Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 14. júlí 1965 Sr. Sigurjón Jónsson frá Kirkjubœ - Minning LAUGARDAGINN, 22, maí sl. var borinn til grafar frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, presta- öldungurinn séra Sigurjón Jóns- son, fyrrum sóknarprestur í Kiirkjuibæjarprestakali, að við- stöddu miklu fjölmenni. Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup, jarðsöng og nokkrir úr hópi hempuklæddra klerka, er viðstaddir voru útförina, báru hinn aldna starfsbróður úr kirkju. Vor var í lofti og angan úr jörð og mæltu það margir að hefði hinn framliðni mátt velja sér útfarardag hefði hann trauðla annan kosið, hér var stefnt til fuils fagnaðar sumars og þroska. Séra Sigurjón var fæddur 23. ágúst 1881 á Háreksstöðum í Jökuldalsheiði. Bær þessi er nú í eyði, en á fáum byggðum bólum á lsiandi, hefur betur gætt víð- sýnis hinnar nóttlausu veraldar en á þessum heiðabæjum, stað- settum á þakinu á íslenzkri byggð, ef svo mætti að orði kom- ast Þarna í heiðinni ólst séra Sig- urjón upp fram um aldamót, einn í hópi hinna þekktu Háreks- staðabræðra. Hinn kunni fræðimaður Bene- dikt Gíslason frá Hofteigi minn- ist þessara bræðra í einni af bók- wm sínum, er hann nefnir Fólk og saga, og vísast til þess sem þar er sagt um ætt og ættfólk séra Sigurjóns. 1 kaflanum um þá bræður, er Benedikt nefnir „Tveggja brúð- ur?“ segir svo í upphafi: „Víða með íslendingum, aust- an hafs og vestan, hefur farið orðspor þeirra manna er nefnd- ust Háreksstaðabræður, kenndir við heiðabýlið Háreksstaði í Jökuisdalsheiði. Þeir voru 8 að tölu og systur áttu þeir eina. Sex hinna eldri voru albræður. Um aldamótin voru þeir allir vaxnir menn, og hinn fyrirfarandi tíma héldu þeir hópinn á Háreksstöð- stöðum með föður sínum, og þótti þá merkilegt mannval á þessu heiðarbýli. Þeir voru listhneigð- ir, einkum til Söngs og ljóðagerð- ar, og urðu fyrstir manna til að læra organslátt og flytja orgel í Háreksstaði. Misjafnir dómar lögðust á það hverju slikt mundi hlíta á heiðarbýli, því enn var almennur hugsunarháttur dálítið skrýtinn gagnvart bókmenntum og listum í alþýðulífi á íslandi. Unnu þeir það líka til, að þeir höfðU ýmislegt að athuga við gamlan hugsunarátt, en hann er jafnan nokkuð heimaríkur, og lætur ekki gera gys að sér fyrir ekki neitt. Samt var þetta nokk- uð merkilegt, og ekki beinlinis til þess fallið að gera gys að þvi, að koma þar í göngunum á haustin til gistingar með fjársafn Tunguheiðar, og áðúr en nokkurn varði voru þessir þreyttu og al- vörugefnu gangnamenn komnir í söng og gleðimál á Háreksstöð- um, og í höfðinglegum gest- beina, sem þeir ætið mættu þar.“ Vafalaust hafa gilt hin sömu lögmál með þá bræður um ætt- fylgjur og erfavísa eins og með önnur börn, en hitt ætla ég, að til fjórðungs hafi brugðið með fóstrið á heiðinni. Vart getur hjá því farið að á gáfuð og tilfininganæm ung- menni, verki á aðra lund, upp- eldi í öngbýli dalskorunnar og þéttbýlisins, en á heiðum uppi, þar sem hátt er til himins og vítt til veggja, og sjóndeildar- hringurinn takmarkast af blám- uðum fjöllum. Hvorttveggja mætti hafa í huga til skilnings á víðsýni hug- ans og frjálslyndi þeirra, er við slíkt fóstur hafa búið, en jafn- framt þeirri tilhneigingu að láta lönd og leið þá tillitssemi og hóf- stilling, sem þröngbýlið jafnan krefst. Eftir að séra Sigurjón hafði notið nokkurs skólalærdóms á ís- landi