Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 14. jólí 1965 MOHGUNBLAÐIÐ 13 Þættir um Surtsey og Mývatn í Finnska útvarpið Spjaliað við Timo Kaukonen SÍÐASTLIÐINN Iaugardag kom hingað til lands Finninn, Timo Kaukonen, einin úr liði sigurvegaranna í norrænu spurningakeppninni, er fram fór í sjónvarpi hinna Norður- landanna fjögurra, og Jón Helgason, prófessor, stjórnaði, Kaukonen hlaut ásamt fleirum ferð til íslands að verðlaunum í boði Loftleiða, en hann hyggst ekki verja þessari viku dvöl til að hvíla sig, heldur mun hann safna hér efni í út- varpsþætti og greiniar í tíma- rit. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Kaukonen að máli í gær í Hótel Holti, þar sem hann býr, og spurði hann um það, hvernig ferðaáform hans á ís- landi væru. — í kvöld fer ég til Þing- valla, Geysis, Gullfoss og Hveragerðis, þar sem ég mun aðallega taka myndir og safna efni í grein í stærsta tímarit Finnlands APU, sem kemur út hvern miðvikudag og hefur um 300 þúsund manna lesendahóp. í fyrrg- málið ek ég áleiðis til Mý- vatns. Á Norðurlandi mun ég taka upp 20 til 25 mínútna þátt með lýsingum og máske samtölum fyrir Finnska ríkis- útvarpið. Á þessum ferðalög- um hef ég mér til aðstoðar finnska stúlku, Carita Söder- ström, sem er flugfreyja hjá Loftleiðum, kann nokkuð í ís- lenzku og hefur áður aðstoðað finnska blaða- og sjónvarps- menn. Á fimmtudag eða föstu- dag förum við til Vestmanna- eyja og út í Surtsey og tökum annan útvarpsþátt, svipaðan hinum. Þá mun ég skrifa eina eða fleiri greinar með mynd- um í APU um ísland. — Hve lengi hafið þér starf að hjá finnska sjón- og út- varpinu? — Ég hef verið að ein- hverju leyti viðloðandi þar síðastliðin rúml. þrjú ár, en ég er ekki starfsmaður þess. Ég sé um tvo fasta spurninga- þætti, annan í útvarpinu og hinn í sjónvarpinu. Þá hef ég 'einnig selt þeim ýmsa þætti. Annars er ég endurskoðandi í Helsinki og það er mitt aðal- starf, þótt ég sé farinn að eyða æ meiri tíma í þessa frí- stundaiðkun mína. — Er útbreiðsla sjónvarps mikil í Finnlandi? — Finnska sjónvarpið tók til starfa árið 1957 og nú eru skráð sjónvarpstæki um 700 þúsund. Til samanburðar má geta þess að skráð útvarps- tæki eru um 1,5 milljón tals- ins. Sjónvarpað er 2 klst. um hádegisbilið og síðan fráu.þ.b. 5.30 til 11, en þetta er þó dá- lítið mismunandi. — Hvernig var norræni spurningaþátturinn úr garði gerður? — Hann fór fram í Stokk- hólmi. Þriggja manna lið var frá hverju landi, en stundum var skipt um keppendur, þann ig að þeir voru ekki hinir sömu öll 10 kvöldin. Þáttur- inn var 45 mínútur á hverju laugardagskvöldi frá því í októberbyrjun í 10 vikur. Hann hét „Teningunum kast- að“, því að hlutkesti réði, úr hverjum hinna 24 efnisflokka spurt var. Var teningunum kastað 6 sinnum í hverjum þætti Og var stundum spurt úr sama efnisflokknum oftar en einu sinni á kvöldi. Ég var Timo Kaukonen með í 5 skipti af þessum 10. — Var sjónvarpað jafnóð- um frá þættinum? — Aðeins í Finnlandi. Þar var sjónvarpað beint um end- urvarpsstöðina á Áland. í hin- um löndunum þremur var ekki tekið að senda þáttinn út fyrr en klukkustund eftir að hann hófst,«þ.e.a.s. 15 míhút- um eftir að honum lauk hverju sinni. Þessi þáttur vakti geysilega athygli og var WMMWHMMMMi eitt vinsælasta sjónvarpsefni á Norðurlöndum í vetur. Prófessor Jón Helgason stýrði þættinum og var yfirdómari hans. Ekki veit ég, hvernig hann fór að því í slíkum þætti, en honum tókst ein- hvernveginn að vekja mjög athygli á íslandi og íslending- um. — Hefur nokkurt efni frá Islandi verið sýnt í Finnska sjónvarpinu nýlega? — Það hefur ekki verið mikið um myndir frá Islandi í því, en fer þó í vöxt. Það mun og vaxa með aukinni samvinnu og skiptum á kvik- myndum milli sjónvarps- stöðva Norðurlandanna. Hins vegar hefur að undanförnu birzt miklu meira af greinum og fréttum frá íslandi í finnskum blöðum