Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLADIÐ Miðvikudagur 14. júlí 1965 Lýstu umhverfinu við Óskju á sama hátt og gert verður í tungiferðinni frA ANDRÉSI INDRIÐASYNI OG KJARTANI THORS. LEIÐANGUR bandarísku Geimvísindastofnunarinn- ar, sem dvelst nú við Dreka gil í Öskjuhlíðum, hélt að Öskjuvatni árla morguns og dvöldust leiðangurs- menn þar daglangt við jarðfræðiathuganir. í nótt munu þeir dvelja ísælu- húsinu í Herðubreiðarlind- um, en þeir halda flugleiðis frá Akureyri til Keflavíkur seinni hluta dags á morg- un, miðvikudag. Geimfararnir tóku snemma á sig náðir í. gærkvöldi, en fóru á stjá um hálf sjö leytið í morgun. Veður var fremur hráslagalegt, sólarlaust og fjallahringurinn í kring var sem næst skýjum hulinn. Sólar hefur ekki notið hér í dag að neinu ráði, en veður hefur verið stillt, þótt gengið hafi á með skúrum. Uni kl. 8 lagði hópurinn af stað að Öskjuvatni. Vegurinn þangað um hraunið er nokk- uð þungfarinn á köflum sök- um snjóa, en leiðangursmenn komust þó svo að segja* alla leið. Öðru máli gegndi um blaðamenn, sem sigldu í kjöl- farið á smærri bifreiðum, — þeir þurftu að ganga talsverð an hluta leiðarinnar! Numið var staðar við einn þeirra gíga, þar sem Askja gaus fyrir fjórum árum. í gufumóðu, svo að. vart sá úr augum gengu geimfarar og jarðfræðingar á gjgbarminn. Undruðust þeir mjög, að hraunið, sem þeir stóðu á, skyldi vera svo heitt. Jarð- fræðingarnir Sigurður Þórar- insson og Guðmundur Sig- valdason sögðu leiðangurs- mönnum deili á eldfjallinu, — Guðmundur gerði grein fyrir eldgosinu 1961. Höfðu geimfararnir margar spurn- ingar fram að færa í því sam bandi, og spurðu meðal ann- ars, hvers vegna hraunstraum urinn hefði tekið þá stefnu, sem raun ber vitni Leysti Guðmundur greiðlega úr spurningum þeirra. Þess má geta, að útskýringar íslenzku jarðfræðinganna og órða- skipti þeirra við leiðangurs- menn voru hljóðrituð fyrir Geimferðastofnun Bandaríkj- anna. Tveir kvikmyndatöku- menn frá stofnuninni voru með í förinrii, en árangur af starfi þeirra verður heimild- arkvikmynd um ferð geimfar anna til íslands Aðstaða til kvikmyndatöku var raunar ekki sem skyldi uppi á gíg- barminum, sökum gufunnar, sem lagði upp úr gígnum. Þegar einn kvikmyndatöku- maðurinn opnaði vél sína í grandleysi til þess að skipta um filmu, fylltist myndavél- in af gufú, þannig að mynd- ræman í vélinni, sem tekið hafði verið á, eyðilagðist. Varð aumingja maðurinn að vonum harla óhress. Skammur spölur er frá gígnum að Öskjuvatni. Þegar bílarnir námu staðar í nám- unda við vatnið, var skotið á húsþingi. Fyrstur tók til máls dr. Alfred Chidester, • banda- rískur jarðfræðingur. Hann sagði, að hér mundu geim- fararnir skipta sér niður í smáhópa og skyldu þrír vera saman -í hverjum hópi. Hóp- arnir ættu síðan að dreiía sér um svæðið og gera jarðfræði- legar athuganir Hann brýndi fyrir geirriförunum, að ganga rækilega úr skugga um það, iKl'!;'’ " .r-." Geimfaraefnin kynna sér nýjar hraunmyndanir, Geimfaraefnin Don Eisele og Eugene Cernan bera saman bækur sínar. Að baki þeirra er Guðmundur Sigvaldason, jarðfræðingur. að þeir hefðu allan útbúnað meðferðis, sem til þyrfti: ax- ir, loftmyndir af svæðinu, skirfblokkir á tréplötum og síðast en ekki sízt segulbands tæki. Hann tók líka fram, að einn jarðfræðingur mundi fylgja hevrjum hópi. Þeir mundu haída sig í hæfilegri fjarlægð frá hópnum, þar eð gert var ráð fyrir, að geim- fararnir gerðu athugamr