hvarf hann til Ameríku á eftir bræðrum sínum og öðru sínu fólki. Lauk hann þar stúdentsprófi og lagði stund á háskólanám og hlaut hvað eftir annað verðlaun fyrir námsafrek við fleiri en einn háskóla, því námsgáfur hafði hann frábærar. Eftir nokkurra ára dvöl í Am- eríku hverfur hann heim til ís- lands og lýkur' guðfræðiprófi við Hákóla íslands á miðjum vetri 1917. Sama ár vígist hann sem settur prestur að Barði í Fljótum, en settur og síðar skipaður sókn- arprestur í Kirkjubæjarpresta- prestakalli þrem árum síðar, eða 1920. Prestakalli þessu, ásamt Hof- teigsprestakalli frá 1928, gengdi séra Sigurjón óslitið unz hann lét af embætti fyrir aldurssakir, 1956, og hafði þá setið 5 árum lengur en lög heimila, nema til komi eins konar ný kosning, er presturinn verður 70 ára. Svo var í þessu tilfelli. Sóknarbörn séra Sigurjóns sendu stjórnarvöldum einróma áskorun um að fá að hafa hann áfram sem prest svo lengi sem lög framast leyfðu, eða til 75 ára aldurs. Segir sú staðreynd sína sögu um samskipti prests og safnaða. Séra Sigurjón var kvæntur frú Önnu Sveinsdóttur frá Skata- stöðum í Skagafirði, hinni mikil- hæfustu konu. Þau hjón eignuð- ust 6 börn og komust 5 þeirra til fullorðinsþroska, þau: Séra Fjalar, prestur að Kálfafellsstað, Sindri póstfulltrúi, Frosti læknir, Máni, orgelleikari og Vaka, hjúkrunarkona. Þau séra Sgurjón og frú Anna bjuggu hinu mesta rausnarbúi á Kirkjubæ um margra ára skeið. Bætti prestur mjög jörðina og naut hins bezta stuðnings af búi sinu við að koma börnum sínum fram til manndóms og þroska og fleiri ára náms, sumum hverjum. Bæði voru þau hjón einkar sam- hent um alla risnu, svo að orð fór af, bæði með tilliti til rausnar*og viðmóts. Hið stóra bú, sem þau lengstaf höfðu og mannmarga heimili þurfti margs við og mun drjúgur og ómældur skerfur þess erfiðis' og áhyggna, er því fylgdi, hafa hvílt á'herðum fyrst hinnar ungu og siðar lífsreyndu húsfreyju, þar sem búsbóndinn, sóknarpresturinn í víðlendasta prestakalli landsins, sem raunar var tvö prestaköll með samtals 7 kirkjum, dvaldi oft langdvölum að heiman. Auk annasams embættis, hlóð- ust á prestinn margvísleg trún- aðarstörf eins og gengur í sveit- um og naut hann þar hins fyllsta trausts. Séra Sigurjón var frábært hraustmenni og ferðagarpur, sem oft kom sér vel. Naut hann góðrar heilsu lengstaf ævinnar. Svo virðist sem sauðaþykkni heiðarinnar hafi reynzt þeim Háreksstaðabræðrum vel til hreysti og langlífis, hvað sem öll- um vísindum líður, og jafnan fannst mér sem séra Sigurjón hefði fleira sótt til uppeldisins á heiðinni en hreystina eina, eins og minnzt er á í upphafi þessara orða. Uppi á heiðinni hafði ekk- ert skyggt á og fátt sagði þar af hömlum hins félagslega nábýlis. Áhrif frá hvoru tveggja virtist gæta í fari séra Sigurjóns. Hvers konar þröngsýni og klíkuskapur var eitur í hans beinum, á logn- mollu, (,helgislepju“ dalskorunn- ar blés hann og andlegur „kot- rassaháttur“ var honum viður- styggð. Að öllu þessu vó hann með hárbeittu vopni háðsins og hnittninnar. Sönurinn og gleðimálin frá Há- reksstöðum voru honum nær skapi en sútur og búksorgir byggðarinnar. Svo sem áður er sagt, naut séra Sigurjón einstakra vin- sælda í sóknum sínum. Sýndu sóknarbörn hans það við svo mörg tækifæri að auðsýnt er að Hjartkær eiginmaður minn, ÞORGEIR ÞORSTFINSSON andaðist 10. þ. m. — Jarðarförin ákveðin laugardaginn 17. júlí að Akurey