og tímarit- um. Finnar hafa áhuga á ís- landi. Ég hef mikla ánægju af því að koma hér og sjá þetta sérkennilega og fallega land, sem ég þekkti áður að- eins af afspurn. Þetta verður ekki eina ferð mín hingað ef ég fæ nokkru um það ráðið. — Hafið þér ferðazt mikið utan Finnlands í slíkum er- indagjörðum sem nú? — Ég hef tvisvar farið til Spánar og gert útvarps- og sjónvarpsþætti. Þá hef ég far- ið til Frakklands og nú síðast fyrir einum mánuði til Rúss- lands. — Ætlið þér að fara að snúa baki við endurskoðun- inni og gera frístundaiðjuna að aðalstarfi? — Ég veit það ekki, en það freistar mín mjög. Guðmundur góði Stytta hans verði reist yfir Gvendarbrunni að Hólum í HÚSI við Freyjugötu í Reykja- vík hefur um nær tuttugu ára skeið staðið myndastytta af Guð mundi góða Hólabiskupi, og verð ur hverjum, sem þangað kemur, starsýnt á hann. Af hvelfdum brúnum ljóma miklar gáfur, en einkum vekur þó athygli óum- ræðileg mildi, sem skín af ásjónu hans. Auðvitað er þetta hug- mynd, en frú Gunnfríður Jóns- dóttir, sem mótað hefur þessa mynd hefur gert það af svo mik illi innlifun og alúð, að ekki fer milli mála, að þarna er um gott listaverk að ræða, sem ekki má lengur fela fyrir alþjóð heldur flytja þangað, sem margir geta notið þesr að sjá það. Guðmundur góði er einn þeirra merkismanna, sem affluttir hafa verið fyxir þjóð sinni lifandi og dauðir. Samt hefur líklega eng- inn maður staðið islenzkri al- þýðu hjarta nær, jafnvel ekki Þorlákur helgi. Sagnfræðingar hafa stundum lýst Guðmundi sem þverúðarfull um ofstoþamanní og hálbrjáluð- um ræflabiskupi, sem farið hafi um landið með óaldarflokka og ekki hugsað um annað en eflingu hins kirkjulega valds. Hafi þetta haft óhappasæl áhrif á þróun innanlandsmála og stuðlað að því að koma landinu undir er- lend yfirráð. Lítð er hæft í þessu. Yfirgangs hneigð og fjandskpaur valdagráð ugra höfðingja hlaut óhjákvæmi lega að ríða sjálfstæði landsins að fullu á 13, öld, þó enginn væri Guðmundur. Sannleikurinn var sá, að miskunnarlund hans log- aði eins og skært Ijós á ofstopa- fullri og ósiðaðri öld, og var hinn hrakningssami biskupsdómur hans; ekki annað en tákn þess, hversu lítils guðskristnin var metin í laivlinu. Guðmuadur var einlægtir- sonur kaþólskrar kirkju og trúði því, að kristnin ein gæti læknað mein aldarinn- ar. Og ég h.vgg að erfitt mundi vera að finna mann, sem betur reyndi að fylgja boðorðum meist arans. Hann tók aldrei sáttum við ranglætið og hjartaharðúð- ina. Þegar hallæri gengu og hungraður lýður fór um landið í stórum hópum þraut hann niður góða gripi og gjafir höfðingja til að líkna bágstöddum, og lét veita ótæpt meðan nokkur björg var á staðnum. Síðan fylgdi hann vesalingunum sínum á ver ganginn og reyndi með öllum ráðum að sjá þeim farboða. Hann grét yfir þeim og bað fyrir þeim. En þegar nöfðingjarnir voru mat sárir og hröktu vesalingana hans eða drópu fyrir augum hans, þá má vera að hann læsi stundum yfir þeim bannfæringu á kröft- ugri nqrrænu, er hann taldi þver brotna og iðrunarlausa stór- glæpamenn. Hvenær hefur kærleikurinn ekki verið krossfestur og svívirt- ur og settur í fangelsi? Það sann aðist á Guðmundi góða, að: guðsmanns líf er sjaldan liapp né hrés, heldnr tár og blóðug þyrnirós. Guðmundur góði var af ey- firzkum höfðingjaættum og stóðu að honum göfugmenni í marga ættliði. Hann var kappgjarn í æsku, en gerðist lærður og merkilegur kennimaður, þegar al vara lífsins hafði skólað hann. Sat yfir ritverkum og kenndi prestlingum, fékkst við þýðng- ar helgar, og gerðist svo bænheit ur og andríkur prestur, að bjart ljós sýndist vera yfir höfði hans og eldur fara út af munni hans, er hann söng messu. Gerðist hann svo ástsæll strax á prests skaparárum sínum, að honum unni nær þyí hver maður, enda ir, sem nálega umkringdu landið eins og segir í sögu hans. Guð- mundur góði var merkilegur maður. Og