Morgunblaðið - 14.07.1965, Qupperneq 11
Mi'övikudagur 14. júlí 1965
MORCUNBLAÐIÐ
11
Vestfjarða deild
Verndar stofnuð
STOFNUS hefur verið Vest-
fjarðadeild félagsskaparins
VERNDAH og var stofnfundur-
inn haldinn í Skátaheimilinu á
Isafirði sl. miðvikudag. Var þar
jafnframt tilkynnt um stórhöfð-
inglega gjöf hjónanna Porbjargar
Valdimarsdóttur og Jóns Kristj-
ánssonar byggingameistara til
félagsskaparins á eignum í Hnífs
dal og Eyrarhreppi.
Stofnfundurinn á ísafirði var
fjölsóttur, en til hans boðuðu
þær frú Þóra Einarsdóttir, for-
maður VERNDAR, og frú Sig-
ríður J. Magnússon, sem á sæti
í stjórn félagsins. Fundarstjóri
var Marías Þ Guðmundsson,
íramkvstj. í upphafi fundarins
flutti frú Þóra yfirlitserindi um
stofnun, tilgang og starf félags-
samtakanna VERNDAR. Voru
þau stofnuð árið 1959 og standa
að þeim um 100 félög og um
600 einstaklingar að auki. Meg-
intilgangur félagsins er að lið-
sinna og aðstoða ýmsa þá menn,
sem gerzt hafa brotlegir við lög
og stuðla að því að þeir geti á
nýjan leik orðið góðir samborg-
arar. Hefur félagið unnið mjög
margháttað mannúðarstarf á
þessu sviði. Lýsti frú Þóra ýfir
því, að tilgangurinn með boðun
þessa fundar væri að stofnsetja
fyrstu deild félagsins utan
Reykjavíkur, og yrði það deild
fyrir Vestfirði með aðsetri á ísa-
firði.
Þá sagði hún frá mjög höfð-
ingiegri gjöf, sem félagssamtök-
in VERND hafa nýlega hlotið og
kvað stjórn samtakanna hafa
samþykkt á fundi sínum í Reykja
vik að afhenda þeirri Vestfjarða
deild, sem nú ætti að stofna,
þessa gjöf til umráða og ráðstöf-
unar.
1 gjafabréfi, sem dagsett er
í Reykjavík 22. júní sl., er Iýst
yfir því, að til minningar um
hjónin Björgu Jónsdóttur og
Valdimar Þorvarðarson útgerðar-
mann og kaupmann í Hnífsdal,
hafi þau hjónin Þorbjörg Valdi-
marsdóttir og Jón Kristjánsson
byggingameistari frá Hnífsdal,
sem nú eru búsett í Reykjavík,
ákveðið að gefa félagsskapnum
VERNO eftirtaldar eignir:
Heimabæ II, húseign og jörð,
6 hundruð að fomu mati, en
þarna er um að ræða stærsta
húsið í Hnífsdal, þrílyft stein
sem þremur íbúðum. Einnig efri
hæð í húseigninni Heimabær V,
og loks jörðina Fremri-Hnífsdal
í Eyrarhreppi, 8 hundruð að
fornu mati.
í gjafabréfinu er sett það skil-
yrði, að fasteignirnar verði nýtt-
ar á vegum VERNDAR til hags
bóta fyrir þau málefni, sem
VERND berst fyrir eða kann að
berjast fyrir hverju sinni. Þó
skal VERND heimilt að leigja
eða lána félagseignimar eða
hluta úr þeim fyrir starfsemi á
sviði annarra mannúðarmála en
þeirra, sem VERND beinlinis
berst fyrir, svo sem til rekstrar
unglingaheimilis, barnaheimilis
eða elliheimilis o.s.frv.
Frú Þóra Einarsdóttir sagði, að
með þessari miklu gjöf opnuðust
stórkostlegir möguleikar og lýsti
þeirri von sinni, að gjöfin yrði
hvatning til átaka.
Frú Sigríður J. Magnússon tal-
aði um starfsemi VERNDAR á
undanförnum árum og nokkrar
umræður urðu um þessi mál.
