Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. júlí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 5 Spjallað við Sigufð Kristjánsson „Í»EGAR ég kom hingað um daginn, eftir langa fjarveru erlendis, fannst mér mest breytingin í sveitunum. Ég gat varla fundið þar nokk- urn gamlan kofa. Fann ekkert af hinu gamla, nema einn fjárkofa, allt annað byggt upp, og þessi líka tún og sléttur, og vegirnir út um allt land. Ég er ættaður úr Mývatns- sveit, og það versta við þá sveit núna ér, að túnin eru kalinn, af völdum hafíss.“ Það er Sigurður Kristjáns- son, ritstjóri frá Kaupmanna- höfn, sem þessi orð mælir í stuttu rabbi við blaðamann Mbl. Við spurðum Sigur’ð um úppruna hans og tildrög þess, að hann lagði ungur að ár- um land undir fót. „Ég er fæddur að Hofstöðum í Mý- vatnssveit. Ég sótti unglinga- skóla á Ljósavatni hjá Sigurði Baldurssyni. En útþráin rak mig til útlanda 19 ára gamlan haustið 1916. Lá leið min strax til Danmerkur. Vann ég þar fyrst á bóndabæ á Norður- Sjálandi, en 1918 fór ég á lýð- háskólann í Árósum. Þaðan lá lei'ð mín á lýðháskólann í As- kov, og þess má til gamans geta, að ég var þar á sama herbenginu og Gunnar Gunn- arsson skáld hafði áður búið á. Ég var 2 'vetur á Askov, en vann við landbúnaðarvinnu að mestu á sumrin. Síðan hóf ég að nema leikfimiskennslu hjá.Niels Bukh í Ollerup. Við vorurn þá 4 fslendingar þar, þeirra á meðal Þorgils Guð- mundsson í Reykhoilti. Frá Ollerup lá leið min í Híkis- leikfimiskólann í Kaupmanna höfn. Sfðan var ætlunin að halda heim til fslands, en það fór á annan veg. Þá kynntist ég konunni minni, og þá rauk sú áætlun út í veður og vind. í>ær eru slæmar, eins og þú veist, konurnar. Jæja, ekki ætti ég að segja þetta, því að hún var góð, blessunin. Ég starfaði síðan við vöru- bílaakstur í Kaupmannahöfn í 27 ár. Ég hef alltaf átt heima í Herlev, sem er úthverfi Kaupmannahafnar, vestan við Husum og Brönshöj. Þar gerð ist ég ritstjóri að félagsblaði unga fólksins í hreppnum. Það hét Herlevs Idrætsforening. H. I. var þáð nokkurs konar fé- lagstíðindi. Og hvernig var svo að vera ritstjóri að dönsku blaði? Og þetta gekk. svo sem ágæt lega, en alltaf er það nú svo, þótt maður hafi nákvæma til- finningu fyrir dönsku máli, þá er alltaf til eitthvað, sem innfæddir eiga léttara með að ráða fram úr. Auðvitað reynd ist mér ritstjórnin léttari fyrir ■það, áð blaðið fjallaði að mestu um það svið, sem ég hafði sérþekkingu á, en ,það voru íþróttirnar. Síðan hef ég ritstýrt blaði, sem heitir Her- lev Folkeblad. Það er ekki pólitískt blað, en gefið út ein- göngu innan héraðsins og segir fréttir þaðan. Þegar ég var 67 ára hætti ég ritstjórn vfð blaðið, en starfa þó enn við það Oig þigg laun fyrir hjá því. Tilgangurinn með Henlev Folkeblad er að vera tengi- liður milli fólksins og hrepps nefndarinnar. Fólkið getur komið með gagnrýni á stjórn hreppsins, með skoðanir sínar á ýmsum málum, og síðan get- ur hreppsnefndin andmælt. Allir flokkar hafa leyfi til að íikrifa í blaði’ð. Svo ég ví'ki aftur að þessum breytingum, sem orðið hafa á íslandi, þá sagði ég við bænd- urna, sem ég hefi heimsótt æskustöðvum mínum. Hvernig getið þið framkvæmt allt þetta? Þeir svöruðu sallaró- legir: Við fáum góð lán, og fyrst og fremst erum við bjart sýnir menn, sem trúum á land fð, og þetta gengur allt saman. Og hvað svo um ísland framtíðarinnar? spyrjum við. Framtíðin ætti að geta orðið glæsileg, eftir því að dæma, hve framfarir hér hafa verið örar. Rétt áður en ég fór utan, sá ég fyrsta bílinn skríða fram Aðaldal. Það var lítill vöru- bíl'l, og núna eru komnir hing að menn, sem eru að þjálfa sig til tunglferðar. Varðandi handritin hefur það alltaf verið min skoðun, fyrst að um hana er spurt, að við höfum alltaf átt þessi handrit. Hvort það er löglegt eða siðferðilega rétt, veit ég ekkert um. Þekki máður ofurlítið til Árna Magnússonar, er það vitað, að hann var tilfinniniga næmur maður, og líklegt er, hefði hann órað fyrir því, að á íslandi risi Háskóli innan fárra aldá, að hann hefði arf- leitt þann háskóla að safni sínu. Nú er ég á förum. heim aft- ur, kom ekki hingað nú *til að deyja eins og sumir, ég er ekki nema 68 ára og ekkert á leiðinni áð deyja, en hins veg- ar er ég viðbúinn, hvenær sem er. MENN 06 = MALEFN!