enda þótt hann væri aldrei formlega tekinn í dýrlinga tölu af kaþóisku kirkjunni, var hann þó áreiðanlega eins heilag- ur maður og hægt var að búast við að nokkur maður gætí orðið á þeirri öld, sem hann lifði, og í því umhverfþ sem hann átti við að búa. Það mundi kosta um 100 þús- und krónur að höggva líkneski Guðmundar biskups góða í stein og koma því heim að Hólum. Er það von mín að landsmenn og þá ekki sízt Skagfirðingar og Ey- firðingar leggi fram fé þetta í frjálsum samskotum. Enn mundi vera gott að heita á Guðmund góða. Hann ætti að standa yfir Gvendarb’ unni á Hólum, vörður og verndari þeirra dyggða, sem enn er of lítið af í veröldinni: mildinnar og miskunnseminnar. Og eins og vatnið úr vígðum brunnum hans svalar þyrstum og þjáðum, þannig munu heilsugjaf ir streyma til allra, sem hugsa um gæzku hans, unz mennirnir læknast af eigingirnd sinni og sjálfselsku. Benjamín Kristjnásson. 38 luka prófí við Tónlistor- skólu Stykkiskólms Stytta Gunnfriðar Jónsdottur af Guðmundi góöa. segir Sturla Þórðarson að varla fyndist sá maður í voru landi eða ánnars staðar sem þokkasælli hafi verið af sínum vinum og votti það bréf erkibiskupa og annarra stórmenna, að þeir hafi unnað honum sem bróður og virt hann sem föður. Sjálfur Brand ur biskup á Hólum tók hann fyrir skriftaföður og hvarvetna var honum virðing sýnd af kirkjunni vegna siðvendni hans, gæzku óg hreinlífis. Hann var söngmaður góður, ör lyndur og tiífinninganæmur, en hljóður og athugull hversdags- ■ lega, þýður og þekkur í máli, mjúkur og mildur þeim, sem að honum liitu, og fíjótur að gleyma mótgerðum. Enn eru ótaldar vatnavígslur hans og heiisugjaf- TÓNLISTARSKÓLA Stykkis- hólms var sagl upp laugardaginn 8. maí sl. að viðstöddum fjölda manns. Fór uppsögnin fram í Hljómskáianum, sem er eign Lúðrasveitar Stykkishólms en þar hefir Tónlistarskólinn verið til húsa í vetur. Tónlistarskólinn var stofnaður í haust er leið og var þetta því fyrsta árið, sem hann hefir starf að. Skólastjóri er Víkingur Jó- hannsson og auk hans kenndi Þórður Þórðaíson við skólann. A)ls innrituðust í skólann í haust 45 nemendur. Þar af luku 38 prófi, 22 í píanóleik en 16 á blást urshljóðfæri. Við skólaslit voru nemendatónleikar þar sem ném endur komu fram og léku ýms verk og eins kom fram diengja- lúðrasveit. Létu áhéyrendur ó- spart í ljós hrifningu sína yfir hversu þessir tónleikar voru vel heppnaðir og með ágætum. Víkingur Jóhannsson skýrði frá gangi skólans í vetur og flutti nemendurn og velunnurum skól ans þakkir fyrir góða samvinnu. Árni Helgason formaður Tónlist arfélagsins, mælti nokkur orð og þakkaði V'hingi ágætt brautryðj andastarf og fagnaði þessum á- fanga í menningarsögu Stykkis- hólms. Sérá Sigurður Ó. Lárusson flutti skólanum þakkir Stykkis- hólmsbúa og árnaði starfi hans allra heilla. Var skólanum síðan slitið og sungu allir viðstaddir með und- irleik skólastjórans: ísland ögr- um skorið. Athöfn þessi var eftirminnileg og hátíðleg í alla staði. Þess skal getið að stuðningur Stykkishólms búa við skólann og Tónlistarfélag ið hefir verið frábær. Safnaðist strax í haust álitleg fjárhæð og fyrir haná var keyptur flygili handa skólanum. Einnig er skól- inn nú að fá hljómplötutæki og hyggst í haust gefa almenningi kost á að heyra flutning merkra tónverka. — Fréttaritari. Götur steyptur ú Akrunesi Akranesi, 9. júnf. NÚ á að steypa vesturenda Mána brautar 70 metfa langan'. Sem- entsverksmiðja'n lét steypa í fyrra á sinn kostnað austurhluta Mánabrautar, en ekki lengra vestur en að stígnum, sem liggur að sementsbryggjunni. Sömuleiðis á að steypa þver- götuna Akurgerði um 270 metra, en hún liggur frá Suðurgötu að Vesturgötu. Tæpar 3 vikur eru liðnar síðan undirbúningur hófst við Akurgerði. Tré hafa verið fjarlægð, girðingar færðar inn og mokað upp úr götunni. I gær Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.