í Vestur-Landeyjum. Pálíríður Jónasdóttir. Móðir mín, amma og langamma, JÓHANNA LILJA HANNESDÓTTIR andaðist að St. Jósefsspítalanum, Hafnarfirði, aðfara- nótt 13. þessa mánaðar. Guðfínna Guðmundsdóttir. Eiginmaður minn, TRYGGVIJÓNSSON afgreiðslumaður, sem andaðist 9. þ.m. verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 16. þ.m. kl. 1,30 e.h. Haiigrima Arnadóttir. Þökkum innilega vinarhug allra við lát og jarðarför PÉTURS SIGFÚSSONAR frá Kraunastöðuin. Systkini hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, VALGERÐAR STEFÁNSDÓTTTJR Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Frimann Tjörvason. gerði, þar sem við dvöldum sam- an um hrið. Allar voru ræður séra Sigur- jóns við venjulegar messugerðir og skólaathafnir með líku svip- móti og hin fyrsta, er ég til hans. Þær voru mjög persónulegar og þaulhugsaðar. Aldrei heyrði ég hann flytja ónytju mælgi og oft var mjög frumlega á málum tek- ið Snjallt og eftirminnanlega að orði komist. Stundum lagðist ræðumaður svo djúpt í hugsun að fyllstu athygli þurfti við, til að fylgjast með, og á stundum talsverðrar guðfræðilegrar þekk- ingar. Auðheyrt var að prestur- inn reyndi að halda vöku sinni með lestri guðfræðlegra bók- mennta og góðra tímarita. Frjálslyndi hans í andlegum efnum brást aldrei, né ádeila hans á það, er hann taldi að skyggði á hin æðstu sannindi og ekki væri annað en handaverk skammsýnna manna. Hann virt- ekki var hér um uppgerð að ræða eða hefðbundinn vana. Nú síðast fjölmenntu þau við útför hans, er þess áttu kost, þótt vafa- jst þvingast af öllum hefðbundn- laust hafi þau verið enn fleiri, um formum andlegrar tjáningar er sátu með þökk og trega í og hvers konar afturhvarf í þeim hljóðu sinni við útvarpsviðtæki sín austur á Fljótsdalshéraði. Sjálfsagt hafa legið til þess- arra miklu vinsælda margvíslegar orsakir en vafalítið hefur hin óbugandi bjartsýni, óbrigðula efnum til fyrri tíma, var honum mikill þyrnir í augum. Deildum við oft um þessi mál, þótt aldrei ylli sá ágreiningur vinslitum, fremur hið gagn- stæða. Síðast deildum við í glettni og gamansemi verkað sem Hveragerði í haust út af gamla afleiðsla á suma þá, er hættu til messusöngnum, sem farinn er að að taka sjálfa sig of hátíðlega heyrast í einstaka kirkjum við og sem aflgjafi á aðra, sem áttu | viss tækifæri. Ekki gleymi ég þungt fyrir fæti. | vonbrigðunum í andliti míns Hressilegt viðmót en jafnframt gamla sóknarprests er ég reynd- vingjarnlegt, hispurslaus og hof- mannleg framkoma aflaði honum vafalaust margra vina. ist hafa aðra skoðun á þessu „söngli" en hann hafði vonað og búizt við, og er hann gafst upp Séra Sigurjón fylgdi fyrirmæl- við að telja mig á sitt mál bætti um Páls postula — að fagna,með j hann við, að mér fannst andvarp- fagnendum og gráta með grát- andi: „og Máni er á sömu skoðun endum. í fagnaðinum gætti hann ^ og þú.“ ekki alltaf hófs, en mér býður í grun að í hinu síðara hafi hann 1 í Hveragerði flutti hann fyrir , . , , ,, ... . i hælisgestum enndi er hann komizt næst soknarbornum sm- ... . , | nefndi: „Að leggja mður barna- .T", .. . . _ „ , i ,, , , skapinn“ með orð Páls í 13. kaíla Hluttekmng og hluttaka prests-1 ^ , i annars Konntubrefs að um- ! ræðuefni, og var þar ekki mik- , , ínn bilbug að finna a frjalslyndn annað hvern mann hann , ,s . , ... ... afstoðu hms aldna klerks til ei- lífðarmálanna. barna hans sýndi þeim