= París Get vísað stúlku á rólegt starf hjá franskri fjöl- skyldu. Einstakt tækifæri fyrir námsmey sem ætlar sér frönskunám. Sími 10964. F RETTIR Ferðanefnd Fríkirkjusafnaðarins f Reykjavík erfrnir til skemmtiferðar í Borgarnes og um Borgarfjörðinn n.k. Bunnudag, 1® júlí. Farið verður frá Fiikirkjumni kl. 8.30 f.h. Farmiðar eru ©eidir í Verzluninjni Bristol. Nánari upplýsingatr í símum 18780, 12306 og 23. :4. Frá Rauðakrossdeild Hafnarf jarðar Aoaifundur deildarinnajr verður haid- inn í húsi Jóns Mathiesen við Strand- gv. a fimmtudag kl. 8.30. uháði töfnuðurinn. Sunnudaginn 18. júlí k>l. 9 að morgni fer safnaðar- íólk 1 skemmtiferðalag. Leiðin, sem farin verður, er um Kaldadail og víða um Borgarfjarðarhérað. Farseðl- ar seldir hjá Andrési Andréssyni, Laugaveg 3. Konur Keflavík! Orlof húsmæðra verður að Hlíðardalsskóla um miðjan ágúst. Nánari upplýsingar veittar í símum 2030; 2068 og 1695, kl. 7—8 e.h. til 25. júlí. — Orlofsnefndin. Borgarbókasafn Reykjavíkur er lokað vegna sumarleyfa til þriðjudagsins 3. ágúst. Langholtssöfnuður. Sumarstairfsnefnd Langholtssafnaðar gengst fyrir eins dags ferð með eldra fólk úr söfnuð- inum, eins og undanfarin ár með að- stoð Bifreiðastöðvarinnar Bæjarleið- ir Farið verður frá Safnaðarheimilinu miðvikudaginn 14. júlí kl. 12:30. Ferð- in er þátttakendum að kostnaðar- lausu. Nánar 1 símum 38011, 33580, 35944 og 35750. Verið velkomin. Sumar- | starfsnefnd. VÍSLKORN Reynist flest í veröld valt, veltur margt úr skorðum, ég er sjálfur orðinn allt . öðruvísi en forðum. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka. m* „Ðiáu EntjEamir Getum greitt hóflega mánaðarleigu. — Hjón með eitt barn — höfum bæði nýlokið há- skólanámi og vinnum úti — vantar 2—3 herb. íbúð 1. okt. Reglusemi. UppL í síma 36865 eftir kl. 2. Aðalfandui Norræna félagsins í Reykjavík verður haldinn í Tjarnarbúð, miðvikudaginn 14. júlí. — Fundurinn hefst kl. 20.30. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf, STJÓRNIN. Til sölu Til sölu er MAC Internationa! dráttarbíll með 4ra tonna vökvakrana Austin Werten ásamt nýlegum 30 tonna dráttarvagni. í bílnum er G. M. dieselvél. — Upplýsingar í síma 11644 á Akureyri milli kl. 7 og 8 á kvöldin. Dodge Weapon til sölu 14 farþega Weapon í mjög góðu 7agi til sölu, eða í skiptum fyrir Volkswagen fólksbíl. Bifreiðasalan Borgartúni 1. — Símar 18085 og 19615. Höfum verið beðnir að selja glæsilegt E*nbýlishús á einum eftirsóttasta stað við sjávarsíðuna í ná- grenni Reykjavíkur. Húsið selst íokhelt. Veitum fús lega frekari upplýsingar. FASTEIGNA- og LÖGFRÆÐISTOFAN Laugavegi 28b — Sími 19455. Jón Grétar Sigurðsson, hdl. Gísli Theodórsson, fasteignaviðskipti. Heimasími 18832. Emm kaupendur að rúmgóðu skrifstofuhúsnæði. — Fullbyggð hús í byggingu koma jafnt til greina. Vinnuveitendasamband íslands. Höfum fil sölu Jörð í einni fegurstu sveit Árnessýslu. Mikil veiði- hlunnindi, í stöðuvatni og straumvatni. — Jarð- hiti — Rafmagn — Sími — Akvegur. — Einstakt tækifæri fyrir félög eða starfshopa til að eignast skemmtilegt sumarland. —- Upplýsingar ekki gefnar í sima. FASTEIGNASALA KÓFAVOGS, Skjólbraut 1, opin kl. 5,30 til 7, laugard. 2—4. 5 heib. íbúðarhæð oskast Höfum kaupanda að 5 herb. íbúðarhæð, helzt með sér hita, sér inngangi og bílskúr í Reykjavík. Skipa- og fasteignasalan KIRKJUHVOLI Símar: 14916 og 13842 Bezt að auglýsa í IVIorgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.