sín- ar upp á eigin spýtur. Hins vegar mundu þeir jafnan vera tilbúnir að veita aðstoð, ef á þá yrði kallað. Að því er Guðmundur Sigvaldason sagði okkur, voru verkefni geimfaraefnanna þessi: Þeir áttu að lýsa Öskju, segja, hvernig hún hefði myndazt og hvað gerzt hefði þar jarð- fræðilega, þeir áttu að kom- ast að raun um það, hvort væri eldra líparítvikurinn eða Öskjuvatn og segja jafn framt, hvaðan vikurinn hefði komið Þeir áttu að glöggva sig á því, úr hvaða gíg Mý- vetningahraun hefði runnið 1924, athuga, hvers konar efni væri í vikrinum og lýsa afbrigðum þess Þegar geimfararnir höfðu fengið dagskipanina, varð ein um þeirra, sem leizt hún all umfangsmikil, að orði: „Sjá- umst í næstu viku.“ En auð- vitað sagði hann þetta í spaugi. Þetta var kátur og skemmtilegur hópur og stemn ingin var með albezta móti, þegar þeir gengu áleiðis að vatninu og Víti, þeim hrika- lega gíg, klyfjaðir áhóldum, sem að framan getur A*xirn- ar notuðu þeir, til þess að geta glöggvað sig á bergteg- undum, en lengi vorum við að" velta því fyrir okkur, til hverra nota segulbandstækin væru, þar til Riley, blaða- fulltrúi ■ leiðangursins, gaf okkur skýringuna. Til þess að þUrfa ekki að skrifa hjá sér lýsingu á því, sem bar fyrir augu, töluðu þeir lýs- inguna einfaldlega inn á segul band. Tilgangurinn með þessu var auðvitað sá, að ganga úr skugga úm, nve. 'fljótir þeir væru að g'öggva sig á landslaginu, en það munu þeir þurfa að gera, ef þeir- verða sendir út i geim- inn Geimfararnir hafa ekki spókað sig í geimferðabúr,- ingum hér á Öskju, enda var það aldrei ætlunin, að bví er framámenn í leiðangrin- um sögðu okkur Að sögn Ri- ley, blaðafulltrúa, hefur Bandaríska Geimvísindastofn unin nú valið 34 menn, sem hljóta þjálfun með það fyrir augum að verða sendir út í geim. Hinir væntanlegu geim farar hafa allir bækistöð í Houston, Texas. Geimfararn- ir, sem hér eru staddir, hafa ekki farið slíkan leiðangur erlendis áður. Ekki alls fyrir löngu fóru þeir í sams konar ferð til Hawai, en þar er mikið um ný eldfjöll. Eld- fjallas'væði þar eru að vísu ekki eins víðáttumikil og á íslandi. Geimfararnir hljóta ekki eingöngu þjálfun með það fyrir augum að verða sendir til tunglsins, heldur er þjálfun þeirra á þann veg háttað, að þeir geti tekizt á hendur hvers konar geimferð ir. Þess má geta, að allir þeir, sem valdir hafa.verið til geim ferða, hafa lokið háskóla- gráðu í einhverri grein, sem lýtur að geimsiglingum. Sem fyrr segir dreifðu geimfararnir sér í smáhópum um svæðið vestur með Öskju vatni. Flestir gerður atþug- anir sínar við Víti, en sumir gengu með vatninu. Þeir virt ust furðulega mælskir þar sem þeir stóðu með hljóðaein arin í hendinni og töluðu án afláts inn á segulbandstækin. Þeir virtust bera gott skyn á fjöllin í grenndinni, enda er sennilegt að þeir, hafi haft loftmyndirnar af staðnum undir höndum nokkurn tíma. Þeir voru sýnilega mjög ánægðir með allar aðstæður, og létu í Ijós þá skoðun sína, að þetta eldfjallasvæði hefði fyllilega svarað til beirra vona, sem þeir gerðu sér. Geimfararnir voru við at- huganir sínar til klukkan sjö, þá héldu þeir til tjaldbúð- anna við Drekagil og snæddu kvöldverð. Því næst var hald ið í Herðubreiðarlindir, þar sem leiðangurinn gistir í nótt. Á morgun, miðvikudag, halda þeir til Akureyrar árla morguns og fara síðan flug- leiðis til Keflavíkur A föstu- daginn heldur leiðangurinn í Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.