betur en flest hafði að geyma. Útfararræður séra Sigurjóns voru mjög rómaðar og heyrði ég hann flytja nokkrar frábærar. Hvort það voru orðin, sem hann hinn Gat ég ekki annað en dáðst af þessum vígreifa boðbera og bar- dagamanni hins andlega frelsis, t§laði, hlutíekningin og sem enginn elli né hjartakröm djúpi skilningur á eðli gat bugað, og hvórki bi;eyttir sorgarinnar, er á bak við þau lágu, eða þá sá hiti tilfinning- anna, er orðin vermdu, sem ork- uðu á mann, er mér ekki ljóst, tímar né önnur viðfangsefni og viðhorf, megnuðu að breyta. Hann gat ekki fellt sig við þá skoðun og margt það, er á en það eitt er víst, að þeir sem skyggði á um aldamót, byrgði þar áttu um sárt að binda, bund- | fæstum lengur útsýn, og að dal- ust, sumir hverjir, órjúfanlegum' skorningurinn þröngi hefði lyft tryggða og vináttuböndum við sóknarprest sinn. Svo mjög höfðu orð hans og framkoma öll, haft áhrif á þá raunabóta. til og mætt víðsýni heiðarinnar í miðjum hlíðum. En hvernig sem viðhorfin eru að hugarléttis og höfum við Ö11 sömu skuld .. . I gjalda. — Séra Sigurjón varð Eg kynntist ekkr sera Sxgurjom bráðkvaddur á heimili sindra fyrr en eg varð soknarbarn hans, sem ungur kennari við Eiða- skóla haustið 1930. Prédikaði hann þá við skóla- setningu og er mér sú ræða ógleymanleg. Ekki vegna þess að ég væri henni sammála, eða flutningur hennar hefði snortið mig, heldur vegna þess, hvernig presturinn tók á málunum. Það sem í skuggsjá í óljósri mynd var vissulega með öðrum hætti (heldur augliti til auglitis, svo en ég hafði vanizt og okkur hafði | vitnað sé til orða Páls postuia, verið kennt í guðfræðideild Há- nú byrgir honum væntanlega skólans. | ekkert sýn, fremur en á Jökul- Ræðan var hörð ádeila á dalsheiðinni forðum. „grátmúra“ staðnaðra trúarforma sonar síns og Sigriðar Helga- dóttur konu hans, að morgni hins 15. maí, og þar hafði hann dvalið lengzt af eftir að hann lét af prestsskap og notið hinnar beztu aðhlynningar. Nú sér hann ekki lengur svo og „hégilja“ sem byrgðu mönn- um sýn inn „í hæðirnar*. Hún var flutt á kyngimögnuðu máli, á stundum nokkuð torráðnu, það leyndi sér ekki að ræðumaður hafði hvorki sparað tíma né fyrir- höfn til þess að ræðan yrði sem bezt úr garði gerð og að baki hennar stóð víðlesinn lærdóms- maður. Þetta voru mín fyrstu kynni af prestsstarfi séra Sigurjóns og ræðumennsku hans, en jafn- framt upphafið á þrjátíu og fimm ára kynningu, bæði þar sem hann var sóknarprestur skólans og predikaði við hverja skóla- setningu og hver skólaslit, og auk þess fjölda messugerða í Eiðakirkju, einni af sóknárkirkj- um hans. Og nú síðast á öndverð- um vetri bar fundum okkar sam- an á hressingarhælinu í Hvera- Við, sem enn horfum í skugg- sjána, óskum honum fararheiila og þökkum honum samskiptin. Munu flestir sem sr. Sigurjóni kynntust, telja minningar sínar allmiklu fátæklegri hefðu þeir aldrei hann þekkt og vafalaust eru þeir fleiri en okkur grunar, sem blessa þau kynni með þökk í huga. Þessi fáu minningarorð um minn gamla sóknarprest, svo síð- búin, sem raun ber vitni um, eiga ekki að vera nein tæmandi æviminning, til þess brestur mig forsendur, aðeins fátækleg kveðja og þökk og um leið til- raun til að skýra að einhverju leyti, a.m.k. fyrir sjálfum mér, einn hinn sérstæðasta persónu- leika, er ég hefi fyrir hitt í prestastétt. Þórarinn Þórarinsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.