍÐ
k fiskveiðum í
Hafnarfjarðarhöfn
StaJdrað við á Gömlu bryggjuni
ÞAÐ. var logn og blíða, en
sólarlaust í Firðinum, þegar
við áttum þar leið um, um
miðjan dag í gær. í höfninni
lá togarinn Apríl og nuggaði
sér utan í bryggjuna, svona
rétt eins og hann klæjaði
undan öllu ryðinu. Okkur
datt í hug að kannski léti
hann. En hvað um það, hér
er magt fleira að skoða.
Á bryggjunni íyrir framan
Bæjarútgerð Hafnarfjdrðar
eru nokkrir strákar að dorga.
Þeir virðast draga hvern ufs-
ann á fætur öðrum og eru
sumir meira að segja mfeð all
ar græjur, stöng, hjól og
Það eru tveir í netinu maður! Við skulum draga það í
land, syo að við botnfestum ekki í því aftur.
hann sig dreyma- um að vera
kominn til Grikklands á eyna
Korf u, þar sem lítil prinsessa
fæddist n úrétt fyrir helgina.
Og þess verður áreiðanlega
ekki langt að bíða, að hann
sigli af stað þangað, því að
Grikkir ku nú hafa keypt
girni, svo að leitun yrði á
laxveiðimönnum éða öðrum
alvarlega þenkjandi veiði-
mönnum, sem þyrftu að
skammast sín fyrir slík áhöld.
Við göngum fram á bryggj-
una og kemur þá í ljós, að
fleiri strákar eru þar skammt
Hérna er'ann, sem þú baðst mlg um, segir. Guðbjartur Giss-
urarson og sýnir stoltur veiðina.
Lítill var hann, en góður í béitu samt.
frá við sömu iðju, en okkur
sýnist hann taka betur þar,
enda stáðurinn, þar sem
skólpið úr Bæjarútgerðinni
rennur út í sjó.
Þegar við nálgumst strák-
ana heyrum við að einn kall-
ar.
— Það er einn á
Hann dregur og dregur og
leið og hann bendir á Bæjar-
útgerðina.
— Veiddu nú einn fyrir
okkur, segjum við við snagg-
aralegan strák, sem segist
heita Guðbjartur Gissurarson
og er með sallafína glassfíb-
erstöng.
— Bíddu þá svolítið, segir
hann og kastar út eins og
Kann er við maður! Strákavnir veiða um gat á bryggjunni.
kks gárast sjórinn umhverf-
iærið hans og álitlegur ufsi
.mur í ljós. Við spyrjum
■áksa, sem segist heita
, orn Arason og vera 12 ára.
— Hve marga fiska ertu
búinn að veiða?
— Þrjá og sleppt mörgum,
segir hinn ungi veiðimaður
og brosir út að eyrum.
— Eruð þið að veiða í soð-
ið? spyrjum við enn.
— Nehei, heldur þú að við
étum fiskinn hér úr klóak-
inu? og við hálf skömmumst
okkar fyrir að spyrja svona
bjánalega.
— Þetta er nefnilega rörið
úr frystihúsinu, þarna fyrir
ofan, segir lítill snáði um
þjálfuðum veiðimanni einum
sæmir.
Eftir örlitla stund stund
kallar hann aftur til okkar
og segir.
— Hérna er‘ann, sem þú
baðst mig um að veiða, og
ljósmyndarinn flýtir sér að
smella af.
— í sömu andrá hefur einn
fest færið sitt í einhverju,
sem virðist bæði þungt og
líflaust. í ljós kemur, að hér
er um dálitla netatrossu að
ræða og öllum til mikillar
gleði eru tveir spikfeitir ufs-
ar í henni.