Var síðan gengið til stofnunar
Vestfjarðadeildar VERNDAR og
höfðu 47 manns skráð sig sem
stofnfélagar. En frá því VERND
hóf starfsemi sína, hafa flest
Kvenfélög á Vestfjörðum verið
styrktarfélagar samtakanna auk
einstaklinga. Var deildinni kosin
stjórn og eiga sæti í henni Rann-
veig Hermannsdóttir, Oktavia
Gísladóttir, Hafsteinn O. Hann-
esson, Marías Þ. Guðmundsson,
Kristján Jónsson, Þórður Sig-
urðsson og Inga Ingimarsdóttir,
en til vara Halldór Pálsson, Jón
Þórðarson og Daníela Jóhannes-
dóttir.
Stofnfundurinn sendi gefend-
undum hjartanlegar þakkir fyr-
ir hina verðmætu gjöf, sem hjón-
in hafa fært félagsskapnum
VERND.
Leikur ekki á tveim tungum,
að þessi stórhöfðinglega gjöf
þeirra hjónanna Þorbjargar
Valdimarsdóttur og Jóns Krist-
jánssonar byggingameistara verð
ur til mikillar eflingar mannúðar
starfsemi hér um slóðir þótt enn
sé með öllu óráðið á hvern hátt
nýting þessara eigna verður
hagað.
(Úr Vesturlandi).
— Götur steyptar
Framh. af bls. 13
kom á daginn að skipta verður
um aðalskolpleiðslupípur í allri
götunni. Þær gömlu eru troðfull-
ar af úrgangsdrasli og gerónýtar.
Þær hafa áður opnazt inn í Vest-
urgötuleiðsluna. Grafa verður því
upp ailt Akurgerði, leggja ný og
víðari rör. Þessi leiðsla verður
gerð sjálfstæð og lögð alla leið út
í sjó. — Öddur.
— Utan úr heimi
Framhald af bls. 12
Daniel Mann stjórnar töku
myndarinnar og þykir leggja
sig fram um að hafa allt um-
hverfi sem bezt og trúverðug-
ast úr garði gert og hefur m.a.
látið bygga heilan kibbutz til
nota við myndatökuna. Sofia
Loren leikur Júdit en Aaron
leikur Peter Finch, sem bjó
siig undir hlutverkið með því
að vinna sjálfur í kibbutz
nokkurn tíma áður en hafin
var taka myndarinnar.
ATH UGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
biöðum.
BIRGIK ISL GUNNARSSON
Málflutningsskiáfstofa
Lækjargötu 6 B. — II. hæð
FOTLAG
BRUNT
RÚ5KINN
34—36 kr. 630,00
37—39 kr. 695,00
40—41 kr. 725,00
— Pústsendum. —
Austurstræti.
London
Lán fyrir innflytjendur
Við munum veita yður lán fyrir vörum
yðar, innfluttum frá Stóra Bretlandi,
allt að 90 daga frá komu vörunnar til ís-
lands. — Fyrirspurnir óskast.
MERCHANTS 5WISS LIMITED
6 Martin Lane.
London E. C. 4
m ...........
íbúðir í smíðum
Höfum til sölu úrval af 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb.
íbúðum í smíðum á langbezta staAnum í Árbæjar-
hverfinu nýja. Ibúðirnar sem eru með sólríkum
suðursvölum, liggja að malbikaðri götu. — íbúð-
irnar seljast tilbúnar undir tréverk, múrhúðaðar,
með fullfrágenginni miðstöðvarlögn og með tvö-
földu verksmiðjugleri í gluggum. Sameign fylgir
fullfrágengin, múrhúðuð og máluð.
Athugið að hér er um mjög gúð kaup að ræða.
A.llar teikningar til sýnis í skrifsiofunní.
löggiltur fasteignasali
Tjarnargötu 16 (AB-húsið)
Sími 20925 og 20025 heima.
•Jjolíijc I f
UPPÞVOTTAVÉL
Á SÉRHVER GÓÐ HÚSMOÐIR SKILIÐ AÐ EIGA.
SÖLUUMBOÐ: DRÁTTARVÉLAR H.F. OG
KAUPFÉLÖGIN
VELADEILD
HAX
Sjó- og
regnfatnaður
Traustur og endingargóður
Rafsoðinn saumur