— Það eru tveir í netinu,
maður! Við skulum ekki
Framhald á bls. 8
SMSTNMR
Tekux hamskiptum
einu sinní á áxi
Einar Olgeirsison, hinn gamli
foringi íslenzkra • kommúnista,
virðist taka hamskiptum einu
sinni á ári. Að jafnaði lætur
hann lítið á sér kræla, en fær-
ist svo í aukana, þegar sumrar,
og skrifar hverja greinina á fæt
ur annarri í málgagn sitt, Þjóð-
viljann, um mál, sem honum
eru hugleikin, í fyrra urðu þessi
hamskipti, svo sem kunnugt er,
þegar forustumenin íslenzkra
kommúnista komu með miklum
bægslagangi heim frá Moskvu,
sögðust hafa talað við Bresnev
og selt niðurlagða síld fyrir
hundruð milljónir króna. Þá
skrifaði Einar Olgeirsson grein
eftir grein í blað sitt um nauð-
syn þess að taka góðum við-
skiptaboöum Rússa. Það er
svo annað mál, að Bresiiev
og félagar hans, hafa ekki
verið fáanlegir til þess að
standa við þau orð, sem Einar
segir þá hafa gefið. Allar til-
raunir til þess að sannreyna í
verki áhuga Rússa á síldarkaup-
unum, hafa reynzt árangurslaus-
ar.
Einar lifnar við
Eftir langan og kaldan vetur
og erfiðleika og sundrung innan
Sósíalistaflokksins, er Einar Ol-
geirsson nú greinilega að lifna
við. öllum er ljóst, að Þjóð-
viljinn barðist af mikilli heift
gegn stefnu Dagsbrúnarstjórnar-
innar í samningamálunum, og
fyrstu viðbrögð Þjóðviljans, að
samnángunum loknum, lýstu lit-
illi gleði kommúnista yfir
þeim kjarabótum, sem lág-
launamenn höfðu fengið fram
í þeim. Nú þykir Einari Ol-
geirssyni mikið við liggja, að
breiða yfir klofninginn milli,
Sósíalistaflokksins og Dagsbrún
arforustunnar, sem eitt sinn var
hans sterkasta vígi, og nudda
sér jafnframt utan í menn, sem
hlotið hafa vinsældir fyrir
samningsgerðina. Þess vegna
skrifar hann hverja forustu-
greinina á fætur annarri í Þjóð-
viljann, þar sem hann hrósar
hinum nýju baráttuaðferðum
Dagsbrúnarstjórnarinnar, ein-
mitt þeim baráttuaðferðum, sem
Þjóðviljinn var svo óánægður
með, þegar samningarnir stóðu
yfir. En tilraunir hins gamal-
reynda kommúnistaforingja, Ein
ars Olgeirssonar, til þess að
leyna klofningnum milli konjm-
únistaklíkunnar hér í Reykja-
vík og forustumanna verka-
lýðsfélaganna, eru tilgangslaus-
ar. Það pr öllum ljóst, hvað
gerzt hefur, og það er sama
hvað Einar Olgeirsson skrifar
margar forustugreinar í Þjóð-
viljann. Staðreyndirnar í þessu
máli breytast ekki.
Sendir Birni tóninn
f lok forustugreinar Þjóðvilj-
ans í gær segir, að „alþýðan
verði að fylgja eftir sigrum sín-
um í kaupdeilunum með skyn-
samlegri samstöðu og að knýja
fram stefnubreytingu í efnahags
lífi landsins. Annars steli aftur
haldið enn einu sinni ávöxtun-
um af drengilegri og sigursælli
baráttu Dagsbrúnar og annarra
verkalýðsfélaga Suðvestur- og
Austurlands.“ Athyglisvert er,-
að leiðarahöfundur minnist
hvergi á „drengilega og sigur-
sæla“ baráttu verkalýðsfélag-
anna á Norðurlandi. Voru þær
baráttuaðferðir, sem Björn Jóns
son, alþingismaður, Alþýðu-
bandalagsins beitti í samning-
unum, kannski ekki „drengileg-
ar og sigursælar?“ Svo virðist
sem Einar Olgeirsson sé ekki
þeirrar skoðunar. Hvað segir nú
Björn Jónsson, einn aðalleiðtogi
Alþýðubandalagsins og> Sósíal-
istaflokksins, um svona sending
ar frá leiðtoga sinum og læri-
meistara?